Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.05.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 15.05.1964, Blaðsíða 4
UnÉbúÉjsdeild Teekniskélo Akireyrcr slitið Verkamaðurinn Undirbúningsdeild tækniskóla á Akureyri var slitið s.l. laugar- dag, 9. maí. Hún starfaði í fyrsta sinn í vetur á vegum Iðn- skóla Akureyrar á sama grund- veili og sams konar deild, sem haldið hefur verið uppi nú í tvo vetur á vegum Vélskólans í Reykjavík. Prófkröfur eru mið- aðar við inntökuskilyrði í danska tækniskóla og námsefni og próf við þau sniðin. að starfið færi vel af stað þegar á fyrsta starfsári, en slíkt væri afar mikils vert. 15 gengu undir próf, þar af 1 utanskóla, og hlutu allir tilskilda meðaleinkunn, en 1 skorti lítið eitt á lágmarkseinkunn í stærð- fræðigreinum. Hæstu einkunnir hlutu Stefán Guðjohnsen, símvirki 7,48 og Júlíus Arnórsson, múraranemi, 7,15, en einkunnastigi er frá 0—8. Brautskráðir nemendur 1964: Aðalsteinn Júlíusson, Arnar Daníelsson, Ásgeir Grant, Einar Malmquist, Eiríkur Sigurgeirs- son, Franz V. Árnason, Grétar Olaísson, Gylfi Jónsson, Gylfi Snorrason, Jón E. Jónsson, Júlí- us Arnórsson, Kristján Antons- son, Sigfús Jónsson, Stefán Guð- johnsen. Skólastjórinn, Jón Sigurgeirs- son, kvaddi nemendur og lýsti starfinu í vetur. Aðalkennari var Aðalgeir Pálsson, rafmagnsverk- fræðingur, en auk hans og skóla- stjóra kenndu Aðalsteinn Jóns- son, verkfræðingur og Skúli Magnússon, gagnfræðaskóla- kennari. Deildin starfaði frá 1. október til aprílloka. Skólastjóri þakkaði Alþingi, menntamálaráðherra, bæjar- stjórn Akureyrar og öðrum, sem stutt hafa að því, að deildinni var komið á fót, ekki sízt Svein- birni Jónssyni, byggingameistara sem hefur látið sér mjög annt um þetta mál og stutt það á margan hátt. Að lokum ávarpaði skóla- stjóri nemendur og þakkaði þeim samstilltan vilja og átak til Frá Skákfél. Aknrerrar Skákþingi Akureyrar er ný- lega lokið. Þátttakendur í meist- araflokki voru 8 og í 1. og 2. fl. 5. Skákmeistari Akureyrar varð Júlíus Bogason er hlaut 5% v. 2 til 3 urðu Jón Björgvinsson og Margeir Steingrímsson með 5. v. hvor. í 1. og 2. fl. urðu úrslit þau, að þeir urðu jafnir Halldór Hall- dórsson og Jón Þ. Jónsson með 3 v. hvor og tefldu til úrslita og vann Halldór: Röðin því þessi: 1. Halldór Halldórsson með 3 v. 2. Jón Þ. Jónsson með 3 v. 3. Friðgeir Sigurbj örnsson með 2% v. Hraðskákmót Akureyrar fór Hemendatónleikar d Ahureyri Hinir árlegu nemendatónleik- ar Tónlistarskólans verða næst- komandi laugardag og sunnu- dag. Tónleikarnir á laugardag- inn verða í Lóni og hefjast kl. 5 e. h., en tónleikarnir á sunnu- dag verða í Borgarbíó og hefjast kl. 8.30 e. h. Aðgangur að tón- leikunum á laugardaginn er ókeypis, en aðgöngumiðar að tónleikunum á sunnudaginn verða seldir við innganginn. Á tónleikunum á laugardaginn koma fram yngri nemendur skól- ans og leika á píanó, fiðlu og orgel. Þá leikur einnig fiðlusveit með píanóundirleik. Á tónleikunum á sunnudaginn koma fram nokkrir eldri nem- endur skólans og leika einleik á píanó. Meðal þeirra er fyrsti píanónemandinn, Jóhannes Vig- VlSA VIKUNNAR Heyrði ég margra manna jag, meting ogþvarg um landsins hag. Skinhelgir vargar voru þar, ,,viðreisnar"-argintæturnar. fússon, sem útskrifaðist frá skól- anum og er hans hluti í tónleik- unum all veigamikili og um leið þáttur í lokaprófinu. Eru þessir tónleikar því merkur viðburður í starfssögu skólans. Jóhannes er nemandi Kristins Gestssonar og mjög efnilegur nemandi. Þess er að vænta að tónleik- arnir verði fjölsóttir og að áheyrendur sýni hinu unga fólki að þeir vilji fylgjast með starfi þess og námsárangri. FERMINGARBÖRN í Lögmannshliðarkirkju hvitasunnu- dag 17. maí. STÚLKUR: Anna Gréta Halldórsdóttir, Eyri. Gunnhildur Asgeirsdóttir, Gleró. Jóna Antonsdóttir, Vallholti. Oddný Björg Vatnsdal, Lundeyri. DRENGIR: Árni Óðinsson, Þverholti 6. Ingvi Óðinsson, Þverholti 6. Bergur Finnsson, Höfðabrekku. Friðrik F. Karlsson, Stórholti 1. Jóhannes Larsen, Lönguhlíð 37. Kristjón Jónsson, Brautarhóli. Sigurður Jónas Arnórsson, Byrgi. Sigurður Jónas Sigurbjörnsson, Þver- holti 2. HALLÐÓR JÓNSSON, hrcðskákmeistari Akureyrar. .»