Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.10.1967, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 20.10.1967, Blaðsíða 1
Ekkert af nýju ólögunum rennur til atvinnuveganna E]rfiðleikamir auka§t fremur en minnka Fyrsto umrxðo um frumvorp til tjarlago fyrir næsta ór fór fram í gær, og var henni útvarpoð. — í framsöguræðu rakti fjórmálaróðherra einkum breytingar á gerð fjárlaga og skipulagningu fjármálaráðuneytisins. Vor ræða hans fróðleg og hófsamleg. Einnig vék hann að ráðstöfunum þeim, sem nú hafa verið boðaðar til að létta útjöldum af ríkissjóði og auka fjár- ráð hans. Snérust ræður annarra siðan að mestu um þær aðgerðir. En ræðu- menn auk fjármálaráðhcrro voru: Halldór Sigurðsson, Gylfi Þ. Gíslason og Lúðvik Jósefsson. Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr ræðu Lúðviks, en rúmsins vegna verður að sleppa mjög miklu: Þcssar þrjár ungu stúlkur hitti blaðamaður í svarta myrkri á föstudags- kvöldið fyrir viku siðan. Þær voru að kynna sér, hvað slökkviliðið væri að gera upp fyrir bæ og slógust í för með blaðomanninum, sem einnig var að forvitnast um ferðir slökkviliðsins. Aðcins hugsað um kassann. Það, sem fyrst hlýtur að vekja athygli við þessi nýju bjargráð ríkisstjórnarinnar, er það, að hér er einvörðungu um ráðstafanir að ræða, sem við það eru mið- aðar að rétta við fjárhag ríkis- sjóðs, það er að segja ríkiskass- ans í þrengri merkingu. Allir nýju skattarnir eiga að renna beint í ríkiskassann og minnkun niðurgreiðslna á vöru- verði, sem leiða mun af sér stór- fellda verðlagshækkun á brýn- ustu nauðsynjum, á einnig að framkvæma til þess að gera fjár- hag ríkissjóðs rýmri en verið hefur, Samkvæmt yfirlýsingum ríkissijórnarinnar á ekkert af nýju álögunum að renna til at- vinnuveganna, því út frá því er gengið segir, að aðstoð við þá verði óbreytt frá því, sem verið hefur. Þetta er ótrúlegt en þó satt, og ennþá óskiljanlegra er þetta þó, þegar haft er í huga, að aðalröksemdir ríkisstjórnar- innar fyrir þessum nýju efna- hagsaðgerðum eru þær, að at- vinnuvegir þjóðarinnar hafi orð- ið fyrir sérstöku áfalli vegna aflabrests og verðfalls á útflutn- ingsvörum. Allur er múlflutningur ríkis- stjórnarinnnar hinn furðulegasti í sambandi við þessar efnahags- aðgerðir. I öðru orðinu er því haldið fram, að stefnan sé verð- stöðvun, og að við þá stefnu verði fast haldið, en í hinu eru boðaðar stórfelldar veðlagshækk anir á ýmsum vörum og þjón- ustu. Jöfnum höndum 'er sagt í yfirlýsingU ríkisstjórnarinnar, að útflutningsatvinnUvegirnir hafi orðið fyrir óbærilegu áfalli og að ekki séu enn nein rök fyrir því, að veita þurfi þeim meiri aðstoð en gert hefur ver- ið. En eitt liggur sem sagt skýrt fyrir: Ríkisstjórnin er sannfærð um, að ríkissjóður þurfi að fá nýjar tekjur, sem nemi 750 mill- jónum króna á ári miðað við óbreyttar aðstæður. Og hún er sannfærð um, að auknar byrðar, sem því nemi, verði að leggja á almenning í landinu. Vandi atvinnuveganna. Ríkisstjórnin talar mikið um stórfelld vandræði atvinnuveg- anna, um aflabrest og markaðs- hrun, og hún reynir mjög, að réttlæta álögur sínar með slíku tali. En hvað er það í raun og sannleika, sem gerzt hefur í þess- um efnum. Vetrarvertíð báta- flotans varð erfið, fyrst og fremst vegna óhagstæðrar veðr- áttu. Heildaraflamagnið reynd- ist um 16% minna en árið áður. Sumarafli smærri báta hefur reynzt góður, svo að segja við allt landið. Afli togara hefur orðið meiri en undanfarin ár. Síldveiðarnar eru minni en und- anfarin tvö aflametsár, árin 1966 og 