Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1967, Page 8

Verkamaðurinn - 24.11.1967, Page 8
Norðurverk skrifar bæjarstjórn Svo sem sagt var frá í síðasta blaði fékk bæjarstjóri Akureyr- ar nýverið samþykkta heimild sér til handa til að bjóða út ýms- ar verklegar framkvæmdir á veg- um bæjarins. Einnig var frá því sagt, að Norðurverk h.f. myndi hafa hug á að fá að vinna þessi verk og jafnvel sækja það nokk- uð fast. Þetta var ekki út í bláinn sagt. Þann 20. þ. m. skrifaði Norður- verk bæjarstjórn og lagði fram tilboð í lagningu vegar í Hlíðar- fjalli, frá Skíðahótelinu niður fyrir Glerártún. Vert er að taka fram, að verk þetta hefur ekkert verið boðið út, ýmiss undirbúningur þess skammt á veg kominn og engin ákvörðun verið tekin um, hve- nær verk þetta verði unnið, enda ekkert fé fyrir hendi til vegar- lagningar þarna. Hitt munu allir sammála um, að veginn upp í Skíðahótel þarf að endurbæta og verður væntanlega gert strax og fjárhagsgeta leyfir. Andlát Hinn 15. þ. m. lézt Rafn Sig- urðsson frá Dalvík af slysförum, en hann var skipverji á m. s. Björgvin frá Dalvík við síldveið- ar. Rafn hafði um árabil stund- að nám erlendis í skreytingalist og listmálun, o.g var hinn fjöi- hæfasti maður. Hann var aðeins þrítugur að aldri. Kvæntur var Rafn rússneskri konu, og var þeim nýfæddur sonur. — Rafns verður nánar minnzt hér í blað- inu síðar. Utför hans fór fram í gær frá Dalvíkurkirkju. Þann 18. þ. m. lézt Guðbjart- ur Snæbjörnsson skipstjóri, vin- sæll og vitur borgari Akureyrar- bæjar. — Guðbjartur var lengi skipstjóri á póstbátnum Drang, gegndi því starfi af miklum dugnaði og ötulleik. En um skeið hafði hann ekki gengið heill til skógar. — Utför hans fer fram frá Akureyrarkirkj u í dag. En í tilboði Norðurverks er gert ráð fyrir, að verk þetta hefj- ist 1. desember og fyrsta greiðsla vegna þess yrði innt af hendi þann sama dag. Þá var þess krafizt, að svar við tilboðinu bærist eigi síðar en 24. nóv., eða fjórum dögum eftir að tilboðið er skrifað. Nú voru góð ráð dýr fyrir bæjarstjórn. Boðað var til fund- ar daginn eftir að bréfið barst og það tekið fyrir þar. Varð nú jafnvel ákveðnustu forsvars- mönnum Norðurverks og trú- mönnum á tilboð orðafátt. Mál- ið hafði lítt verið athugað. — Norðurverk vildi fá 2,1 milljón fyrir sinn snúð og bæjarverk- fræðingur taldi, að í heild myndi verk þetta koma til með að kosta eigi minna en 3,4 millj. Og bæjarkassinn tómur. En illt að geta ekki orðið við kröfum góðra vina. Var nú gripið til þess ráðs, rð leggja til að málinu yrði vísað til bæjarráðs með heimild því til handa til að afgreiða málið, semja við Norðurverk eða hafna tilboðinu eftir að málið hefði verið lauslega athugað, því að skammur tími var til stefnu. — Norðurverk hafði aðeins gefið fjögurra daga frest. En óþægir menn í bæjarstjórn risu upp og töldu eigi fært að gefa bæjarráði sjálfdæmi um svo mikil fjárútlát sem í þessu fæl- ist, ef ráðizt yrði í vegalagning- una um næstu mánaðamót. Varð því niðurstaðan sú, að málinu var vísað til bæjarráðs til athug- unar en ekki endanlegrar af- greiðslu. Og fundur verður ekki í bæj- arstjórninni aftur fyrr en ein- hvemtíma í næsta mánuði, ef að líkum lætur, og einnig er harla ósennilegt, að bæjarstjórn treysti sér til að afgreiða erindi sem þetta fyrr en fj árhagsáætlun fyrir næsta ár hefur verið samin. Vonandi er, að þá reynist svo rúmt um, að hægt verði á næsta ári að gera góðan veg í Hiíðar- fjalli. En hvað sem öðru líður verð- ur fróðlegt að fylgjast með næstu viðbrögðum bæjarstjórnarinnar í þessu máli og sjá hvaða á- kvörðun hún tekur. Og eigi vit- um við, hvort bæjarstjóri treystir sér til að endurtaka á næsta fundi fyrri yfirlýsingu sína um að Norðurverk sæki ekki sitt mál af neinni frekju. Gjaldskrá skíðalyftu Samþykkt hefur verið gjald- skrá fyrir notkun nýju skíða- lyftunnar. Samkvæmt henni verður gjald fyrir eina ferð upp kr. 25.00 fyrir fullorðna, kr. 15.00 fyrir unglinga. Gjald fyrir ferð niður verður kr. 15.00 og k. 10.00. — Allmikill afsláttur verður veittur sé keypt kort fyrir margar ferðir. Einnig verða gerðir sérsamninga við Skíða- ráð Akureyrar og skóla bæjar- ins um afnot lyftunnar. I síðasta blaði var þess getið, að vígsla lyftunnar myndi fara fram á morgun. Af því mun þó ekki geta orðið og mun dragast nokkra daga að hún verði form- lega tekin í notkun. Híhill atvinniskirtur Við hina lögboðnu atvinnuleysis- skróningu, sem fram fór á Akureyri Furiifrétt I dagskrá