Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.05.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 08.05.1964, Blaðsíða 4
Frd aðalfundi Njólhursamlags K.E.A. Ársfundur Mjólkursamlags K.E.A. var haldinn í Samkomu- húsinu á Akureyri, þriðjudaginn 5. maí s.l. og hófst kl. 10.30 f. h. Á fundinum mættu auk stjórnar og framkvæmdastjóra K.E.A. og mjólkursamlagsstjóra, um 300 fulltrúar mjólkurfram- leiðenda, en auk þess nokkrir aðrir fundargestir. Formaður félagsins Brynjólfur Sveinsson, selti fundinn og nefndi til fund- arstjóra þá Sigurjón Steinsson, Lundi og Marinó Þorsteinsson, Engihlíð, og fyrir ritara þá Að- alstein Jónsson Kristnesi og Sæmund Guðmundsson, Fagra- bæ. Af reikningum og reksturs- skýrslu ársins 1963 kom í Ijós, að mj ólkursamlagið hafði tekið á móti samtals 17.443.890 ltr. mjólkur með 3.824% fitumagni. Hafði mjólkuraukningin á árinu orðið 1.260.852 lítrar eða 7.8%. Af samanlögðu mjólkurmagni var 19.5% selt sem neyzlumjólk og 80,5% fór til framleiðslu annarra mjólkurvara. Niðurstöður á rekstursreikn- ingi samlagsins sýndu að fram- leiðendur höfðu fengið útborg- að mánaðarlega 400 aura á lítra auk 8.63 aura á lítra sem greitt var bændanna vegna til Búnaðarmálasjóðs, stofnlána- sjóðs Búfj árræktarstöðvar. Eftirstöðvar á rekstursreikningi samlagsins voru samtals Kr. 27.287.147.16 eða 156.42 aurar á mjólkurlítra. Samþykkti fund- urinn að greiða skyldi, til fram- leiðenda á 143 aura á lítra og auk þess 13 aura í stofnsjóð þeirra, en afgangurinn yfirfær- ist til næsta árs. Meðalútborg- unarverð til framleiðenda á hvern mjólkurlítra við mjólkur- stöð var samtals 565 aurar. Á fundinum voru rædd ýmis mál er mj ólkurframleiðendur varða, þar á meðal um starf Bú- fjárræktarstöðvarinnar í Lundi og var einróma samþykkt að veita 150 þúsund krónur til styrktar þeirri starfsemi. Landsmót nngmennafélag:a að Laugarvatni næsta ár Síðasta landsmót U.M.F.Í. var haldið að Laugum í Suður- Þingeyj arsýslu sumarið 1961. Voru keppendur þar í margs konar íþróttum um 600 talsins frá 19 félögum og héraðssam- böndum, en mótsgestir alls um 8000. Þótti framkvæmd mótsins takast mjög vel og var Héraðs- sambandi Suður-Þingeyinga, sem sá um alla framkvæmd og bar ábyrgð á mótinu, til hins mesta sóma. Nú hefur verið ákveðið, að næsta landsmót U.M.F.I. og hið 12. í röðinni verði háð að Laug- arvatni 3. og 4. júlí 1965. Hér- aðssambandið Skarphéðinn hef- ur tekið að sér framkvæmd mótsins og fjárhagsábyrgð. Kos- in hefur verið 5 manna Lands- mótsnefnd og er Stefán Jasonar- son í Vorsabæ formaður hennar. Vinnur nefndin nú að víðtækum undirbúningi mótsins í samráði við stjórn Skarphéðins og U.M.F.Í. Eins og kunnugt er, þá er að- staða að Laugarvatni að mörgu leyti mjög ákjósanleg til að halda slíkt mót sem þetta. Þar eru stór húsakynni, greiðar sam- gönguleiðir að og frá staðnum, mikil náttúrufegurð og þar er staðsettur íþróttakennaraskóli VÍSA VIKUNNAR Fyrr var ég hinn keppni, hvati kvennamaður. Nú er ég olveg eins og krati uppmólaður. x íslands með tilheyrandi íþrótta- mannvirkjum. Vonir standa til, að þau íþróttamannvirki, sem þar eru nú í byggingu, verði til- búin til afnota á landsmótinu 1965. Á mótinu fer fram keppni í flestum greinum frjálsra íþrótta, sundi, glímu, knattspyrnu, hand- knattleik kvenna og sex greinum starfsíþrótta. Forkeppni fer fram í sumar, og áttu þátttöku- tilkynningar að hafa borizt fyrir 1. maí. Þá verða á mótinu hópsýning- ar í leikfimi og þjóðdansar, og ennfremur margt til skemmt- unar. Mótsmerki. I sambandi við undirbúning mótsins hefur verið ákveðið að efna tii samkeppni um merki fyrir 12. landsmót U.M.F.