Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.09.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 18.09.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn Föstudagur 18. Frd bcejarstjórn Akureynr Bæj arstj órn Akureyrar kom saman til fundar síðastliðinn þriðjudag, eftir sumarleyfið. Yfir þann tíma sumarsins, sem fundir falla niður í bæjar- stjórn, tekur bæjarráð fullnaðar ákvarðanir í hennar stað. I upphafi fundarins minntist forseti bæjarstjórnar nýlátinnar forsetafrúar, Dóru Þórhalls- dóttur með nokkrum orðum, og fundarmenn risu úr sætum til heiðurs hinni látnu. Einnig mælti forseti bæjar- stjórnar nokkur minningarorð um nýlátinn bæjarfulltrúa, Helga Pálsson, og vottuðu bæjar- fulltrúar minningu hins látna virð.ingu sína með því að rísa úr sætum. Fyrir fundinum lágu fundar- gerðir nefnda, ein frá bæjarráði, ein frá bygginganefnd, ein frá fræðsluráði og ein frá leikvalla- nefnd. I fundargerð fræðsluráðs er getið umsókna um kennarastöð- ur við barnaskólana og gagn- fræðaskólann og skólastj órastöð- una við gagnfræðaskólann. Um kennarastöður við barnaskólana sóttu tveir, Orn Snorrason og Halldóra Þórhalls- dóttir. Fræðsluráð mælti með að Orn yrði ráðinn, en ekki Hall- dóra. Um kennarastöður við gagn- fræðaskólann sóttu níu og mælti fræðsluráð með að eftirtaldir átta yrðu ráðnir: Árni Ólafsson, Baldur Braga- son, Eiríkur Eiríksson, Gylfi Anton Svavarsson, Hreinn Páls- son, Karl Kristján Sveinsson, Magnús Aðalbjörnsson og Vign- ir Einarsson. Um skólastjórastöðuna við G. A. sóttu tveir, Sverrir Pálsson og Sveinn Pálsson. Fræðsluráð mælti með, að Sverrir yrði skip- aður í stöðuna. Utan dagskrár komu fram nokkrar fyrirspurnir, þ. á m. frá Gísla Jónssym um staðsetningu væntanlegs íþróttahúss, sem íþróttaráð mæltist til að fund- inn yrði staður fyrir. Þetta er í athugun hjá skipulagsnefnd. Ingólfur Árnason bar fram fyrirspurn um kostnað við götu- Þær fóru norðnr . . . Spennandi skáldsaga eftir ungan, íslenzkan rithöfund. Aðalsögusviðið er: llil ItHVICI Hótel K.E.A. Alþýðuhúsiö Kvennav/st/'r VA4.I \SK<M.I IC Hjúkrunarkonur - Lœknar Ástir HALLORMSSTAÐl IC Ævintýri Bílar - Brennivín BÓKAÚTGAFAN SINDUR - AKUREYRI lagningu m. tilheyrandi lögnum vegna lóðaveitinga meirihluta bæjarstjórnar á Barðstúni. Vænt- anlega liggja þær upplýsingar fyrir næsta bæjarstjórnarfundi, nú þegar var hægt að upplýsa, að greidd vinnulaun við gotu- lagninguna til verkamanna voru tæp 30 þús. En ekki lágu fyrir upplýsingar um kostnað vegna vélavinnu og bifreiða, heldur ekki vegna vatnsveitu, klóaks og rafmagns, og að sjálfsögðu ekki um verkfræðilegan kostnað. Jón Ingimarsson bar fram fyrirspurn hvort stjórn Útgerð- arfélagsins væri ákveðin í hvað gert yrði við Hrímbak, og fékk það svar frá Jakobi Frímanns- syn.i, að ekkert væri enn ákveðið í þeim efnum. /. Verður sjálfkjörið í Einingu? Alþýðusambandsþing verður haldið í nóvember. Trúnaðar- mannaráð Einingar hefur lagt fram eftirfarandi lista og komi ekki annar fyrir hádegi á laug- ardag 19. þ.m. eru þessir menn sjálfkjörnir. Aðalmenn: Björn Jónsson Þórhallur Einarsson Vilborg Guðjónsdóttir Björgvin Einarsson Auður Sigurpálsdóttir Haraldur Þorvaldsson Margrét Magnúsdóttir. Varamenn: Björn Gunnarsson Adólf Davíðsson Jónína Jónsdóttir Freyja Eiríksdóttir Kristján Larsen Eiður Aðalsteinsson Margrét Vilmundaróttir. Síðastliðinn þriðjudag var gerð í Reykjavík útför tignustu og um leið einnar göfugustu konu landsins, forsetafrúar Dóru Þórhallsdóttur. Vitrasta skáld Islands hefur sagt: „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur." — Þótt forseti vor sé maður hinn ágætasti af eigin kostum, var hann með frú Dóru sér við hlið, meiri en hann sjálfur. Ættir forsetafrúarinnar stóðu traustum rótum í íslenzkri menningu og þjóðháttum. Hennar sæti verður vandskipað é Bessastöðum. Nú er þjóðinni því tvennt efst í huga: þakkir til hinnar látnu og ósk um að ætíð megi heiðurssæti vors unga lýðveldis setið með slíkum ógætum sem verið hefur til þessa. Dánarfregrn SíðastUðinn sunnudag andað- ist á heimili sínu hér í bæ Jóhannes Jónasson, fyrrverandi yfirfiskimatsmaður og verkstj. Jóhannes var maður allrosk- inn orðinn og hafði átt við erfið- leika að búa vegna slysa. Hann var þó jafnan léttur í lund og sívinnandi. NÁMSSTJÓRI _ Valgarður Haraldsson, Akur- eyri, sem verið hefur kennari við Barnaskóla Akureyrar und- anfarin ár, hefur nú verið ráð- inn námsstjóri barnafræðslu- stigs í Norðlendingafjórðungi. IÐHÞIMfil LOKIÐ 26. Iðnþingi íslands lauk á Akureyri s.l. laugardag með sameiginlegu hófi í Sjálfstæðis- húsinu í boði Iðnaðarmanna- félgags Akureyrar. Var það jafn- framt afmælishóf Iðnaðarmanna félagsins vegna sextíu ára af- mælis þess, og bárust félaginu ýmsar góðar gjafir. Gullmerki Landssambands iðnaðarmanna voru sæmdir Jó- hann Frímann, fyrrum skóla- stjóri Iðnskóla Akureyrar um fjölmörg ár, og Sveinn Tómas- son, járnsmiður, og nú slökkvi- liðsstjóri hér í bæ. Heiðursfélagar Landssam- bandsins voru útnefndir Indriði Helgason, rafvirkjameistari, Ak- ureyri, og Sveinbjörn Jónsson, forstjóri Ofnasmiðjunnar í Reykj avík. I stjórn voru kjörnir Guð- mundur Halldórsson, forseti, Vigfús Sigurðsson, varaforseti, Jón E. Ágústsson, ritari, Tómas Vigfússon, gjaldkeri, og með- stjórnendur Þórir Jónsson, Þor- bergur Friðriksson og Ingólfur Finnbogason. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ flest geti Islendingar gert oð útflutningsvöru fyrst tekizt hafi að losna við Vilhjólm Þór ó crlcndan markað. AÐ útflutningur hans muni samt skapa nokkra erfiðleika hér heima, því að ýmsir þykist rétthornir til að erfa ríki hans í Seðlabankanum. AÐ enn auglýsi verkstjórar Ak- ureyrarbæjar ógæti sitt með því að gera þó fyrst viS hol- ur í malbikinu, þegar reikna má með oð bílar fari a'S nota keðjur.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.