Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.10.1967, Page 8

Verkamaðurinn - 20.10.1967, Page 8
Rœða Lúðvíks.. Framh. af 1. síðu. fólksins í landinu minnkar til mikilla muna frá því, sem áffur var. Þetta hefur verið að gerast á þessu ári, og ríkissjóður hefur ekki lagt fram einn einasta eyri til að létta byrðar þeirra aðila, sem fyrir þessum áföllum hafa orðið. Auglýst eftir ráðum. Ríkisstjómin og stuðnings- blöð hennar spyrja okkur í stjórnarandstöðunni af miklu steigurlæti, hverjar séu okkar til- lögur til lausnar á þeim vanda, sem við er að glíma. Og þegar þeir spyrja, eiga þeir einvörð- ungu við það, hvaða tillögur við höfum um það að auka við tekj- ur ríkissjóðs. Við Alþýðubandalagsmenn teljum, að vandi íslenzkra efna- hagsmála í dag snúist ekki um fj árhagsafkomu ríkissjóðs, held- ur um það, hvernig bezt megi tryggja fullan rekstur íslenzkra atvinnufyrirtækja og þá sérstak- lega útflutningsatvinnuveganna, sem nú eru að komast í þrot. Til- Dónarfregn. Sjöunda þessa mónaðar and- aðist, hóaldraður, á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, Þórður Markússon fró Hraunkoti ó Húsavik. Þórður var fæddur 19. maí órið 1879 i Lönguhlið ■ Kræklingahlíð, sonur Morkúsar ívarssonor og Margrétar Jónas- dóttur. Þórður ólst upp hjó föð- urbróður sinum til sextón óra aldurs. — Að Fornastöðum i Fnjóskadal kynntist Þórður konu sinni Björgu Pétursdóttur. Byrj- uðu þau sinn búskap við Eyja- fjörð, og bjuggu þor unz þau fluttu til Húsavíkur 1906. Lengst af bjuggu þau i Hraunkoti, Húso vik. Þeim hjónum varð 8 barna auðið, og eru oðeins tvær dætur ó lifi, Þorgerður og Sigríður, bóðar búsettar ó Húsavík. Konu sína missti Þórður 27. nóvember 1953. Þórður stundaði fyrst og fremst sjómennsku, en landvinnu jafnframt, og þótti alls staðar mjög vel liðtækur. Þórður var jarðsettur ■ Húsavík 14. þ. m. Mikið fjölmenni var við útförina. Séra Björn H. Jónsson jarðsöng. Þórðar verður nónar minnst hér i blaðinu síðar. IIGRRA' snyrtjvörur lögur í efnahagsmálum eiga að snúast um það, hvernig skuli leysa þann vanda, svo að hægt verði að halda uppi fullum fram- leiðsluafköstum í landinu. Fjármál ríkisins. Við Alþýðubandalagsmenn teljum, að það sé einkum þrennt, sem að gera eigi í fjármálum ríkisins. í fyrsta lagi þá teljum við, að draga megi úr margvís- legum óþarfaútgjöldum, sem nú eiga sér stað hjá ríkinu. Þannig á að hætta að hafa mörg sendi- ráð á Norðurlöndum, hætta að eyða mörgum milljónum í sendiráð hjá NATO, hætta að eyða tug milljóna í lögregluhald á Keflavíkurflugvelli, og það á að draga stórlega úr veizluhöld- um, hætta að kaupa á okurverði hús af pólitískum vildarvinum ríkisstjórnarinnar, eins og fyrr- verandi ráðherrum, hætta að kaupa lóðir og lendur í Reykja- vík og næsta nágrenni fyrir marga tugi milljóna og draga stórlega úr hóflausri þenslu í ýmsum stofnunum ríkisins. í öðru lagi, þá teljum við Al- þýðubandalagsmenn, að nýta eigi betur en nú er gert þá tekju- stofna, sem ríkið hefur samkv. lögum. Það er opinbert leyndar- mál, sem allir þekkja, að stór hluti þess söluskatts, sem lagður hefur verið á og þegar hefur verið greiddur af landsmönnum, lendir annað en í ríkissjóðinn. Nýlega hefur t. d. eitt fyrirtæki í Reykjavík hlotið dóm fyrir að hafa skotið undan söluskatt- skyldi vörusölu, sem nam 10,2 millj. króna. Annað fyrirtæki í Reykjavík býður nú dóms, en er kært fyrir að hafa stolið, bein- línis stolið, 7 milljónum króna af söluskatti, sem renna átti í ríkissjóð. Þessi fyrirtæki eru ekki þau einu, sem undan hafa skotið söluskatti. Ef ríkisstjórnin vildi taka á þessum skattsvikum með sömu hörkunni og hún nú ætlar að ganga að launafólki með níð- þungum álögum, þá er enginn