Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.09.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 18.09.1964, Blaðsíða 2
CJull í tá Mönnum þótti svo gaman af gátunum um daginn, að ég freistast til að koma með nokkr- ar fleiri. Þetta þótti eitt sinn góð dægradvöl og samkvæmt áhuga manna á krossgátum, ættu þessar að gera sama gagn. í eftirfarandi vísum felast 12 karlmannanöfn: Fyrsti strengi bærir blítt, birtu annar færir, unir þriðji á ísum títt, oft hinn fjórði særir. Fimmti víst í bergi býr, braginn sjötti leynist, sjöundi er skyggður, skýr, skjól hann mörgum reynist. Áttundi víst burði ber, byggt níundi getur, karl tíundi kaldur er kemur oft um vetur. Helgra goða heiti ber hinn ellefti drengur, tólfti frár og fríður er, firða ég tel ei lengur. Nú máttu ekki lesa lengra áður en þú ræður gátuna, því ráðn- ingin er í eftirfarandi vísum: Nei, ég ætla að skjóta inn á milli vísu, sem geymir 1 kven- mannsnafn í hverri línu: Þakin strönd í vetrarvind. Yort á land er fæða send. Iðja er hönd með hraða bind. Hörðum sandi er vörin rennd. Þá koma ráðningar þeirra 4 fyrstu: Bogi, Dagur, Björn og Geir. Bergsveinn, Grímur, Skjöldur. Þór og Smiður, Frosti, Freyr. — Finnst hinn tólfti höldur. Heiti fagurt hann víst ber: Hjört, hann ber að kalla. Nefnt þá hef með nafni hér náungana alla. En stúlkurnar á undan hétu: Snjólaug, Björg, Iðunn, Stein- vör. Á ferð í bíl. Talað er hér talsvert hátt, tekið lag og hlegið dátt. Ollum létt um andardrátt, enda stefnt í sólarátt. Síðar tóku farþegar að þreyt- ast: Hér er mikill hávaðinn, í höfðinu því til ég finn. Frekt nú skrækir flokkurinn, feiknleg eru tónbrigðin. Allt frá Jórunni Ólafsdóttur frá Sörlastöðum. 2) Verkamaðurinn Á sjónskífunni Fegrunarsérfrœðingur frá IMOXA - LONDON Miss Jean Arnold, verður til leiðbeininga fyrir viðskiptavini vora í verzluninni (snyrtivörudeild) dagana 21., 22., 23. september næst kom- andi. Allar leiðbeiningar og kennsla er ókeypis. Einnig verða sýnishorn af INNOXA-snyrtivörum ókeypis fyrir þær dömur sem þátt taka í þessu námskeiði. Snyrtivörudeild Sendfsvein vantar á símastöðina á Akureyri nú þegar eða frá 1. októ- ber n.k. Símastjórinn. - I*Á ER ¥OW- Slysfarir Það er hryggilegt hve slys- farir setja meiri og meiri svip á allan fréttaflutning. Útvarp og blöð eru full af slíku. Kannske er allt mannlífið í heild, eitt alls- herjar náttúruslys? Enn varð dauðaslys hér í bæ fyrir helgina, fullorðfn kona varð fyrir strætisvagni og beið bana. Þó má raunar dást að bif- reiðarstj órum hér, ekki sízt á hinum stóru vögnum, hve þeir komast framhjá enn meiri slys- um en raun er á. Það er vissu- lega um örðugleika að ræða hér v,ið akstur. Götur eru þröngar, umferðamerking ófullkomin, fólk óvant að fara eftir reglum, sem alltaf verða flóknari og flóknari við aukna umferð. Nú með haustinu aukast mjög vandræði í umferðinni, hálka, myrkur og ekki sízt skólaganga mikils fjölda bama og unglinga, setja bifreiðarstjóra í aukna ábyrgð um aðgæzlu. Benda má á, að Kaupvangs- stræti, sem malbikað var í sum- ar, getur orðið hættulegra en áður í hálku, stórgrýtisurðin, sem áður var þar, var ekki eins viðnámslaus og malbikið. Mikill hópur skólabarna kemur niður stíginn frá barnaskólanum og dreifist út á Ytri-Brekkuna og upp Þingvallastræti. Þarna þyrfti að merkja glögga gangbraut yfir frá kartöflugeymslunni og kenn- arar þyrftu að áminna börnin vel um varkárni, þegar þau hraða sér út í umferðina eftir kennslu. Oddeyrin er enn nokk- uð vandasöm í akstri, þó ofantil sé að komast á gott skipulag. Yæri ekki ráðlegt að gera t.d. Gránufélagsgötuna alla að aðal- braut og merkja þvergöturnar, Sendibréf út af „Vísu dagsins“ í Verkam. 11/9. „Hvernig ætli á því standi, eins og herinn menntar þjóð að ekkert skáld á okkar landi yrkja skuli þakkarljóð.