Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.06.1967, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 02.06.1967, Blaðsíða 4
Er íslenzkt þjóðfélag • Ræða Gunnars Ey- á ógæfubrant? dal við útvarpsum- ræðurnar sl. þriðjudagskvöld Góðir áheyrendur. Enginn ísl. kjósandi efast leng ur um þá rotnun og gjörspillingu sem nú einkennir þjóðlifið. Það þjóðfélag sem blasir við ungum manni í dag, er allt annað en glæsilegt. Hrammur stjórnmál- anna nær nú inn á flest svið þjóð lífsins og má í þeim efnum minna á þær ramm-pólitísku embættaveitingar, sem tíðkast hafa undanfarið. Hæfileikar um sækjenda eru virtir að vettugi, í heimi stjórnmálanna eru önn- ur sjónarmið lögð til grundvall- ar. Svo virðist sem víðtæk mót- mæli, svo sem hjá starfsmönnum Utvegsbankans og allsherj armót- mæli Hafnfirðinga á sínum tíma, hafi engin áhrif haft á stjórnar- völdin. Heilbrigðismál Heilbrigðismál hafa mjög ver- ið til umræðu undanfarna mán- uði. Augu almennings beindust skvndikga að þessum mikilvæga þætti þjóðlífsins, þegar bannað- ur var í ríkisútvarpinu þáttur, þar sem rætt var við nokkra lækna um ástand og horfur í heil brigðismálmn þjóðarinnar. En ofbeldi ríkisvaldsins fékk því ekki afstýrt, að almenningur fengi vitneskju um það mál og mun fáa hafa rennt grun í það óheillaástand, sem þar ríkir. Svo einkennilega hefur samt brugðið við, að málgögn ríkis- stjórnarinnar keppast nú við að lýsa afrekum sínum á sviði heil- brigðismála og er ekki laust við að myndir Morgunbl. af Borgar sjúkrahúsinu hefðu mátt missa sín, en á því var byrjað fyrir tæpum tveim áratugum og er enn í byggingu. Menntamál Á sviði menntamála erum við langt á eftir því sem þekkist í nágrannalöndunum. Kennsluhætt ir hafa allt að því staðið í stað í áratugi. Málefni Háskóla ís- lands eru í hinum mesta ólestri. Þrátt fyrir aukið starfslið og stóraukna aðsókn að Háskólan- um, hefur fjöldi þeirra, sem ár- lega útskrifast með kandidats- prófi, staðið í stað á síðustu ár- um. Meiri hluti þeirra, sem hefja nám við Háskóla íslands flosna upp án þess að Ijúka prófi. Tann læknadeildin hefur verið lokuð vegna húsnæðisskorts. Námslána kerfið er langtum lakara en í nágrannalöndunum og má heita ókleyft fyrir þá, sem komnir eru með heimili, að stunda nám, nema í hjáverkum. Að vísu var nýlega afgreitt lagafrumvarp á Alþingi um aukin lán námsmönn um til handa, en felldar voru breytingartillögur frá Ragnari Arnalds og fleirum þess efnis, að mun lengra yrði gengið til móts við fjárhagserfiðleika stú- denta. Á blómatímum einkaframtaks og viðskiptafrelsis bendir því margt til þess, að þjóðin sé að verða félagslega vanþroska. Reynist það rétt, höfum við stigið örlagaríkt ógæfuspor. Fjármálaspilling Fj ármálaspilling er nú að verða alvarlegasta átumein þjóð- félagsins. Skv. síðustu skyndi- könnun bankanna, er ávísanafals nú í algleymingi, svo ekkert fær rönd við reist. Brjótist unglingur inn í verzl- un og hafi á brott með sér nokk- ur hundruð krónur og ef til vill ögn af sælgæti, er lögreglan send á vettvang, rannsókn málsins haf in þegar í stað og ekki hætt fyrr en óbótamaðurinn er kominn undir lás og slá. Skattsvik eru hins vegar litin öðrum augum. Eru það