Verkamaðurinn - 12.06.1964, Blaðsíða 4
Somið um hsrri Idn 09 lœgri vextí!
Verkairiaðurinn
Föstudogur 12. júní 1
Eitt hið þýðingarmesta atriði, sem verkalýðshreyfingunni tókst í
síðustu viku að ná samningum um við ríkisstjórnina í sambandi
við gerð hinna nýju kjarasamninga, er að aukin verði lán til íbúða-
bygginga og jafnframt verði vextir af þeim lánum lækkaðir í 4%.
Svo fremi, að ríkisstjórnin standi við þau fyrirheit, sem hún hef-
ur gefið með samningi þessum, má ætla að fjörkippur færist nú
aftur í byggingu íbúðarhúsnæðis og einnig, að þeir, sem í bygging-
ar ráðast, þurfi ekki með því að binda sér jafnslæmar drápsklyfjar
og verið hefur nú um skeið.
Hér fer á eftir sá hluti samkomulagsins milli Alþýðusambands
íslands, Vinnuveitendasambands fslands og ríkisstjórnarinnar, sem
fjallar um lausn húsnæðismálanna, aðrir kaflar samkomulagsins
birtust í síðasta blaði:
Ríkisstjórnin mun beita sér
fyrir ráðstöfunum til úrlausnar
í húsnæðismálum, er hafi þann
tilgang annars vegar að létta
efnalitlum fjölskyldum að eign-
ast íbúðir, og hins vegar að
tryggja nægar og stöðugar
íbúðabyggingar í landinu. I
þessu skyni mun ríkisstj órnin
tryggja eftirfarandi:
1. Aflað verði á þessu ári og
á fyrri hluta næsta árs 250 millj.
kr. til þess að mæta þeim um-
sóknum, sem lágu óafgreiddar
hjá Húsnæðismálastj órn 1. apríl
s.l. Húsnæðismálastj órn ákveður
reglur um uppgjör fyrri skuld-
bindinga sinna.
2. Frá og með árinu 1965
verði komði á kerfisbreytingu
íbúðalána, þannig að tryggt
verði fjármagn til þess að veita
lán til ákveðinnar tölu íbúða á
ári og verði loforð fyrir lánun-
um veitt fyrirfram. Fyrstu árin
verði þessi lán ekki færri en 750
og lánsfjárhæð út á hverja íbúð
ekki lægri en 280 þús. kr. eða
% kostnaðar, hvort sem lægra
er. (Lánin greiðist að hálfu að
hausti, en að hálfu næsta vor).
Þessi tala sé við það miðuð, að
tryggð verði bygging 1500 íbúða
á ári, er síðan fari smáhækkandi
í samræmi við áætlanir um þörf
fyrir nýjar íbúðir. Telji Hús-
næðismálastjórn æskilegt, getur
hún fækkað lánum á árinu 1965
samkvæmt nýja kerfinu, enda
bætist þá samsvarandi upphæð
við það fé, sem til ráðstöfunar
verður samkvæmt lið 1) hér að
framan.
3. Hluta þess fjár, sem Bygg-
ingarsjóður hefur til umráða,
verði varið til viðbótarlána um-
fram þær 280 þúsund kr. á íbúð,
sem að framan getur, til að
greiða fyrir íbúðabyggingum
efnalítilla meðlima verkalýðs-
félaga. Húsnæðismálastjórn á-
kveður lán þessi að fengnum til-
lögum frá stjórn þess verkalýðs-
félags, sem í hlut á. I þessu skyni
skal varið 15—20 millj. kr. ár-
lega.
4. Jafnframt mun ríkisstjórn-
in beita sér fyrir öflun lánsfjár
til byggingar verkamannabú-
staða.
Eftirfarandi atriði eru for-
sendur fyrir því, að ríkisstjórn-
in tekur á sig skuldbindingar þær,
sem að ofan getur:
a) Lagður verði á launagreið-
endur almennur launaskattur
að upphæð 1% af greiddum
vinnulaunum og hvers konar
atvinnutekjum öðrum en
tekjum af landbúnaði.
