Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.10.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 22.10.1964, Blaðsíða 2
bóktn um KJARVAL Thor Vilhj álmsson hefur skrifað bók, sem heitir: Kjarval, og Helgafell gefið út. Bók, sem brennur í höndum manns, eldur hinnar stóru listar. Myndir af málverkum Kjarvals, í litum og án, myndir af teikningum hans. Myndir í orðum úr lífi hans, úr hugmyndaheimi hans. Hve furðuleg bók í Iátlausri fegurð sinni og einstæðu öfgum. En eftir hana veit maður, vissi hann það ekki áður, að Kjarval er listamaður aldanna. „Ein af vœttum landsins var kona. Hún var gófugust þeirra allra, og þegar hinar vœttirnar fóru hamfbrum um landið, sat hún í há- fjbllum hnípin og sorgmœdd og hugsaði um afdrifin vesalinganna niðri á láglendinu. Og hún fór þá sjálf til þess að vekja þá, en henni gekk það illa, því að fólkið gat ekki vakað nema órlitta stund. Hún varð að hverfa frá. Yfirkomin af harmi hélt hún á leið til fjall- anna aftur, en á leiðinni fann hún dálítinn. kotbæ og þar var lítill drengur, og hann opnaði undir eins augun, þegar hún snerti hann með sprota sínum. Hann skildi hana og vildi vaka. Og konan varð glöð yfir þessum litla sigri. Hún tók drenginn sér í fang og bless- aði hann, og sorgartárin hennar hrundu niður á enni sveinsins, og hann fann ylinn úr þeim leggja um sig. Og þráin og ástin til fjall- konunnar fögru, gagntók hann allan. Nú langaði hann ekki að sofa lengur, nú langaði hann að vekja þá, sem sváfu. — Og hann byrjaði á að kveða, óskóp lágt fyrst — en svo hcerra og sterkara — og Ijóðin urðu þrungin afli grimmra endurminninga og bjartra vona og hugsjóna og fólkið rumskaði og smám saman tóku allir undir með honum og vildu vaka, og þá fyrst byrjaði landið að eiga þjóð." Þetta eru formálsorð bókar- innar um Kjarval, tekin upp úr bók hans, Grjót, frá 1908. Kann- ske verða öll önnur skilgrein- ingarorð óþörf. Kjarval segir hér sjálfur sögu köllunar sinnar. Köllunar, sem margir fá, en fáir hafa manndóm til að hlýða. Hann hlýddi henni og því er hann hinn stóri — Kjarval. „Og þá fyrst byrjaði landið að eiga þjóð." Og hversu undar- leg og furðum leikin er hún þessi þjóð. Lengst af fámennur hópur manna, dreifður um strendur og dali, einangruð frá umheimi, einangruð í dölum sínum og á ströndum mikilla sæva. En hún hefur á hverri öld eignast syni, sem hlaðnir hafa verið svo ofur- mannlegri orku, að helzt líkist því eldfjalli, sem komið er að gosi með feiknstöfum. Hvaðan er þessum mönnum komið slíkt ofurmagn tilfinninga? Þegar norrænir víkingar, brennuvargar og barkabítar, ruddust upp úr skipum sinum, úfnir og skítugir inn yfir hið græna land, írland, brennandi, myrðandi og rænandi, tóku þeir með sér dætur þessa kristfjálga lands, allt frá konunga- og klerka niður í dætur búandkarla og fiskimanna, þeir höfðu þær á burt með sér hingað og þær frjóvguðust af sæði þeirra gegn vilja sínum, trylltar af skelfingu og viðbjóð.i. Getur ekki verið áð þá hafi skapast það brim andstæðra tilfinninga, sem hlaut að skjóta upp kolli í sálum af- komenda? Er ekki þaðan runn- ið hið alltsprengj andi ofhlæði margslunginna kennda, sem svo margir Islendingar hafa verið haldnir á öllum öldum og brot- izt hefur út á svo margs konar 2) Verkamaðurinn hátt? En þegar bezt lætur og ein- staklingurinn, sem þennan arf hlaut, var um leið gæddur snilld listamannsins, svo hann gat hamið hin óræðu öfl