fyrir síðasta bæjar- stjórnarfund mál lesa, að lagt hafi verið fram bréf frá Mennía- málaráðuneytinu, dags. 9. þ. m., þar sem ráðuneytið óskar eftir tillögu bæjarstjórnar um, hvar iðnskólsetur skuli staðsett á Norðurlandi. Bæjarstjórn svaraði eðlilega stutt og laggott, að hún legði til, að það yrði á Akureyri, enda væri bygging iðnskólans hér við það miðuð. En skyldi ráðuneytinu hafa verið ókunnugt um það, að hér væri verið að byggja iðnskóla- hús? Sagt er, að sumir bygg- inganefndarmenn hússins hafi næstum verið búnir að gleyma því, að þeir ættu sæti í nefnd- inni, en 14. þ. m. var raunar rokið í það að halda fund í þeirri nefnd eftir langt sumarfrí nefndarmanna. l. —3. þessa mánaðar, voru 79 ein- staklingar skráðir atvinnulausir, 46 konur og 33 karlar. Með þessu er sagan um atvinnu- skort á Akureyri þó ekki nema hálf— sögð. Fjöldi (ólks hefur neyðzt til nð feita sér atvinnu onnars staðar, á sildarstöðvunum eystra, við Búr- fellsvirkjun og á Faxaflóasvæðinu, m. a. eru orðin mikil brögð oð þvi, að faglærðir verkamenn leiti vinnu utan bæjarins, og veldur samdrátt- urinn i byggingum þar mestu um. En þrátt fyrir sókn til annarra staða og tiltölulega hagstæða veðr- áttu hefur ástandið á vinnumark- aðinum ekki farið batnandi þennan mánuð. Veldur þar m. a. nokkru, að skipavinna hefur minnkað vegna farmannaverkfallsins. Jólakort Irá Vestmannsvatni Að þessu sinni er jólakort Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti sumarmynd frá æsku- lýðsmóti við Vestmannsvatn. — Jólarammi er utan um myndina með fánum og orðunum Gleði- leg jól. Eg vil vekja athygli á þessarri fallegu jólakveðju. — Með því að senda jólakort sumarbúðanna er verið að styðja og efla starf kirkjunnar og sérstaklega þann þáttinn, sem snýr að uppbygg- ingu þessarar merkilegu stofn- unar í Aðaldal. — Þar er nú ver- ið að reisa svefnskála, sem til þessa hefur vantað. Með þeirri byggingu skapast aðstaða fyrir námskeið og skólahald allt árið um kring. Þegar hefur mikil blessun hlotist af sumarbúðastarfinu. - Um það bera vitni fleiri hundruð börn, sem þar hafa dvalið. -— Ahrif Krists þurfa umfram ailt að móta hina uppvaxandi kyn- slóð. Að því marki vinna sumar- búðirnar. Það hentar vel að láta kortið fara með jólakveðjuna. Þar eru tvö vers úr jólasálmi séra Matthíasar: Fögur er fold- in. Pétur Sigurgeirsson. 26-5 1968 Bazarmunir sýndir Kvenfélagið Framtíðin heldur bazar að Hótel KEA laugardaginn 2. desember. Verður þar að vanda á boðstólum margt fallegra og gagn legra muna. Hluta af munum þessum verður stillt út í sýningarglugga Kaupfélags verkamanna nú um helgina. lœtur shipaútgerðiH aníðd ií Ah. n Alira meina bót n í fyrri viku voru opnuð til- boð í smíði tveggja 1000 lesta skipa fyrir Skipaútgerð ríkisins. 20 tilboð bárust frá erlendum skipasmíðastöðvum, en 3 frá innlendum. Gamanleikur með þessu nafni var fyrir nokkrum árum saminn af tveimur eða þremur hug- myndaríkum Reykvíkingum, er fela sig á bak við nöfnin Patrek- ur og Páll. Var leikur þessi sýnd- ur alvíða um land við góðar undirtektir. Enda þótt leikur þessi, sem telja má til söng- leikja, hafi sjálfsagt ekki reynzt allra meina bót fremur en Kína- lífselixír eða voltakrossar, þá hefur hann margan hlátur vakið og á sjálfsagt enn eftir að skemmta mörgum, en heilbrigð skemmtun er margra meina bót. Nú hafa stjórnendur Sjálf- stæðishússins fengið Agúst Kvaran leikstjóra til að setja leik þennan á svið, og hefur um skeið verið æft af kappi. Leik- endur eru: Jóhann Konráðsson, Emil Andersen, Þráinn Karls- son, Þorvaldur Halldórsson, Helena Eyjólfsdóttir, Sigríður Eysteinsdóttir og Örn Bjarna- son. Frumsýning Sj álfstæðishsinu kvöldið næsta. Lægsta innlenda tilboðið var frá Slippstöðinni h.f. á Akur- eyri, og bíða nú Akureyringar a. m. k. eftirvæntingarfullir eftir fréttum af því, hverjum falin smíðin. verði er áformuð í á fimmtudags- Vitað er að einhver af erlendu tilboðunum voru lægri en tilboð Slippstöðvarinnar, en viðurkennt mun hinsvegar af flestum, að verð fyrir skip byggt innanlands megi vera mun hærra en verð fyrir skip byggt erlendis, án þess að óhagkvæmt sé fyrir þjóðar- búið að verkið sé unnið innan- lands. Hitt er aftur tvímælalaust ó- hagstætt þjóðarbúinu að festa tugi milljóna í uppbyggingu skipasmíðastöðva, ef þær síðan eru látnar standa ónotaðar. oo Trúlofunar hHngnr Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 . Slmi 1-15-24

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.