Renni skatturinn til Bygg-
ingarsjóðs ríkisins sem stofn-
fjárframlag.
b) Til viðbótar við launaskatt-
inn og það eigið fé, sem
Byggingarsjóður þegar ræð-
Þing Stórstúku Islands
haldiö á Akureyri
í tilefni af 80 ára afmæli Góð-
templarareglunnar á íslandi
verður Stórstúkuþingið nú hald-
ið hér í bæ, — á stofnstað Regl-
unnar. — Þingið verður sett
laugardaginn 13. júní kl. 10 ár-
f^«p»—¦^-^¦wp-
VÍSA VIKUNNAR
Nú er úti suddi og súld
svona til að breyt'um.
Af þvi fólkið inni kúld-
ost í bæ og sveitum.
rp.
degis, í Oddeyrarskóla og lýkur
með samsæti í Sjálfstæðishúsinu
á mánudagskvöld. Ollum félög-
um Reglunnar er þar heimill að-
gangur, ásamt gestum sínum og
liggur áskriftarlisti frammi í
Oddeyrarskóla, sími 2886, og
verða þar veittar allar nánari
upplýsingar.
Á sunnudagsmorgun verður
Hýtt messu í Akureyrarkirkju
kl. 10 f. h., séra Birgir Snæ-
björnsson predikar.
Ef veður leyfir, verður gengið
í skrúðgöngu frá Hótel Varð-
borg til kirkjunnar og er þess
óskað, að sem fiestir templarar,
yngri og eldri, verði þar með.
ur yfir, mun ríkisstjórnin
tryggja honum 40 milljónir
króna nýtt stofnframlag á ári
með framlagi úr ríkissjóði,
álagningu nýs skatts á fast-
eignir eða með öðrum hætti.
c. Svo verði frá gengið, að ríkis-
framlag til Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs gangi árlega
til kaupa á íbúðalánabréfum
hins almenna veðlánakerfis.
d) Komið verði á nýju kerfi
íbúðalána fyrir lífeyrissjóði
til samræmis við þær reglur,
sem gilda um lán Húsnæðis-
málastjórnar.
Til þess að þessar aðgerðir
nái tilgangi sínum og hið nýja
veðlánakerfi geti byggt sig upp
með öruggum hætti og hægt
verði að lækka vexti og haga
lánskjörum í samræmi við
greiðslugetu alþýðufjölskyldna
verði tekin upp vísitölubinding
á öllum íbúðalánum. Er þá gert
ráð fyrir því, að lánskjör á
íbúðalánum verði þannig, að
lánin verði afborganalaus í eitt
ár og greiðist síðan á 25 árum
með 4% vöxtum og jöfnum ár-
greiðslum vaxta og afborgana.
Full vísitöluuppbót reiknist síðan
á þessa árgreiðslu.
Þjóðhátíð 1964
Dagskráin á Akureyri
17. júní-nefndin á Akureyri
kvaddi fréttamenn á fund sinn í
vikunni og skýrði frá helztu at-
riðum varðandi undirbúning
hátíðahaldanna í bænum á 20
ára afmæli lýðveldisins. Alllengi
og mikið hefur verið unnið að
undirbúningi, og er dagskráin
að mestu fullmótuð. Er hún í
stórum dráttum á þessa leið:
KI. 8 um morguninn verða
fánar dregnir að hún og kl. 9
hefur blómabíll för sína um bæ-
inn með hljóðfæraleik að vanda.
Kl. 1.20 leikur Lúðrasveit Ak-
ureyrar á Ráðhússtorgi meðan
fólk safnast þar saman, en síðan
setur Magnús E. Guðjónsson
bæjarstjóri hátíðina. Þá flytur
sr. Pétur Sigurgeirsson hátíða-
guðsþjónustu með aðstoð kirkju-
kórs Akureyrar og Lúðrasveitar-
innar. Að því loknu verður flutt
hátíðaljóð 1964 eftir Helga Val-
týsson og síðan flytur Kristjana
LÖGTAK
Eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari
fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð bæjarsjóðs, að átta
dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir gjald-
fallinni fyrirframgreiðslu útsvara árið 1964, en síðasti gjald-
dagi var 1. þ. m. og áttu gjaldendur þá að hafa lokið greiðslu
á upphæð, sem nemur helmingi fyrra árs útsvars.
