Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.06.1967, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 02.06.1967, Blaðsíða 2
Orð I belgr Það kemur stundum fyrir, þótt sjaldgæft sé, oð einhver af pennum MBL-manna skrifar eins og andinn innblæs honum og ritsmíðin er kom- in ó þrykk áður en Jóhannessenarn- ir hafa áttað sig. Þetta kom fyrir þann 21. maí sl. Þá var í „rabb"- þætti vikið heldur ótæpt að inn- flutningi menningarrita úr „villta vestrinu." Þar segir m. a.: „Eitt af því fáa, sem við eigum kost á að kaupa tollfrjálst af útlendum varn- ingi, eru blöð, þar á meðal talsverð- ur fjöldi amerískra mánaðarrita, sem fjalla um „true confessions" — sannar játningar. Er skemmst frá því að segja, að þarna eru sorprit af argasta tagi. Uppistaðan ! þeim er æfinlega sú sama: Grimmd og allra helzt einhverskonar sjúkleg grimmd, plningar og Sadismi. Klám er svo notað sem ívaf. Tollfrjáls innflutn- ingur á þesskonar lesefni er vafa- laust kærkominn fyrir þann hóp les- enda, sem sækir í þau andlega nær- ingu." Þetta segir MBL-maðurinn og fleira þó í sama tón. Nú guma „sjálfstæðishetjurnar góðu" hvað mest af frjálsum inn- flutningi og „gjaldeyrisvarasjóði," en þetta tvennt er sáluhjálparatriði „viðreisnarinnar" og aldrei básúnað meira en þessa dagana fyrir kosn- ingar. En þó segir þessi MBL-mað- ur að EITT AF ÞVÍ FÁA, SEM OKK- UR SÉ ALGERLEGA FRJÁLST AÐ KAUPA ERLENDIS FRÁ, séu nefnd menningarrit, — þar sem uppistað- an er „sjúkleg grimmd og Sadismi" en Ivafið klám. Eitt voðalegasta orð, sem Morgunblaðið þekkir um þessar mundir, er orðið „höft." Við verðum að vona með þeim Morg- unblaðsmönnum, að hinn gildi gjald eyrisvarasjóður okkar hrökkvi til þess að koma ! veg fyrir að „frjálst framtak" heftist nokkru sinni í þeirri iðju sinni, að sjá íslenzkum æsku- lýð fyrir „andlegri næringu" á þorð við þá, sem lýst er ! tilvitnuninni hér að framan. En ef svo færi, að vondum mönnum tækist einhvern- tíma að HEFTA svo VESTRÆNA SAMVINNU, að hörgull yrði á toll- frjálsum morðum og klámi ! bóka- verzlunum okkar, þá er dátasjón- varpið á Vellinum sá bakhjarl, sem dugir nokkuð fyrst um sinn! — z. TILKYNNING Hér með er óskað eftir hugmyndum um gerð minn- isvarða í Fagraskógi í Arnarneshreppi, til minningar um Davíð Stefánsson skáld. Tillögur skulu herast fyrir 15. júlí nk. til Þóroddar Jóhannssonar, Byggðaveg 140 A, Akureyri, sími 12522 sem veitir allar nánari upplýsingar. MINNISVARÐANEFND. Dylgjur Dags : : í smóklausu í siðasta Degi, ættaðri frá Ófeigsstöðum í Kinn, er gefið í skyn að lögn á há- spennulinu fram að væntanlegu orlofsheimili Alþýðusambands Norðurlands að lllugastöðum í Fnjóskadal, hafi orðið til þess að frestað var línulögn að Rauð- á, Fossháli, Hriflu, Ingjaldsstöð- um, Heiðarbraut og Fljótsbakka, bæjum í Ljósavatnshreppi. — Verkamaðurinn getur fullyrt að ekkert samband er á milli þess- ara verka. Og lögn línu að or- lofsheimilinu verður ekki til að skerða aðrar rafvæðingarfram- kvæmdir hér i kjördæminu, held | ur fremur til þess að bæir í fremri | ■ hluta Fnjóskadals munu fyrr en j ella fá rafmagn. ■ S