Verslunarblað Íslands - 01.09.1908, Síða 6
40
VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS
an sig í hendur réttvísinni fyrir margra ára
skjalafals og þjófnað. Eftir því, er síðustu blöð
skýra frá, hefir hann leikið þessa list síðan 1891.
Maður sá, er fengin hefir verið rannsókn
málsins i hendur, heitir Schou og er dómari við
7. sakamáladeild (Kriminalkammer). Hefir hann
látið flytja allar föggur Albertis til lögreglustöðv-
anna og er nú unnið kappsamlega að því að
rannsaka skjöl og skrif hans, og hefir meðal
annars fundist, að Alberti hefir tapað stórfé á
kauphallargróðabralli (Börsspekulationer) i Lund-
únum. Álitið er, að mest af því fé (kringum 6
millíónir) muni hann hafa tapað á bralli með
gullnámahlutabréf. En peninga þá er hann hef-
ir brallað með þar í Lundúnum, kvað hann
hafa tekið frá »Smöreksportforeningen« og það fé-
lag muni tapa alt að 3—4 millíónum króna við
fall hans.
Fyrrverandi landbúnaðarráðherra Ole Han-
sen er fyrir nokkrum vikum var gerður að ein-
um af forstöðumönnum þjóðbankans danska,
hefir nú sagt þeim starfa lausum. Hann var,
eins og kunnugt er, varaformaður í »Den sjæl-
landske Bondestands Sparekasse« og hefði verið
það í mörg ár.
í ýmsum löndum er mjög mikið talað um
þetta Albertihneixli og mælist það alstaðar illa
fyrir og þykir þjóðarskömm fyrir Dani.
Hversu víðtæk áhrif þetta Albertismál kann
að hafa í Danmörku er ekki unnt að segja neitt
um að sve stöddu. En áreiðanlegt er það, að
landbúnaðurinn danski J)ýður stórhnekld.
Bú AU)ertis hefir nú verið tekið til þrota-
búsmeðferðar og heitir sá Bulow er um það á
að Ijalla og er hæstaréttarmálaflutningsmaður.
En hvað sem öllu liður, er vonandi að
sliaðsemdaráhrifin liomist ekki nálægt peninga-
stofnunum olvkai’.
GullfVamleiðslan í Kbodesíu. Úr gullnám-
unum i Bhodesiu voru unnar í síðastl. júlímán.
57,271 Unzur, er metnar voru 228,151 Lst.
En í júní 1907 voru unnar 57,426 U. og í
júlí 54,271.
Alls hafa verið unnar á þessu ári 358,746
Unzur, en í fyrra nam öll framleiðslan 346,046 U.
Verzlnn Siberiu utanlands. Innfluttar vörur
til Siberiu 1907 hafa numið 70,582,32 Dinara,
stórum meira en nokkru sinni fyr. Iinnfl. baðm-
ullarþráður fyrir 6 milljónir dinara. Unnin
baðmull nálægt 7 millj.
Prentpappír 713,151.
Þurkaður, reyktur og saltaður fiskur 139,122.
Postulínsvarningur 162,629.
Útfluttar vörur svo sem blóm og allskonar
korntegundir námu milli 30—40 millj., miklu
meira en nokkru sinni áður.
Eldsvoði. í Núgata i Japan, kom upp óg-
urlegur eldsvoði fyrir skemstu, 4000 hús brunnu,
ógrynni IV)lks i hræðilegustu vandræðum.
Landbúnaðarbanki í Mexikó. Nýlega lxefir
hlutafé landbúnaðarhankans í Mexikó verið auk-
ið um 10 millj. króna. hluta þessa fjár tek-
ur stjórnin til að koma í framkvæmd ýmsum
landbúnaðar og vatnsveitu fyrirtækjum, en %
hluta fjárins notar banldnn; en að sögn kvað
stór hluti þess vera eign kaþólsku kirkjunnar.
Námuvinna heimsins. Sagt er að nú á tim-
um vinni alt að 5,350,000 manns að námugreftri.
Fullkominn helmingur af þessu fólki vinnur í
kolanámum.
í kolanámum á Englandi vinna 867,000
manns og er það meira en í nokkru öðru landi.
Samt sem áður framleiðir England ekki eins
mikið af kolum og Bandaríkin, en þar vinna
ekki nema 641,000 í kolanámum. í Þýzkalandi
vinna 569,000 manna við kolanámur, í Frakk-
landi 178,000, í Belgíu 139,000, í Austurríki 121,-
000 og á Indlandi, þar sem þó er skortur á fólki
til þessarar vinnu svo að það stendur námugreftr-
inum fyrir þrifum, vinna þó framt að 99,000
manns íkolanámum. — Árið 1906 var kolafram-
leiðsla heimsins 1,013 millj. smálestir og aðpen-
ingaverði 344 milliona sterlingspunda. Sama ár
vargullframleiðsla heimsins 598,636 Ivg. og að
verðmæli talið 82 millio nir sterlingspuna virði.
Þar af framleiddi Bietaveldi ca 61°/o og Banda-
ríkin 233/<°/o.
Tranzvaal er nú mesta gullland heimsins.
Þaðan koma c. 30°/o af gullframleiðslunni, þá
Ástralia með c. 18% og Ivanada, Indland, N}Tja-
Sjáland og Bhodesia með til samans kringum
11 proc.
I járnframleiðslunni ern Bandaríkin liæzt á
blaði. Árið 1906 var framleiðsla þeirra af járn-
málmi nálægl 258A millíónir smálesta. Næst
þeim var Þýzkaland með 7 millíónum smálesta.