Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.07.1966, Page 5

Verkamaðurinn - 01.07.1966, Page 5
Kristján frá Framhald af bls. 4. bilið milli kynslóðanna. Þau báru þjóðarsöguná' fram til barna-barnanna, því pabbinn og mamman standa jafnan í önn lífsbaráttunnar, og mega ekki vera að því að tala v.ið börn sín um 'horfna tíð. A slíkum tímum sem þessum, er það því ekki bara meinlaust dundur sérvitringa að safna og varðveita gamla muni og minj- ar. — Það er þjóðernisleg lífs- nauðsyn. — Og inn á þjóðminja söfnin á að leiða ungu kynslóð- ina til fræðslu um fortíðina. — Hún fæst hvergi betri en þar. Það kann að þykja broslegt á Suðurnesjum, að Akureyring- ar hafa hug á að vernda gamlar byggingar í innbænum — og hús skálda sinna: Nonna, Matt- híasar og Davíðs. — En sá hlær bezt, sem síðast hlær. Þetta er ekki dýrkun dauðra muna, heldur þjóðernislegt varn- arstarf. — Af þjóðmenningunni er tungan höfuðatriði. Hún geym ir í tímans sjóði, trú og vonir landsins sona. Hana verðum við að verja og vernda framar öllu öðru. Að henni sækja lævís öfl og seinþreytt. Aðalhættan ligg- ur þó ekki í erlendum slangur- yrðum, eins og margir halda. Miklu fremur í vaxandi van- trausti langskólamanna á tján- ingarhæfni málsins — og hinu, hve margir virðast bókstaflega farnir að hugsa t. d. á ensku. Málfar slíkra verður alltaf klúð- ur, ekki íslenzka. Uggvekjandi er einnig slagarasöngur æskulýðs á engilsaxnes'ku. Og hættan ligg- ur ekki í auknum samskiptum við aðrar þjóðir, heldur í and- legri leti, — og þjóðernislausum sóðaskap. — Látum þá bara hlæja að ferskeytludýrkun okkar Norð- lendinga. — Að'tryggð okkar við stuðla og rím. Og þökk sé þeim, sem flengir málsóðanna í fimm mínútur á hverju kvöldi í Ríkisútvarpinu. Góðir tilheyrendur. — Mér hefur orðið tíðrætt um það, sem margir munu kalla aukaatriði í sambandi við hinn 17. júní. En margt smátt gerir eitt stórt. — Mér hefur orðið tíðræddara um vernd en vörn, en hugtökin eru náskyld. Vitanlega er þátttaka okkar í hernaðarbandalagi, og þar með samsekt í ægiverkum, erlendur her í landinu, einhliða amerískt sjónvarp og stórfelldar erlendar fjárfestingar — dimmustu skugg arnir, sem hvíla yfir hinu litla húsi okkar, fullveldinu. En ég ör- vænti þó ekki, ef þjóðin man fortíð sína og varðveitir þjóðar- metnaðinn. Djupalæk: Við eigum trúa menn á verði vítt um land, sem ég treysti í þessu varnarstríði. Við eigum æsku, sem er höfði hærri að vexti feðrum sínum. Einnig að menntun og víðsýni. Við eigum sjómenn, sem heyja harðari bar- áttu fyrir lífsbjörg þjóðar sinn- ar en nokkur annar starfshópur um víða veröld. Við eigum menn á heimsmælikvarða í list og menntum og tugi skálda, sem ég treysti. Já, ykkur öll, hina ónafn- greindu Islendinga. Fyrlr tveim öldum, jafnvel einni öld, var Reykjavík dansk- ur bær, og Akureyri danskur bær. Tungunni var hætt. — En Fjölnismenn komu fram, og við tölum öll íslenzkt mál í dag, því þeir fundu hljómgrunn. Fólkið, sem byggði útskaga og afdal, var íslendingar, gullmunnar nor- rænnar tungu. Þannig skulum við vita það, að meðan til eru í landinu brenn andi hugsjónahópar, þó dreifir standi, þá gengur kristmennið alltaf fram, þegar þörfin er brýn- ust, og safnar hinu sundraða undir merki sitt. Merki sigursins. — Leiðtoginn getur heitið Jón Sigurðsson á íslandi, einhverju álíka algengu nafni í öðrum lönd um. En sé lýðurinn reiðubúinn, þarf hann ekki að bíða lausnar- ans. Os hlýtur ekki — Sómi ís- lands, sverð og skjöldur, -— að vera að spíra í brjósti einhvers í hinum mannvænlega hópi æsku lýðs, sem setur svip sinn á þessi hátíðahöld í dag? Allt frá ný- útskrifuðum stúdentum, niður