Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.05.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 08.05.1964, Blaðsíða 2
Á sjónskífunni Tíminn fer hraðfara hjá. Fyrsti sumardagur er liðinn, þar með einn bezti vetur, sem menn muna, bæði viðvíkjandi veðráttu og afla. Fyrsti maí er einnig að baki, kaldur hér og fremur dapur, en með sam- komulagi og sól í höfuðborg- jnni. Kröfur eru og deilur í okk- ar þjóðfélagi. Skipting arðs er alltaf viðkvæmt mál, þó raun- sannast virðist, að þeir, sem afla auðæfa, fái stærsta hlutinn. En von er framundan: Verkalýðs- hreyfingin hefur boðið ríkis- valdinu upp á friðsamlegar við- ræður um lausn kjaradeilna þeirra, sem framundan eru. Hljóta ekki allir að fagna því og telja fullvíst að samkomulag takist. Enginn myndi fagna verkföllum og enginn myndi græða á þeim. Samningaleið er alltaf hin æskilegasta í hverju máli, bæði milli einstaklinga og þjóða. Við vonum, að þó þetta vor verði kalt hið ytra, verði það rósamt og friðgott milli stétta. ! Togaraútgerð Það var fróðlegt að fylgjast með blaðamannafundi útvarps- ins s.l. mánudagskvöld. Blaða- menn töluðu við þaulreyndan togaramann, skipstjóra og nú útgeröarmann þessara merkilegu aflatækja, sem togarar eru. Það virðist einhver tízka land- krabba, að svívirða þátt togar- anna í verðmætaöflun landsbúa, þeir, sem minnst vita, gala hæst eins og vant er. Þessi reynsluríki togaramað- ur, Tryggvi Ofeigsson, er á ann- arri skoðun en landkrabbar. Hann veit gildi togaranna, einnig hvað það er, sem rýrir gildi þeirra nú. Það á ekki að bíða skipverja með skattskuldakröfu, þegar þeir koma úr þriggja vikna útilegu á harðsóttustu mið- um hafanna. Þeir eiga að vera skattfrjálsir. Útgerðin á ekki að þurfa að afhenda bankanum gjaldeyrinn, sem þeir skapa og fá hann aftur skammtaðan sem skít úr hnefa og ölmusustyrk. Tryggvi talaði mjög í líking- úm, en margs varð maður vís um aðbúnað og aðstöðu þessara skipa nú. En útkoman mun þessi. Togaraútgerð er tap á pappírum vegna heimskulegra ráðstafana í landi. Hún er þó enn jafn- nauðsynleg þjóðinni og fyrr. Eftir stækkun landhelginnar eru togararnir útvarðasveitir okkar, sækja á fjarlægari mið vegna ♦ kosta sinna sem sjóskip og láta tímabundna afladeyfð ekki hagga heildarnytsemd. Þeir eru reynsluskóli íslenzkra sjómanna og hafa skapað mestu sjóhetjur heims. Allir, sem koma nærri vinnu og verzlun við þá, græða fé, þó útgeröin sýni reiknings- legt tap. Dæmið um bílstjórann hitti í mark hjá Tryggva. Það á ekki að leggja niður togaraútgerð á íslandi þó óhag- ræði sé um stund. En það á að búa betur að þeim og sjómönn- um þeim er þá skipa. Þeir flytja gjaldeyri í þjóðarbúið, er þeir sigla, þeir skapa fjármagn í buddur kvenna, barna og full- orðinna, ef afli þeirra er unninn í heimahöfn. Þeir þjálfa manns- efni í hetjur, sem eru grunnur undir hinu glæsta sjómannsoröi á íslandi. En það má ekki, nú um sinn, nota þá sem allsherjar mjólkurkýr fyrir fjarskyldar stofnanir. Og þó fiskur gangi nú upp í landsteina og sé hægast veiddur úr landi á litlum skip- um, kann svo að fara, ekki sízt ef rányrkja heldur áfram á fjölgunarsvæðunum eins og nú er, að það verði úthafsflotinn, togararnir, sem ráða gæfu vorri í framtíð. Allar framkvæmdir til lands og sjávar eiga rót sína að rekja til vörpunnar. Efnislega er þetta eftir hinum aldna togaramanni haft, en þó það kynni að vera ofsagt á uppgripaöld smærri skipa á landgrunni, mun það í reynd liðins tíma og veruleik ókomins, enn reynast mikill sannleikur. Skammstafanir Það eru tímar hraðfara tækni, vinnuhagræðingar og sam- þjöppunar hins efnislega. I stað þess að nefna löng heiti hluta, fyrirtækja og samtaka, nota menn skammstafanir: Allir kannast við SÍS fyrir hið langa Samband íslenzkra samvinnu- félaga. UNESCO, SÍBS, IBM, SAS, MÍR og hvað það nú heitir, og menn læra