Verslunarblað Íslands - 01.09.1908, Page 2

Verslunarblað Íslands - 01.09.1908, Page 2
36 VERZLUNARBLAÐ ISLANDS ítölskum fiskverzlunarhúsum. Fyrsta árið keypti verzlunin kringum 800 skpd. af fiski og síðan hafa fiskkaupin vaxið með ari hverju. Þó að verzlunin væri þannig komin í beint samband við markaðslöndin, þótti Asgeir það (sambandið) ekki nægilega öruggt, og vildi hann koma því svoleiðis fyrir að hin spönsku og ítölsku verzl- unarhús yrðu meðeigendur í fiskverzluninni og árið 1905 urðu hin spönsku og ítölsku verzlun- arhús meðeigendur, og þannig myndað öruggt verzlunarsamband á milli framleiðendanna hér og neytendanna þar. Síðastliðin ár hefir verzl- unin keypt mjög mikið af fiski og á yfirstand- andi ári hefir hún keypt íisk fyrir alt að einni mill- ion króna og borgað hann allan með peningum. Hinn 5. nóv. 1907 var Ásgeir skipaður bresk- ur vice-konsúll fyrir Reykjavík. Yiljum vér sér- staklega benda á það, að Ásgeir er í reyndinni mjög óháður hinum breska konsúl í Færeyjum, þar sem hann stendur í beinu sambandi við utan- ríkisráðaneytið i Lundúnum, Foreign O/fice og Board of Trade. Verzlunin Edinhorg er óefað stærsta verzl- unin hér á landi. Hún hefir útibú á þessum stöðum: Akranesi, Keflavík, Hafnarfirði, ísafirði, Akureyi'i, Eskifirði og Yestmannaeyjum. Auk aðalstarfs síns hefir Ásgeir kaupmaður gegnt ýmsum störfum í bæjarins þarfir. Hann hefir átt sæti í bæjarstjórn og niðurjöfnunar- nefnd. Þar að auki hefir hann verið formaður ýmsra félaga hér í bænum. Það sem íslenzka þjóðin á Ásgeiri kaup- manni einkum að þakka, er það, að hann hefir fyrstur manna reynt og hepnast að nokkru leyti, að ríða slig á hið eldgamla og afaróhagkvæma verzlunarfyrirkomulag, er frá öðli hefir átt sér hér á Iandi og á sér, því miður, víða stað enn þá, — nefnilega vöruskiftaverzlunina, og að hann hefir unnið að því, að koma annari aðalverzl- unarvöru landsmanna, fiskinum, í hagkvæmara og öruggara markaðssamband en átt liefir sér áður stað. Ásgeir Sigurðsson er fæddur á ísafirði 28. sept. 1864 og er því á bezta aldri. Mun hann eiga enn þá mikið óstarfað í þarfir hinnar is- lenzku verzlunar og um leið í þarfir hinnar ís- lenzku þjóðar, því góð og hagkvæm verzlun er eitt af aðalskilyrðum þjóðfélagslifsins. Vel sé hverjum þeim er viimur að því. Hafnarmálið. (Frh.). í júliblaðinu röktum vér i fám orð- um sögu málsins og ber hún það ljóslega með sér að bæjarbúum hefir nú um mörg ár verið það eigi all-litið áhugamál að koma þessu mikil- verða máli í viðunanlegt horf. Vér skulum nú með fám orðum reyna að sýna fram á hversu afar þýðingarmikið það er, ekki einungis fyrir þennan hæ heldur fyrir alt landið, að máli þessu verði hrundið á- fram og sömuleiðis hversu ómetanlegt gagn góð höfn hér í höíuðstaðnum mundi hafa á alt verzl- unarlíf landsmanna, bæði út á við og meðal annara þjóða og inn á við meðal landsmanna sjálfra. Til þess að gjöra oss þetta ljóst skulum vér athuga ástandið eins og það nú er. Það er öllum vitanlegt sem nokkuð hafa ferðast hér á landi að enginn af kaupstöðum landsins er eins illa settur hvað snertir ferming og afferming skipa eins og höfuðstaðurinn. Á tsafirði, Akureyri og Seyðisfirði er nú búið að byggja stórskipabryggjur og gengur því ferming og afferming skipa þar mjög fljótt. En hvernig er þessu nú varið hér í höfuð- staðnum, — Jú, fyrst og fremst er höfnin sjálf (skipalegan) svo vond að mjög lítii trygging er fyrir skip að liggja hér á höfninni og ef ofviðri ber að höndum eru þau |)au nærri því að segja í meiri hætlu hér á höfninni en úti i rúmsjó, enda líður hér varla nokkurt ár svo að ekki reki skip liér á land eða rekist hvert á annað og laskisí þannig til stór skaða, og þó að oss vit- anlega hafi ekki orðið manntjón aí skipum þeim er strandað hafa hér í höfuðstaðnum þá er slíkt mildu fremur tilviljun ein og heppni lieldur en nekkuð annað, því ehki er svo glæsileg land- takan, hvorki við Arnarhól né Örfirisey, að hægt sé að segja, að lífi nokkurs manns sé borgnara en ffvar annarsstaðar sem vera skal, þótt hafn- leysa sé, en að eins munurinn sá, að hér verða menn að borga ekki all-Iítið fé til þess að fá að kasta hér akkerum hér á höfninni og öðlast þannig nokkurs konar einkaleyfi til þess að mega óátalið reka upp í klettana í kringum Reykjavík — brjóta skip sitt í höfuðstaðnum. Nú skulum vér lítilega athuga hvernig gengur með ferming og afíerming skipa hér í höfuðstaðn-

x

Verslunarblað Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verslunarblað Íslands
https://timarit.is/publication/217

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.