Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.10.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 16.10.1964, Blaðsíða 5
Astlun um somarauholerðir mx Gullfoss í vetur og sumarferðir 1965 homin út Nýlega komu út áætlanir um ferðir m.s. „Gullfoss" í vetur og á næsta ári. Samkvæmt áætlunum verða ferðir skipsins með líkum hætti í vetur og undanfarna tvo vetur. Fargjöld verða lækkuð veru- lega mánuðina nóvember til marz þ. e. a. s. í 3 ferðum fyrir áramót og 5 ferðum eftir áramót. Á þessu tímabili er innifalin í fargjaldi gisting um borð í skip- inu og morgun- og hádegisverð- ur meðan staðið er við í Kaup- mannahöfn fyrir þá farþega sem ferðast með skipinu fram og til baka. Þá verða skipulagðar ferðir um Kaupmannahöfn og Sjáland, meðan skipið stendur við í Kaupmannahöfn, fyrir þá farþega sem þess óska. Fyrir- komulag þetta hefur verið reynt tvo undanfarna vetur við vax- andi vinsældir og er nú þegar nær útselt í 1. ferðina frá Reykjavík 30/10. I öðrum vetr- arferðum eru farmiðar ennþá til. Til nýbreytni í vetrarferðum má telja að í desember verður farin ein aukaferð til Kaup- mannahafnar og Leith, jólaferð sem ekki hefur verið farin áður. Verður brottför frá Reykjavík í þeirri ferð hinn 11. desember og komið aftur til Reykjavíkur á 2. jóladag. Er allmikið búið að selja af farmiðum í þessa ferð. Næsta sumar verður ferðum m.s. „Gullfoss" hagað á sama hátt og undanfarin sumur og verða alls 11 ferðir, sem byrja með brottför frá Kaupmanna- höfn hinn 8. maí og frá Reykja- vík hinn 15. maí. Verða ferðirn- ar hálfsmánaðarlega, sinn hvorn laugardaginn frá Reykjavík og Kaupmannahöfn með viðkomu í Leith á báðum leiðum. Er byrjað að taka á móti farpöntunum í þessar ferðir. Vegna mikillar eftirspurnar eftir farmiðum með „Gullfoss" yfir sumarmánuðina hefur orðið að synja mörgum um farmiða með skipinu, eftir að öllum far- þegarúmum hefur verið lofað löngu fyrirfram. Síðan hafa hins vegar viljað verða allmikil brögð að því að pantaðra farmiða hafi ekki verið vitjað eða farpant- anir afturkallaðar með það skömmum fyrirvara að ekki hef- ur reynzt unnt að láta farmiðana eftir öðrum, sem synjað hefur verið um farþegarúm og skráðir eru á biðlista. Sá háttur hefur því verið tekinn upp, að þeir sem óska eftir að fá farmiða tekna frá löngu fyrirfram, greiða kr. 500.00 upp í andvirði far- miða og leysa hann út að fullu eigi síðar en 30 dögum fyr.ir brottför. Er þess vænzt að þetta fyrirkomulag tryggi það að eng- um verði synjað um farþegarúm, sem síðan yrði svo ónotað. Breytingar hafa ekki orðið á verði farmiða. Kringsiá yikunnar FRÁ ÞÓRSHÖFN Næg atvinna hefur verið á Þórshöfn í sumar, en með haust- dögunum gerist hið sama og venjulega, fjöldi manna þarf að yfirgefa staðinn til að leita sér vinnu annars staðar. Dálítið var saltað af síld þar í sumar en bræðsla er engin á Þórshöfn og úrgangur síldar því fluttur á bílum til Bakkafjarðar, þar sem síldarbræðsla er starf- andi. Nýlega var haldinn borgara- fundur á Þórshöfn um atvinnu- málin o. fl., var þar samþ. áskor- un til ríkisstjórnarinnar, að byggð verði sem fyrst allt að 5000 mála síldarverksmiðja þar. Við þessari áskorun ætti UTIVIST BAUM Úr lögreglusamþykkt fyrir A kureyrarkaupstað. 