Verkamaðurinn - 16.02.1968, Qupperneq 4
YIíBMíjnn
[ ÚTGEFANDI:
[ ALÞÝÐUBANDALAGID í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA
RITSTJÓRI:
| ÞORSTEINN JÓNATANSSON
i AFGREIÐSLA: BREKKUGÖTU 5 - AKUREYRI - SÍMI 1-15-16
i PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. - AKUREYRI
Lágmarkskrafa
ÞAÐ mun öllum ljóst, er um vilja hugsa, að svo mikill
samdráttur hefur orðið í atvinnulífinu á síðasta ári
og alveg sérstaklega á síðustu mánuðum, að tekjur
verkafólks almennt hafa minnkað svo, að þær eru ekki
sambærilegar við það, sem var fyrir fáum árum síðan.
Yfirvinna er víðast úr sögunni, og enda þótt því sé
ekki bót mælandi, að fólk þurfi að þræla hálfan sólar-
hringinn til að hafa sæmilega í sig og á, þá er heldur
ekki hægt að neita því, að yfirvinnan hefur bjargað
fjölda fólks frá því að komast í algerar þrengingar
með sitt lifibrauð. Dagvinnulaunin hafa alls ekki nægt
til framfærslu, en með mikilli aukavinnu, sem löngum
stóð til boða, hefur flestum tekizt að bjargast sæmilega.
Nú, þegar yfirvinnan er úr sögunni, horfa málin öðru-
vísi við. Þau einu viðbrögð, sem að gagni geta komið,
eru að krefjast stórhækkaðs kaups fyrir dagvinnuna, og
fyrsta og sjálfsagðasta krafan er þá auðvitað sú, að í
engu séu skertar þær vísitölubætur á laun, sem tíðkast
hafa og miðaðar eru við framfærsluvísitölu hverju
sinni.
Þær fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að fella niður
vísitölugreiðslur á sama tíma og tekjur hinna lægst
launuðu hafa stórminnkað, eru svo fjarstæðukenndar
og ófyrirleitnar, að engu tali tekur. Nær liefði verið,
að almenn hækkun lægstu launa hefði verið fyrirskip-
uð með lögum.
Vitaskuld er ríkið sjálft og einnig fjöldi atvinnurek-
enda í hinum mestu krögum. En þær kröggur eru ekki
tilkomnar af því, að laun verkafólks séu há. Það er allt
annað, sem þar um ræður, eins og greinilega var bent
á hér í síðasta blaði. Og atvinnulífið verður ekki reist
við með því að svelta verkafólk. Er og sízt ástæða til
þess, að þeir séu sveltir, sem grundvöllinn leggja að
allri tekjuöflun þjóðarinnar.
Krafa launþegasamtakanna um fullar vísitölubætur
1. marz næstkomandi og framvegis er því alger lág-
markskrafa og á fyllstu rökum reist. Aðalkrafan, og
sú, sem fast verður að standa á þar til hún verður að
raunveruleika í framkvæmd, er, að laun fyrir átta
stunda dagvinnu nægi öllum til framfærslu meðalfjöl-
skyldu. En til þess að svo megi verða þurfa laun al-
mennra verkamanna, sjómanna og bænda, að hækka
um eigi minna en 50%. Aftur á móti væri vel hugsan-
legt að lækka laun ýmissa annarra stétta, þeirra, er nú
hafa margföld laun á við þá, sem hér að framan hafa
verið nefndir.
Allt launakerfið í þjóðfélaginu þarf að taka til end-
urskoðunar, og sú endurskoðun og framkvæmdir í sam-
bandi við hana, verður að miða að meiri launa- og
tekjujöfnuði í þjóðfélaginu en nú er. Hún verður að
miða að því, að störf við framleiðsluatvinnuvegina
verði ekki aðeins jafnvel launuð og ýmis þjónustu- og
milliliðastörf, heldur betur, þannig að þessar atvinnu-
greinar verði eftirsóttar af nýju vinnuafli, Grundvöllur
allrar velgengni er, að undirstaðan sé traust, og því að-
eins er undirstaða okkar þjóðarbúskapar traust, að við
sjávarútveg og landbúnað vinni fólk, sem vel kann sín
störf, er fært um að leysa þau af hendi, og er það vel
launað, að það uni sínum hag.
