Verkamaðurinn - 14.04.1967, Side 4
Ntefán Aðalsteinsson:
Árið 1960 fluttu Suður-
Víetnam-húar út hrísgrj ón fyrir
27 milljónir dollara.
Fyrri hluta ársins 1966 er áætl-
að, að landið verði að flytja inn
175,000 tonn af hrísgrjónum.
Árið 1960 var útflutningur
landsins á gúmmíi 48 milljón
dollara virði.
Árið 1965 var gúmmíútflutn-
ingurinn kominn niður í 25
milljónir dollara.
Bandaríkin hafa ausið hjálp-
arfé til Suður-Víetnam á þessum
sama tíma, og árið 1966 er gert
ráð fyrir að fj árhagsaðstoðin
komi til með að nema 600 millj.
dollara.
Þar með er fjárhagsaðstoðin
orðin rúmur fjórði hluti af þjóð
artekj unum.
í kjölfar þessarar þróunar
hefur fylgt óðaverðbólga. Síð-
astliðið ár hækkaði framfærslu-
kostnaður um 40%, og verð-
hækkanir á sumum vörum,
svo sem svínakjöti, urðu 100%.
Hernaðarframkvæmdir, »en»
nú er unnið að, svo sem vega-
lagning, flugvallagerð og hafn-
armannvirki, eru áætluð að
kosta um 500 milljónir dollara,
og sem stendur eru 1500
Ameríkanar og 22,000 Víetnam-
búar í vinnu við þessar fram-
kvæmdir.
Það eru amerísk stórfyrirtæki,
sem sjá um framkvæmdimar.
Áður en þeSsum framkvæmd-
um lýkur, er gert ráð fyrir, að
alls verði komnir í vinnu við
þær 65.000 manns eða einum
og hálfum sinnum fleira fólk en
nú er við störf í öllum iðnaði
í Suður-Víetnam.
Mörg amerísk fyrirtæki hafa
komið upp stórrekstri í Suður-
Víetnam.
Þannig er 55% af olíuverzl-
uninni í höndum tveggja ame-
rískra fyrirtækja, eitt amerískt
fyrirtæki hefur sett upþ 5 millj.
dollara pappírsverksmiðju með
þátttöku innlends fjármagns,
annað hefur byggt vefnaðar-
verksmiðju, þriðja 'hefur komið
upp niðursuðuverksmiðju fyrir
mjólk, og amerískt flugfélag
hefur 15 áætlunarferðir í viku
til Saigon og allt upp í 22 ferðir
á viku vegna hernaðaraðgerð-
anna.
Tvö amerísk innflutningsfyr-
irtæki selja og sjá um viðhald
á þungavélum, allt frá jarðýtum,
traktorum og vörubílum upp í
j árnbrautareimlestir.
Þegar leiðir skildu rnilli
Suður- og Norður-Víetnam árið
1954, var iðnaðurinn í Suður-
Víetnam mjög skammt á veg
kominn.
Enn eru innan við 100 fyrir-
tæki, sem hafa yfir 100.000 doll-
ara fjárfestingu, og 6 þeirra eru
í höndum Ameríkana.
í von um að auka fjölda stór-
fyrirtækj anna, hefur Stofnun
ein í Washington tékið að sér
að tryggja amerísk fyrirtæki,
sem fjárfesta í Víetnam gegn
skaða af völdum styrjaldar,
uppreisnar, eignaupptöku og,
gjaldeyrishafta.
Ágóðinn af fj árfestingunum
einn af framámönnum þessa
fyrirtækis í viðtali, „en ef við
gerum ráð fyrir, að stríðinu
lykti á hagkvæman hátt, verður
stórkostlegt að festa fé í Víet-
nam.“
Annar innflytjandinn, sem
áður getur, segist vilja: „flytja
inn arnerískar vörur, amerísk
viðgerðartæki og ameríska
þekkingu til Víetnam.“
*
„Það er ekkert líkt með ís-
landi og Suður-Víetnam,“ munu
margir lesendur Búnaðarblaðs-
ins segja, svo að hvers vegna er
verið að skýra okkur frá ástand-
inu þar?“
Það má vera, að hvorki sé á-
stæða til að gera samanburð á
löndunum né að bera brigður á,
að sú efnahagslþróun, sem nú á
sér stað í Suður-Víetnam, sé
hagstæð.
guði gerðir, að þeir geti ekki
sjálfir komið fótunum undir
efnahagslíf sitt, án þess að um-
ráðin yfir efnahagslífinu fari úr
landi undir stórveldi?
Skyldi Víetnam-búum vera
alveg sama, þó að Bandaríkin
skipufeggi efnahagslífið í land-
inu út frá amerískum sj ónarmið-
um og amerískum hugsunar-
hætti?
Ætli þar sé kannske einrátt
amerískt sjónvarp, sem venur
þjóðina smám saman svo vel við
amerískan hugsunarhátt, að
henni finnst hún vera orðin sjálf-
sagður hluti af Bandaríkjunum,
amerísk viðhorf séu það eina
rétta, en þjóðleg menning, þjóð-
legur hugsunarháttur og þjóð-
legur metnaður séu ódyggðir og
afturhaldseinkenni ?
Getur svona þróun
átt sér stað á
Islandi?
er ekki öruggur, en hann getur
orðið mjög álitlegur.
Samkvæmt rannsóknum, sem
nýlega hafa verið gerðar, virðist
ágóði amerískra fyrirtækja af
fjárfestingu í Víetnam hafa ver-
ið 20—30% að meðaltali.
