Verslunarblað Íslands - 01.09.1908, Síða 4
38
VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS
hans og viðgang, heldur einnig fyrir allt verzl-
unarlíf landsmanna í heild sinni og vegna þess
að hafnarmálið hér í höfuðstaðnum er velferð-
armál allra landsmanna, á alþingi nú þegar á
næslu fjárlögum, að veita fé til þess að byrjað
verði á hafnargerðinni. Yið höfum ekki ráð á
því að láta útlendinga taka lrá okkur alt gullið
við verðum að ná í nokkuð af því sjálfir. Hugs-
ið um málið, ræðið um málið ogritið um málíð,
og þið munuð komast að sömu niðurstöðu og
vér, að fullkomin stórskipahöfn hér í Reijkjavík
sé ein hin mesta nauðsyn fyrir verzlunartíf ís-
lenzku þjóðarinnar.
Pappírsiðnaður.
Árið 1860 var búið til svo mikið af pappír
i Bandaríkjunum, að það var jafnmikið og í
Frakklandi, Bretlandí og Belgíu til samans, enda
brúkuðu þau pappir aö sama skapi. Að papp-
irsgjörð unnu þá um 800 verksmiðjur þar í landi
með 3000 vélum og kostaði rekstur þeirra 27
milj. dollara. Þar var unnið úr 400 milj. punda
af tuskum, sem dregnar voru saman af 26 lönd-
um; mest var keypt frá Ítalíu, því þar var tusku-
verzlun mikil, bæði innanlands og við útlönd, t
d. Tyrkjaland og Grikkland. Pundið kostaði
um 15 aura, þegar búið var að koma því til
Bandaríkjanna. Á Bretlandi hinu mikla var og
mikill pappírsiðnaður. Þar voru um 850 verk-
smiðjur og flestar í Englandi; þær unnu rúm-
lega 100000 smálestir á því ári, og' var það tvö-
falt meir en verið hafði árið 1840. í Frakklandi
unnu 250 verksmiðjur rúmlega 75000 smálestir;
þar jókst pappírsiðnaður mjög siðar. í Belgíu
voru undir 30 verksmiðjur og unnu um 15000
smálestir.
Árið 1904 voru unnar meira en 5 miljónir
smálesta af pappir á jörð vorri, að því þ'ó und-
anskildu, sem unnið er t. d. í Kína og enginn
veit hvað er mikið. Af því eru 3 milj. smálesta
unnar í Bandaríkjunum, 850000 í Þýzkalaudi,
500000 í Bretlandi o. s. frv. Svo er áætlað, að
pappír sé búinn til fyrir að minsla kosti 1%
milliard króna árlega.
Venjulega er mikið af pappír flutt út þaðan
sem mest er unnið af honum, til þeirra landa,
sem rninna framleiða. Þó kaupa sum þeirra
landa, sem mestan pappír framleiða, olt töluvert
frá útlöndum, en það eru þá venjulega sérstak-
ar tegundir, sem minna eru unnar heima fyrir.
Bretland hið mikla kaupir t. d. árlega 300000
smálesta frá öðrum löndum, en selur 100000
smálesta. Austurríki framleiðir miklu minna af
pappír en Bretland, en miklu meira er ílutt
þaðan til annara landa. I Bandaríkjunum er
unninn meiri pappír en i nokkru öðru landi, en
svo mikið er hrúkað þar heima fyrir að ekki er
selt meír en hér um hil 85000 smálestir til út-
landa.
í Bandaríkjunum er pappíseyðslan 17 kg.
á livern mann og hér um hil jafnmikið á Bet-
landi. í Þýzkalandi er pappírseyðslan l3l/2 kg.
á hvern íbúa, í Frakklandi 9 kg., í Austurríki
8V2 kg. og i Ítalíu 7 kg. Aftur á móti er papp-
irseyðsla Búlgaríu ekki nema 1 kg., i Kína %
kg. og í Austur-Indlandi einungis 100 grömm á
íbúa hvern.
Samkvæmt þýsku fagblaði í þessari grein er
heimsframleiðslan af pappír ásamt pappa og
öðru þess háttar, kringum 7 milliónir smálesta —
þar af 31°/o prentpappír, 16°/o umbúðapappir,
10% pappi og 10% skrifpappír, og einungis 6%
af allri heimsframleiðslunni er unnið úr tuskum.
Nú á dögum er pappir mestmegnis unnin
úr trjáviðarefnum. Af slíkum trjáviðarefnum er
mest ílutt frá Sviþjóð og Noregi. Þá frá Kan-
ada og ýmsum öðrum löndum. Trjáviðarefna-
útílulningur írá Kanada hefir vaxið gevpilega
hin síðari árin, enda eiga þeir ýmiskonar verk-
smiðjur í þeirri grein. Hin stærsta verksmiðja
þar í lapdi í þeirri grein er: »the Laurentide
Pulp and Paper Co«, sem árlega framleiða 60,000
smálestir af trjáviðarefni og veita kringum 3000
manna atvinnu.
Yfirleitt stefnir iðnaðargrein þessi að því tak-
marki að sameina pappírsvesksmiðjurnar og trjá-
efnaverksmiðjurnar. —
í Bandaríkjunum er árlega unnin pappírúr
1.200.000 smáleslam af trjáviðarefnum og úr
230.000 smál. af tuskum, úr 350.000 smál. af
gömlum pappír og 370.000 smál. af hálmi. Úr
þessu efni vinna kring um 770 verksmiðjur er
tll samans hafa 170 millionir dollara starfsfé.
Veita alt að 50.000 mönnum atvinnu og fram-
leiða árlega fyrir 130 millionir dollara. Af risa-
verksmiðjum þar í landi í þcssari grein má nefna
verksmiðjuna í Milwauku. Hún framleiðir ár-