Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.11.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 20.11.1964, Blaðsíða 3
Efliug; Alþýðubandalagsins Kjördœmisþing Alþýðubandalagsins hér í kjördæminu, sem haldið var 1. þ. m., hefur orðið ýmsum málgögnum hœgri manna, bœði hér nyrðra og syðra, nokkurt umræðuejni. Er það vel, að svo hejur farið, því að það sýnir vinstri mönnum, að þeir eru á réttri ieið og valda ótta í herbúðum íhaldsins. Ut af fyrir sig er það ekki neinn stórvið- burður, þó að stjórnmálaflokkur haldi kjör- dæmisþing, og t. d. veitir almenningur því enga athygli, þegar þing íhaldsins er háð, það eru tœpast aðrir en fulltrúar þar, sem noklcra athygli veita því, sem þar fer fram. En þess vegna er þingum og ráðstefnum Á'þýðubandalagsins veit.t meiri athygli en annarra flokka, að Aíþýðubandalagið er enn í uppbyggingu og hefur ekki til þessa verið jafnmótað og hinir stjórnmálaflokkarnir. Kjördæmisþingið hér var að því leyti sögu- legt, að þar voru í fyrsta skipti lagðar fram ákveðnar tillögur um formlega og lýðræðis- lega uppbyggingu Alþýðubandalagsins sem stjórnmálaflokks og lögð á það áherzla að hraðað yrði að koma því skipulagi í eðlilegt form. Og það er einmitt þetta atriði, sem komið hefur iUa við taugar manna í hægri flokkun- um. Þeir hafa fagnað því að undanförnu að sjá vinstri menn skipta í marga flokka eða flokksbrot og þá um leið álirifalitla á hinum breiða vettvangi stjórnmálanna. Þeir hafa fagnað því, að uppbygging Alþýðubandalags- ins skuli hafa dregizt á langinn og voru farnir að gera sér, og kannske ekki að ástœðulausu, vonir um, að af þeirri uppbyggingu yrði aldrei. Sérstaklega kemur það illa við íhaldið, er það nii sér, að þjóðvarnarmenn hér nyrðra skipa sér einhuga undir merki Alþýðubanda- lagsins við hlið jafnaðarmanna og sósíalista. Og aumingja íhaldið þykist nú hafa af því sér- stakar áhyggjur, hvað verði um Þjóðvarnar- flokkinn og hvað verði um Sósíalistaflokkinn. Með því kemur greinilegast í Ijós, að það er hreint ekki í óþökk íhaldsins, að hér starfi litlir flokkar vinstri manna, sem meira eða minna deila innbyrðis, en það óttast stóran flokk vinstri manna og gerir sér Ijóst, að Al- þýðubandalagið hefur möguleika til að verða stór flokkur. Með uppbyggingu Alþýðubandalagsins er ekki að fæðast nein ný stefna í íslenzkum stjórnmálum. Stefna þess verður sú sama og í meginatriðum hefur verið stefna allra þeirra aðila, er að því standa. Þar hefur mjög lítið greint á miUi. En það er að fœðasl nýtt afl í íslenzkum stjórnmálum. Sameinaðir innan Alþýðubandalagsins hafa vinstri menn yfir miklu meira afli að ráða, miklu meira valdi en þeir hafa haft skiptir í fleiri smáflokka eða óskipulagðir með öllu. Og það er einmitt meira afl, sem vinstri menn hefur skort. Afl og vald til að láta áhrifa sinna gœta á stjórnmálasviðinu til sóknar og varrvar hagsmunum hins vinnandi fólks. Kjara- baráttan í landinu, baráttan um skiptingu þjóð- arteknanna, hefur œ meira fœrzt inn á svið stjórnmálanna og innfyrir veggi Alþingis. Þess vegna verður það stöðugt þýðingarmeira fyrir alþýðustéttirnar að eiga þar marga og ötula talsmenn, að geta gert sig gildandi þar sem lögin eru sett og ráðum ráðið um að- búnað og afkomu fólks. Auðvitað er ekki nóg til þess að svo megi verða, að Alþýðubandalagið sé formlega byggt upp. Til þess að það nái miklum áhrifum þarf það líka að verða fjöldaflokkur. Þessvegna mega sem fœstir standa utan samtakanna. Hver nýr félagsmaður í Alþýðubandalagsfélagi hefur sína þýðingu. Hann eykur afl heildar- innar, hjálpar til að gefa þann styrk sem til þarf, að mikið og árangursríkt starf verði unnið. Mönnum ber því að gera sér Ijóst, að mikið er undir því komið, að sem fœstir standi fyrir ulan sem áhrifalitlir áhorfendur, heldur bindist í félagsskap með skoðanabrœðrum sínum, sameinist um að gera Alþýðubanda- lagið að miklu og vaxandi afli, skapa því mikið vald. Þ. PRJÓNA-NYLON hvítt og röndótt VINNUSLOPPAR og KJÓLAR úr prjónanylon o. fl. efnum NYLON-SÆNGUR og KODDAR í öllum stærSum Markaðurinn Sími 1261. JAPÖNSK MATARSTELL 8 m. KAFFISTELL 6 m. Jórn & glervörudeild NÝTT NÝTT Erum að taka upp glæsilegt úrval af SVISSNESKUM og HOLLENZKUM kápnm fró Guðrúnarbúð í Reykjavík. Aðeins ein af hverri tegund. Verzlunin Heba Sfmi 2772. SKOTAPILSI N eru komin aftur. Verzl. Ásbyrgi h.f. Ráðning á nafngátu 1. Unnur. 2. Hulda. 3. Freyja. 4. Brynja. 5. Þórhildur. 6. Hrönn. 7. Ásta. 8. Fjóla. 9. Sól- rún. 10. Dagbjört. 11. Hervör. 12. Árdís. FÓÐRAÐIR NYLONKJÓLAR á 1—6 ára telpur, verS frá kr. 225.00. ÐRENGJAFÖT á 1—2 ára, verS frá kr. 152.00 MISLITAR BLÚSSUR TELPNA verS frá kr. 135.00 STRETCHBUXUR OG NYLONÚLPUR t úrvali á börn og unglinga. Verzlunin HLÍN Brekkugötu 5. Sími 2820. v ' FERÐAFÉLAG AKUREYRAR efnir til skemiiitifiiiidar fyrir félaga og gesti í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 22. nóv- ember kl. 5 e. h. Til skemmtunar verður: Kvikmynd frá Grænlandi Upplestur Myndir frá Veiðivötnum Gamansaga Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. SÖGUFERÐ til London á hverjum föstudegi. Flugferð, gisting og morgunverður í 8 daga. Verð aðeins kr. 7.955.00. Kynnið yður hinar hagstæðu IT-FERÐIR. FERÐASKRIFSTOFA SÍMI 2950 AUGLÝSING um sprengiefni Athygli er vakin á því, að samkvæmt lögreglusamþykkt Akureyrar er bannað að sprengja „púðurkerlingar“, „kín- verja“ eða hafa um hönd aðrar slíkar sprengingar í bænum. Framleiðsla og sala slíkra vara er einnig bönnuð. Bæjarfógetinn ó Akureyri Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Föstudagur 20. nóvember 1964 Verkamaðurinn (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.