þó sýnu alvarlegri af- brot, þar sem um þjófnað á al- mannafé er að ræða. Lengi vel skaut skattalögreglan kaupsýslu- mönnum skelk í bringu, en nú geta þeir aftur andað léttara, þar sem starfslið þeirrar stofnunar hefur sagt upp starfi, vegna ó- nógra starfsskilyrða. Svo ömurleg blasir þjóðlífs- myndin við mörgum ungum manni, sem nú er að leggja út í lífið. Þegar félagslegt öngþveiti og fjármálaspilling fer saman, er því ekki að undra, þó sú kynslóð sem nú vex úr grasi gangi óviss og hikandi til kosninga. Atvinnurekendur og launþegar eiga ekki heima í sama flokki Ungt fólk, mótað nýjum hug- myndum, hugmyndum sem eru í samræmi við þær geysimiklu breytingar sem þjóðfélagið og umheimurinn hefur tekið, hópast nú inn í Aþlýðubandalagið. Það var ungt fólk í Danmörku og Svíþjóð, sem tryggði Axel Larsen og Hermannson þá glæsi- legu kosningasigra, sem þeir unnu í síðustu kosningum. Sérhvert þjóðfélag byggir framleiðslu sína á vinnuafli al- mennings. Atvinnufyrirtæki Is- lendinga eru flest í eigu einka- aðila eða samvinnufélaga. Ohjá- kvæmilega hlýtur að myndast togstreita milli þeirra, sem fyrir- tækin reka, og þeirra, sem þar starfa, milli atvinnurekenda og launþega. Hver fyrir sig vill bera sem mest úr býtum, atvinnurek- andinn fá sem stærstan hluta á- góðans, og launþegar meiri hlut deild í hagnaðinum. Þessar andstæður eru óum- flýjanlegar og því er fásinna, að atvinnurekendur og launþegar eigi heima í einum og sama flokki. En önnur staðreynd blas- ir við í ísl. stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn, höfuð- vígi heildsala og atvinnurekenda er borinn uppi af launþegum. Ekki þarf miklar vangaveltur til að sjá, hver hefur töglin og haldirnar í þeim herbúðum.. Sömu sögu er að segja um Framsóknarflokkinn, sem er mál svari og verndari SÍS, stærsta atvinnurekanda á Islandi. Höfuðnauðsyn er því fyrir launþega að standa saman í ein- um flokki og sá flokkur hlýtur að vera hinn eini sanni launþega flokkur, Alþýðu’bandalagið. Sjóndeildarhringurinn stækkar í heimsstyr j öldinni síðari urðu þáttaskil í sögu landsins. Þá var ísland skyndilega hrifið inn í hringiðu heimsviðburð- anna. Á síðari árum hefur hinum smærri þjóðum aukist styrkur á alþjóðavettvangi. Atburði, sem eiga sér stað hinu megin á hnett- inum, getur nú fjöldi lands- manna séð á sjónvarpsskermin- um í stofunni heima hjá sér. Þessi þróun hefur gert ungt fólk meira aiþjóðasinnað en áður, sjóndeildathringurinn hefur stækkað. 1 ' • • I ' , ' • NATO og Viet-Nam Algengt er að heyra þeim full yrðingum fleygt fram, að stríðið í Viet-Nam komi íslendingum ekki við, þeir hafi naumast rétt til að taka afstöðu. Ef til vill er það kaldhæðni örlaganna, að þeir, sem hæst hrópuðu í Ung- verjalandsuppreisninni 1956, þegja nú þunnu hljóði. Þess konar frelsisvini virðist það eitt skipta máli, hver á byssunni heldur. Þeirri staðreynd verður ekki hnekkt, að forysturíki Nator Bandaríkin, er að fremja þjóð- armorð í'S.A.