Verslunarblað Íslands - 01.09.1908, Page 1
-4
vV'/,\‘V N A 11 II/
í 8 L A N D S
'/j
13. B L A I)
SEPTBB. 1908.
I. ARG.
Ásgeir Sigurðsson,
kaupmaður og breskur vice-konsúll i Reykjavík.
Það þótti eigi all-litlum tíðindum sæta, þeg-
ar það fréttist fyrir nokkrum árum, að kaup-
maður einn í Reykjavík borg-
aðiöllvinnulaun manna þeirra,
er hjá honum unnu, og keypti
vörur af hverjum er liafa vildi
fyrir »peninga út í hönd« eins
og menn nefndu það. Ivvað
svo ramman að undrun sumra
yfir þessu óvenjulega peninga-
örlæti að þeir höfðu orð á því
við kaupmenn og sögðu: »að
hann þyrfti nú ekki að vera
að borga alt með peningum,
þeir gætu ósköp vel tekið út á
nokkuð af því«. En kaupmað-
ur sat við sinn keyp. Ivvaðsl
greiða þeim vinnulaun þeirra
og vörur með peningum og
fyrir þá ættu þeir svo að kaupa
sér nauðsynjar sinar, annað-
hvort hjá sér eða öðrum.
Kaupmaður þessi var As-
geir Sigurðsson, forstöðumaður
verzlunarinnar Edinborg. Aiúð 1895 stofnaði
Asgeir verzlunina Edinborg hér í Reykjavík með
félaginu Copland & Rerrie í Leith og lók þegar
upp þá reglu að láta hönd selja hendi, selja og
kaupa vörur einungis gegn peningum. Almenn-
ingur fann brátt, að verzlunin var fnun heppi-
legri en sú, er þeir áttu að venjast. Fjölgaði
því brátt viðskiftamönnum verzlunarinnar og það
svo mjög, að hinir stærri kaupmenn bæjarins
sáu, að við svo búið mátti ekki standa. Annað-
hvort urðu þeir líka að breyta til og kaupa
og selja vörurnar fyrir peninga eða þeir
áttu það á hættu, að Ásgeir tæki alla viðskifta-
mennina frá þeim, en þá vildu þeir ekki missa
og tóku því npp sömu aðferðina og Edinborg.
Árangurinn af þessari byrjun
Ásgeirs Sigurðssonar er sá, að
hér í höfuðstaðnum þekkist nú
naumast annað en peninga-
verzlun, og í mörgum kaup-
túnum landsins er peningaverzl-
unin komin á góðan veg.
Eins og menn vita, hafa
d a n s k i r u m b o ð s m e n n til
skamms tíma haft því nær alla
verzlun landsmanna í sínum
höndum, bæði kaup á útlend-
um vörum og sölu á íslenzk-
um afurðum. Og allir vitum
við það, að lítill þritnaður hef-
ir hinni íslenzku þjóð staðið af
því sambandi. Er það líka of-
ur eðlilegt, því þjóðirnar eru
mjög ólíkar. Og þegar þar við
bætist megn vanþekking á ís-
lenzkum atvinnuvegum og ís-
lenzkri verzlun, þá er ekki að
undra, þó að margt hafi aflaga farið.
I3egar Ásgeir Sigurðsson fyrir 10—11 árum
siðan byrjaði á því að kaupa saltfisk fyrir pen-
ínga, þá sá hann strax, að það mundi verða til
hins mesta gagns ef hægt væri að komast i beint
samband við verzlunarhús þau á Spáni og Ítalíu
er verzla með fiskinn, Honum hepnaðist líka
að koma því þannig fyrir, að Edinborg fekk þá
strax umboð frá nokkrum spönskum og seinna
ÁSGEIR SIGURÐSSON.