Alþýðusamband Norðurlands j útvegaði það fjármagn, sem j þurfti til, og lánar það Raf- j magnsveitum rikisins og skerð- j ir þessi línulögn því á engan hátt | það fjármagn, sem veitt er til j rafvæðingar dreifbýlisins. ■ ■ Um þetta atriði hefði Baldur j ■ bóndi t. d. getað fengið upplýs- j ingar hjá Valtý oddvita í Nesi, j ef hann hefði kært sig um. - I. j §kö ii ii ar§ í óþokkalegu áróðursplaggi, sem íhaldið hefur dreift meðal ungs fólks að undanförnu, er mynd af skömmtunarseðli, sem gilti fyrir tímabilið jan.—marz 1950, og það látið fylgja með, að völdum Framsóknar eða Al- þýðubandalags fylgi skömmtun og vöruþurrð. En hverjir voru við völd, þeg- ar seðill þessi var gefinn út? í ríkisstjórninni áttu sæti Sjálf- stðismennirnir Olafur Thors, Jó- hann Þ. Jósefsson, Björn Ólafs- son, Jón Pálmason og Bjarni Benediktsson. — Formaður Fjár hagsráðs, sem annaðist fram- kvæmd skömmtunarinnar, var Kratar koma af fjðllum í síðasta blaði settum við svo- lítið niður í við ritstjóra AM-ens fyrir það, að hann skrifar einatt um stjórnmál eins og sá, sem er langt að kominn og hefur ekki fylgzt með mannlífinu hér á voru landi, Islandi, síðustu árin a. m. k. Nú hefur það komið vel í ljós, að Sigurjón ritstj. rær ekki einn á kratabátnum í þessu tilliti. í útvarpsumræðunum á þriðju- dagskvöldið léku þrír listamenn Braga þennan sama blindingja- leik, — þeir Trausti skipstjóri, Hreggviður héraðslæknir og Njáll á Þórshöfn. Allir voru þeir að belgja sig út og tala um Al- þýðuflokkinn sem sósíalistiskan verkalýðsflokks, með hreinar og göfugar hugsjónir og baráttu- vilja. Þeir virtust þar ekki síður koma af fjöllum en Sigurjón. All ir lofuðu þeir „viðreisnina“ og stjórnarsamvinnuna og sögðu A1 SUMARNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN Þegar sumarið gengur í garð, er öll skólastarfsemi á enda og sunnudagaskólarnir hætta einnig. Allt í einu verða bömin verkefna laus og taka til við leiki á götun- um. Til þess að bæta úr þessu að einhverju leyti, verður efnt til Biblíuskóla barnanna , á vegum Sjöunda-dags Aðventista dagana 5. til 16. júní í Barnaskóla Ak- ureyrar. Öll börn á aldrinum 5 til 13 ára eru velkomin meðan húsrúm leyfir. Kennt verður í þremur aldursflokkum frá kl. 9 til 12 dag hvern, frá mánudegi til föstu dags. Námskeiðið er fólgið í ýmis konar föndurvinnu við hæfi barn anna. Sagðar verða sögur, söngv ar sungnir og leikjum stjórnað af fullorðnum. Hjónin Lilja Guð steinsdóttir og Steinþór Þórðar- Dralon Barna-gollir Verð fró kr. 210.00 Verzlunin ÁSBYRGI tfórar[ Sjálfstæðismaðurinn Magnús Jónsson prófessor, og skömmtun arstjóri var Sjálfstæðismaðurinn Elís 0. Guðmundsson. Þýzkir nazistar kveiktu á sín- um tíma í ríkisþingshúsinu í Berlín og sögðu svo, að komm- únistar hefðu framið verknað- inn. þýðuflokkinn hafa þar komið á- leiðis mörgum góðum málum, en dæmi nefndu þeir hins vegar engin, nema gömlu tugguna um alþýðutryggingar, en sú tugga er nú að verða bragðlítil, jafn- vel í munni krata, enda meira en tvítug að árum og gnúin tönnum „viðreisnar“ og verðbólgu síð- ustu tíma, að vart er nema svip- ur hjá