• z b : 'i -•* <§ • - ■ - >» V-- V KT- fram s.l. sunnudag. Þátttakend- ur voru 20. Úrslit urðu þau að hraðskákmeistari Akureyrar varð Halldór Jónsson með 16 v. 2. var Helgi Jónsson með 15 v. og 3. til 4. Júlíus Bogason og Jón Þór með 14% v. hvor. Fyrir skömmu komu hingað til bæjarins Helgi Olafsson skák- meistari íslands og Freysteinn Þorbergsson og tóku hér þátt í hraðskákkeppni. Þátttakendur voru 18. Úrslit urðu þau að Freysteinn Þorbergss. blaut 15% v., Helgi Ólafsson 14 v. og Júlíus Bogason hlaut 12% v. Skákfélag Akureyrar er nú að undirbúa skákför til Norðfjarð- ar um n. k. mánaðamót og er ætlunin að keppa við skákmenn á Austurlandi. Gular NYLON- SRYRTUBLÚSSUR m. manchettu- hnöppum. Verð kr. 388.00. VerzÍurtin ÁSBYRGI Föstudagur 15. maí 1964 »0r doðbðh lílsiw sýnd I höld Mörgu er áfátt í uppeldismál- um okkar síðan meiri hluti þj óð- arinnar fór að búa í þéttbýli. — Hugsjónamenn, sem sjá hvar skórinn kreppir, beita sér fyrir ýmsum endurbótum á uppeldi æskunnar. Barnaverndarsamtök- in safna fé fyrir hæli handa taugaveikluðum börnum. En einn áhugasamur einstaklingur hefur látið gera kvikmynd til að minna á vanrækt börn og safna fyrir uppeldisheimili handa þeim. —- Ákveðið hefur verið að sýna kvikmyndina „Úr dagbók lífsins“ hér í Borgarbíó á föstu- daginn. Magnús Sigurðsson, skólastjóri í Hlíðarskóla í Rvík, hefur látið gera myndina og sýnt hana víða á Suður- og Vestur- landi. Hefur hún hvarvetna feng- ið ágætar viðtökur. — Eins og kunnugt er gengur ágóði af þess- um kvikmyndasýningum í sér- stakan sjóð, sem biskupsskrif- stofan varðveitir, og á að ganga til uppeldisheimilis fyrir van- rækt og foreldralaus böm. Með því hyggst forvígismaður þessa mikilvæga máls að vinna nauð- synlegt björgunarstarf á réttum tíma. — Kvikmyndin sýnir raun- hæfar myndir úr ævi þessara vanræktu barna. Er það athyglis- verð hugvekja og mun eflaust Innishór kvtoao! Frá lðunni: TÖFFLUR og BANDASKÓR Frá Ítalíu: TÖFFLUR mism. hælar. Frá Þýzkálandi: TÖFFLUR og BANDASKÓR Verð frá kr. 132.00 i^kóbiið vekja til umhugsunar um þetta vandamál. — Þá lætur Magnús söínunarbók fylgja myndinni, og gefst þeim, sem þess óska, tækifæri til að rita nafn sitt í hana og styrkja þetta málefni með því að láta af hendi rakna minnst 50 krónur. — Hér er um mikilvægt uppeldismál að ræða. En við íslendingar erum langt á eftir nágrannaþjóðum okkar um uppeldi vanræktra barna. — Þess er vænzt að kvikmynd þess- ari verði vel tekið hér á Akur- eyii og margir hafi opinn hug fyrir því velferðarmáli, sem hér um ræðir. Eiríkur Sigurðsson. —0— Magnús hefur takmarkaðan líma til sýninga hér, en hann þarf að vera viðstaddur, því hann flytur stutt erindi um þessi mál á undan hverri sýn- ingu. Fjöldi sýninga miðast því við hans stutta dvalartíma hér. Verða tvœr sýningar föstudag- inn 15. maí kl. 8.15 og kl. 10.30 um kvöldið. E. t. v. verða einnig sýningar á laugardag. HVÍTAR TELPNA- NYLONBLÚSSUR á 4—12 ára. Verð frá kr. 237.00. Iferilunin Hlín Brekkugötu 5. [PERUTZ) litfifmur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Simi 1524 Galdro-Loítur Sýningar föstudag kl. 8% og laugardag kl. 3. Vegna brottfarar Gunnars Eyjólfssonar verða allra síðustu sýningar annan hvítasunnudag kl. 3 og kl. 8%. Leikfélag Akureyrar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.