vafi á, að hún gæti stóraukið við tekjur ríkissjóðs. Og hvað halda menn að væri hægt að ná inn miklu meiri tekjuskatti en nú er gert, ef fyrirtæki, milliliðir og braskarar væru látnir greiða skatt af öllum sínum tekjum. í þriðja lagi bendum við Al- þýðubandalagsmenn á, að þurfi óhj ákvæmilega að afla ríkissjóði nýrra tekna, þá beri að gera það fremur með því að skattleggja óþarfavarning og lúxuseyðslu en með því að hækka brýnustu matvæli, sjúkrasamlagsgjöld og tryggingariðgjöld. Ég endurtek það, sem ég hefi sagt, að það er skoðun okkar Alþýðubandalagsmanna, að vandamálið, sem við er að fást í efnahagsmálum þjóðarinnar, er ekki fjárhagsafkoma ríkis- sjóðs, heldur afkoma og ástand þýðingarmestu atvinnuvega landsins. Hvað er til ráða? Og hvað er nú hægt að gera útflutningsatvinnuvegunum til aðstoðar? Það er álit okkar Alþýðu- bandalagsmanna, að óhjákvæmi- leg forsenda þess, að takast megi að rétta við hag atvinnuveganna sé að breyta um stefnu í efna- hagsmálum í grundvallaratrið- um. Þannig teljum við, að óhjá kvæmilegt sé að taka upp strangt og öflugt verðlagseftirlit í land- inu í þeim tilgangi, að koma í veg fyrir meiri verðlagshækkun innanlands en þá, sem útflutn- ingsatvinnuvegimir þola og sem innlend starfsemi þolir í sam- keppni við erlenda. Og á sama DANSSKÓLI ASTVALDSSONAR DANSKEN NSLA fyrir fullorðna (einstaklinga og hjón) hefst í Lands- bankasalnum föstudaginn 27. okt. Einnig kennsla í barnadönsum fyrir 4—6 óra. Innritun og nánari upplýsingar í síma 1-15-26 kl. 4—7 e. h. á laugardag og sunnudag og kl.8—lOmánudagtil fimmtudags. Framhaldsnemendur athugið að panta sem fyrst. hátt teljum við, að algerlega sé óhj ákvæmilegt, að koma þeirri stjórn á innflutnings- og fjár- festingarmál, að hætt sé að eyða og sóa gjaldeyri í óþarfa eða festa fjármuni þjóðarinnar í ó- æskilegum eða ónothæfum fram- kvæmdum. I þessum grundvall- aratriðum verður að breyta um stefnu. Þá bendum við á, að þegar í stað ætti að gera eftirtaldar ráðstafanir meðal annarra til stuðnings útflutningsframleiðsl- unni. / fyrsta lagi: Að lækka vexti verulega frá því, sem nú er, eink- um til fyrirtækja, sem keppa við erlendan rekstur. Vextir af lán- um útflutningsframleiðslunnar eru nú yfirleitt 9—10%, í mörg- um tilfellum 12% vegna mikilla vanskila, sem hrúgast hafa upp hjá framleiðslufyrirtækjum. — Vextir í samkeppnislöndum okk- ar, eins og t. d. Noregi, eru yfir- leitt, varðandi lán til útflutnings- ins, 3—4%. / öðru lagi: Tryggja yerður útflutningsatvinnuvegunum eðli- leg stofnlán, en þau skortir í mörgum tilfellum tilfinnanlega enn, hvað háir eðlilegum rekstri fyrirtækjanna. / þriðja lagi: Lengja á tafar- laust stofnlán a. m. k. í það, sem þau voru fyrir viðreisn. / fjórða lagi: Rekstrarlán verður að auka verulega frá því, sem nú er. / fimmta lagi: Létta á af út- flutningsgjöldum á öllum þeim útflutningsvörum, sem fallið hafa verulega í verði. Um leið á að gjörbreyta því óhæfa vátrygg ingafyrirkomulagi, sem nú við- gengst og tryggja síðan tekjur í stað útflutningsgjaldsins með öðrum hætti. / sjötta lagi: Ráðast þarf þeg- ar í stað í endurnýjun togara- flotans með forgöngu rikisins. / sjöunda lagi: Ríkið taki í sínar hendur olíusöluna í land- inu og leggi niður hið þrefelda dreifingarkerfi, og ætti þannig að mega spara atvinnuvegunum umtalsverða fjárhæð. í áttunda lagi: Gerðar verði sérstakar ráðstafanir til að tryggja útgerðinni nauðsynleg- ar rekstrarvörur, eins og veiðar- færi, varahluti, vélar, ýmis út- geðartæki o. fl. á réttu verði án óeðlilegs milliliðakostnaðar. oo Trúlofunar hringnr Gullsmiðir Sigtryggur og Pótur Brekkugötu 5 . Sími 1 -15-24

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.