Þingvallastræti 14. Verkalýðsfélaginu Einingu var gefið þetta hús fyrir nokkrum órum.
Félagar í Einingu 1100
VERKFALLSHEIMILD SAMÞYKKT
Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar
var haldinn á sunnudaginn var. I upphafi
fundar minntist formaður félagsins, Björn
Jónsson, þeirra félagsmanna, er látizt höfðu
á liðnu ári. En því næst var gengið til aðal-
fUndarstarfa.
í skýrslu stjórnar um störfin á liðnu ári
kom m. a. fram, að félagatalan er nú orðin
1100 manns, en aukningin stafar að veru-
legu leyti af því, að á árinu gengu verka-
lýðsfélögin á Dalvík og í Hrísey inn í félag-
ið sem deildir. Nú er til umræðu, að félagið
í Olafsfirði, sem lítið hefur starfað um
skeið, gerist einnig deild í Einingu.
Bókfærðar eignir félagsins voru við ára-
mót kr. 5.424.000.00, og höfðu aukizt nokk-
uð á árinu. Félagið hefur fest kaup á þrem-
ur þeirra orlofshúsa, sem í byggingu eru að
Illugastöðum.
100 félagar nutu á árinu einhvers styrks
frá sjúkrasjóði félagsins, samtals að upp-
hæð um hálf milljón króna.
Félagsfundir voru fjórir á árinu, trúnað-
armannaráðsfundir þrír og stjórnarfundir
fjórtán.
Nóftúrugripasafnið. - í vetur vería
sýningartimar fyrir almenning að
venju ó sunnudögum kl. 2—4
siðd. Auk þess verður safnið opið
siðdegis ú lougardögum, og eru
þeir tímar einkum ætlaðir úhuga
fólki í núttúrufræði. Ahugamenn,
utanbæjarmenn og skólohópor
geta fengið oð skoða safnið ó
öðrum tímum eftir núnara sam-
komulagi. - Sími safnsins er
1-29-83 en að jafnoði verður
aðeins svaroð í hann siðdegis ú
virkum dögum. Heimasími safn-
varðar er 6-11-11, Vikurbakki.
Verkfallsboðun
Á fundinum var einróma samþykkt hein1'
ild til verkfallsboðunar, ef ekki nást
öðru móti samningar um fullar vísitölubæ*'
ur á laun. Samþykkt fundarins var þannig1
„Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Eining'
ar, haldinn 11. febrúar 1960, lýsir fyll=ta
stuðningi félagsins við einróma ályktatn1
30. þings ASI og 3. þings VerkamannasaH1'
bands íslands í kjara- og atvinnumáluifl’
þar sem m. a. er heitið á verkalýðsfélÖg111
að vera viðbúin til átaka 1. marz næstkon1'
andi til að knýja fram kröfu samtakan113
um áframhaldandi verðlagsbætur á laun> ^
Samþykkir fundurinn heimild til han<Þ
trúnaðarmannaráði til að boða vinnustöð'",
un af hálfu þess í samráði við önnur verkJ'
lýðsfélög, reynist slíkt nauðsynlegt til að ll3
fram þessarri meginkröfu verkalýðshrey^'
ingarinnar í kjaramálum.
E’undurinn samþykkir, að 15 mannal
nefnd ASÍ annist viðræður við atvinnurek'l
endur um verðlagsbætur á laun.“ I
Stjórnarkjöri var lýst á fundinum, e’l|
stjórnin varð sjálfkjörin, eins og áður hefníl
verið skýrt frá hér í blaðinu, þar sem aðeill5l
einn listi kom fram. I
þorrngleði
bafa átthagafélög Húnvetninga og Skagfirðinga
á Akureyri að Hótel KEA laugardaginn 24. febr.
Hefst klukkan 8 síðdegis með kaffidrykkju.
Ýms skcmmtiatriði.
Aðgöngumiðar verða afgreiddir á hótelinu á
fimmtudaginn og föstudaginn (í næstu viku) kl.
7—10 e. h. Borð tekin frá um leið.
Stjórnir félaganna.
4) Verkamaðurinn