Verkamaðurinn - 12.12.1969, Blaðsíða 8
*
EFTA
SAGT ER
■
- . .. . ■
■
a3 Jón í Vilpu muni bjóða fram j
sérsfakan lista við bæjar- j
stjórnarkosningarnar,
oð Jón í sparisjóðnum muni
bjóða fra menn onnan lista,
oð Jón í bankanum muni bjóða !
fram þriðja listann,
að Jón i Skjaldarvik bjóði fram
fjórða listann.
■
■
oð loks verði listar ollra stjórn-
mólaflokkanna, fimm. Sem j
sagt nógir um boðið.
Svo sem viS var búizt hefur
ríkisstjórnin lagt fram á Alþingi
tillögu til þingsályktunar um að-
ild Islands að Fríverzlunarsam-
tökum Evrópu.
Tillagan sjálf er tvær línur á
þingskjali, og gat varla minna
verið, þannig:
„Alþingi ályktar að heimila
ríkisstjórninni að gerast fyrir Is-
lands hönd aðili að Fríverzlun-
arsamtökum Evrópu, þ. e.
European Free Trade Associa-
lion.“
En greinargerð og fylgiskjöl
taka yfir 194 blaðsíður, og er
þar mörg fróðleg lesning.
Gert er ráð fyrir, að tillaga
þessi verði samþykkt og afgreidd
frá Alþingi fyrir áramót.
Talið er, að allir þingmenn
stjórnarflokkanna muni greiða
tillögunni atkvæði, ennfremur
þingmenn Vinstri manna og
margir Framsóknarmenn, en á
móti verði nokkrir Framsóknar-
menn og drengir Arnalds.
FRAMFARIRNAR ERU
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA
Iðnaðardeild
mmmmamm
NÝJARKRÖFURU?^
NÝJARVÖRUR
MM,™,
Útgefandi: HNIKARR hf.
Ritstjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON
Prentsmiðja Björns Jónssonar . Akureyri
Bilmistarflr
Oft hefur litið vel út með að
knattspyrnumenn Akureyrar
yrðu Islandsmeistarar eða Bikar
meistarar, en hvorugt hefur gerzt
fyrr en á sunnudaginn var. Þá
komu ÍBA-menn norður með
Bikarinn, og var að vonum vel
fagnað.
Mikill mannfjöldi var til stað-
ar á flugvellinum, þegar liðið
kom heim eftir unnin sigur, og
bæjarstjóri tilkynnti, að bæjar-
stjórnin hefði samþykkt að af-‘
henda Knattspyrnuráði Akureyr-
ar 75 þúsund krónur í tilefni af
sigri liðsins.
Síðasta leikinn í Bikarkeppn-
inni háði ÍBA-liðið við Akur-
nesinga, og raunar fengust úr-
slit loks, er leikið hafði verið tvo
sunnudaga og framlengt að auki.
Skagamenn, sem lengi hafa stað-
ið framarlega í knattspyrnunni,
létu ekki sitt fyrr en í fulla hnef-
ana. Þeir áttu það líka sammerkt
Akureyringum, að hafa aldrei
orðið Bikarmeistarar. En bikar-
inn gat ekki farið nema til eins
staðar í senn.
Akureyringar allir samfagna
knattspyrnumönnum með sigur-
inn og óska þeim góðs gengis á
næsta ári, er þeir m. a. taka þátt
í keppni um Evrópubikarinn.
í fyrradag barst sú harmafregn t:I
Akureyrar, að Alfreð Finnbogasoit
skipstjóri hefði lótizt af slysförum I
höfninni ó Eskifirði.
Alfreð hafði um alllangan tímS
verið skipstjóri ó mb. Jóni Kjartans--
syni, einu mesta aflaskipi islenzkð
fiskiskipaflotans. Þar, sem annarS
staðar, hafði einstæður dugnaðut
og atorka Alfreðs heitins notið sát*
vel.
Alfreð var Akureyringur og flestif
Akureyringar þekktu hann fyrit
hans fróbæra dugnað og skipstjórn-
arhæfileika. Með honum er góðut
drengur horfinn.0
Verkamaðurinn vottar eftirlifand1
eiginkonu, börnum og öðrum oð"
standendum innilegustu samúð.
JÓLAVÖRU RNÁR
STÁLBORÐBÚNAÐUR í gjafapakkningum
GLERVÖRUR í gjafapakkningum
VOFFLUJARN, STROKJÁRN, BRAUÐRISTAR
ÞEYTARAR, HITAKÖNNUR og
KAFFIKÖNNUR
JÓLALEIKFÖNGIN og JÓLATRÉ
KONFEKT og KEX í gjafapakkningum
«
Ssmi 1-28-33