Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.09.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 04.09.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn LANDSFUNDUR herndmsandstœðinga Aríf Guðmondar Hdttoiifirsonar H UtótamMÉs leiírétt Yfirlýsing fró framtalsnefnd Húsavíkur: Landsfundur sá, sem Samtök hernámsandstæðinga hafa boðað til í Mývatnssveit, hefst í Skjólbrekku klukkan tvö á morgun með setningarræðu Steingríms Baldvinssonar bónda að Nesi í Aðaldal. Þá mun Ragnar Arnalds alþingismaður flytja skýrslu miðnefndar um störf samtakanna, og ávörp flytja þeir Magnús Torfi Ólafsson, Reykjavík, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli, Þórarinn Haraldsson, Laufási, og Þorsteinn frá Hamri, Kópavogi. Að ávörpunum loknum munu hefjast almennar umræður. Á sunnudaginn munu nefndir skila störfum, kjörin verður landsnefnd samtakanna og fundinum að lokum slitið með sameiginlegu borðhaldi fulltrúa, en við það tækifæri flytur Þóroddur Guðmundsson frá Sandi íæðu. trúar á landsfundinn, hafa rétt til fundarsetu, heldur og allir hernámsandstæðingar, svo lengi sem húsrúm leyfir. Er mjög æskilegt, að þarna verði fjöl- menni mikið og allar horfur á, að svo muni verða. Undirbúningsnefndin á Akur- eyr.i og í Eyjafirði mun, sem áður segir, hafa fyrirgreiðslu í sambandi við ferðir til Mývatns- sveitar og munu landsfundarfull- trúar fá ferðir þangað með áætl- unarbifreiðum á mun lægra verði en almennt gerist. Þátttaka Akureyringa og Eyfirðinga Héraðsráðstefna var haldin á Akureyri á mánudagskvöldið til undirbúnings landsfundinum. Var ráðstefnan haldin í Bjargi. Þar fluttu ávörp þeir Jón skáld frá Pálmholti, Rósberg G. Snæ- dal rithöfundur og Rögnvaldur Hannesson stud. jur. — Eiður Guðmundsson hreppstjóri á Þúfnavöllum setti ráðstefnuna með stuttri ræðu, en Bj örn Hall- dórsson var fundarstjóri. Rætt var um ýmis atriði und- irbúnings og kjörin fimm manna nefnd til að halda undir- búningsstöríum áfram fram að landsfundinum. Allir þeir, sem á einhverjum upplýsingum þurfa að halda í sambandi við landsfundinn eða fyrirgreiðslu, s. s. í sambandi við ferðir, geta snúið sér til einhvers nefndar- manna, en þeir eru: Björn Hall- dórsson lögfræðingur Syðra- Brennihóli, Kristinn Jóhannes- son, Dalvík, Rósberg G. Snædal, Akureyri, Óttar Ketilsson og Rögnvaldur Rögnvaldsson, Ak- ureyri. Rétt er að benda á, að ekki að- eins þeir, sem kjörnir eru full- SVEFHBEKKIR SVEFHBEKKIR Hinir vönduðu Héðinsbekkir. Tilvaldir fyrir skólafólk. Óbreytt verð. Akureyringar aftur í 1. deild Síðastliðinn sunnudag var háður í Reykjavík úrslitaleikur- inn í knattspyrnukeppni 2. deild- ar. Sem flestir minnast féll lið Akureyringa í fyrra úr 1. deild í 2. deild. Þeirri deild er skipt í tvo riðla til keppni, og sigruðu Akureyringar með yfirburðum í sínum riðli, en í hinum riðlin- um sigruðu Vestmannaeyingar, einnig með yfirburðum. Er þessi tvö lið mættust svo í Reykjavík til úrslitakeppni um það, hvort þeirra skyldi færast upp í 1. deild, lauk svo, að Ak- ureyringar báru sigur úr být- um með 2 mörkum gegn einu. Knattspyrnudómurum syðra ber saman um, að sigur Akureyring- anna hafi verið verðskuldaður, og markamunur hefði mátt vera meiri. Sigurmarkið var þó skor- að úr vítaspyrnu, sem nokkurri gagnrýni hefur sætt. Lið Akureyrar, sem færði sig- urinn heim, var þannig skipað: Páll Jónsson, Kári Árnason, Val- steinn Jónsson, Jón Stefánsson (fyrirliði), Samúel Jóhannsson, Númi Friðriksson, Magnús Jónatansson, Skúli Ágústsson, Steingrímur Björnsson, Ævar Jónsson og Guðni Jónsson. Akureyringar munu allir sam- einast um þá ósk, að liði þeirra megi vel vegna á næsta sumri og það standi sig með sóma í 1. deildinni, en frumskilyrði þess, að svo megi verða, er vilji leik- mannanna sjálfra, aðstaða, geta og dugnaður við æfingar, ekki aðeins, þegar aftur vorar heldur