Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.11.1964, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 20.11.1964, Blaðsíða 6
Landbúnaðarmál Framhald af bls. 1 izt fyrir að undanförnu, að raf- magnsverð til sams konar nota verSi h,iS sama, hvar sem er á landinu. V. Lánsfjármagn til ræktunar, vélakaupa og bygginga í sveit- um sé aukið, og lánin veitt til langs tíma með lágum vöxtum. Tollar af framleiðslutækjum landbúnaðarins séu afnumdir. VI. Unnið verði markvisst aS því að margfalda lax- og silungs- magn í ám og vötnum, og gera nytjar þessara fisktegunda að mikilsverðum þætti landbúnað- arins. Komið verði upp klakstöð á Norðurlandi. VII. ÞingiS telur, að við verðlagn- ingu landbúnaðarafurða, verði að taka hæfilegt tillit til þess, að framleiðslumagn einstakra bú- greina verði sem hagkvæmast frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Verði sú framleiðsla, sem hag- kvæmust er í þessu tilliti örvuð með verSákvörðunum. VIII. KomiS verði á tryggingakerfi fyrir landbúnaðinn er tryggi bændum bætur fyrir ófyrirsjá- anlegt tjón, sem þeir verða fyrir, svo sem: fjárskaða, afurðatjón, heybruna, kalskemmdir og upp- skerubrest. Milliþinganefnd sú, sem skip- uð hefur verið til þess að gera tillögur um þessi mál, hraði störfum svo sem unnt er. IX. ÞaS kemur æ betur í Ijós, að vegna vaxandi bústærðar, sem þó verður að fylgja í kjölfar auk- innar vélvæðingar, er einyrkja- búskapurinn orSinn mikið vanda mál, þar sem hlutskipti einyrkj- anna er þrotlaust strit og örygg- BÍLALEIGA 2940 LÖND & LEIÐIR VlSA VIKUNNAR Vort nú í bönkum væsir um vini Guðmundar í., fyrst að gjaldþrota gæsir geta orpið á ný. x isleysi ef eitthvað ber út af. Mestar líkur eru til, að þessum vanda verði bezt mætt með því að stuðla að auknum samvinnu- og félagsbúskap og koma þar m. a. eftirfarandi leiðir til greina: a) Sett sé löggjöf um sam- vinnu- og félagsbúskap á grund- velli frumvarps Alþýðubanda- lagsins um þessi mál, þar sem aðilum að samv.innu- og félags- búskap séu tryggð a. m. k. jafn góð fyrirgreiðsla og nýbýlis- stofnendum. Nauðsynlegt er, að uppkomin börn bændanna geti orðið sameignaraðilar að iörS og búi án þess að þau hafi sjálf- stæðan búskap með höndum eða hafi séríbúð. b) Veitt verði föst lán til siíkra aðila með ekki lakari kjörum en einstakir bændur njóta á hverjum tíma og einnig skulu bændur, er sameinast tveir eða fleiri um kaup á stórvirkum land búnaðartækjum, njóta sömu kjara. c) Fjárhagur ræktunarsam- bandanna sé bættur, og fyrninga sjóðir þeirra gerðir starfhæfir, en gjörbreytt verðlag frá því þeir voru stofnaðir veldur því, að þeir geta nú ekki gegnt því hlutverki, sem þeim var ætlað, þ. e. að end- Ur nýja vélakostinn, er þess er þörf. Einnig kemur mjög til greina, að færa hlutverk ræktunarsam- bandanna út til fleiri starfa en vinnslu lands, t. d. flutnings og dreifingar á húsdýraáburði o. fl. Þá sé ræktunarsamböndunum gert kleift að koma upp full- komnum viSgerðarverkstæðum, sem geti annast viðgerðir á véla- kosti sambandsins og almennum búvélum bænda. X. Kjördæmisþingið telur, að það liggi ljóst fyrir, að nú þeg- ar verði að gera sérstakar ráð- stafanir til hagsbóta fyrir smá- bændur og þá bændur, sem hafa versta fjárhagslega afkomu. — Vill þingið benda á, að gera verði nú þegar m. a. eftirtaldar ráðstafanir: a) Lán út á peningshús og heygeymslur frá Stofnlánadeild landbúnaðarins vefrði hækkuð verulega til þeirra bænda, sem minnstar framkvæmdir hafa gert á þessu sviði á undanförnum ár- um. Sett verði reglugerðarákvæði um þetta atriði, sem tryggi auk- inn rétt þeirra sem aftur úr hafa dregizt. Hlutfall láns, miðaS viS mats- upphæð byggingarframkvæmd- anna, í þeim flokkum er hæst lán hljóta, verði fastákveðið, en ekki aðeins hámarksákvæði, eins og nú er. b) Hliðstæð breyting verði gerð á veðlánum og jarðbóta- framlögum út á j arðræktarfram- kvæmdir og girðingar, og verði þar farið eftir stærð ræktaðs lands á hverri jörð. c) Gerðar verði ráðstafanir til, að þeir bændur, sem mestar lausaskuldir hafa, geti breytt þeim í föst og hagkvæm veðlán. d) Veitt verði lán til kaupa á hjóladráttarvélum, a. m. k. 80 % af kaupverð.i, til þeirra bænda sem enga eða gamla og úrelta dráttarvél eiga. Kuldaskór! Hinir morgcftirspurðu KULDASKÓR kvenna og barna, úr Vinyl eru komnir. Enn fremur BARNASTIGVÉL, svört, með og ón loðkants. Leðurvörur h.f. Strandg. 