Verkamaðurinn - 12.12.1969, Síða 1
VINSTRI MENN
Starfið verður ekki mikið það sem eftir er af órinu, en strax eftjr
óramót hefst prófkjör um framboðslistann til bæjarstjórnar. Þeir, sem
rilja taka þótt í því, vinsamlegast tilkynni þótttöku sina sem allra
fyrst.
I
Heildarsamtök íslenzkrar alþýðu hafa aldrei
orðið jafn sjálfstætt, myndugt og afgerandi þjóð-
félagsafl og systursamtök þeirra í þeim löndum,
sem okkur eru skyldust.
I 40 ár hafa samtökin verið vettvangur ill-
vígra flokkspólitískra átaka. Oft hafa þau
ágreiningsefni verið af eðlilegum faglégum rót-
um runnin. Og oft hafa þau átök leitt fram rót-
tæka og stéttvísa einstaklinga, sem hafa dugað
sínum félögum og heildarsamtökum vel. En
jafnoft, eða oftar, mun hitt, að stéttarhagsmunir
hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir stundar-
hagsmunum flokkavaldsins, raunverulegum eða
ímynduðum.
Oft þafa flokksskrifstofurnar getað kippt í
rétta spotta og sundrað faglegri samstöðu þegar
mest á reið. Jafnvel við samningagerð hefur eng-
inn getað treyst öðrum, og flokkarnir beðið
færis að sverta og lítillækka framámenn hvers
annars í verkalýðshreyfingunni.
Meðal almennra félaga hefur og flokksholl-
ustan oft orðið stéttvísinni yfirsterkari og við-
horf manna við réttindayfirtroðslum og kjara-
skerðingum verið hreytileg eftir því, hvort flokk-
ur þeirra hefur verið í ríkisstjórn eða stjórnar-
andstöðu.
Alvarlegustu afleiðingar þessa ástands hafa
þó ekki bitnað svo mjög á einstökum félögum
sem á heildarsamtökunum sjálfum, Alþýðusam-
bandi íslands. Lítill minnihluti hefur getað
haldið samtökunum í fjárhagslegri spennitreyju
og þannig komið í veg fyrir, að þau hafi getað
komið sér upp þeim stofnunum, sem hvað bezt
hafa reynzt í öðrum löndum. Þannig hafa ís-
lenzk verkalýðssamtök aldrei öðlast fyllilega
sjálfstæði gagnvart flokkavaldinu, sem leitast
við að beita þeim fyrir plóg sinn, aldrei fengið
eigin grundvöll til að standa á.
Samtök frjálslyndra og vinstri manna vilja
forðast þessi vinnubrögð. Þau vilja ekki skipa
þeim flokksmönnum sínum, er öðlast trúnaðar-
stöður í verkalýðshreyfingunni fyrir verkum.
Þau vilja stuðla að því að sameina sem flesta
launþega um mótun og framkvæmd sjálfstæðr-
ar stefnu launþegasamtakanna í félagsmálum
samtíðarinnar, þar sem byggt sé á sameiginleg-
um og gagnkvæmum hagsmunum launþega
sjálfra án tillits til stjórnmálaskoðana.
Samtökin vilja leysa upp þær pólitísku valda-
blokkir, sem stefnt hafa þróun verkalýðshreyf-
ingarinnar í þá sömu sjálfheldu og annars stað-
ar í þjóðfélaginu.
Þau hvetja meðlimi sína í verkalýðssamtök-
unum til að ganga ekki til varanlegs samstarfs
við neina slíka klíku eða blokk, heldur meta
málefnin hverju sinni, né heldur hafna neinum
stuðningi slíks hóps, ef þeir telja að það sé
hreyfingunni til góðs.
Samtökin telja eftirtalin atriði þýðingarmest
í málefnum heildarsamtakanna og hvetja með-
limi sína í verkalýðshreyfingunni til að ná sem
víðtækastri samstöðu um þau:
ra og vinstri manna:
Að gera A.S.I. fjárhagslega sjálfstætt og fært
um að skapa sér virka framkvæmdastjórn, með
því að koma upp eftirtöldum stofnunum: Hag-
deild, lögfræðideiid, útgáfu- og fræðsludeild.
Með því telja samtökin, að grundvöllur sé
lagður að því, að verkalýðssamtökin gætu orðið
það máttuga þjóðfélagsafl, sem þau þegar eru í
nálægum löndum, sá hornsteinn lýðræðis og sí-
felldrar og stöðugrar félagslegrar þi'óunar, sem
þau hafa hvarvetna annars staðar reynzt.
II
Grundvöllur launabaráttu verkafólks er 44
stunda vinnuvikan, sem samið var um 1965.
Næsta takmark baráttunnar lilýtur óhjá-
kvæmilega að vera, að 44 stunda vinnuvikan
skili tekjum, er nœgi til framfærslu meðal-
fjölskyldu.