1965, en þó er augljóst, að síldaraflinn í ár mun verða mjög mikill, og einn sá mesti, sem við höfum nokkru sinni fengið. Það er því fjarstæða að tala um aflabrest eða aflaleysi. Aflinn er mikill jafnvel þó að áður hafi hann orðið nokkru meiri. Hitt er rétt, að mjög tilfinnan- legt verðfall hefur orðið á þýð- ingarmiklum últiflutningsvörum, einkum á bræðslusíldarafurðum og á frosnum fiski. Verð á salt- fiski og saltsíld er hinsvegar enn mjög hátt. Og hafa verður það í huga. að það verðfall, sem nú er talað um, er miðað við algert inetverðlag, sem fengizt hafði fyrir þessar vörur. En verðfallið á útflutningsvörum þjóðarinnar er þó mjög tilfinnanlegt og hlýt- ur að valda miklum fjárhagsleg- um erfiðleikum. Þeir erfiðleikar, sem útflutn- ingsframleiðslan nú stendur frammi fyrir, eru vissulega miklir. Þeir stafa jöfnum hönd- um af verðfalli erlendis og af þeirri stefnu, sem ríkt hefur hér innanlands í efnahagsmálum og ríkisstjórnin heldur enn dauða- haldi í. Þola ekki viðreisnina. Viðneisnarstefnan hafði geng- ið nærri útflutningsatvinnuveg- unum og reynzt þeim þung í skauti, og nú þegar að hallar undan fæti á erlendum mörkuð- um og afli minnkar, þá rekst allt skyndilega í harðan hnút. Þannig þola atvinnuvegirnir ekki viðreisnarstefnuna nema í mesta góðæri. Allt tal ríkisstjórnarinn- ar um áfall atvinnuveganna og um minnkandi útflutningstekj- ur, sem nemi jafnvel 1500 millj- ónum króna í ár, í sambandi við þær skattaálögur, sem ríkis- stjórnin boðar nú fyrir ríkissjóð, allt slíkt tal er í rauninni út í hött. Þegar aflinn á síðustu vetrar- vertíð minnkaði um 16%, skall þunginn af þeirri aflaminnkun á sjómönnum bátaflotans, sem stunduðu veiðar á vetrarvertíð- inni, en kaup þeirra lækkaði samkvæmt eðlilegum hlut am 16 prósent. Minnkun vertíðar- aflans bitnaði á útgerðum bát- anna og á verkafólkinu, sem í landi vann við aflann, en vinna þess varð minni og kaupið lækk- aði um leið. Þegar síldaraflinn nú er miklu minni að verðmætum en t. d. í fyrra, þá lækkar aflahlutur síld- veiðisjómannanna stórlega og hagur útgerðarinnar og síldar- iðnaðarins stórversnar og vinna Á föstudagskvöldið, 13. okfóber, kviknaði i hlöðu, cign Þorvaldor Jóns- sonar. Talið er, að kviknað hafi úf frá gaslampa, sem verið var að vinna með á staðnum. Eldur var orðinn talsverður, er slökkviliðið kom á vettvang, en fljótlega tókst að ráða niðurlögum hans, og urðu skemmdir minni en á horfðist. — Á myndinni sjáum við slökkviliðsmenn að störfum. Hrindum árásinni Á fundi stjórnar Verkalýðsfélagsins Einingar 16. október 1967 var eftirfarandi samþykkt einróma: „Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar mót- mælir harðlega þeim miklu verðhækkunum ó nauðsynjavörum, sem nýlega hafa orðið fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, og fordæmir frum- varp það, sem nú liggur fyrir Alþingi og gerir róð fyrir stóraukinni skattheimtu, hækkun vöruverðs, en stöðvun dýrtíðaruppbóta ó laun. Stjórnin vill benda ó, að með þessum róð- stöfunum eru núgildandi kjarasamningar að engu gerðir og að verkalýðssamtökin hljóta að snúast til varnar nú þegar. Vill stjórnin í því sambandi taka undir ólyktun miðstjórnar ASI um þessi mól og skorar ó stjórn heildarsamtak- anna að skipuleggja aðgerðir til að hrinda órós þessari. Sjói ríkisstjórnin ekki önnur úrræði til að mæta fjórþörf ríkissjóðs, en þau að þrýsta lífs- kjörum hinna lægst launuðu niður í algert hungursstig, ber henni að segja af sér tafar- laust."

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.