Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.04.1967, Síða 5

Verkamaðurinn - 14.04.1967, Síða 5
Jón Baldvin Hannibalsson ikrifar nm hina nyi« iænika koiiiin- úniitt;if lok kiiiii Það sem langmesta athygli vekur, við fyrstu sýn, við hin nýju stefnuskrárdrög sænska Kommúnistaflokksins, er tillag- an um nafnbreytingu; að flokk- urinn nefnist framvegis SOCI- ALISTISK VENSTERPARTI. Nafnbreytingartillagan er lögð fram til umræðu flokksfélaga, án þess að flokksstjórnin taki af- stöðu til hennar. En nafnbreyting ein sér er harla lítils virði. Það sem máli skiptir er, að stefnuskráin sjálf felur í sér gagngerðar breyting- ar og endurnýjun í hugsun og framsetningu. Það gefur tillög- unni um nafnbreytingu pólitískt gildi. I stefnuskránni felst afdráttar- laus viðurkenning á hinu virka og hefðbundna lýðrœði Norður- landaþjóðanna. Um leið er end- anlega sagt skilið við leifarnar af stalínskum hugsunarhætti, sem til skamms tíma tröllreið sænska Komimúnistaflokknum, e'kki síður en bræðraflokkum hans. Það skiptir meginmáli, að SKF (sænski Kommúnistaflokk- urinn — framvegis svo skamm- stafaður —- þýð.) verður ekki framar ásakaður um að vera andlýðræðislegur. Stefnuskráin tekur af öll tvímæli: * Þingræði, margraflokkakerfi „Flokkurinn aðhyllist frjálsa skoðanamyndun, almennan og jafnan kosningarétt, þingrœði og pólitískt ákvörðunarvald meiriíhlutans.“ (Ur inngangi). Þj óðfélagsskipan sósíalism- ans, er þannig lýst, að „hún verður að þróast þannig, að inn- byrði-st mótsetningar milli ein- staklinga og hópa, hugmynda- og hagsmuna, sem ekki mótast lengur af valdaafstæðum stétta- þjóðfélagsins, verður að leysa með frjálsum umrœðum og án \aldbeitingar. — Til þess þarf: — Lýðræðislegt stjórnunar- form, margraflokkakerfi og þingræði. — Réttur til alhliða upplýs- ingaöflunar og fréttaþj ónustu gegnum blöð, útvarp og sjón- varp í almenningseigu eða sam- taka hans, undir sjálfstjórn starfsliðsins. — Félaga-, funda- og prent- frelsi. — Menntakerfi, er miðar að því að brjóta niður klofninginn milli andlegrar og líkamlegrar vinnu. * Gagnrýni á Austur-Evrópu — í samræmi við þessi grund vallarsjónarmið er að finna í stefnuskránni gagnrýni á þjóð- félagsástandið í hinum svoköll- uðu sosialísku ríkjum. Eftir að 'hafa lýst þeim breyttu valda- hlutföllum í heiminum, kapital- ismanum í óhag, sem valdataka kommúnista í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu táknar, „þar sem framleiðslutækin eru eign þjóð- félagsins og efnabagsþróunin lýtur lögmálum áætlunarbúskap- ar í fyrsta sinn í sögunni“ — er því bætt við, að þróunin í þessum löndum hefur mjög mót- ast af stöðugri stríðshættu og öðrum sérstökum sögulegum aðstæðuin: „í heildarmynd af þjóðfélagsþróun þessara landa gætir þess mjög, að jafnframt örum og víðtækum (efnahags) framförum hefur þróunin að öðru leyti orðið neikvœð og í andstöðu við frelsis- og jafnrétt- ishugsjónir sósíalismans. Sem dœmi má nefna óverjandi mis- munun tekna og þjóðfélagsað- stöðu, skriffinnskubákn, réttar- farsspillingu og skerðingu á frjálsri menningarsköpun og þ jóðfélagsgagnrýni.