í kornabarnið? Og ef þú og ég, hver einstakl- ingur, reynum hvern dag að leika af beztu getu það litla hlutverk, sem okkur er fengið, þá er öllu óhætt. Það er tjón fyrir allan heim- inn, ef hið alþjóðlega filmbros nær að storkna á vör hinnar sér- stæðu, fornu menningar okkar. Varðveizla hennar er meir en okkar sigur. Það er sigur alls heimsins. Það ætti að efla vernd arhvötina — að vita þetta. K RIN € SJA VIKUNNAR Messað í Akureyrarkirkju á sunnu daginn kemur kl. 10,30 árdegis. — Sálmar nr. 534, 15, 359, 30, 582. P. S. Hinar vinsælu kvöldferðir í 01- afsfjarðarmúla hefjast n. k. laugar- dagskvöld kl. 20,00. — Ferðaskrif- stofan Saga. Rakarastofur okkar eru lokaðar á laugardögum sumarmánuðina. — Sigtr. Júlíusson, Valdi, Ingvi og Halli. ÉJ-i Frá Sjálfsbjörg. Fundur verður haldinn í Bjargi rutl mánudaginn 4. júlí kl. 333] 8.30 e. h., en ekki fimmtu daginn 30. júní eins og sagt er í Degi. Fulltrúar skýra frá samþykkt- um 8. þingsins. Mætið vel og stund- víslega. — Stjórnin. Minningarsjóður Jakobs Jakobs- sonar. — Minningarspjöld fást í Verzluninni Ásbyrgi h.f., og Bóka- verzlun Jóhanns Valdimarssonar. Nonnahús er opið í sumar alla daga vikunnar kl. 2—4 e. h. Uppl.símar 11396, 11574, 12777. +++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Avarp til félaga og almennings vegna Norrænu sundkeppninnar Frá 15. maí til 15. september fer fram Norræn sundkeppni. Aðaltilgangur hennar er að fá sem flesta til þess að iðka sund og reyna sundgetu sína með því að synda 200 metra án við- stöðu. Iðulega gerast hér þeir atburðir, sein sýna nauðsyn góðrar sundkunnáttu. Vilduð þér með aðild félags yðar leggja því lið að sem flestir íslendingar séu vel syndir og að þeir fullvissi sjálfa sig um sundfærni sína með því að synda „200 metrana“? — Ef svo, fáið félaga yðar nú um hásumarið til þess að iðka sund og synda „200 metrana.“ Nú er sá tími, sem allar sundlaugar eru starfræktar, veður bezt og því hentugast öllum að njóta sunds, loft- og sólbaða. Takmarkið er að 58 þús. íslendingar hafi fyrir 15. sept- ember sýnt, að þeir hafi sundfærni til þess að synda „200 metrana“. Með virðingu og kærri kveðju. LANDSNEFND SUNDSAMBANDS ÍSLANDS ¥ -¥■ ¥ ¥ ¥ ¥■ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ AKUREYRI — NESKAUPSTAÐUR AKUREYRI FLJÚGIÐ MEÐ FLUGSÝN Á miðviku- og föstudögum til Norðfjarðar með FLUGSÝN H.F. AFGREIÐSLA Á AKUREYRI: Ferðaskrifstofan SAGA Skipagöta 13, Akureyri. —- Sími 1-29-50 Sérleyfisferiir - Hópferðir Höfum afgreiðslu fyrir effirfalin sérleyfi: NORÐURLEIÐ H.F. Akureyri — Dalvík Akureyri — Hjalteyri Akureyri — Húsavík Akureyri — Austurland Akureyri — Raufarhöfn Akureyri — Siglufjörður LEIGJUM BÍLA TIL HÓPFERÐA Stœrðir 14 til 50 manna. Kappkostum góða og örugga þjónustu. FERÐASKRIFSTOFA SKIPAGÖTU 13 SÍMI 1-29-50 TILKYNNING fró skaffsfjóra Norðurlandsumdæmis eysfra. Skattskrá 1966, ásamt skrá um iðnaðargjald og skrá um álagðan söluskatt 1965, liggja frammi í Skattstofu umdæmis- ins að Strandgötu 1, Akureyri og hjá umboðsmönnum skatt- sljóra frá 20. júní til 3. júlí n.k. að báðum dögum meðtöldum. í skránni eru eftirtalin gjöld: Tekjuskattur Eignarskattur N ámsbókagj ald Almannatryggingarsj óðsgj ald Slysatryggingargj ald atvinnurekenda Lífeyristryggingargj ald atvinnurekenda. Atvinnuleysistryggingargj ald Launaskattur I ðnlán as j óðsg j ald Kærufrestur er til 3. júlí rt.k. Skulu kærur vera skriflegar og skal þeim skilað til skattstjóra eða umboðsmanns fyrir lok kærufrests. Akureyri, 20. júní 1966. HALLUR SIGURBJÖRNSSON skattstjóri. Föstudagur 1. júli 1966. VerkamaSurinn — (5

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.