Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.06.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 12.06.1964, Blaðsíða 3
Góð afkoma Flugfélagsíns Ný skziifuþota verður keypt til innanlandsflugs Aðalfundur Flugfélags ís- lands h.f. fyrir árið 1963 var haldinn 3. júní að Hótel Sögu. Fundarstjóri var Guðmundur Vilhjálmsson og fundarritari Jakob Frímannsson. Eftir að fundur hafði verið settur, flutti forstjóri Flugfélagsins, Orn Ö. Johnson skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári. Flugið í skýrslu forstjórans kom fram að flugið, bæði innan lands og milli landa hafi árið 1963 verið rekið með svipuðu sniði og árið á undan. Nýr þáttur var tekinn upp, þar sem var flug til og frá Færeyjum, sem átti að hefjast í maí-mánuði, en vegna flugvallarframkvæmda í Færeyj- um hófst það ekki fyrr en í júlí. Á áætlunarflugleiðum milli landa voru fluttir 28.937 arð- bærir farþegar (25.750 árið á undan) og í leiguflugi 6.510. Auk þessara farþega voru fluttir 600 farþegar í Færeyjafluginu þann tíma sem það var starf- rækt í fyrrasumar. Arðbærir vöruflutningar milli landa námu 332.5 lestum (286.5). og póst- flutningar 90,6 lestum (72). í innanlandsflugi voru fluttir 62,056 arðbærir farþegar (61,- 554) og fluttar voru 937 lestir af vörum (1109) og 117,4 lestir af pósti (126.9). Alls voru flug- vélar félagsins á lofti 9.819 klst. Samanlagður fjöldi arðbærra farþega í innanlands- og milli- landaflugi varð því árið 1963, 90.993 og auk þess í leiguflugi 6.510. Samtals 97.503. Þá ræddi Örn forstjóri af- komu félagsins. Þrátt fyrir auk- inn tilkostnað á ýmsum sviðum skilaði félagið nú tekjuafgangi að upphæð kr. 260 þús. og höfðu þá eignir verið afskrifaðar um yfir 12 millj. krónur. Hagnaður af millilandaflugi varð 5,4 millj. kr. en tap á inn- anlandsflugi 5,2 millj. Miðað við fyrra ár, batnaði afkoma innan- landsflugs um 1,7 millj. kr. Heildarvelta félagsins á árinu varð rúml. 153,8 millj. króna. Forstjóri ræddi ýmsa þætti starfsemi félagsins, landkynn- ingarstarf þess, en til þess ver félagið miklu fé. Ein flugvél félagsins er stað- sett í Grænlandi og annast þar ískönnunarflug. Nýr þáttur Grænlandsflugs var upp tekinn á árinu, skíðaflug til einangraðra staða á austurströnd landsins. Auk þessa efndi félagið til eins Föstudagur 12. júni 1964 og fjögurra daga skemmtiferða til Grænlands. Starfsfólk félagsins var á ár- inu 350 manns. Á fundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 10% ársarð. Endurnýjun flugflotans Örn Ó. Johnson skýrði frá því, að undanfarið hefðu farið fram athuganir á flugvélakaup- um fyrir innanlandsflugið. Hann upplýsti, að stjórn Flug- félags íslands hefði samþykkt að leita eftir kaupum á skrúfuþotu af gerðinni Fokker Friendship. Yiðræður við fulltrúa verksmiðj- unnar hefðu farið fram en ennþá væri of snemmt að segja um hvort af samningum yrði. Ljóst væri að með slíkri flug- vél stórbatnaði aðstaða innan- landsflugsins, enda þótt hér væri um mikla fjárfestingu að ræða, eða um 40 millj. kr. Þá ræddi forstjóri vandamál sem skapaðist við skefjalausa samkeppni lítilla flugfélaga á flugleiðum félagsins innanlands og sem gætu leitt til minnkandi þjónustu við landsmenn ef ekki yrði tekið á þeim málum með festu. Ottar Möller, forstjóri Eim- skipafélags íslands, kvaddi sér hljós og þakkaði Flugfélaginu störf þess frá öndverðu og góða þjónustu við landsmenn. Hann benti á þá hættu, sem leiguferðir erlendra flugfélaga á vegum ís- lenzkra ferðaskrifstofa hafa í för með sér fyrir íslenzk flugmál og taldi jafnframt hættu á að innan- lands gætu litlu flugfélögin skert svo afkomu Flugfélags íslands, að það neyddist til þess að draga úr þjónustu sinni við landsmenn á þeim vettvangi. Þá tók til máls Eyjólfur Kon ráð Jónsson ritstjóri og bar fram tillögu þess efnis, að fundurinn fæli stjórn félagsins að láta at- huga möguleika á útgáfu jöfn- unarhlutabréfa, en