“ * Það sem unnizt hefur — það sem ó skortir Stéfnuskráin skiptist í fjóra meginkafla. Fyrstu tveir eru ná- in skilgreining viðvarandi á- stands og nefnast: Svíþjóð nú- tímans og Heimurinn, sem við lifum í. Hinir tveir eru stefnu- markandi: Sósialisk stefna og Nœrtœk verkefni. Skilgreiningin á ástandinu í Svíþjóð er blesssunarlega laus við venjulega ,eymdarkenningu‘ kommúnistaflokka í Vestur- Evrópu og annan bölmóð. For- sendan er þvert á móti sú, að „baráttuvilj i verkalýðsstéttar- innar, samheldni hennar og vilji til að breyta þjóðfélaginu hafi skilað mjög þýðingarmiklum á- rangri. En —- og á það er lögð rík áherzla — sá árangur hefur náðst innan ramma kapitalísks þjóðfélags, með öllu sem því fylgir. „Stenzt á hvað vinnst og hvað tapast“ — og andstæðun- um er stillt upp: Það sem unnizt hefur: Al- mennur kosningaréttur, þing- ræði, lýðræðisleg mannréttindi, meiri'hluti verkalýðsflokkanna á þingi, hærri rauntekjur og styttri vinnutími, aukin framleiðsla og tækniþróun, auknir menntunar- möguleikar og félagslegar trygg- ingar fyrir þorra þjóðfélags- þegnanna. En eftir stendur: Efna'hagsleg og hugmyndaleg valdaeinokun borgarastéttar, ójöfn eigna- og tekj uskipting, óheyrileg tekju- mismunun, einokunarverðmynd- un, alræði ágóðasjónarmiðs við ákvörðun framleiðslu og neyzlu, aukinn vinnuhraði og vinnuslit, forréttindi borgarastéttarinnar til menntunar og opinberrar þjónustu og stórir hópar þjóð- félagsþegna, sem stöðugt búa við kröpp kjör og félagslegt ör- yggisleysi. Því er slegið föstu, að þrátt fyrir áratuga setu sósialdemó- krata í ríkisstjórn er Svíþjóð 'áfram kapitalískt ríki. Eignar- réttur framleiðslutækjanna og hið efnahagslega ákvörðunar- vald er enn í höndum kapitalist- anna sem stéttar. Hið menning- arlega og pólitíska umhverfi mótast af þessum grundvelli. Og ríkisvaldið hefur innbyggða tilhneigingu til að starfa sem verj andi stéttaþj óðfélagsins.“ Niðurstaðan er því sú, að hinum neikvæðu tilhneigingum hinnar kapitalísku þjóðfélags- þróunar verði ekki mætt á við- unandi hátt með aðferðum hinna stöðnuðu sósíaldemókrata — þ. e. umbótum á sviði félags- mála og samkomulagi á vinnú- markaðnum. Það þarf sósialíska stefnu, sem á ný setur sér það mark að koma til leiðar „gagn- gerðum breytingum á eigna- og valdaaðstœðum“ — ekki aðeins án skerðingar pólitísks frelsis og lýðréttinda, heldur einlínis með stóraúknu lýðræði í efnahags- og atvinnulífi. * Sósíalisk slefna „Viljinn til að breyta þjóð- félaginu vex úr hinni daglegu baráttuSósíaliskur flokkur þarf að eiga herstjórnarlist, sem tengir hina daglegu, pólitísku baráttu framtíðarmarkinu um grundvallarþjóðfélagsbreytingar. „Það er nauðsynlegt að tengja baráttuna fyrir bœttum lífskjör- um og rauntekjum baráttunni um ákvörðunarrétt yfir fram- leiðslunni, ágóða og fjárfestingu, vinnustöðunum og neyzlumark- aðnum.“ Þetta hefur í för með sér: Baráttu gegn verðhækkunum, en hún stefnir að stórauknum áhrif- um neytenda á verðlag og gæði. Baráttu fyrir atvinnulýðræði. Það þýðir planlagðan vöxt hins opinbera geira í efnahagslífinu og notkun hans til að brjóta nið- ur alræði einokunarhringanna.