Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.09.1964, Side 1

Verkamaðurinn - 18.09.1964, Side 1
Verkamadurinn Ird bsjarstjórn Ahureyrar Siðastliðinn þriðjudag var gerð í Reykjavík útför tignustu og um leið einnar göfugustu konu landsins, forsetafrúar Dóru Þórhallsdóttur. Vitrasta skóld Islands hefur sagt: „Maðurinn einn er ei nema hólfur, með öðrum er hann meiri en honn sjólfur." — Þótt forseti vor sé maður hinn ógætasti af eigin kostum, var hann með frú Dóru sér við hlið, meiri en hann sjólfur. Ættir forsetafrúarinnar stóðu traustum rótum í íslenzkri menningu og þjóðhóttum. Hennar sæti verður vandskipað ó Bessastöðum. Nú er þjóðinni því tvennt efst í hugo: þakkir til hinnar lótnu og ósk um að ætið megi heiðurssæti vors unga lýðveldis setið með slíkum ógætum sem verið hefur til þessa. Bæjarstjórn Akureyrar kom saman til fundar síðastliðinn þriðjudag, eftir sumarleyfið. Yfir þann tíma sumarsins, sem fundir falla niður í bæjar- stjórn, tekur bæjarráð fullnaðar ákvarðanir í hennar stað. í upphafi fundarins minntist forseti bæjarstjórnar nýlátinnar forsetafrúar, Dóru Þórhalls- dóttur með nokkrum orðum, og fundarmenn risu úr sætum til heiðurs hinni látnu. Einnig mælti forseti bæjar- stjórnar nokkur minningarorð um nýlátinn bæjarfulltrúa, Helga Pálsson, og vottuðu bæjar- fulltrúar minningu hins látna virðingu sína með því að rísa úr sætum. Fyrir fundinum lágu fundar- gerðir nefnda, ein frá bæjarráði, ein frá bygginganefnd, ein frá fræðsluráði og ein frá leikvalla- nefnd. í fundargerð fræðsluráðs er getið umsókna um kennarastöð- ur við barnaskólana og gagn- fræðaskólann og skólastjórastöð- una við gagnfræðaskólann. Um kennarastöður við barnaskólana sóttu tveir, Orn Snorrason og Halldóra Þórhalls- dóttir. Fræðsluráð mælti með að Örn yrði ráðinn, en ekki Hall- dóra. Um kennarastöður við gagn- fræðaskólann sóttu níu og mælti fræðsluráð með að eftirtaldir átta yrðu ráðnir: Árni Ólafsson, Baldur Braga- son, Eiríkur Eiríksson, Gylfi Anton Svavarsson, Hreinn Páls- son, Karl Kristján Sveinsson, Magnús Aðalbjörnsson og Vign- ir Einarsson. Um skólastjórastöðuna við G. A. sóttu tveir, Sverrir Pálsson og Sveinn Pálsson. Fræðsluráð mælti með, að Sverrir yrði skip- aður í stöðuna. Utan dagskrár komu fram nokkrar fyrirspurnir, þ. á m. frá Gísla Jónssyni um staðsetningu væntanlegs íþróttahúss, sem íþróttaráð mæltist til að fund- inn yrði staður fyrir. Þetta er í athugun hjá skipulagsnefnd. Ingólfur Árnason bar fram fyrirspurn um kostnað við götu- lagningu m. tilheyrandi lögnum vegna lóðaveitinga meirihluta bæjarstjórnar á Barðstúni. Vænt- anlega liggja þær upplýsingar fyrir næsta bæjarstjórnarfundi, nú þegar var hægt að upplýsa, að greidd vinnulaun við götu- lagninguna til verkamanna voru tæp 30 þús. En ekki lágu fyrir upplýsingar um kostnað vegna vélavinnu og bifreiða, heldur ekki vegna vatnsveitu, klóaks og