“ „Verkamaður" vill oss sanna volæðið um skáldskapinn. Er af því að þorra manna þreytir aldrei dollarinn. Allt hið bezta þakkar þjóðin þrungin mætti innsta rödd. Konur af þeim — læra ljóðin —. Lítt emm í háska stödd. Með beztu kveðju. L. H. ------------------* sem í gegnum hana liggja, ræki- lega. Sama mætti segja með Byggðaveg o. fl. Allmikið er hér alltaf um ölvun, sem skapar stórhættu í umferð og eykur vanda bif- reiðarstjóra. Akstur undir áhrif- um er einnig sagður til og er óverjandi frá öllum sjónarmið- um. Bifreiðaárekstrar eru einnig óeðlilega tíðir. Samkvæmt um- ræðum í þætti Jónasar Jónas- sonar í útvarpi s.l. sunnudag, er kunnáttu manna í umferðarregi- um mjög ábótavant, svo undrun veldur. 011 þessi mái krefjast vakandi athygli allra, bæði akandi og gangandi manna. Mannslíf og limir er dýrmætara en allt annað. MissH auga Siys geta orðið með undar- iegasta og ömurlegasta hætti. Það sýnist ekki nxikii slysahætta inn á hótelum í ljósi og yl, jafn- vel þó bar sé opinn. Þó kom það fyrir, að sunnlenzkur sjómaður, sem var gestur á Hótel K.E.A. s.l. mánudagskvöld, átti leið fram í fatageymsluna, þar rak hann sig á fatahengi með þeim afleiðing- um, að hann missti annað aug- að. Má enn spyrja: Hvar er í heimi hæli tryggt? Vélvæðing Eitt af því ömurlegasta við vélvæðingu landbúnaðar, er hin aukna slysahætta, sem maskín- um þessum fylgir. Margar fréttir heyrast um slys á traktorum og öðrum tækjum. Mikið að notkim heykvísla, þríarma gaffla, við tilfærslu heys, skuli ekki skaða fleiri en þó er raunin. En það gerast fleiri skaðar á mönnum í vélaveröldinni en þeir, sem sagt er frá í fréttum. Það er staðreynd, að þunga- vinnuvélar og dráttarvélar eru mjög öhollar a. m. k. ungling- um, að skakast á dag eftir dag. Nýrnalos, bakveiki og maga- röskun eru fylgifiskar þessara grófgerðu ökutækja. Ungling- amir eru veikastir fyrir, en eng- um mun það hollt til lengdar að dengjast á svo höstum bykkjum. Mér er fortalið að erlendis víða sé einstaklingi bannað að aka traktor meir en sex tíma á dag og helzt ekki leyft stráklingum. Árósir Úr höfuðborginni heyrir mað- ur um líkamsárásir og rán. Kona Landsfundi hernámsandstæð- inga að Skjólbrekku er lokið. Mikill fjöldi áhugamanna mætti þar auk hinna kjörnu fulltrúa. Bjartsýni og áhugi skein úr hverju andliti, og allir eru sam- mála nú: Þetta tókst vel. Það er áberandi eins og fyrr, hve margir „andansmenn4 eins og þeir voru kallaðir hér fyrr, þ. e. skáld og aðrir listamenn, koma langar leiðir að til að votta þessu máli hollustu sína. Einnig hafa prestar frá upphafi verið ötulir baráttumenn gegn hernámi og sýnir það skilning uppaland- ans á þeim vandamálum sem er barin niður og rænd. Vel undirbúin árás gerð á eldri mann, sem flytur peninga frá vinnustað. Ekki nein afsökun, þótt þjófarnir lentu á kaffitösku í stað peningatösku. Við erum svo sem að verða menn með mönnum og erlendu áhrifin leyna sér ekki. Enda kjósum við okkur þau þjóðlönd til fyrir- myndar, sem lengst eru komin í glæpatækni. Við getum sennilega orðið hlutgengir þó litlir séum. fylgja hersetu, fyrir æskulýð, margir kennarar skilja þetta einnig og breyta samkvæmt því. Blöðin, sem hægrimenn stýra, eru þögul um þessa ráðstefnu. Það sýnir að hún var með mynd- arbrag. Ekki hefði staðið á þeim að óskapast, ef illa hefði gengið. Það er þrautaráð að þegja, ef önnur tæki bregðast til and- stöðu. En þótt þjóðin sé sljó í umhugsun um velferðarmál sín, þótt hún sé ákaflega seinþreytt til vandræða, þótt henni sé það fjarri skapi að bera af sér högg, kann svo að fara hún vakni, kann svo að fara að hún vakni, hönd fyrir höfuð sér. Þá er skammt til þeirrar stundar að hún rís upp og tekur völdin af sjálfkjörnum „forsvarsmönnum“ sínum. Þá verður ekki lengur herseta hér, þá komast þjóðmálin á stig siðmenntaðra manna, því al- menningur notar ekki viðskipta- háttu ríkisstj órnarinnar í við- skiptum sín á milli. Það verður að leita til hinna heilbrigðu linda vinnandi fólks til að ráða þjóðmálum meir en verið hefur. Þá er von framundan. , k. Föstudagur 18. september 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.