“ Þetta þýðir „kerfisbreytingu“ (strukturreform), sem felur í sér, að almenningsstofnanir, undir lýðræðislegri stjórn, fá á- kvörðunarrétt um fj árfestingu, að almannasjóðir (hvers kyns tryggingasjóðir t. d.) verði nýtt- ir ti'l að efla áhrif ríkiSvaldsins á framleiðslu og lánsfjármögnun og að einka'bankar, tryggingafé- lög og aðrar mónopólískar fjár- málastofnanir verði þjóðnýttar. í stefnuskránni er dregin upp mynd af sósíalisma í Svíþjóð, sem er jafnfjarri hugmynda- stöðnun sósíaldemókrata í kapi- talisku „velferðaríki“ og stöðn- un sumra kommúnistaríkjanna í andlýðræðislegri valdbeitingu „hinnar nýju stéttar“. (1) Náttúruauífæfi, bankar og lánsfjárstofnanir og stór- hringar í framleiðslu og dreifingu verði rekin i op- inberri eigu (ríkis, sveitar- og samvinnufélaga). (2) Lýðræðislegur áætlunarbú- skapur, sem gætir jafnvæg- is milli hagsmuna ríkis og héraða, ræður mestu um hagnýtingu íframleiðslu- þáttanna milli fjárfestingar og neyzlu. (3) Sjálfstæður rekstur fyrir- tækja innan ramma áætlun- argerðar. (4) Jafnari tekjuskipting, auk- in upplýsingaþj ónusta við neytendur og heilbrigt verð myndunarkerfi skal tryggja frjálst neyzluval. En „þar með skapast ekkert kyrrstætt, árekstralaust ástand.“ M. ö. o. engin útópía, engin jarðnesk paradís, fyrirheitna landið sést hvergi, ekkert þús- undáraríki. En lýðræðislegt stjórnarform, stofnanir og starfs hættir eiga að vera við lýði til þess hægt sé að leysa vandamál án allsherjarvaldbeitingar — þ. e. án þess að kasta lýðræðinu fyrir borð: Þess vegna er lögð slík megináherzla á viðurkenn- ingu þingrœðis og margraflokka kerfis, eins og sagt var frá í upp- hafi. * Næstu verkefni Lokakaflinn, ' Nœrtœkustu verkefni, ber það með sér að verkefni virðist ekki skorta í sænska velferðarríkinu. Þeim kafla verða ekki gerð skil hér, en til þess að gefa um hann ein- hverja hugmynd nægir að telja upp eftirfarandi mál: Þjóðfélags lega tryggð lágmarkslaun, jafn- ari aðstöðu kynjanna til þjóð- félagslegrar þátttöku, umbætur í húsnæðismálum, auknar tóm- stundir og bætt aðstaða til að njóta þeirra, jafnari aðstaða til menntunar, virk menningarpóli- tík, ný viðfangsefni vísindarann sókna, ný tæki til eflingar lýð- ræðislegum áætlunarbúskap, al- þjóðleg efnahagsaðstoð, frjáls- ari utanríkisviðskipti og efling norrænnar samvinnu. — Þessi upptalning gefur að vísu lítið til kynna um innihaldið, en yfirleitt eru þessar kröfur raunsæjar og vel rökstuddar í samhengi sænskra stjórnmála. Þeir kaflar stefnuskrárinnar, sem fjalla um efnahagsmál, eru sérstaklega skýrir í hugsun og framsetningu, enda er Hermans- son viðurkenndur í Svíþjóð sem skarpskyggn rithöfundur um efnahagsmál. — Hér verður að nægja eitt dæmi. Þar sem rætt er um nauðsyn jafnari eigna- og tekj uskipting- ar, segir í stefnuskránni, að eft- Framhald á bls. 7. Sósíalismi í »vel!erdamki« Föstudogur 14. april 1967. Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.