20. gr. Lögreglustjóra er heimilt að banna öllum óviðkomandi, sem eiga ekki brýnt erindi, umferð út í skip, sem liggja í höfninni, frá kl. 20—8 á tímabilinu 1. október til 1. maí, en frá kl. 22— 8 á tímabilinu 1. maí til 1. októ- ber. Ennfremur getur lögreglan jafnan bannað börnum innan 16 ára aldurs umferð um bryggjur og ferð út í skip og báta í höfn- inni, telji hún ástæðu til. Unglingum innan 16 ára er óheimill aðgangur að almennum knattsborðsstofum, dansstöðum og ölstofum. Þeim er og óheim- ill aðgangur að almennum kaffi- stofum eftir kl. 20 nema í fylgd með fullorðum, sem bera ábyrgð á þeim. Eigendum og umsjónar- mönnum þessara stofnana ber að Fösrudagur 16. október 1964 sjá um, að unglingar fái ekki þar aðgang né hafist þar við. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. októ- ber nema í fylgd með fullorðn- um vandamönnum. Börn frá 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum vandamönnum. Þegar sérstaklega stendur á getur bæjarstjórn sett til bráða- birgða strangari reglur um úti- vist barna allt að 16 ára aldri. Foreldrar og húsbændur barn- anna skulu að viðlögðum sektum sjá um, að ákvæðum þessum sé framfylgt. stjórnin að verða, bæði vegna afkomumöguleika fólks á staðn- um og svo flotans, því Þórshöfn liggur mjög vel við til móttöku síldar, bæði af austur og vestur- svæðum. Þá skoraði fundurinn á Kaup- félag Langnesinga að flýta fram- kvæmdum við mjólkurbúið, sem nú er langt komið að byggja yfir, en allar vélar vantar enn, og óvíst hvenær starfsemi getur hafizt þar við móttöku mjólkur, en mjólkurbúsins er þörf ekki sízt ef aukin drift yrði við síld- armóttöku og einnig eru bændur farnir að fjölga kúm og búa sig undir sölu mjólkur. Nóg hefur verið að gera í sláturtíðinni, var fé vænt. Ær frá Holti í Þistilforði gaf eig- anda sínum Þórarni Kristjáns- syni oddvita góðar tekjur. Hún kom með tvö lömb og ógu þau á fæti 56 og 61 kg en kjötþungi beggja reyndist 53,6 kg. Nú var ánni einnig slátrað, þar sem hún var orðin 8 vetra og ekki talin til frambúðar. Hún reynd- ist vega 100 kg á fæti, en kjöt- þungi var 43,6 kg. Má því segja, ef slátur og gæra er með reiknað, að þessi ær hafi gefið góðan arð. Talað er um að Esso ætli að byggja bíla-þvottaplan og sölu- skála á Þórshöfn og vegagerð- in mun ætla að byggja þar geymsluhús fyrir vélar sínar. Minningarspjöld Kvenfélagsins Hlifar fást í Bókabúð Jóhanns Valdimarssonar í Hafnarstræti. Minningarspjöld Elliheimilis Ak- ureyrar fást í Skemmunni. Amtsbókasafnið er opið alla virka daga frá kl. 2—7 e. h. — Safn- vörður. Messað verður I Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Séra Ingi- mar Ingimarsson, Sauðanesi pré- dikar. Sálmar: 29—238—110— 207—201. B.S. Slysavarnadeild kvenna Akureyri þakkar bæjarbúum góðar gjafir og stuðning við hlutaveltuna síðastl. sunnudag. Nefndin. Bazar heldur Austfirðingafélagið n.k. sunnudag kl. 4 í Túngötu 2. — Bazarnefnd. Fæði. Tveir menn geta fengið fæði. Upplýsingar í síma 1516. Brúðkaup. — Á laugardaginn voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin ungfrú Erla Ingveldur Hólmsteinsdóttir, Bjarmastíg 5 og Svanur Eiríksson, stud. arch. Möðruvallastræti 9 — Heimili þeirra verður fyrst um sinn í