sjón. Verkalýðsbarátta og stefna Al- þýðuflokksins hefur birzt ákaf- lega skýrt undanfarin ár, — ekki í sósíalisma eða auknum alþýðu- tryggingum (hvað sem Hreggvið ur héraðslæknir segir), heldur í auðmýkjandi húsbóndahollustu á höfuðbölinu, auðkúlu Sjálf- stæðisflokksins. Ráðherrar Al- þýðuflokksins ganga sig sífellt sveitta frá stjórnarráðshúsinu suður til Bessastaða til að fá forsetaundirskrift og stimpil á son, Löngumýri 24, veita nám- skeiðinu forstöðu. Námsgjald er ekkert, nema lít- ilsháttar gjald greiðist fyrir efni í föndurvinnu. Nánari upplýsing ar er hægt að fá í síma 2-13-95. bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar gegn kjarabótum og kaup- hækkunum hinna ýmsu launa- stétta. Og hvar í heiminum skyldu vera til blöð með nöfn- unum Alþýðublað og Alþýðu- maður, gefin út af Alþýðuflokki, sem fagna innilega og opinskátt nauðgunarlögum, sem stórauð- valdið setur milli þinga til að bjarga sínum mönnum, en níðast á alþýðu? Örugglega hvergi nema á íslandi. Alþýðuflokkur- inn er að þessu leyti heimsmet- hafi. Sjálfur gerði Bragi Sigurjóns- son heyrin kunnugt í útvarpsum- ræðunum, að Alþýðuflokkurinn mundi helzt kjósa að starfa á- fram í ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokknum eftir kosningar, ef hjálp hans yrði þegin eða kæmi að haldi. Við vitum það þá, að ef þessi frambjóðandi slysast inn á þing sem uppbótarmaður, ætl- ar hann sér ekki meira hlutskipti en að vera „hækja íhaldsins,“ ásamt þeim flokksbræðrum sín- um, sem lengsta æfingu hafa í hlutverkinu. Hér liggja fyrir hans eigin orð, —- og það er gott. M tr dði verifall heldur verðbólga, itm veldur Þegar sú staðreynd blasir við, að útflutningsat- vinnuvegirnir eru komnir í þrot, þá er því kennt um, að stórfellt verðfall hafi orðið á afurðum. Allt á að vera því að kenna, hve útflutningsverðið sé skyndilega orðið óviðunandi. En hverjar eru staðreyndirnar? « Um frystiiðnaðinn, sem um það bil þriðji hluti út- flutningsins hvílir á, er það að segja, að árið 1961 varð meðalverð á kíló frystra flaka kr. 16.60. 1965 var verðið orðið 23.37 og árið 1966 um 25 krónur. Verðlækkun hefur að vísu orðið frá miðju ári 1966, en verðið í dag er samt 30—35% hærra en 1961 og síður en svo óaðgengilegt, ef verðlags- og tilkostnaðar- þróunin hér innanlands hefði orðið með skaplegum hætti. Líka sögu má segja um síldarframleiðsluna, að þar búum við enn við hærra verðlag en oft áður og fylli- lega eins hátt og nokkur skynsemi er í að ætla að við komum til með að þurfa að búa við yfirleitt í fram- tíðinni. Samt eru síldveiðar nú bannaðar og tilburðir uppi til að stórlækka kaup sjómanna. Þessi dæmi sanna, svo ekki verður um deilt, að vandi atvinnuveganna nú er ekki til kominn vegna verðfalls afurða, heldur vegna ríkjandi verðbólgustefnu, arð- ráns milliliða og happa- og glappastefnu í fjárfest- ingarmálum, þeirrar stjórnarstefnu, sem nú hefúr beð- ið endanlegt skipbrot á öllum sviðum viðreisnarstefn- unnar. (Björn Jónsson í útvarpsumræðunum á þriðjudagskvöldið). 2 (Verkamaðurinn Föstudagur 2. júní 1967.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.