Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.04.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 24.04.1964, Blaðsíða 5
SUMARÆVINTYR Allan síðsumardaginn höíðu j au leikið sér við bæjarlækinn, sem liðaðist hljóðlega gegnum túnið, eftir leirrauðum farvegi sínum, í lygnum og smástreymi, hlárri en lindir himinsins, sem speglaði hvít, léttfleyg ský sín í fleti hans. Systkinin höfðu ýmist vaðið berum fótum um ójafnan botn hans, eða bara setið á grænum bakkanum og látið fæturna leika í hlýju vatninu. Kannske hafði lonta eða smá- síli skyggnst undan holbakka, eða þá bara legið móti straumn- um og japlað smáum tálknun- um. En þegar börnin sáu lonturn- ar, fylltust þau veiðihug. Þau krupu niður á bakkann og reyndu varfærnislega að nálgast þær með berum höndum. En lontan er stygg og sleip í hendi eins og gæfa manns, og sjaldan gátu þau gómað nokkra bröndu, þá færðist í þau kapp veiðieðiisins, og þau óðu út í hylinn og dyfu höndunum á kaf í vatnið, en allt kom fyrir ekki. Og þetta gerði ekkert til, veiði þeirra átti sér engan tilgang, um réttlátar og óhjákvæmi- legar launa- og kjarabætur. 2. Lögð verði áherzla á að verð tryggja kaupið og ná sam- komulagi um örugga og jafna hækkun á kaupmætti launa, svo unnt verði að gera varanlega samninga, er tryggi vinnufrið. 3. Að reynt verði að ná sam- komulagi um framkvæmd á raunverulegri styttingu vinnu dagsíns, án skerðingar heild- artekna. 4. Samkomulag verði gert um ýmis réttinda- og hagsmuna- mál alþýðufólks — vinnu- verndarmál og orlofsréttindi. svo og nauðsynlegar ráðstaf- anir í húsnæðismálum al- mennings. AlþýSusambandiS býSur sam- starf um lausn á þeim miklu vandamálum, sem við er að glíma í þessum efnum. ÞaS sam- starf verður að byggjast á rétt- látri afstöðu til brýnustu hags- munamála verkalýðsins, sem varðar launa- og kjaramál, og að frjáls samningsréttur sé virt- ur. Verkalýðssamtökin vilja vissu lega friðsamlega lausn á vanda- máiunum, en þau hljóta að beita sínu mikla samtakavaldi, ef rétt- látir samningar geta ekki feng' ist um kjaramálin. Föstudagur 24. april 1964 nema taka þátt í leik dagsins, lækjarins og sólarinnar. En kann ske þó? Bróðir var hugkvæmur snáði, og hann tók tóma tunnu, sem átti að afgisa í læknum, og hann lagði henni í hylinn. Og viti menn, inn í tunnuna synti iítil lonta í forvitni sinni, og þá voru systkinin fljót á sér að reisa upp tunnuna og lontan var fangi þeirra. En þau höfðu enga áætlun um feng sinn. Að vísu vildi systir láta lontuna vera þarna alltaf, þar til hún en hags. Hófsóleyjan var leik- systir þeirra og umgjörð veru- leiks þeirra. Krían, þessi skrítni fugl, sveif yfir læknum, stundum stöðvað- ist hún í loftinu, blakaði í löng- um vængjunuin og starði niSur í hylinn, svo steypti hún sér eld- snöggt á kaf og kom upp aftur með ofurlítið, gljáandi síli í nef- inu og flaug burt. Þetta þótti drengnum vel af sér vikið, og þó hann elskaði kríuna minna en aðra fugla, dáðist hann að snarleik hennar. En stúlkan sagði, að krían væri vondur fugl að taka litla sílið, því stelp- ur eru svo viðkvæmar. En börnin fóru að fleyta kerl- %§tkin, lækur og súi yrði stór silungur, og færa þá mömmu hana í matinn. En þetta var vitanlega alltof heimskuleg uppástunga til að svara. Þess vegna sleppti drengurinn lont- unni aftur í hylinn og sá, að hér var hennar staður. Þarna mátti líka fara á sjó. Syslkinin tóku því þvottabalann hennar mömmu og fleyttu hon- um út á hylinn og skvettust upp í. Þau sigldu um víðáttur þessa mikla