bjóða síðan út nýtt hlutafé meðal almenn- ings. Taldi flutningsmaður til- lögunnar, sem var samþykkt samhljóða, að margan fýsti að Ieggja hönd á plóginn í því að auka starfsemi Flugfélagsins, sem nyti hylli alþjóðar. Að ræðu Eyjólfs Konráðs Jónssonar lokinni var lýst stjórn- arkjöri, en stjórnin var öll end- urkjörin. Hana skipa Guðmund- ur Vilhjálmsson, Bergur G. Gíslason, Björn Ólafsson, Rich- ard Thors og Jakob Frímanns- son. í varastjóm voru kosnir Jón Árnason og Sigtryggur Klemenzson. Endurskoðendur þeir Magnús Andrésson og Einar Th. Magnússon. Léreftstuskur hreinar og góðar kaupum við haesta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Kringsjó vikunnar Messað í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 10.30 órdegis. (í sam- bandi við þing Stórstúku íslands). Sólmar nr.: 326, 304, 289, 318 og 681. B. S. Messað í LögmannshlíSarkirkju ó sunnudaginn kemur, kl. 2 e. h. Sálmar nr.: 51 1, 678, 314, 207 og 675. — Bílferð úr Glerárhverfi. — P. S. Skiðahótelið Hlíðarf jalli. Opið daglega fyrir gistingu og greiðasölu. Borð og matpantanir í síma um 02. — Hótelstjóri. Heilsuverndarstöð Akureyrar: — Eftirlit með þunguðum konum fimmtudaga kl. 4—5 e. h. — Ung- barnaeftirlit miðvikudaga og annan hvern mánudag kl. 1—2 e. h. Þarf að pantast í síma 1977 og 1773. -— Hvorttveggja þetta fer fram í Hafnarstræti 81, neðstu hæð. — Berklavarnir: Þriðjudaga og föstu- daga kl. 2—3.30 e. h. og bólu- setningar fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 1—2 e. h. — Hvort- tveggja í húsnæði Berklavarnar- stöðvarinnar við Spítalastíg. Orn Smári Arnaldsson læknir, gegnir störfum mínum til 15. júll n.k. Heimilisfang hans er Þing- vallastræti 22. Sími 1542. - Jóhann Þorkelsson. Minjasafnið, Akureyri. Opið alla daga frá kl. 13,30—16. Alveg lok- að mánudaga. — Ferðamannahópar geta skoðað safnið aðra tima eftir samkomulagi við safnvörð. Símar 1162 og 1272. Nonnahús er opið alla daga frá kl. 2—4 síðd. Amtsbókasafnið er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 4—7 e. h. Náttúrugripasafnið er opið al- menningi á sunnudögum kl. 2—4 e. h. Simi safnvarðar er 2983. Flugbjörgunarsveit Akureyrar. — Almennur sveitarfundur verður hald inn í bækistöð sveitarinnar við Strandgötu mánudaginn 15. þ. m. kl. 8 e. h. — Stjórnin. Gjafir til Fjórðungssjúkrahússins: Frá Kvenfélaginu Freyju í Arnar- neshreppi kr. 1.500.00 til kaupa á kertastjökum og frá Kötu kr. 1.000.00 til Barnadeildarinnar. Innilegar þakkir. — Ingibjörg R. Magnúsdóttir. Frá Sjálfsbjörg. — Félags og skemmtifundur verður haldinn þriðjudaginn 16. júní kl. 8.30 e. h. að Bjargi. — Stjórnin. TILKYNNING Nr. 32/1964. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu: Tilkynning nr. 12/1963 heldur gildi sínu. Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr......... Kr. 11.00 Normalbrauð, 1250 gr.............. — 12,00 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 6. júní 1964. Verðlagsstjórinn. I.O. G.T. I.O. G.T. Stórstúkuþing Stórstúkuþing 1964 verður sett á Akureyri laugardaginn 13. júní kl. 10 árdegis, í Oddeyrarskóla. Unglingaregluþing hefst í Bjargi föstudaginn 12. júní kl. 10 árdegis. ÓLAFUR Þ. KRISTJÁNSSON, KJARTAN ÓLAFSSON, stórtemplar. stórritari. SIGURÐUR GUNNARSSON, stórgæzlum. unglingastarfs. Útsvör 1964 Skrá um niðurjöfnuð útsvör á Akureyri á árinu 1964 ásamt skrá um álögð aðstöðugjöld 1964 munu liggja frammi almenningi til sýnis í bæj- arskrifstofunni og Skattstofunni, Landsbanka- húsinu frá fimmtudegi 1 8. júní n.k. til miðviku- dags 1. júlí n.k. að báðum dögum meðtöldum. Kærufrestur er til miðvikudags 1. júlí n.k. Kærur út af útsvörum skulu sendar Fram- talsnefnd Akureyrar, en kærur út af aðstöðu- gjöldum Skattstjóranum í Norðurlandsumdæmi eystra, Skattstofunni, Akureyri. Bæjarstjórinn á Akureyri, 9. júní 1964. ; *> t ' 4, >• Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.