og veitt þeim frá sál sinni í þröngum far- vegi listar, þá skópust hér þau verk, sem eru á heimsmæli- kvarða. Við getum tekið Eddur og sögur hinna fyrstu ritalda og haldið áfram öld af öld allt til Matthíasar, Einars Ben., Þór- bergs, Kiljans og Kjarvals. Því miður tókst ekki alitaf svo vel til, og orkan, fítonsandinn brauzt út í alls konar ranghverf- um, brjálaðri auðgræðgi, drykkjuæði, geðveiki og alls konar skrítilegheitum kraft- ídíóta. En arfurinn er stór, hvert sem hans er að leita. Með Kjarval er auðséð að hin tröllaukna náttúra landsins, vefst inn í líf hans og mótar það og hann endurskapar svo þau áhrif og gefur okkur í verki sínu aftur þessa náttúru eins og hún birtist honum í ölduróti hug- sýna. Hann hefur fremur öðrum lokið upp augum okkar, því við vissum ekki fyrr hvað ísland er. Og þótt eftirprentun mynda í bók, jafnvel þótt í litum sé, gefi eins og hér, innsýn í mikilleik málarans, er það aldrei nema svipur hjá sjón hjá sjálfu mál- verkinu. En þó sýnir þessi bók óumdeilanlega, að Kjarval er snillingur í fremstu röð á heims- máli Það sanna myndir í þessari bók: A Hulduströndum, Islands lag, Þingvallamyndirnar, Blóm- móðir bezta. Já, þær sanna það allar. En hvað um hlut Thors í bók- inni? Thor Vilhjálmsson er á- gætur rithöfundur og langþjálf- aður myndskoðari. Hann hefur því góða aðstöðu til að rita um Kjarval og hann hefur lagt í það sál sína. Hann ann Kjarval, gjörþekkir hann og metur að verðleikum. Thor tókst að Ijúka upp fyrir okkur nýjum heimi, opna fyrir okkur dyr að leynd- ardómi Kjarvals, hinni óskýran- legu töfraveröld, sem málarinn lifir í. Veröld, sem að vísu blas- ir við í myndum hans, en okk- ur skortir þó skyggni, langflesta, til að sjá alla. Fyrir þetta sjón- gler ber að þakka rithöfundinum Thor. En hér er ekki að finna hinn venjulega stíl Thors, hann átti ekki við. Hér er allt í hamför- um, líkingamáli, myndum. Og hér á síðum talar sjálfur Kjar- val mikið, bæði beint og svo það, sern tekið er upp úr bókum hans, Grjótunum, til skýringa. Kannski mætti líkja tilraun Thors til að sýna okkur Kjarval, við það, að einhver vildi sýna okkur landslag, úr flugvél, það væri sólskin, éljagangur, þoka, sviptibyljir, uppstreymi og tóma rúm. — Allt í hamförum, allt sterkt, en þó að fararlokum stæði þetta landslag undarlega skýrt og ógleymanlegt fyrir sjónum. Hvað um gildir. Bókin, Kjarval, er kjörgripur. Flestar skoðanir eru komnar til okkar meir og minna frá öðr- um, óafvitandi, a. m. k. hjá flest- um. Einstaka menn eru svo sterk ir áhrifavaldar, að þeir móta viðhorf og trú, kannski margra kynslóða (Betur að Thor gerðist einn þeirra með þessu verki.). Því hefur t. d. verið haldið að okkur og við trúað því, að hér hafi aldrei verið til nema ein listgrein, þ. e. orðlist. Þetta er þó rangt. Myndlist hefur ver- ið rækt frá upphafi í margskon- ar formum. Hitt er svo annað mál, að margt kann að hafa ver- ið fáhnandi. Sjálfmenntað al- þýðufólk skóp sína myndlist, skar hana í tré, óf hana í klæði, en það kunni líka á liti. Og öll myndlist okkar á samfellda sögu, þó tilraunin mikla að skapa hana nái fyrst hámarki á vorum dögum. Hámarkið er Kjarval. Að lokum, þökk fyrir bókina um hinn himingjósandi regin- hver, Jóhannes Sveinsson Kjar- val. k. r --------------------------------------------- A sjónskífunni Vindur í leik að laufum Gaman var að koma út sl. mið vikudagsmorgun. Vindur var hvass af