Munchen i Þýzkalandi. — 14. okt. voru gefin saman í hjónaband brúð- hjónin Valgerður Sigurðardóttir og Björn Ævar Guðmundsson, af- greiðslum. Heimili verður Odd- eyrargata 36. — Laugardaginn 10. október voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ungfrú Rós- lín Erla Tómasdóttir og Saevar Sig- urpálsson, sjómaður. Heimili þeirra verður að Mólandi, Árskógsströnd. — Sama dag voru gefin saman I hjónaband á Akureyri ungfrú Guð- björg Sæmundsdóttir og Sigtryggur Davíðsson, járnsmiður. Heimili þeirra verður að Bjarmastíg 8, Ak- ureyri. Þórsfélagar! Nú er ákveðið að Þórshlutaveltan verði í Alþýðuhús- inu sunnudaginn 25. okt. og væntir stjórnin þess, að með ykkar hjálp verði þetta bezta hlutavelta ársins. Munum verður veitt móttaka þriðjudaga og föstudaga í skrifstofu félagsins, Utvegsbankahúsinu, ó áður auglýstum skrifstofutima. — Stjórnin. Kvcnfélag Akureyrarkirkju heldur sinn árlega bazar laugardaginn 7. nóv. kl. 5 síðdegis í kirkjukapell- unni. Félagskonur og aðrir velunn- arar félagsins og kirkjunnar, sem vilja styrkja starfið, eru vinsamlega beðnir að koma munum til einhverra eftirtalinna nefndarkvenna: María Ragnarsdóttir, Möðruvallastr. 3, Sigurlaug Pétursdóttir, Aðalstr. 16, Þórunn Olafsdóttir, Skólastíg 9, Hulda Stefánsd. Viðimýri 16, Oddný Þorsteinsdóttir, Glerárgötu 9, Sig- rún Jónsdóttir, Glerárgötu 9 og Þór- hildur Hjaltalín, Grundargötu 6. Orðsending fra Geysi. Karlakór- inn Geysi vantar nýja söngfélaga. Þeir, sem hug hafa á að ganga í kórinn, gefi sig fram við söngstjór- ann, Arna Ingimundarson eða form. kórsins, Kára Jóhannsen. Til blindu barnanna: K. P. kr. 100, H. H. 100, Þ. E. 100, Sverrir 200, H. Þ. 200, D. D. 1000, N. N. 500. «• r (Framhald af 2. síðu). ingar. Þá vitum við, að við erum skyld." Er ekki sundurþykkja og flokkadráttur í þessum frænd- garði óeðlilegt fyrirbæri? Er ekki okur, arðrán, og bolabrögð fáeinna úr hópnum óeðlilegt? Ber ekki slíkri fjölskyldu að standa saman um öll mál stofns- ins íslenzka og vörð um frelsi þessa yndislega lands, sem við hlutum í vöggugjöf, lands, sem hina brottfluttu Islendinga dreymir um, sem óskalandið. í ljómandi kvæði, sem dr. S. E. Björnsson flutti á þessum umrædda 75 ára afmælisdegi íslendingadags að Gimli er þetta eitt erindið: ívaf dags er enn sem fyr ættarlandið góða, þar, sem allra átta dyr opnast, fræða og ljóða. Birtast sviprík sjónarmið sögufræg í riti, þar, sem æskan unir við augans ríku liti. Ég hef vakið athygli á þessu vegna þess að samskipti okkar við Vesturheim aukast á öllum sviðum. Fjöldi ungra manna sækir nám vestur og viðskipti eru mikil. Þá væri kannske ekki síður hollt fyrir okkur að muna þann hóp vinveittra landa, sem býr vítt um hið mikla megin- land, er víða í góðri aðstöðu og það sem mest er um vert, ber til okkar frændanna heima hlýjan hug. Nýkomin srorscnding HJARTAGARN 8. teg. og prjónauppskriftir Verzl. Ragnheiðar 0. Björnssori Verkamaðurinn Vikublað. — Útgefendur: Sósialista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins i NorSurlandskjördnmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Ojúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Akureyri. Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.