smátt og smátt að skilja merkingu þessara skamm- stafana. Allar líkur benda til að mál okkar, vegna tímasparnaðar og vinnuhagræðingar, verði að lokum allt tveggja og þriggja stafa orð, sem tákna tveggja og þriggja orða nafn. Við skulum bara sjá þann sparn- að, sem væri í því, aö bæj- arstjórn Akureyrar væri köll- uð BA, Tryggingastoínun rík- isins á Akureyri væri TRA, lóðaúthlutun Akureyrar væri LA, áður höfum við MA og GA, fyrir skólana okkar. Menningartengsl íslands og Grænlands, sem hljóta að koma með auknum samskiptum, yrði MIG, Sjódælustöö Oddeyrar og saltdreifing (á götur) yrði SOS, samvinna norrænna manna í opinberum biss- ness og bandalagsmálum yrði SNOBB.. Aluminiumframleiðsla innlendra að Gásum gæti vel heitið ALI-GÁS, kísilgúrverk- smiðja í námaskarÖi yrði KVÍN o. s. frv. Sennilega gengur „vinnuhagræðing“ einna lengst, þegar í blaðamannamáli oröiö „sport“, er skammstafað „sprt“. Það munar um minna en eitt o. Samtök málverndarmanna á Norðurlandi gæti skammstafazt SMÁN. En forfeður vorir fóru annan veg að. Þeir skírðu hluti og hug- tök einu nafni, sem innihélt kjarna hlutarins og hugtaksins. En það er úrelt. Undur Frá því var nýlega skýrt í innrammaðri grein í Degi, og það á forsíðu, að hrútur hafi sloppið í ær snemma vetrar með þeim afleiðingum, að 50 ær hafi nú borið fyrir tímann. Þetta gerðist hér í okkar sögufrægu REYKJARPÍPUR B e n - H u r DÖMU- REYKJARPÍPUR T w i s f Tóbakspungar Gaskveikjarar Kveikjaraþræðir Kveikjarasteinar Kveikjaraolía Hafnarbúðin VINNUBUXUR á unglinga. Verð kr. 195.00 VINNUSKYRTUR á stúlkur - langar ermar. Verð kr. 135.00. Verzl. Ásbyrgi h.f. byggð, Eyjafirði, og hefur margt við borið í þeim byggðarlögum, sem fréttnæmt má kallast frá upp hafi. En aðalkjarni þessarrar merku fréttar var það, að hrútur inn var blindur. Það liggur að baki fréttarinn- ar undrun stór: Hvernig mátti þetta verða, með blindt karlkyn? Ja, það er nú svona með siðferð- ið í voru landi, bræður. Jafn- vel blindir hrútar finna hinn bannaða veg að uppsprettu synd- arinnar. Er þá furða þó sjáandi menn rati að uppsprettunni? Við hlustum ÁSur höfum við minnst á blaðanmannafund í Útvarpinu sl. mánudag. Það var fleira á dagskrá þennan dag. M. a. þátt- urinn um daginn og veginn. Ein- hvern veginn finnst mér, að sá þáttur hefði mátt falla úr. Þessi fjögrafóta aðferð viðvíkjandi „vestrænni“ samvinnu er að verða óþolandi. Eitt sinn var mikið talað um „skriðdýrshátt" viðvikjandi Rússum sem and- styggð. Skriðdýrsháttur viðvíkj- andi öllum er það ávallt. En hvers vegna er þetta afbrigði mannlegra hátta nú orðiö eftir- sótt útvarpsefni? Þessir vesalings ungu áhugamenn um „vestræna samvinnu“ eru án efa góðir strákar og íslendingar. En hvers vegan geta þeir ekki skilið það, að svo bezt er um samvinnu og samtök að ræða, að báðir aðilar standi á tveim fótum, en annar krjúpi ekki á kné. Þess er getið í fornum sögum, austrænum, að gestum bar að falla fram og kyssa á tá konunga. En er hér ekki um úrelta kurteisi að ræða. Haraldur Hamar, við erum menn, eigum sögu frá fornu, erum enn að skapa sögu. Skrið- dýr, íslendingar: Tveir fjar- skyldir aðilar. Reykjorpípur Fyrir dömur og herra. Sparið fé, reykið pípu. NÝLENDUYÖRUDEILD AUGLÝSING um lóðahreinsun. Lóðaeigendur á Akureyri eru áminntir um að hreinsa lóðir sínar og hafa lokið því fyrir hvítasunnu. Verði um að ræða vanrækslu í þessu efni, mun heilbrigðis- nefndin láta annast hreinsun á kostnað lóðaeigenda. Heilbrigðisnefnd Akureyrar. AÐALFUNDUR FLUGFÉLAGS ÍSLANDS H.F. verður haldinn miðvikudaginn 3. júní 1964 í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl. 14.00. Dagskró: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins í Bændahöllinni (4. hæð) 1., 2. og 3. júní. Stjórnin. 2) Verkamaðurinn Föstudagur 8. maí 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.