Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.08.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 07.08.1964, Blaðsíða 4
MEÐ SAMNINGUM verkalýðsfélaganm við ríkisstjórnina á síðastliðnu vori tókst m. a. að knýja fram loforð um aukið fé til húsnœð- ismála, þ. e. íbúðabygginga. Heitið var hœrri lánum en verið hefur og lœgri vöxtum. Akveð- inn var sérstakur laumskattur, er varið yrði í þessu skyni, og fleiri leiðir ákveðmr til fjáröflunar. Lög hafa verið sett um laumskattinn og nokkurt fé fengið að láni til að gela veitt fleir- um úrlausn með lán frá Húsnœðismálastjórn en ella hefði verið unnt. Vextir af lánunum hafa þegar verið lœkkaðir, en reiknað er með, inni 60 milljónir, en sendi jafnframt út hina furðulegustu fréltatilkynningu, þar sem fyrst segir frá því, cð bankinn hafi ákveðið að aulca enn á frystingu sparifjár til þess að koma í veg fyrir að lán hans til íbúðamálanm verði til þess að fjármagn á lánamarkaðinum aukizt. I öðru lagi eru einstaklingar hvattir til að hefjast ekki handa urn nýbyggingar íbúða á þessu ári og lagt ríkt á við lámstofmnir að lána ekki fé til nýbygginga, heldur aðeins til að Ijúka við þœr byggingar, sem þegar er byrjað á. Og í þriðja lagi er skorað á ríki, bœjarfélög og fyrirtæki að hefjast ekki handa Eyðsla eða uppbygging að hœkkun á lánunum komi til framkvœmda á nœsta ári. Allt er þetta gott og blessað, svo langt sem það nær. Og sannleikurinn er sá, að þrátt fyr- ir þessar úrbœtur, er enn mjög skammt á veg komið með að gera lámkerfið til íbúðabygg- inga svo úr garði, sem œskilegt vœri og sœm- andi slíkri menningar- og velferðarþjóð, sem við þykjumst vera. Er sérstaklega eftirtektar- vert, hve aðstaða fólks hér til að komast yfir íbúð er miklu erfiðari en tíðkast hjá brœðra- þjóðum okkar á Norðurlöndum. Skortur á íbúðarhúsnœði er hér viðvarandi í flestum kaupstöðum og sjávarþorpum. Á stóðum eins og t. d. Akureyri vantar mikið á að nœgjanlega sé byggt til að mœta eðlilegri þörf fyrir nýjar íbúðir. Svo mun einnig víða á Suðvesturlandi. En viljinn til úrbóta er œði takmarkaður hjá ýmsum þeim, sem hæst eru settir í þjóðfé- laginu og mest völd hafa verið falin. Seðlabankinn, sem dregur til sín bróður- partinn af öllu sparifé þjóðarinmr, rausnað- ist á dögunum til að lána húsnœðismálastjórn- um nýjar byggingaframkvœmdir og því beint til lámstofmm að stuðla að því, að svo verði ekki. Hér hefur langöflugasta fjármálastofnun landsins tekið sér fyrir hendur að boða og framkvœma stöðvun í byggingaiðnaðinum. í stað þess að stuðla að auknum byggingum í- búða og lausn húsnæðisvandamálanm á að vinna að því, að gera mönnum ófœrt að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Allt er þetta af- sakað með því, að ekki megi skapa þenslu í þjóðarbúskapnum. Undirtónninn er, að ekki skuli festa fé í framkvœmdum og sköpun var- anlegra verðmœta, heldur skuli lögð áherzla á, að láta sem mestan hluta teknanna fara í neyzlu, gera helzt hverja krónu að beinum eyðslueyri. Þetta er ófagur boðskapur frá að- albanka landsins, og því miður er alveg víst, að hér er samspil milli bankastjórnarinmr og ríkisstjórnarinnar, enda sömu hagfrœðingarn- ir, sem segja fyrir hjá báðum. — Myndu ekki þessir sömu menn gera meira gagn sem hásetar á síldarbát eða vegavinnumenn heldur en sem ráðamenn í fjármáláíífi þjóðarinnar? Þ. HID FRJÁLSA FRAMTAK Það koma stundum í Ijós ein- kennilegar og broslegar en þó óskemmtilegar hliðar á hinni marglofuðu