úthafs á glæstu fleyi, komu víða við á ókunnum töfralönd- um og færðu björg í bú. Ef skipi þeirra hlekktist á og hvolfdi snögglega, svo farmenn þess og farkostur lenti í hafið, var stutt til lands, og sólin sem skein all- an daginn, þurrkaði föt þeirra fljótt. En börnin urðu svöng, og þá hlupu þau heim til mömmu og fengu nýbakaða flatköku með þykku, rauðu smjöri, sem mamma hafði smurt út á yztu jaðra. Þau hlupu með brauðið út að læknum aftur og settust í grænan hvamm hans og nutu þessa ljúffenga réttar. Og þau lögðust fyrir með hönd undir hnakka og horfðu á gegnsæ ský loftsins, sem liðu fram og tóku á sig ótal myndir í för sinni yf- ir himininn. Stundum líktust þau hásigldum skipum með gínandi trjónum, á næstu augnablikum breyttust þau í dýr eða menn. Þessar kvikmyndir loftsins veittu börnunum svo m'argar yndisstundir, að sólin var langt gengin í vestur, er athygli þeirra beindist aftur að læknum og líf- inu hið næsta þeim. Hér í hvamminum við lækinn átti aðalblóm túnsins höfuðstöð. Hófsóleyjan. Hún hófst á gild- um legg mót himni sínum, en of- arlega á leggnum uxu út hóf- blöðkurnar fagurgrænu, sem héldu blóminu gullna í lófa sér. Þetta blóm elskuðu börnin meir en fífil og smára, því að mat þeirra var meir af ætt fegurðar ingar. Þau fundu flöt, lítil hellu- blöð í eyrinni, þessi hellublöð gátu skoppað óralangt ofan á vatninu, ef laglega var fleytt. Að sjálfsögðu komust hellur drengsins miklu lengra, en stúlk imnar. í eyrinni fundu þau einn- ig marglita steina og jafnvel kuð unga og hún veitti þeim marga ánægjustund, svo rík sem hún var af djásnum. En börnin höfðu ekki tekið eftir því að sólin hafði nú rennt sér baðvið fjöllin í vestrinu og kvöldrökkrið blátt og djúpt hjúpaði hæðirnar og lagðist yfir flóana og sundin. En him- ininn, sem hafði verið svo fag- urblár allan daginn varð skyndi- lega rauður. Þá kom telpan auga á gullinn hnött, sem hófst yfir lága hálsana í austri. Hún hróp- aði: Nei, bróðir, sjáðu! Hvað er þetta? Drengurinn horfði lengi þögull á þetta undarlega fyrirbæri kvöldsins, og svaraði systur sinni engu. En systir uppgötvaði, að hnötturinn hafði augu, nef og munn, og þá fékk hún skyndi- lega hugmynd: Bróðir, nú veit ég: Þetta er Guð. Sjáðu bara andlitið. Þá svaraði drengurinn strax, með fullvissu hins reynda manns: Vitleysa, Guð hefur skegg, það veiztu þó. Ég hugsa að þetta sé ný sól. Já, auðvitað, sagði telpan, en ég heimsk. En er það ekki gott, þá höfum við líka sól á næturn- ar. Já, sagði drengurinn, það er það, sem okkur hefur alltaf vant- að. Og börnin störðu lengi og hugfangin á uppgötvun sína, í hljóðu rökkri kvöldsins. Og þau gengu hægt heim yfir túnið, með skin hinnar nýju sólar í gullnu hárinu. Þau voru ung og hamingju- söm, þau þekktu ekkert illt. Til þeirra hafði aldrei borist hinn minnsti andblær frá hinni köldu, vondu veröld fyrir utan. Heimur Qleðilegt sumarí þeirra var heimur hins fagra og milda. Og það, sem hezt var. Þau kviðu ekki neinu. Nú myndi mamma þeirra klæða þau úr votu, þerra kalda fætur þeirra og gefa þeim spenavolga ný- mjólk að drekka. Hátta þau, baða þau og syngja þau í svefn, syngja þau inn í hin rósrauðu lönd draumanna, og hin nýja sól myndi halda áfram að skína í hug þeirra og yfir þeim. k. Efri myndin þarfnast ekki skýringa. Hún er gcrð eftir kínverskri bréfklippu, mjög fallegri. Neðri myndin er einnig fró Kina. Sumrinu er fagnað með söng og dansi og blómum vorsins haldið hótt ó loft. Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.