Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.12.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 16.12.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn Fjdrhagsdœtiun bsjarijóðs Ahureyrar 1 ÍNvöriu hækka iim 9 milljj. krona Frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Akureyrar hef- ur verið lagt fram og var til fyrri umræðu a fundi bæjar- stjórnar í gær. Samkvæmt því verða niðurstöðutölur áætlunar- .innar kr. 74.712.500.00, en voru fyrir yfirstandandi ár kr. 60.572. 100.00. Heildarupphæð áætlun- arinnar hækkar því um rúmar 14 milljónir eða 23% miðað við áætlun þessa árs. Tekjuliðir Teknamegin er hækkun útsvar anna mest, en gert er ráð fyrir, að þau hækki um 9 millj. kr., og er það rösklega 24% hækkun. Aðstöðugjöld eru áætluð kr. 12.5 millj., hækkun 2.3 millj. kr. Framlag úr Jöfnunarsjóði er áætlað kr. 9.5 millj., hækkun um 1.5 millj. kr. Skattar af fasteignum eru á- ætlaðir kr. 4.3 millj., hækkun 600 þús. kr. Tekjur af fasteignum bæjarins eru áætlaðar kr. 1.4 millj., hækk- un 220 þús. kr. Vaxtatekjur eru áætlaðar kr. 210 þús., hækkun 130 þúsund. Ymsar tekjur eru áætlaðar kr. 470 þús., sem er 335 þús. kr. hækkun, en þess ber að gæta, að þar er nú talið aðstöðugjald frá Krossanessverksmiðjunni, kr. 300 þús., sem ekki hefur áður verið á fjárhagsáætlun. Gjaldaliðir Þar eru að venju einhverjar hækkanir á flestum liðum, en langmestar þó þær, sem hér verða taldar: Til hitaveiturannsókna er nú gert ráð fyrir 3.5 milljónum kr., en voru 500 þúsund á áætlun þessa árs. Til gatnagerðar, nýbygginga og endufbygg.inga, eru áætlaðar 8 milljónir, en voru 5 millj. Félagsmálaliður áætlunarinn- ar hækkar um 2.5 milljónir, og munar þar mest um einnar millj. kr. hækkun til almannatrygginga og einnar milljónar hækkun til sjúkratrygginga. Þá hækkar framlag til Fram- kvæmdasjóðs (þ. e. styrkur til togaraútgerðarinnar) um eina milljón, úr 4 í 5. Loks er áætlað til kaupa á bókasafni Davíðs Stefánssonar kr. 1.412.000.00, en það er heim ingur kaupverðsins, sú upphæð, sem greiða þarf út fyrir 10. jan. n.k. Annars eru ekki stórvægilegar fjárhagsáætlunin verður afgreidd við aðra umræðu. Nýbyggingar ¦gHEB •-.•¦•- ::.•*,'•';,&• ¦P ¦ ¦ ¦ ^, Liðnir dagar er æviágrip eins þekkt- asta bónda í Eyjafjarð- arsýslu, en hann hefur stundað búskap um 50 ára skeið. Lesið um liðna daga ¦^L ¦ ^Ik^I Jóns St. Melstað. SIGLUFJARÐAR- PRENTSMIÐJA H.F. eða grundvallarbreytingar á áætl Tii nýbygging 3. á vegum bæj- uninni frá þeirri áætlun, sem nú arins eru að þessu sinni áætlað- er í gildi. ar kr. 8. millj. 450 þús., sem En nánar verður sagt frá ein- skiptis þannig á einstakar fram- stckum útgjaldaliðum áður en kvæmc ir: Slökkvistöðvar- og skrifstofubygging 850.000.00 Oddeyrarskóli 850.000.00 Gagnfræðaskóli 1.350.000.00 Nýtt íþróttahús 750.000.00 Elliheimili 650.000.00 Áhalda- og geymsluhús 200.000.00 Bókasafnsbygging 750.000.00 Skíðahótel 400.000.03 Iðnskóli 900.000.00 Fangageymsla 450.000.00 Hjúkrunarkvennabústaður FSA 300.000.00 Til byggingar fj ölbýlishúsa 1.000.000.00 Alls er þessi liður 1100 þús- und krónum hærri en á yfir- standandi ári. Framlag til skrif- stofubyggingarinnar hækkar um 300 þúsund, til iðnskóla um 400 þúsund og til fangageymslu um 150 þúsund. Þá er liðurinn Nýtt íþróttahús nýr, en á þessu ári var áætlað til bygg.ingar við í- þróttavöllinn kr. 600 þúsund, en ekki er gert ráð fyrir neinni fjár- veitingu til þeirrar byggingar á LUMA cr Ijipii Sænsku LUMA Ijósaperurnar lýsa um öll Norðurlönd á þessum jolum. LUMA Ijósaperurnar fásr hjó Kaupfélagi Eyfirðinga, Raflagnadeild, Jórn- og glervörudeild og í öllum kjörbúðum Jólamerki Kvenfélagsins Fram- tíðarinnar fyrir órið 1946 eru kom- in og seld að venju á pósthúsinu á Akureyri. Styðjið starfsemi félags- ins og kaupið þessi smekklegu merki til að skreyta jólabögglana með. Nú er vetur í bæ. Ljósmynd: H. Steinþórsson. HEYRT Á GÖTUNNI AD smjörlíkisframleiðendur hygg ist nú mata krókinn eftir að smjörlikið hefur um arnbil verið á undanhaldi i sölu- stríðinu við islenzka stnjörið. AÐ kostnaður rikissjóðs vegna utanfara og veizluhalda hafi aukizt um 500% i tíð núverandi rikisstjórnar. AÐ Morgunbloðið kalli kröfur Norðlendinga um atvinnu- öryggi gaffalbitapólitík. AÐ Dean Rusk hafi litizt vel á íslenzka ráðherra.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.