Þetta er ófrávíkjanlegur réttur, sem þegar
hefur verið viðurkenndur af samningsaðilum
verkalýðssamtak&nna. En enn er hann aðeins
pappírsgagn. Ollu afli samtakanna verður að
beita til að gera þennan rétt að veruleika. Hver
einasti félagsbundinn launþegi verður að gera
sér ljóst, að hann hefur áunnið sér þennan rétt
og á til þess skýlausa kröfu, að 44 stunda vinnu-
vikan sé lögð til grundvallar samningum um
kaupmátt tímakaupsins: þ. e. skili tekjum, sem
nægi til framfærslu meðalfjölskyldu.
Hversu mikið vantar hér á, má sjá af því, að
til þess að 44 stunda vinnuvikan (50 vikur)
gefi af sér kr. 250.000,00, sem ekki voru óal-
gengar árstekjur fjölskyldu meðan yfii'- og auka-
vínna var hvað mest, þyrfti tímakaupið að vera
kr. 115.00 í stað ca. kr. 60,00 nú, eða hækka
um 91.70%, án þess að sú hækkun mætti í
nokkru koma fram í hækkuðu vöx'uverði. Og er
þá ekki einu sinni tekið tillit til tveggja gengis-
lækkana síðan.
Öllum er ljóst, að nær 100% hækkun kaup-
máttar tímakaups í einu stökki án þess þeirri
hækkun sé velt út í vöruveið, er óhugsandi. Því
verður verkalýðshreyfingin að leggja vandlega
niður fyrir sér starfs- og baráttuaðferðir til þess
að ná þessu marki og leggja fram um það
ákveðna áætlun. Höfuðáherzlu ber að leggja á
fiæðslu- og kynningarstarfsemi innan samtak-
anna sjálfra, enda er það forsenda þess, að 44
stunda vinnuvikan verði að veruleika, að hverj-
um meðlim samtakanna sé það ljóst, að hverju
er stefnt og hvernig samtökin hyggist ná mai'k-
miði sínu.
Landsfundurinn vill benda á eftirtalin atriði:
1. Verkalýðsfélögin beiti rétti sínum til tak-
mörkunar yfirvinnu sem lið í baráttunni fyrir
hækkun tímakaups, fyrst með banni gegn eftir-
vinnu. Strax og fært þyki verði nætux'vinna síð-
an bönnuð eftir því sem frekast er unnt, og loks
alveg bönnuð og engar undanþágur veittar, nema
til bjöi'gunar verðmætum, sem annars lægju und-
ir skemmdum.
2. Þetta krefst vii'ks og lifandi trúnaðar-
mannakerfis, er nái út á hvern vinnustað.
3. Trúixaðarmannakerfi krefst stöðugrar
fræðslu og upplýsingastarfsemi. Þegar verði
undinn bráður bugur að námskeiðahaldi fyrir
trúnaðarmenn um réttindi og skyldur launa-
fólks, heilbrigðis- og öryggismál á vinnustað,
vinnulöggjöfina, tryggingamál, sögu og hlutverk
stéttarfélaganna, heildarsamtakanna og alþjóð-
legrar veikalýðshi'eyfingar, og síðast en ekki
sízt um samninga og samningatækni. Kröfugerð
fyrir samninga sé jafnan rædd í hópi trúnaðar-
manna, og síðan úti á vinnustöðum, áður en
heimild til vinnustöðvunar er borin undir félags-
fund.
Eins að loknum samningum séu þeir ræddir
með trúnaðarmöixnum, er síðaix útskýri þá fyrir
sínum vinnufélögum, áður exx samningar eru
bornir undir félagsfund.
Fé þarf ekki að skorta til þessarar starfsemi.
Verkalýðshreyfingin er oi'ðin það sterk fjár-
hagslega, að hún getur hæglega staðið undir
þeim kostnaði, sem fi'æðslustarfsemin krefst.
4. Það hefur verið stefna atvinnurekendasam
takanna undanfarna áratugi, að reyna í lengstu
lög að halda tímakaupinu niðri, en þegar að-
stæður á vinnunxarkaði hafa ýtt undir launa-
skrið, hafa einstakir atvinnurekendur látið und-
an kröfum um hærri tekjur með ósamnings-
bundnum yfirborgunum og ósamningsbundinni,
handahófskenndri og skipulagslausri eftir-, næt-
ur- og helgidagavinnu. Þessar aðgerðir hafa
raunar komið þeim sjálfum í koll, þar eð lang-
varandi vinnuþrælkun af þessu tagi hefur dreg-
ið úr afköstum á tímaeiningu og kippt grund-
vellinum undan skipulegum vinnubrögðum og
afkastagetu.
En með þessum aðferðum hefur tekizt að
eyðileggja samstöðu launafólks unx að ná kjax'a-
bótum nxeð sanxningsbundnum hækkunum tíma~
» Franihald á bls. 2.
ÆfW
Alyktun landsfundar
um verkalýðsmál