„Víetnamar þarfnast allrar
þeirrar efnahagsaðstoðar, sem
landið á völ á, því að Víet-Cong-
menn hafa lagt í rúst landbún-
aðinn,. sem var grundvöllur
efnahagslífsins,“ segir í grein
um þessi mál í Newsweek, 31.
janúar, 1966.
Mestu áhrifin á efnahag Suð-
ur-Víetnam koma frá þeim fyrir-
tækjum sem eru búin að festa
rætur í landinu.
Pappírsverksmiðj an, sem áð-
ur er getið, framleiðir fjórða
hluta alls pappírs í landinu og
ætlar að leggja ágóðann af
framleiðslunni í tvöföldun á
verksmiðjunni.
„Það þyrfti krystalskúlu til að
geta séð inn í framtíðina,“ sagði
En þó virðist vera ástæða til
að staldra svolítið við og íhuga
málið.
Hvernig stendur á því, að
„grundvöllur efnahagslífsins“
í Víetnam, landbúnaðurinn, fær
svo hörmulega útreið sem raun
ber vitni?
Hvers vegna var ekki hægt að
koma við neinni þróun þar, svo
að hann gæti afkastað meiru og
orðið færari um að framleiða
hrísgrjón og gúmmí til útflutn-
ings en áður var? Þurfti kannske
að „losa um vinnuafl“ til ann-
arra hluta?
Getur ekki hugsazt, að land-
búnaðurinn hafi orðið svona
hart úti vegna verðbólgunnar,
sem skapaðist við fjárstraum-
inn, sem kom inn í landið til
annarra greina atvinnulífsins og
gerði þær greinar eftirsóknar-
yerðari fyrir vinnuaflið, svo að
landbúnaðurinn varð að lúta í
lægra haldi?
Eru Víet-nam-búar svo illa af
Hvað stendur íslenzkt efna-
hagslíf föstum fótum?
Hver er trú íslendinga á, að
þeir geti séð sér farborða í land-
inu af eigin rammleik?
Hefur sú skoðun ekki verið
ríkjandi í Bandaríkjunum, að
engin hætta væri á, að íslend-
ingar segðu upp varnarsamn-
ingnum við Bandaríkjamenn,
vegna þess að efnahagslífið væri
svo háð hersetunni, að við hefð-
um ekki efni á því að missa her-
inn úr landi, því að þá værum
við komnir á hausinn?
Hvað eru margir íslendingar,
sem trúa því, að þetta sé sann-
leikurinn um efnahagslífið í
landinu?
Eru þær ekki býsna margar
raddirnar, sem heyrast um það,
að landibúnaðurinn og sjávar-
útvegurinn séu baggi á þjóðfé-
Iaginu?
Eru ekki rökin fyrir nauðsyn
þess að stofna til stóriðju með
erlendu fjármagni þau að grund
völlur efnahagslífsins í landinu
sé of ótraustur, eins og hann er?
Er það ekki staðreynd, að
vegið hefur verið að landbúnað-
inum æ ofan í æ undanfarið á
þeim forsendum, að hann væri
„dragbítur á hagvöxtinn í þjóð-
félaginu,“ enda þótt ekki hafi
verið bent á neinar leiðir til að
nýta fjármagn og vinnuafl land-
búnaðarins á hagkvæmari hátt
innanlands heldur en þar er
'hægt?
Hefur ekki lánastarfsemi til
fiskiðnaðarins verið skorin við
nögl, þannig að hann hefur átt
æ erfiðara uppdráttar, en fé
verið veitt í stórum stíl í skrif-
stofuhallir, verzlunarhúsnæði og
til mjög dýrra íbúðabygginga,
sem skapa stórfellda þenslu í
efnahagslífinu, valda skorti á
vinnuafli og erfiðleikum fyrir
f ramleiðsluatvinnuvegina ?
Höfum við efni á að lifa því
lúxuslífi, sem flestir gera, ef
kaupið, sem stendur undir lúxus-
lífinu, er svo hátt, að það sligar
atvinnuvegina?
Hvað á að taka við, ef land-
búnaðurinn og sjávarútvegurinn
riða til falls?
Getur verið, að það sé af
hreinni einfeldni, að sú þróun í
efnahagsmálum, sem átt hefur
sér stað á íslandi undanfarið,
er látin viðgangast, eða er hægt
að benda á, að þar sé stefnt vís-
vitandi að einhverju ákveðnu
marki ?
Getur verið, að til séu þeir ís-
lendingar, að þeim sé það keppi-
kefli að íslenzkt efnahagslíf
lamist svo að erlendir aðilar eigi
auðveldara með að koma hér
upp blómlegum atvinnurekstri
þegar, íslenzkir atvinnurekendur
eru búnir að gefast upp?
Getur verið, að svo margir
íslendingar séu búnir að missa
trúna á það, að við getum lifað
hér sjálfstæðu efnahags- og
menningarlífi, að þeir telji sjálf-
sagt að leggja árar í bát og telji
slíka þróun æskilega?
Getur hugazt, að Keflavíkur-
sjónvarpið sé fyrirboði þess,
sem koma skal á íslandi í menn-
ingarmálum, og efnahagsástand-
ið í Víetnam mynd af því, sem
verða mun í framtíðinni í fram-
leiðslumálum íslendinga?
Hvað munum við þá lengi
geta kallað okkur íslendinga?
( Búnaðarblaðið,
2. tbl., 6. árg.)
Alðwr ptmr - Bilopernr - AMilejar perur, yfir }Q0 jerDir
VÉLA- OG RAFTÆKJASALAN H.F., Geislagötu 14 (Sjálfstæðishúsið) Sími 1-12-53 og 1-29-39
4) Verkamaðurinn
Föstudagur 14. apríl 1967.