suðri og hann kom hér út Hafnarstrætið með fangið fullt af leikspilum. Bréf, plast- pokar, laufblöð o. fl. o. fl. Hann beygði með þessi leikföng fyrir hornið hjá sjoppunni og fram hjá Electro co. og allt yfir að Hljóðfærahúsinu, ætlaði með það suður Skipagötu, en þá kom annar strengur þar út og sneri öllu dótinu við. Þá myndaðist mikill hringdans bréfa og laufa á stéttinni hjá nýju fataverzlun- inni hans Jóns M. Ruslið var þurrt og létt og vindurinn hafði afar gaman af að leika sér að því. En hann lét sér ekki nægja það, sem til féllst á götunum, hann brá sér inn í port og stiga- króka og sótti meira til að þyrla upp og það varð enn meiri hring- dans. En svo gerði vindurinn það, sem hann mátti ekki. Hann tók hattana af ærðuverðugum borgurum og hrærði þeim sam- an við annað rusl, svo eigandinn varð að fara í slagsmál við ruslið og vindinn, til að ná hatt- inum úr þessum solli, því höttum þykir h'ka voða gaman að dansa svona hringdans í haustvindi. Sunnanvindinum varð vel til veiði, því nóg er til af rusli, sé vel leitað og líka fádæmin öll af ryki, sem er ágætt í bland fyrir vinda, en hábölvað fyrir blaða- menn. Dátt var dansinn stíginn á torginu. Svo kom rigningin og skakkaði leikinn. Skrípaleikur Ríkisútvarpsins Ríkisútvarpið byggir afkomu sína að einhverju leiti á inn- heimtu afnotagjalda hjá tækja- eigendum. En þetta er allt voða- legt basl. Fjöldi manna hefur tæki, sem ekki eru á skrá og hinir eru sauðþráir að borga. Þá er tekið lögtak og það er al- veg hræðileg skömm að láta taka hjá sér lögtak. En þú virðist mega eiga 10 tæki heima og hafa öll í gangi fyrir sama gjald, já, og fara með transistorinn út í bílinn og hlusta þar. En ef Verkamaðurinn Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins cr i Brekku- götu 5, Akureyri, simi 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) ofj Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — BJaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Biörns Jónssonar h.f., Akureyri. tvöfalda á sömu tækið fær orku frá bílnum (sem er annað heimili þitt) þá verður þú að borga af tveim tækjum. Einkennilegt það. En mér finnst, að útvarpið ætti að heimta af okkur tvöfalt árgjald hér nyrðra eftir að skyggja tekur á hausti. Við bú- um þá við algjörlega dagskrá. Erlend stöð bylgju sér okkur fyrir sama há vaða og útv. Reykjavík. Sam þykkt? Qull í ta Ármann Dalmannsson hefur enn hugsað til okkar. Ferðalag suður og afmæli eru uppistaðan: Gull í tá, þér lið skal ljá, láta frá mér senda sölnuð, fáein sumarstrá, sem ég á að henda. Á suðurleið vorið 1964. Kveð ég bæði hól og hlíð, hefi Eyjafjörð að baki. Yfir honum alla tíð englar drottins stöðugt vaki. Mælifells er hnúkur hár, horfir sólu móti, þó að stöðugt öld sem ár um hann vindar þjóti. Tiginn mænir Tindastóll til Glerhallarvíkur. Þar er sérhver hæð og hóll af huldum auði ríkur. Horfi ég á Húnaþing hátíðlega skarta, fagurbláum fj allahring og flóann spegilbjarta. Bjart er nú um Borgarfjörð, Brákarpollur spegilsléttur. Dreifir sér um haga hjörð. Heyra má að grasið sprettur. Áður fyr hér oft ég fann ,ilm úr túni og haga. Borgarfirði enn ég ann eins og forðum daga. Eftir sjöt-ugsafmælið 1 2. þ. m. I afmælinu engir sáust kenndir, en ilm af blómum sérhver gestur fann. Ármann hér með ástarþakkir sendir öllum kunningjum, sem glöddu hann. Fösrudagur 22. október 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.