frjálsu samkeppni og óhefta einstaklingsframtaki. Þannig gerðist það nýlega, að Eimskipafélag Islands bauðst til að flytja frystan fisk frá landinu fyrir stórum lægra verð en verið hefur og miklum mun lægra en aðrir taka fyrir slíkan flutning. Með því að taka þessu boði, hefðu hraðfrystihúsin getað hækkað verð til sjómanna fyrir fiskinn, eða, ef þeim hefði verið það þvert um geð, aukið gróða sinn. En það merkilega gerist, að Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna þiggur ekki boð Eimskip. Eigend ur frystihúsanna neita sem sagt aðstöðu til að greiða hærra fisk- verð eða auka eigin gróða. Það er brotin sú regla, sem löngum hefur þótt gott að fylgja, að kaupa vöru eða þjónustu, þar sem hún fæst ódýrust. Og þarna róða þó þeir, sem hæst tala um kosti frjálsrar samkeppni og hvernig hún tryggi betri afkomu þjóðfélagsþegnanna. Hvað veld- ur? Nokkrir frystihúsaeigendanna eru sjálfir hluthafar í skipafé- lagi, sem á kæliskip og flytur frysta fiskinn, en fyrir stórum hærra gjald en Eimskip býður. Og þetta félag segist ekki geta lækkað gjöldin, því þá fari fé- lagið á hausinn. Með öðrum orð- um: Postular frjólsu samkeppn- innar þola ekki frjálsa sam- keppni. Önnur hlið málsins er svo sú, að Fossar Eimskipafélagsins sigla frá landinu létt hlaðnir, jafnvel tómir, vegna þess að flutningur er ekki fyrir hendi. Sú er auðvitað ástæðan til þess, að Eimskip býðst til að taka frysta fiskinn fyrir svo lágt gjald. Gjald, sem sennilega er lægra en sannvirði, en þó betra fyrir Eimskip en að skipin sigli tóm. En svo er hinni frjólsu sam- keppni fyrir að þakka, að til landsins er búið að kaupa meira af flutningaskipum, einkum kæli skipum, en þörf er fyrir vegna landsmanna. Það er tiltölulega skammt síðan við urðum að vera upp á aðra komnir með mest af flutningum að og frá landinu. Nú verður að fara að leggja flutningaskipunum, nema því aðeins að við getum komizt inn á heimsmarkaðinn, orðið siglingaþjóð, sem flytur fyrir aðra. En þar eru margir um hit- una og samkeppnin hörð. Það er hætt við, að hér sé komið inn í eina hringavitleys- una, sem svo oft verður í sam- keppninni, þegar í ljós kemur, að hægt er að græða á einhverju. Þá koina svo margir, sem líka vilja græða. Spilaborgir eru byggðar og hrynja að lokum. Sjá þá kannski einhverjir, að betra hefði verið, að fram- kvæmdir hefðu verið innan á- kveðins ramma, heildaráætlunar hefði verið þörf. Það er víðar en ó íslandi, sem fóik safnast saman til að mótmæla erlendum herstöðvum i landi sínu. í bakgrunni þessarrar myndar sjóum við móta fyrir hinu heilaga fjalli Japana, Fuji, sem þykir eitthvert fegursta fjall á jörðu. En umhverfinu hefur verið spillt með banda- riskum herstöðvum, og Jopanir una því ekki betur en aðrir að hafa erlendan her ó sinni grund. — Myndin sýnir japanska bændur, sem hafa safnast saman til oð mótmæla heræf- ingum Bandarikjamanna ó landi þeirra. I miðri Afríku, norðan Miðjarðarbaugsins en sunnan hinnar miklu eyðimerkur Sahara, er lýðveldið Chad. Stærð landsins er 1.284.000 ferkilómetrar og íbúafjöldinn 2.570.000. Landið verður því að teljost mjög strjólbýlt, en mestur hluti landsmanna býr í næsta nó- grenni við Chad-vatnið og lifir ó kvikfjórrækt. Búféð er talið vera um 4 milljónir. Á mynd- inni sjóum við einn bóndann, ríðandi ó kameldýri, þar sem hann er að líta eftir hjörð sinni. 4) — Verkamaðurinn Föstudagur 7. ógúst 1964.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.