Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.08.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 07.08.1964, Blaðsíða 5
VEGURIM LIGGUR AUSTUR Eiðastaður. Lengst til vinstri er „gamli bærinn", hús Póls heitins Hermannssonar. Siðan kemur kirkjan, skóla- húsin (sumarhótel) og loks hús Þórarins Sveinssonar íþróttakennara. Óvenju margir leita nú í sum- ar norður um og austur. Allir eru að reyna að finna Paradísar- lund til að dveljast í þessa lang- þráðu frídaga sína. Vegurinn liggur austur. Það er tími Austfjarðanna á öllum sviðum nú. Síldin vill ekki aðra staði sjá, og fólkið eltir hana beint og óbeint. Atvinna er mikil á fjörðunum og mikil hreyfing fólks í sambandi við hana, margir eyða fríunum sín- um í síld fyrir austan, aðrir koma að horfa á og hitta vini og venzlafólk í síldinni og á bát- unum, sem leggja upp eystra. En það er ekki í kot vísað að aka austur, að sunnan norður til Akureyrar. Við eygjum strax forsmekk fegurðarinnar hér í nágrenninu, þá kemur Vaglaskóg ur, sem er hrein Paradís að búa í, þótt búast megi við höggormi þar eins og víðar, a. m. k. um helgar. Hægt er að velja um tvær leið- ir austur þaðan, þ. e. með sjó Húsavík, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafjörður, Vopnafjörður, en því miður enn, upp á Hólsfjöll þaðan. Nú er þó von til að hægt verði á næstu sumrum að aka um Hellisheiði úr Vopnafirði og austur í Jökulsárhlíð, en það er bæði mikið styttra og ánægju- legra ferðalag og í beinna sam- ræmi við þessa ytri leið austur. Rétt er að geta þess, að Hellis- heiði mun nú þegar fær jeppum í þurrviðratíð. Veg yfir Hálsa, milli Raufar- hafnar og Þistilfjarðar má kalla nýjan, og ber sérstaklega að fagna honum, því Axarfjarðar- heiði er engin skemmtibraut. Þetta er ánægjuleg leið austur, og tiltölulega ný. Margir velja hana aðra leiðina, fara hring- inn og fá tvöfalda ánægju af. En leiðin um Mývatnssveit og Hólsfjöll gefur þó meir. Aðeins Mývatnssveitin ein fyllir hug ferðamannsins djúpri gleði ef hann er opinn fyrir fegurð og margbreytileik náttúrunnar. Og ekki þarf að kvarta, Mývatns- sveit er yfirfull af ferðafólki. í tjöldum hvar sem má tjalda, í gistihúsunum í Reykjahlíð og á vegunum. Allt morar af mönnum og mýi. Já, mýið er eini högg- ormur þessarrar Paradísar. Einhver samfelldasti akvegur, sem nefna má hér, er vegurinn frá Námaskarði og austur í Möðrudal. Þar má hættulítið spretta úr spori. í björtu veðri er þessi leið einnig mjög eftirsóknarverð, vegna hinnar miklu öræfafegurð ar og undarlega djúpu kyrrðar. Án efa ein fegursta sýn og skil- ar borgarbúanum endurnærðum, því hann er óvanur kyrrð á borð við þá, er andar manni í brjóst á Öræfum þessum. Eyðibýlin í „Heiðinni“ eru forvitnileg, og segja hóflega stóra sögu, sem þó er enn í fersku minni eldri manna. Það má segja, að saga heiðarbýlanna nái fram á okkar daga. Það er kannski ótrúlegt að búið hafi verið á Rangalóni, áfangastað á austurleið, fram undir stríð. En eyðingin vinnur hratt. Tún og torfhýsi þola ekki langa veru án mannshandarinn- ar, sem ræktar og hlúir. Jökuldalur býr yfir sínum töfr um, og mannlíf er þar gott, en skuggaleg og dimm í tóni er Jökla og vegurinn varasamur. Þegar kemur yfir Jökulsá hjá Fossvöllum, fer enn að vænkast hagur. Víðlend og fögur héruð blasa við. Mikið undirlendi og grösugt, fögur fjallasýn og — veðurblíða, oft, og er ekki Inn- hérað næst því að búa við meg- inlandsveður af byggðum ís- lands? Lagarfljót er perla þessarra byggða og allt með því út og suður opnast hlið Paradísar ferðamanna. Frá Egilsstöðum liggja vegir til allra átta og vandi er að velja. Annars er óþarft að fara þaðan. Egilsstaðaskógur er fögur vin og friðsæl. Gistihús er á staðnum, en gestum er útilíf hollast bæði nótt og dag í blíðu júlídaga. En fáir munu láta und- an dragast að koma í Hallorms- staðaskóg, konung íslenzkra skóga, og bezta vott þess, hvað maðurinn getur gert til að græða landið. Þeim er borgið, sem reis- ir tjald sitt hér. Kvennaskólinn er einnig gistihús fyrir þá, sem óska, en skógurinn einn hýsir alla þá gesti, sem hingað dreym- ir. Fljótsdalur er höfðingjabyggð og fegurð hans stór. Frá Egilsstöðum liggur svo vegurinn niður á firðina í at- hafnalíf og ólgu, þar sem blóð veiðigarpanna er við suðumark og ungar konur skjóta brosleiftr- um yfir tunnubarm. Já, vegur- inn frá Egilsstöðum liggur einn- ig austur, allt þar til komið er suður fyrir landið. En hvenær verður hægt að fara hringinn allan? Sigrar maðurinn aldrei hin breiðu fljót? Þorpið unga á Gálgaási stend- ur við mót margra vega. Er vel í sveit sett og á eftir að verða bær. Skógar, bleikir