Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.06.1967, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 02.06.1967, Blaðsíða 7
KOSNINGAR til Alþingis í Akureyrarkjördeildum fara fram í húsakynn- um Oddeyrarskólans (gengið inn um suður- dyr) sunnudaginn 11. júní nk. og hefjast kl. 10 f. h. Kjörstað verður lokað klukkan 23.00 (11.00) e. h. Kosið verður í 7 kjördeildum: 1. KJÖRDEILD: Aðalstræti, Akurgerði, Álfabyggð, Ásabyggð, Ás- hlíð, Ásvegur, Austurbyggð, Barðstún, Byggðaveg- ur, Bjarkarstígur og Bjarmastígur. 2. KJÖRDEILD: Brekkugata, Eiðsvallagata, Einholt, Eyrarlandsveg- ur, Eyrarvegur, Engimýri, Fagrahlíð, Fjólugata, Fróðasund, Geislagata, Gilsbakkavegur, Gleráreyr- ar, Glerárgata og Goðabyggð. 3. KJÖRDEILD: Gránufélagsgata, Grenivellir, Grundargata, Græna- gata, Grænamýri, Hafnarstræti, Hamarstígur og Helgamagrastræti. 4. KJÖRDEILD: Hjalteyrargata, Hlíðargata, Hólabraut, Holtagata, Hrafnagilsstræti, Hríseyjargata, Hvannavellir, Kaldbaksgata, Kambsmýri, Kaupvangsstræti, Klapp arstígur, Klettaborg, Kotárgerði, Krabbastígur, Kringlumýri, Langahlíð, Langamýri, Langholt, Laugargata, Laxagata, Lyngholt, Lundargata og Lækjargata. 5. KJÖRDEILD: Lögbergsgata, Lögmannshlíð, Matthíasargata, Mýr- arvegur, Mu nkaþverárstræti, Möðruvallastræti, Norðurbyggð, Norðurgata, Oddagata, Oddeyrar- gata, Ráðhússtígur, Ráðhústorg og Ránargata. 6. KJÖRDEILD: Rauðamýri, Reynivellir, Skarðshlíð, Skipagata, Skólastígur, Sniðgata, Sólvellir, Spítalavegur, Staf- holt, Steinholt, Stekkjargerði, Stórholt, Strandgata, Suðurbyggð og Vanabyggð. 7. KJÖRDEILD: Víðimýri, Víðivellir, Þlingvallastræti, Þ'órunnar- stræti, Þverholt, Ægisgata og býlin, innan og utan Glerár. Á kjörstað eru festar upp leiðbeiningar um kosning- arnar, og í anddyri hússins er fólk, er veitir leiðbein- ingar, þeim, er þess óska. Akureyri, 25. maí 1967. Sigurður Ringsted. Hallur Sigurbjörnsson. Hallgrímur Vilhjálmsson. Auglýsið í Verkamanninum A.W. Nilsons barnakerruronr eftirspurðu til sýnis og sölu í BÓKA- OG BLAÐASÖLUNNI RÖGNV. RÖGNVALDSS. Símar 1 I 516 og 12158 Sendum gegn eftirkröfu um land allt SKÁTADAGUR Næsta sunnudag, 4. júní, verð ur sérstakur „skátadagur“ í til- efni af 50 ára afmæli skátastarfs á Akureyri. Þennan dag rnunu skátarnir vera með hátíðahöld sín á eyrun- um beggja vegna við Glerá, rétt neðan við gömlu Glerárbrúna, en einmitt á þeim slóðum voru fyrstu útilegmr skátanna á Akur- eyri. Fyrirhugað er, að svæði þetta verði opið almenningi kl. 2—6 og 8—10 e. h. á sunnudaginn. Á skátadaginn verður margt að sjá og reyna: Þar verður sýn- ing á munum og myndum úr 50 ára starfi skáta hér í bæ, kynn- ing á skátastarfi, eins og það er í dag og eins og einhverjir í- mynda sér að það verði eftir önn ur 50 ár. Ýmislegt verður þarna einnig til skemmtunar og má þar nefna: „Tivoli“ með leiksvæðum, skotbökkum, kraftmæli, mynda- klefa, „skrautkerru“ og drauga- húsi. „Circus“ eða „fjölleika- hús“ með trúðum, söngvurum, furðuhestinum Frissa og þekkt- um keilukastara. Sýningar verða á hálftíma fresti allan tímann. Gæludýrasýning, en í sambandi við hana standa vonir til að okkur hafi borizt hingað lítill api, sem Dýragarðurinn í Kaup- mannahöfn hefur gefið skátafé- lögunum á Akureyri. Og fyrir yngstu börnin verður komið upp leiktækjum og verður gæzla á barnaleikvellinum, þannig að for eldrar geta skilið yngstu börnin þar eftir, meðan þeir ganga um sýningarsvæðið. Á tímabilinu kl. 3—4 fara fram ýmsar keppnir, flokka- keppni milli skátaflokka, poka- hlaup og reiptog. Gæludýrasýn- ingin mun standa frá kl. 4—4.30 og kl. 9.30 um kvöldið verður sérstök sýning úr 50 ára sögu skátastarfs á Akureyri. Skátadeg inum lýkur síðan með því, að kveikt verður á blysum og skot- ið upp flugeldum. Er það von skátanna, að þessi fjölbreytta útiskemmtun hafi upp á eitthvað að hjóða fyrir alla fjölskylduna og að Akureyring- ar og nærsveitamenn fjölmenni á Gleráreyrar á sunnudaginn. TILKYNNING fró Fulltrúaróði verkalýðsfélaganna á Akureyri Þar sem nokkur brögð eru að því, að vinnuveitendur á Akureyri hafa ekki farið að settum lögum varðandi orlofsgreiðslur, þegar laun eru greidd, er því hér með skorað á þá að fylgja í einu og öllu ákvæðum orlofs- laga. Yerði út af því brugðið, verður ekki hjá því kom- izt, að viðkomandi sæti ábyrgð að lögum. F. h. Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. JÓN INGIMARSSON. Föstudagur 2. júní 1967. Verkamaðurinn (7

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.