og í vetur. „Vegna greinar G. H. í Al- þýðumanninum 27. ágúst s.l., þar sem sagt er frá útsvarsnið- urjöfnun á Húsavík, óskar fram- talsnefnd Húsavíkur þess, að þér birtið eftirfarandi í blaði yðar: I nefndri grein er sagt orð- rétt: „Hér var lagt á bætur al- mannatrygginga, og sjómanna- frádráttur ekki veittur, og auk þess voru gamalmennum engar ívilnanir gefnar." I reglum sem prentaðar eru með útsvarsskrá gerir Framtals- nefnd m. a. grein fyrir álagn- ingunni á þessa leið: „Undan- þegnar útsvarsálagningu voru þessar bætur: elli- og örorkulíf- eyrir, sjúkrabætur, mæðralaun og sjúkradagpeningar. Auk þess voru útsvör elli- og örorkulíf- eyrisþega lækkuð verulega. Hjá einstaka gjaldendum var tekið tillit til sjúkrakostnaðar, skertr- ar greiðslugetu vegna dauðsfalla og slysa, og vegna menntunar- kostnaðar barna eldri en 16 ára." Ennfremur segir: „Vikið var frá ákvæðum skattalaga um aukafrádrátt sjómanna." Samkvæmt framansögðu var t. d. dreginn frá tekjum þeirra 30 ellilífeyrisþega, sem útsvör voru lögð á, allur ellilífeyrir þeirra að upphæð samtals kr. 684.500.00, sem svarar til þess að útsvör þeirra hafa verið lækk- uð um kr. 185.000.00 — 190.- 000.00. Auk þess voru útsvör þeirra lækkuð um kr. 52.000.00. Þessar tölur eiga eáns og fram 29. þing ASÍ í nóvember Samkvæmt lögum Alþýðusam- bands Islands verður þing þess, hið 29. í röðinni haldið í nóv- embermánuði næstkomandi. Miðstjórn AÍþýðusjambainds- ins hefur ákveðið og boðað öll- um sambandsfélögum, að heim- ilt skuli að hefja kosningar til þingsins hinn 19. þ. m., en lokið skal þeim vera að kvöldi hins 11. október. — Búizt er við, að kjörnir fulltrúar á þinginu verði hátt á fjórða hundrað talsins. Oft hafa verið hörð átök um fulltrúakjör á þing Alþýðusam- bandsins, og verður svo vafa- lítið enn að þessu sinni. Ótrú- legt verður þó að teljast, aS stuðningsmenn ríkisstjórnar- flokkanna eigi vaxandi fylgi að fagna innan verkalýðshreyfing- arinnar, svo mjög sem þeir flokkar hafa á undanförnum ár- um lagt sig fram um að níðast á verkalýðsstéttinni. kemur, aðeins við þá ellilífeyris- þega, sem greiða útsvör, en stór hópur þeirra verður útsvarslaus við þessar aðstæður. Sjómannafrádráttur, annar en aukafrádráttur, er leyfður til frádráttar að fullu, en það er f æðisf rádráttur sj ómanna og hlífðarfatafrádráttur. Af 143 gjaldendum njóta t. d. 49 alls þess sjómannafrádráttar, sem heimilaður er samkvæmt skattalögunum. Húsavík, 31. ágúst 1964. FRAMTALSNEFND HÚSAVÍKUR. Jóhann Hermannsson, Jónas G. Jónsson, Ingimundur Jónsson." Eins og fram kemur í yfirlýsingu framtalsnefndar Húsavíkur, hefur einn bæjarfufltrúi staðarins, alþýð'u- flokksmaðurinn Guðmundur Hákon- arson, fundið hjó sér hvatir ril að fara með ósannindi, um úrsvars- álagninguna i Húsavík. Menn velta oð sjálfsögðu fyrir sér, of hvaða ástæðum hann gerir þetta, hvort þetta eigi að heita ein- hvers konar vörn gegn skattróns- stefnu stjórnarinnar í landinu, og eigi að sýna, að ekki væri betra, að andstöðuflokkar núverandi ríkis- stjórnar kæmust til volda, eða að þetta sé óvitahártur, somanber manninn (Alþýðuflokksframbióð- anda frá Húsavík), sem taldi i umræðum, sem útvarpað var fró Skjaldarvík, fyrir síðustu olþingis- kosningar, að lausnin í skattamál- um fælist í því, AÐ LEGGJA Á ÓBEINA SKATTA EFTIR EFNUM OG ÁSTÆÐUM. Hins vegar velta menn þvi ekkert fyrir sér, og eru ekkert hissa ó, að þetta skuli birtast í Alþýðumann- HEYRT Á GÖTUNNl AÐ vænkast hafi vonir Braga um bankastjóraembætti. AÐ Brynjólfur veitingamaður a Hótel Akureyri og fyrrum hótelstjóri ó Hótel KEA hafi í undirbúningi aS stofnsetja sælgætisverksmiðju. AÐ hænur Brynka, er seldar voru ó uppboði, neiti oð verpa hinum nýju eigendum. AÐ okrarar Reykjavíkur séu að undirbúa fagnaðarhátíð í til- efni of unnum sigri.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.