akrar og tún. Víðsýni, Lögurinn, gæsirn- ar, fjöllin fólkið. Hér eru marg- ar dyr að Paradísarlundum. Hér er meira að segja hægt að fljúga beint upp í loftið. Héðan liggur leiðin gegnum Eiða- og Hjalta- staða-þinghár til hins afskekkta og undurfríða Rorgarfjarðar, handan Dyrfjalla. Krosshanginn í kiðakirkjsi. Sumargistihús Ýmsir þeir, sem áhuga hafa á ferðamálum, eru nú að átta sig á því, að ekki er nóg að espa upp ferðalöngun fólks og selja því far til hinna og þessarra staða. Það þarf einnig að sjá þessu fólki fyrir gistingu og beina. Heimavistarskólar í dreifbýl- inu eru því meir og meir teknir til starfrækslu sem sumargisti- hús og fer vel á því, annars standa þeir auðir og engum nýt- is á sumur. Ferðaskrifstofa ríkisins hóf í sumar rekstur gistihúss í Eiða- skóla austur, en það er forn og virðulegur skóli með mikinn og góðan hýbýlakost. Enda lét fólk ekki á sér standa, og mun þar húsfyllir oftast, en hér rúmast um 100 gestir. Gistihúsið starfar júlí, ágúst og eitthvað fram í september. Ráðin var ung og at- kvæðamikil menntakona úr Reykjavík til forstöðu, Guðrún Ásgeirsdóttir. Eiðar hafa mjög margt til síns ágætis sem dvalarstaður sumar- leyfisgesta. Þeir eru vel í sveit settir, skammt þaðan til hinna mörgu fögru og forvitnilegu staða á Austurlandi, sem áður er getið. Umhverfi staðarins er heillandi. Þarna skiptast á lágir ásar og mýrasund eins og víða á Héraði, gróðurfar er því fjöl- breytt og gróskumikið, enda hef- ur Eiðaland verið friðað lengi. Skógur er þar forn og nýr. Vatnið kallar menn til sín, bæði vegna eigin fegurðar og þeirra silunga, sem þar japla tálknum. Frá staðnum blikar á Lagarfljót og hyllir uppi fjallahring mikinn og seiðandi. Símstjórinn á Eiðum, Jón Sig- fússon, mun hafa þessi héruð sér staklega í huga, í 17. júní kvæði frá sl. sumri, í þessu erindi, en Jón er eitt af fáum skáldum aust- ur þar nú: Veita auðsæld og unað lífsins angandi skógarlönd. Gróandi túnið í græna dalnum og gjöfull særinn við strönd. En ofar byggðum í öræfaveldi er óskaland mörgum kært. Jökultindurinn heiðum hári og háfjallaloftið tært. Já, það er ekki langt út að Unaósi, út að Héraðsflóa, en hitt er spordrýgra að leita á vit hinna miklu og tignarlegu öræfa upp af Héraði. Snæfell bendir á leið- ir og einhvers staðar hér á auðn- unum reika hnarrreist dýr, sem aðeins verða séð þar á öllu ís- landi: Hreindýrin. Það er hægt að fá leigða hesta á Eiðum, ef fætur manns eða bifreið hrökkva ekki til. Eiðastaður er vel hýstur og þó enn verið að byggja. Þarna dveljast vetur hvern um 140 nem endur, svo margir eiga héðan góðar minningar, sem þeir kjósa gjarna að rifja upp að sumri til síðar á æfinni, og dveljast hér í draumbláma logndaga, þegar sól brennir Austfjarðaþokuna upp og hrekur út í hafsauga afgang- inn. Eftir sólböð í skógarlundi geta þeir stungið sér í sundlaug- ina og endurnært kroppinn í heitu vatninu, þá bíða þeirra vist leg herbergin til svefns og drauma. Hér er sannarlega gott að una eina stund. Á Eiðum er kirkja forn og fögur í einfaldleik sínum. Henni er sérlega vel við haldið og það er gott að ganga þar inn og tala við guð sinn. Hér hefur hann alltaf viðtalstíma, og kirkjan er ekki læst fyrir þeim, sem erindi eiga, er það til fyrirmyndar öðr- um stöðum. Þarna í Eiðakirkju er ein- kennilegt kristslíkneski. Hann hangir hér á krossi sínum í stærð 5—7 ára barns, og eru hendur og fætur negldar á kross- inn, en blóð vætlar úr sárunum. Þetta er æfafornt listaverk, allt frá kaþólskum sið og veit raunar enginn sögu þess, helzt er talið að það hafi fundizt í felustað eldri kirkju á Eiðum. Má lofa þá trúu sál, er á sínum tíma bjarg aði krosshanga þessum frá eyð- ingaræði ofstrúar lúthera. Hann fannst ekki fyrr en heilbrigð skyn semi hafði svo róað tilfinninga- brimið, að hann fékk að hanga óáreittur áfram í húsi guðs, þar sem hann átti og á sannarlega heima. Mér hefur orðið tíðrætt um Eiða í þessu rabbi, en það er hvort tveggja, að staðurinn á það skilið og svo hitt, að hér er um nýjan gististað að ræða fyr- ir sumargesti. Austurland á eftir að ylja mörgum ferðamanni um hjarta- rætur. Það býr yfir ríkulegri fegurð. Þegar sunnanvindurinn kemur yfir öræfin, eftir að hafa þerrað af sér vætuna, sem hann ber að suðurströnd landsins, á tindum mikilla fjalla og jökla, og flæðir yfir Norður- og Austurland, þá veit maður hvað ísland er, og enginn gleymir þeim ylmi og yl sem hann er þrunginn af á þess- um slóðum. En hann er ekki á ferðinni á hverjum degi. Og því kærri, sem hann er sjaldnar á ferð. k. Föstudagur 7. ógúst 1964. Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.