5, sími 2794. OH BAKUR 00 MENH Blaðinu hefur borizt II. bindi af hinu mikla riti um ævi og ættir Vestur-Islendinga, sem Benjamín Kristjánsson býr und- ir prentun og Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út. Þetta er vandað rit, sem fjallar um marga tugi manna, myndir eru mjög margar hér. Ekki er fyrir viðvaning í ættfræði og ókunnan viðfangsefninu að segja mikið um slíkt rit. Hér hlýtur mikil vinna margra anda og handa að liggja á bak við. En fyrir alla íslendinga hlýtur þetta að vera kærkomið rit og ætti að megna að tengja saman betur en áður ættarstofnana austan hafs og vestan. Bók þessi er 425 bls. og hinn mesti fengur öllum, sem ís- lenzkum fræðum unna. En er þessi útgáfa ekki verð- ugt viðfangsefni Menningarsjóðs eða annarra fjársterkra, þjóð- legra fyrirtækja um menningar- Menningarsjóður hefur sann- arlega ekki verið athafnalítill á yfirstandandi ári. Hér liggja fyrir 3 stórverk og 4 smærri, er þó án efa nokkuð óútkomið til jóla. Fyrst skal nefna hið glæsilega ritverk um Steingrím Thorsteins- son eftir Hannes Pétursson skáld. Bók, sem er öllum aðilum til mikils sóma. S'tór í sniðum, falleg, vel gerð, skreytt fjölda mynda úr samtíð skáldsins. Saga Maríumyndar, eftir Selmu Jónsdóttur listfræðing, mjög vönduð bók og falleg með miklu myndaúrvali. Með huga og hamri, jarð- fræðidagbækur Jakobs H. Lín- dal, sem dr. Sigurður Þórarins- son bjó til prentunar. Mikið rit að vöxtum, myndskreytt og fullt af merkilegum nýjungum og at- hugunum hins furðu snjalla bónda á Lækjamóti. Allar þess- ar bækur eru varanleg verk og ættu útbreiðslu skilið. Þá má nefna Ævintýraleiki eftir Ragnheiði Jónsdóttur, með forláta teikningum eftir dóttur hennar, Sigrúnu, ekki stór bók en ágæt. 1 smábókaflokki má nefna Mýs og menn, leikritið eftir John Steinbeck, í þýðingu Ól. Jóh. Sigurðssonar, og þarf ekki að kynna, ágæti þess vita aliir. Syndin og fleiri sögur eftir Martin A. Hansen, Sigurður Guðmundsson íslenzkaði. Þá er það Leiðin til skáldskapar, hug- leiðingar um upptök og þróun skáldhneigðar Gunnars Gunn- arssonar, eftir Sigurjón Björns- son. Bækur í smábókaflokki eru nú orðnar 17 og mest úrvalsrit. Það þarf ekki að kvarta nú, eSa sjá eftir fyrirgreiðslu hins opinbera við Menningarsjóð. Þessar bæk- ur sanna það m. a. k. Undur Hollands Kvikmyndin Undur Hollands verður sýnd að Sjónarhæð laug- ardagskvöld kl. 8.30 og sunnu- dag kl. 5 e. h. Aðgangur ókeypis. Aliir velkomnir. Börn mega koma í fylgd með fullorðnum. Útför Ólafs Friðrikssonar S.I. miðvikudag fór bálför Ólafs Friðrikssonar fram frá Fossvogskapellunni að viðstöddu miklu fjölmenni. Fánar Sjó- mannafélagsins og Dagsbrúnar voru í kirkjunni í virðingar- skyni við hinn látna. Séra Þor- steinn Björnsson flutti minn- ingarræðuna. Sj ómannafélag Reykjavíkur, Verkamannafélag- ið Dagsbrún og Alþýðusamband íslands sáu um útförina. Eins og óður hefur verið sagt frá hér í blaðinu, var fyrir nokkru stofnað / Alþýðubandalagsfélag á Raufarhöfn fyrir kauptúnið og nærliggjandi hér- uð. Formaður þessa félags, sem stofnað var með um 30 ungum og áhugasömum mönnum, er Hreinn Ragnarsson, Raufarhöfn. Kirkjutónleikar Hauks Guðlaugssonar Haukur Guðlaugsson organ- leikari kemur til Akureyrar um belgina og leikur hér á kirkju- orgelið á vegum Tónlistarfélags- ins á sunnudagskvöld 22. nóv. kl. 9 e. h. Ekki má minna vera en haldinn sé árlega einn kirkju- koncert, þar sem hið glæsilega pípuorgel fái að njóta sín, og ungum listamönnum á þessu sviði gefist kostur á að reyna þar hæfni sína. Ættu bæjarbúar að veita þeim uppörvun með því að sækja hljómleikana vel. Að- göngumiða verður hægt að fá við innganginn, auk þess sem styrktarfélagar verða búnir að fá sína miða. ( PEHUTZ 1 litfiímur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Sími 1524

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.