rafmagns, og að sjálfsögðu ekki um verkfræðilegan kostnað. Jón Ingimarsson bar fram fyrirspurn hvort stjórn Utgerð- arfélagsins væri ákveðin í hvað gert yrði við Hrímbak, og fékk það svar frá Jakobi Frímanns- syni, að ekkert væri enn ákveðið í þeim efnum. /. Verður sjólfkjörið í Einingu? Alþýðusambandsþing verður haldið í nóvember. Trúnaðar- mannaráð Einingar hefur lagt fram eftirfarandi lista og komi ekki annar fyrir hádegi á laug- ardag 19. þ.m. eru þessir menn sj álfkj örnir. Aðalmenn: Björn Jónsson Þórhallur Einarsson Vilborg Guðjónsdóttir Björgvin Einarsson Auður Sigurpálsdóttir Haraldur Þorvaldsson Margrét Magnúsdóttir. Varamenn: Bjöm Gunnarsson Adólf Davíðsson Jónína Jónsdóttir Freyja Eiríksdóttir Kristján Larsen Eiður Aðalsteinsson Margrét Vilmundaróttir. 26. Iðnþingi íslands lauk á Akureyri s.l. laugardag með sameiginlegu hófi í Sjálfstæðis- húsinu í boði Iðnaðarmanna- félgags Akureyrar. Var það jafn- framt afmælishóf Iðnaðarmanna félagsins vegna sextíu ára af- mælis þess, og bárust félaginu ýmsar góðar gjafir. Gullmerki Landssambands iðnaðarmanna voru sæmdir Jó- hann Frímann, fyrrum skóla- stjóri Iðnskóla Akureyrar um fjölmörg ár, og Sveinn Tómas- son, járnsmiður, og nú slökkvi- Dánarfresrn Síðastliðinn sunnudag andað- ist á heimili sínu hér í bæ Jóhannes Jónasson, fyrrverandi yfirfiskimatsmaður og verkstj. Jóhannes var maður allrosk- inn orðinn og hafði átt við erfið- leika að búa vegna slysa. Hann var þó jafnan léttur í lund og sívinnandi. liðsstjóri hér í bæ. Heiðursfélagar Landssam- bandsins voru útnefndir Indriði Helgason, rafvirkj ameistari, Ak- ureyri, og Sveinbjörn Jónsson, forstjóri Ofnasmiðjunnar í Reykj avík. í stjóm voru kjörnir Guð- mundur Halldórsson, forseti, Vigfús Sigurðsson, varaforseti, Jón E. Ágústsson, ritari, Tómas Vigfússon, gjaldkeri, og með- stjórnendur Þórir Jónsson, Þor- bergur Friðriksson og Ingólfur Finnbogason. NÁMSSTJÓRI Valgarður Haraldsson, Akur- eyri, sem verið hefur kennari við Barnaskóla Akureyrar und- anfarin ár, hefur nú verið ráð- inn námsstjóri barnafræðslu- stigs í Norðlendingafjórðungi. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ flest geti íslendingar gert aS útflutningsvöru fyrst tekizt hofi að losna við Vilhjúlm Þór á crlendan markað. AÐ útflutningur hans muni samt skapa nokkra erfiðleika hér heima, því að ýmsir þykist réttbornir til að erfa riki hans i Seðlabankanum. AÐ enn auglýsi verkstjórar Ak- ureyrarbæjar ógæti sitt með því að gera þó fyrst við hol- ur í malbikinu, þegar reikna mó með að bilar fari að nota keðjur. Þær fóru norðnr . . . Spennandi skáldsaga eftir ungan, íslenzkan rithöfund. Aðalsögusviðið er: AKIIRGYRI Hótel K.E.A. Alþýðuhúsið Kvennavistir TAGLASKÓGIIR Hjúkrunarkonur - Lœknar Ástir HALLORlHS§TA»IJR Ævintýri Bílar - Brennivín BÓKAÚTGAFAN SINDUR - AKUREYRI IÐMÞIMQI LOKIÐ

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.