10. júní 1964.
Bæjarfógerinn á Akureyri
Til somtoko
viiíiujmorkoóoi'ins
Skv. fjárlögum (gr. 17. III. 11.) er ráðgert að gefa sam-
tökum vinnumarkaðarins kost á opinberum stuðningi til
þjálfunar manna til sérfræðilegra starfa á vegum samtak-
anna á sviði hagræðingarmála, sbr. áætlun um opinberan
stuðning við atvinnusamtök vegna hagræðingarstarfsemi
(sjá tímaritið IÐNAÐARMÁL, 4.-5. hefti 1963).
Er hér með auglýst eftir umsóknum téðra aðila, sem óska
eftir að verða aðnjótandi ofangreindrar fyrirgreiðslu. Skal
fyllgja umsókn, rökstudd greinargerð um þörf slíkrar starf-
semi fyrir hlutaðeigandi samtök.
Skriflegar umsóknir skulu sendar Sveini Björnssyni, fram-
kvæmdastjóra Iðnaðarmálastofnunar íslands, Reykjavík,
fyrir 21. júní n.k. og veitir hann nánari upplýsingar.
Framkvæmd áætlunarinnar annast framkvæmdastjórinn í
samráði við vinnutímanefnd og undir yfirstjórn þess ráðu-
neytis.
Reykjavík, 4. júní 1964.
FéJagsmóloráðuncyrið.
Halldórsdóttir Ávarp Fjallkon-
unnar.
Að þessum atriðum loknum
hefst skrúðganga frá Ráðhúss-
torgi undir stjórn Tryggva Þor-
steinssonar skátaforingja. Lúðra-
sveitin leikur fyrir göngunni,
sem lýkur á Iþróttasvæði bæjar-
ins og þar heldur hátíðahöld-
unum áfram.
Fyrst verður fánahylling
skáta, þá flytur Ingvar Gíslason
alþingismaður lýðveldisræðu,
Karlakórinn Geysir syngur, Jó-
hann Heiðar Jóhannsson nýstúd-
ent flytur Minni Jóns Sigurðs-
sonar, Lúðrasveitin leikur milli
atriða. — Þá fer fram knatt-
spyrnukeppni milli meistara ÍBA
frá 1954 og núverandi meistara,
og loks verður keppni í frjálsum
íþróttum.
Meðan þessi atriði fara fram
á íþróttasvæðinu verður fjöl-
breytt dýrasýning sunnan vallar-
ins og ennfremur verða þar til-
tæk leiktæki fyrir börn. Þá verð-
ur og nokkur hópur hesta á
staðnum, og verður börnum
leyft að skjótast á bak.
Klukkan 17 verður barna-
skemmtun á Ráðhússtorgi undir
stjórn Einars Haraldssonar.
Klukkan 20.30 verður svo enn
samkoma á Ráðhússtorgi. Þá
syngja Jóhann Daníelsson og
Sigurður Svanbergsson tvísöng,
félagar úr Leikfélagi Akureyrar
flytja gamanþátt eftir Einar
Kristjánsson, Karlakór Akur-
eyrar syngur, Guðmundur Gunn-
arsson Ies gamansögu eftir
Kristján frá Djúpalæk, Smára-
kvartettinn syngur, og loks
verður dansað lengi nætur.
I 17. júní-nefndinni eru: Her-
mann Sigtryggsson (formaður),
Gunnlaugur Búi Sveinsson og
Oddur Kristjánsson, kosnir af
bæjarstjórn, og Jón P. Hall-
grímsson og Jónas Jónsson til-
nefndir af ÍBA. Vegna fjarveru
Odds síðustu dagana fyrir hátíð-
ina hefur varamaður, Ingólfur
Kristinsson, tekið sæti hans.
[ PERUTZ )
litfifmur
Gullsmiðir
Sigtryggur og Pérur
Brekkugötu 5 — Sími 1524