Í. Merkið skal vera þannig að nota megi það í oddfána, aðgöngu- miða o. fl. er mótinu viðkemur. Landsmótsnefnd hefur ákveðið að veita kr. 2000.00 fyrir tillögu að merki því er valið verður. Tillögur að merkinu skulu hafa borizt formanni landsmótsnefnd- ar, Stefáni Jasonarsyni, Vorsa- bæ, fyrir 1. júní 1964. Skal nafn NÝKOMIÐ SKOTAPILS GOLFTREYJUR á 10—13 ára. SLOPPAR ný gerð. Markaðurinn höfundar fylgja uppdrættinum í lokuðu umslagi. Dómnefnd skipa: Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, Gísli Sigurðsson, ritstjóri og Halldór Pétursson, teiknari. Verkamaðurinti í shélamdlam Eyjafjarðar þarf að vinna Fræðsluróð og forysta skólamóla í sýslunni ræður róðum sínum fv. laugardag. Fræðslunefnd Eyjafjarðar- sýslu boðaði um helgina til fund- ar með skólastjórum, oddvitum og form. skólanefnda sýslunnar. Var fundurinn haldinn í Odd- eyrarskólanum á Akureyri. Sr. Stefán V. Snævarr setti fundinn og stjórnaði honum í forföllum formanns, séra Sigurður Stefáns- sonar á Möðruvöllum. Fundarefni var Skólamál Eyja fjarðarsýslu og frummælendur Einar Sigfússon í Staðartungu og Helgi Þorsteinsson. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt: .Fundur um skólamál haldinn á Akureyri, 25. apríl 1964, af fræðsluráði Eyjafjarðarsýslu með oddvitum, skólastjórum og Barðstiínsmálið Undanfarið hefi ég ritað nokk uð, í eitt af blöðum bæjarins um væntanlegar íbúðahúsabygg ingar á Barðstúni og jafnframt borið fram ákveðnar fyrirspurn- ir til ráðamanna Akureyrarkaup- staðar varðandi það mál. Þar sem svör hafa eigi enn litið dags ins ljós og þar sem ég ætla ekki hinum ágætu forsvarsmönnum okkar þá ókurteisi, að þeir svari ekki, þegar á þá er yrt, þá hef- ur mér flogið í hug, að ef til vill ættu þeir ekki greiðan gang að fyrrnefndu blaði. Því vil ég leyfa mér að endurtaka þær spurningar, sem mér og fleirum leikur hugur á að fá svör við. Fyrst og fremst: Er búið að samþykkja heildarskipulag yfir það svæði, er Barðstún liggur á — og ef svo er ekki, á hvaða for- sendum er svona aukaskipulagn- ing byggð? I öðru lagi: Er það ekki brot á einhverri reglu eða hefð, að úthluta lóðum, án þess að aug- lýsa eftir umsóknum — og ef svo er, hverjar voru þær knýj- andi ástæður, er leiddu til þess í þetta skipti? Og í þriðja lagi: Hefur ráða- mönnum ekki flogið það í hug, að ef til vill eru fleiri starfs- mannahópar, sem vilja fá veg- arspotta í hvelli, — t. d. í gegn- um túnið sunnan Sundlaugarinn ar'. Með beztu kveðju. Dúi Björnsson. Stofnfundur Hjarfa- og æðasjúkdómavarnarfélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 12. maí í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 8.30 e. h. Prófessor Sigurður Samúelsson mætir á fundinum og flytur erindi um hjarta- og æðasjúkdóma. Skorað er á bæjarbúa að fjölmenna á fundinn. Undirbúningsnefndin. skólanefndarformönnum, gerir svohljóðandi ályktun: Þar sem n: iklir erfiðleikar eru nú orðnir á því að koma unglingum í gagn fræðWnám og ja’fnvel skortir víða aðstöðu til að hægt sé að koma þeim til unglingaprófs, tel ur fundurinn að ekki megi leng- ur við þetta una, og að brýna nauðsyn beri til að hafizt verði handa um að koma á fót nægum húsakosti í héraðinu til að ráða bót á þessu. Eða málið leyst á annan viðunandi hátt. Skorar fundurinn á fræðslu- málastjórn, sýslunefnd og fræðsluráð Eyjafjarðarsýslu að leggja þessu málefni lið og koma með tillögur til úrlausnar. Ennfremur skorar fundurinn á þingmenn Norðurlandskjör- dæmis eystra að beita sér fyrir því, að fjárveiting fáist til þess arar skólabyggingar. Með þvi að sýnt er, að bygging skólaset- urs fyrir sýsluna, eða endanleg lausn þessa vandamáls mundi taka nokkur ár, og víst er, að umsóknum um skólavistir, sem ekki er hægt að sinna, fer fjölg- andi, þyrfti að vinda bráðan bug að þessu máli og koma á ein- hvern rekspöl sem allra fyrst. Ennfremur skorar fundurinn á fræðslumálastjórn og fræðslu- ráð að hlutast til um það, að öll skólahverfi sýslunnar öðlist að- stöðu til að skila nemendum með unglingaprófi.“ ÆÐRI FJÁRMÁL Ekki er um annað meir rætt hér í bæ en þá kunnu staðreynd, að meðan heiðarlegir alþýðumenn fá ekki 5000 kr. lán í bönkum hér, geti frakkari einstaklingar sótt þangað fimm millj- ónir. Svo mikil dýrkun einstaklings- „framtaks" er talin eiga rætur í stjórn- arherbúðum „viðreisnarherranna" fyrir sunnan en ekki hér. [ PERUTZ ] litfiímur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Sími 1524

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.