-Asíu og það er ekki Bandaríkjunum að þakka, að fleiri Nata-þjóðir hafa ekki flækst inn í þann harmleik. Ut'anríkisstefna mótuð af hlýðnisafstöðu Alþýðuflokkurinn hefur hald- ið uppi forystu, eða öllu heldur forystuleysi, á sviði utanríkis- mála. Utanríkisstefna íslendinga er lítið annað en túlkun á sjón- armiðum Bandaríkjanna. Nær- tækasta dæmið er aðild Kína að S. Þ. Þar sviku íslendingar nor- ræna samstöðu og greiddu sjón- armiðum verndarengla sinna í vestri atkvæði sitt. Ekki var leitað eftir skoðun Alþingis á þessu mikilvæga máli, enda er aðild Kína að S. Þ. löngu orðið einkamál utanríkisráð- herra. Krafa ungs fólks í dag er því íslenzk utanríkisstefna. Atlantshafsbandalagið hefur það á stefnuskrá sinni að vernda frelsi og lýðræði aðildarríkj- anna. Fyrir skömmu hrifsaði herinn í Grikklandi völdin í sín- ar hendur, frelsi og lýðræði er þar nú fótum troðið. Við Atlants hafsbandalaginu blasti nú ærið verkefni, en hvað skeði? Horn- Steinn frelsisins brást, enda er það augljóst, að viss öfl innan Nato voru síður en svo mótfall- in þessum atburðum, þar sem vinstri öflin í Grikklandi voru orðin hættulega öflug. Allir ísl. stjórnmálaflokkar, að Alþýðubandal. undanskildu, hafa aðild ísl. að Atlantsfaafs- bandalaginu á stefnuskrá sinni. Yfir 20% af utanríkisviðskipt um íslendinga eru við Austur- Evrópu-löndin og hljótum við að vilja í hvívetna vinsamleg samskipti við þær þjóðir, þótt þær búi ekki við sama hagkerfi og við. Leiðin til vinsamlegra samskipta er ekki sú að standa gráir fyrir járnum andspænis þeim í hernaðarbandalagi. Frakkar hafa nú sagt skilið við Nato og tekið upp aukin sam- skipti við Augtur-Evrópu. Er ekki að sjá, að með því hafi heimsfriðnum verið stefnt í voða, heldur fremur hið gagn- stæða. I kjölfar aðildar okkar að Nato fylgir erlendur her á sl. grund. Varnarmáttur setuliðsins er hverfandi lítill, þar sem vopn þau sem notuð yrðu í styrjöld milli stórveldanna eru langtum stórvirkari en svo, að frelsarar okkar í Keflavík fái við þau ráð- ið. Tilvist hernaðarmannvirkja á ísl. grhnd yrði til þess að land- ið yrði skotmark tortýmingareld flauga ef til stórstyrj aldar drægi. Hiutleysi í deilum stórveldanna væri því eina leiðin til að sleppa við slíkar hörmungar. Á ísland ófram að vera í hernaðarbandalagi? Oteljandi eru þau vandamál, sem leiða af sambúð smáþjóðar við erlent herlið. Má t. d. nefna hina ósvífnu árás á íslenzkt menningarlíf, þegar ríkisstjórnin hleypti hermannasjónvarpi yfir mikinn hluta þjóðarinnar. Póli- tísks hlutleysis er krafist af rík- isútvarpinu, en hver spyr um hlutleysi dáta-sjónvarpsins? Þannig mætti lengi spyrja, en mikið faefur verið rætt um mál- ið og ritað og rek ég ekki þá sögu hér. Hæstvirtir kjósendur. Samn- ingurinn við Nato er útrunninn 1969. Það verður því væntan- lega á næsta kj örtímabili, sem A1 þingi tekur um það ákvörðun, hvort hann verður framlengdur eða ekki. Minnist þess við kjör- borðið, hvort það er vilji ykkar að ísland verði áfram í hernað- arbandalagi, sem beint er gegn ■Austur-Evrópu, hvort það er vilji ykkar, að íslendingar standi við hlið Bandaríkjanna meðan þau fremja þjóðarmorð í Yiet- Nam. Minnist þess, að hinu svo- kallaða þriðja afli í heiminum vex stöðugt styrkur. Það eru hin ar hlutlausu þjóðir, sem standa utan við deilur stórveldanna, afl friðarins. X G 4) Verkamaðurinn Föstudagur 2. júní 1967.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.