Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.05.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 08.05.1964, Blaðsíða 3
Frumvarp Honnibals Valdimarssonor um vinnuvernd t. II. Qall í t« Hér kemur alls konar samtín- ingur: í síðasta þætti voru vísur eftir Guðna V. Þorsteinsson. Þrjár urðu þá eftir vegna rúmleysis, og koma þær hér: Til vinkonu: Auðnist þér um æfislóð ýmsar leiðir kanna, hljóttu ætíð, heillin góð hylii Guðs og manna. Smjörmál 1963: Þótt vér eygjum kreppukjör kannski á næsta leyti, nú má engir.n nefna smjör, nú er það svíni.feiti. Vanskil á blaðinu: Legg ég niður gáska og grín, gangi þér allt í haginn: Hvar eru blessuð blöðin þín, sem bauðstu mér um daginn. Margir hafa spurt eftir hvern þessi snjalla staka sé: Saman þeir lágu og sigtuðu á rebba, samninga gerðu um vináttu trygga: Siggi átti að hætta að stela frá Stebba og Stebbi átti að hætta að ljúga upp á Sigga. Höfundur: Torfi Sveinsson, Hóli, Svartárdal. Friðbjörn í Staðartungu mœtti eitt sinn Jóhannesi Sig- urðssyni á Vindheimum og sagði: Komdu hérna karlfauskur, kvæða vanur þófi. Hann er að verða haustlegur hausinn á þér Jói. Jóhannes svaraði: Þeir, sem eiga börn og bú bognir af þreytu ganga. Eg er að verða eins og þú ýmugrár á vanga. V. KAFLI Um greiðslu vinnulauna o. fl. 25. gr. Vinnulaun skal ávallt greiða í gjaldgengu reiðufé, nema sam- ið hafi verið um greiðslu með tékka, bankaávísun eða „gíró“. Greiðsla vinnulauna skal fara fram á eða við vinnustað í vinnutímanum. 26. gr. Hafi verið samið um tíma-, dag- eða vikukaup, skal greiðsla fara fram ekki sjaldnar en einu sinni í viku. Fyrir ákvæðisvinnu má fresta uppgjöri, unz verkefni er lokið, en þó skal í viku hverri greiða hæfilega fyrirframgreiðslu fyrir þá vinnu, sem innt hefur verið af hendi. Annan uppgjörstíma má og ákveða með sérstökum samningi. Greiðslur til starfsmanna á mánaðar- eða árskaupi skulu fram fara ekki sjaldnar en tvisvar í mánuði, ef ekki hefur verið um annað samið skriflega. 27. gr. Engan launafrádrátt má fram- kvæma án skriflegs samnings, nema heimilað sé í lögum eða um sé að ræða stéttarfélagsgj öld, útsvör eða innborganir í trygg- ingasjóði eða sjúkrasamlög með staðfestri reglugerð. Þegar laun eru greidd, eða strax á eftir, getur starfsmaður krafizt skriflegs yfirlits yfir upp- hæð launa, hvernig þau eru reiknuð, og frádrátt, ef einhver er. Skulu fullnægjandi kvittanir ávallt fylgja um sérhvern launa- frádrátt. VI. KAFLI Uppsagnarfrestir. 28. gr. 1. Ef um annað er ekki gerður skriflegur samningur, eða um það ákvæði í kjarasamn- ingi, lögum eða reglugerð, gildir eftirfarandi: a. Fyrir starfsmenn, sem hafa tíma-, dag-, viku- eða ákvæðiskaup, er uppsagn- arfrestur aldrei skemmri b. Fyrir starfsmenn, sem taka mánaðar- eða árskaup, er uppsagnarfrestur aldrei skemmri en einn mánuður, talinn frá lokum alman- aksmánaðar. Ákvæði þessi gilda ekki um starfsmenn, sem ráðnir eru til ákveðins reynslutíma eða til þess að framkvæma ákveðna vinnu, sem tíma- bundin er. Ef við annað verð- ur ekki ráðið af aðstæðum, - Síðari hluti - má rifta slíkri ráðningu, þótt reynslutíma sé ekki lokið, eða áður en hinu ákveðna verki er lokið, með eins dags fyrirvara. 2. Starfsmaður, sem verið hefur samfleytt 4 ár í þjónustu sama fyrirtækis, eða atvinnurek- anda, eftir 21 árs aldur, hefur a. m. k. þriggja mánaða upp- sagnarfrest, talinn frá lokum almanaksmánaðar. 3. Uppsagnarfrestur er hinn sami fyrir báða aðila. Upp- sögn skal ávallt vera skrifleg. 29. gr. Atvinnurekandi er skaðabóta- skyldur, ef starfsmaður, sem unnið hefur samfleytt í 2 ár eftir 21 árs aldur hjá sama atvinnu- rekanda eða fyrirtæki, verður að víkja úr starfi vegna upp- sagnar, nema réttmætar ástæður séu tilgreindar fyrir uppsögn- inni. Nú hefur starfsmanni verið ólöglega sagt upp starfi skv. 1. málsgrein þessarar greinar, og má þá dæma atvinnurekanda samkvæmt kröfu starfsmanns, sem látið hefur af starfi, til þess að ráða hann aftur til starfa í fyrirtækinu í sömu stöðu, eða stöðu, sem svarar til þeirrar, er hann hafði. Dómstólar ákveða, að hve miklu leyti starfsmaður- inn skuli einnig fá bætur fyrir þann tíma, sem hann var sviptur starfi hjá fyrirtækinu. Bætur geta numið allt að hálf- um síðustu árslaunum starfs- mannsins hjá fyrirtækinu, ef hann hefur starfað þar eigi skemur en 5 ár samfleytt. Hafi starfsmaður starfað hjá fyrirtækinu eigi skemur en 10 ár samfleytt eftir 21 árs aldur, geta bætur þó numið launum síðasta árs hjá fyrirtækinu. Hafi starfsmaður á sama hátt starfað hjá fyrirtækinu í 20 ár, geta bætur numið launum starfs- mannsins hjá fyrirtækinu und- anfarin 3 ár. Mál gegn atvinnurekanda skal höfða innan tveggja mánaða frá móttöku skriflegrar uppsagnar, þar sem tilgreindur er málsókn- arfrestur. Ef uppsögn er ein- ungis munnleg, skal málsóknar- frestur vera 3 mánuðir. 30. gr. 1. Starfsmanni, sem starfað hefur full tvö ár samfleytt hj á sama atvinnurekanda eða fyrir- tæki, og verður að vera fjar- verandi vegna slyss eða sjúk- dóms, má ekki segja upp starfi af þeim sökum fyrstu 3 mánuði, eftir að hann varð óvinnufær, nema hann hafi slasazt eða sýkzt af ásetningi eða vítaverðu gáleysi, eða hann hafi vísvitandi þagað yfir sjúkdómi, þegar hann var ráðinn. 2. Hafi starfsmaður starfað eigi skemur en 10 ár sam- fleytt 31. g r. Nú hefur dregið úr starfsgetu starfsmanns vegna slyss eða sjúkdóms, og ber atvinnurek- anda þá að leitast við að finna honum starf hjá fyrirtækinu, er hentar hæfni hans og heilsu, e. t. v. að lokinni nauðsynlegri þjálfun. VII. KAFLI Refsiákvæði. 32. gr. Liggi ekki við strangari refs- ingar samkvæmt almennum hegningarlögum, skal atvinnu- rekandi, eða eigandi fyrirtækis, sæta sektum, ef hann: 1. Brýtur ákvæði laganna um tryggingu heilbrigðra og ör- uggra vinnuskilyrða. 2. Brýtur ákvæði laganna eða fyrirmæli um nætur-, sunnu- eða helgidagavinnu, eða brýt- ur reglur um lengd vinnu- tíma eða um hvíldartíma eða sérvernd kvenna, barna og unglinga. 3. Lætur hjá líða að birta fyrir- skipaðar tilkynningar eða halda þær skrár, sem fyrir- skipaðar eru í lögunum. 4. Brýtur ákvæði um uppsagn- arfresti, greiðslu vinnulauna, uppgjör við starfsmenn, eða gerist sekur um brot á öðrum ákvæðum laga þessara. 33. gr. Foreldrar og aðstandendur, sem láta börn framkvæma vinnu, sem brýtur í bág við lög þessi, skulu sæta sektum. 34. gr. Með brot gegn lögum þessum skal almennt farið að hætti opin- berra mála. 35. gr. Félagsmálaráðherra setur reglugerð um nánari framkvæmd laganna, eftir því, sem ástæða þykir til. VIII. KAFLI Gildisfaka. 36. gr. Lög þessi taka gildi 1. janúar 1965, og eru þá öll eldri laga- ákvæði, sem brjóta í bág við ákvæði þessara laga og veita starfsmanni naumari rétt, jafn- framt úr gildi fallin.________ Ásgeir verður áfram forseti Tilkynnt hefur verið, að for- seti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, hafi gefið kost a að vera enn í framboði við forseta- kosningarnar, sem fram eiga að fara 28. júní í sumar. Hafa með- mælendalistar þegar verið lagð- ir fram hjá sýslumönnum og bæjarfógetum, en framboðsfrest ur rennur út 23. maí. Ekki hefur frétzt, að önnur framboð séu í undirbúningi, a. m. k. ekki alvarlega meint. Má því gera ráð fyrir, að Ásgeir verði sjálfkjörinn forseti næsta kjörtímabil, en hann hefur nú þegar gegnt forsetaembættinu 3 kjörtímabil eða 12 ár. en 14 dagar. Verkamaöurinn Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- ______ bandalagsins í Norðurlandskjördærai eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, síini 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Akureyri. HTÓLAR Nýkomnir enskir og hollenzkir kjólar. Stærðir frá nr. 34—45. ÚRVAL. Verzlun B. Laxdal. Föstudagur 8. maí 1964 Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.