Verslunarblað Íslands - 01.09.1908, Page 8

Verslunarblað Íslands - 01.09.1908, Page 8
42 VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS Nokkrir vélarbátar frá Vestmannaeyjum hafa í sumar íiskað á Hjallasandi undir Jökli. Kváðu þeir hafa fiskað i hezta lagi en mist mikið af veiðarfærum. Þessi byrjun vestmannaeyinga er spor í rétta átl, að færa sig á milli veiðistöðvanna eftir því hvar mestur er allinn. Hlutafélagið Örum k Wulff liefir i sumar selt allar verzlanir sínar hér á landi dönskum kaupmanni Henriksen að nafni. Félag þetta hefir nú um langan aldur rekið verzlun hér á landi. Hefir það þótt ærið afturhaldssamt og gamaldags. Hverníg hinum nýja eiganda tekst að hæna að sér fólk er ekki auðið að segja að svo stöddu. Á Norður- og Austurlandi hefir grassprelta verið í góðu meðallagi, en nýting hefir verið á- gæt, því aldrei hefir komið skúr úr lofti. Sunnan- og Vestanlands hefir grasspretta einnig verið í betra lagi, en nýting hefir ekki verið sem bezt sökum hinna stöðugu óþurka er gengið hafa nú síðari hluta sumarsins. Fiskiskipin í Reykjavík. Þau eru nú flest komin og hafa fiskað frekar vel. Liggja mörg þeirra hér á höfninni, en verður brátt lagt í vetrarlagi og verða ekki hreyfð til fiskiveiða fyr en í marzmánuði næsta ár. Mestur hluti þeirra manna er á skútunum hafa verið mun nú vera atvinnulaus. Er slíkt ærið þunghært mörgum hverjum er eigi hafa annað að treysta en dag- lega vinnu sína. Botnvörpungunum hefir gengið ágætlega að afla enn þá sem komið er. »Jón forseti var á sildveiðum um tíma á Siglufirði og allaði ágæt- lega. 4000 tunnur á hálfum mánuði að því er sagt er. Skýrsla sú, er hér á eftir, sýnir hversu mik- ið af saltfiski hefir árlega verið flutt héðan af landi bui’t á tímabilinu 1881 til 1905 (vei'zlunar- skýrsla 1905). Saltfxskur er og hefir verið um hríð aðali vara, sem landsiuenn hafa flutt út. Þegar fiski- tegundirnar (þoi'skur, smáfiskur, ísa, harðfiskur, langa, upsi og keila) eru lagðar sarnan, verður útflutningui’inn: 100 pd. af sallfiski 1881—85 meðalt. 129.446 1886—90 — 183.259 1901 .............. 268.126 1902 ............. 307.905 1903 ............. 307.546 1904 ............. 283.822 1905 ............. 319.408 Virði í pús. kr. 2.153 2.142 3,976 4.649 4.836 4.896 5.919 1849 voru flntt út 52.480 Ctn. (100 pd.) af saltfiski fyrir 287 þus. krónur, og 10.380 Ctn. af harðfiski fyrir 81 þús. kr. Þyngdin er samtals 62.860 Ctn., eða Vb af því sem út var flutt 1905, og verðið er alls 368 þús. kr. Veiðið er að nafninu til 7« af því sem fékst fyrir saltfiskinn 1905, en í rauninni 78 eður lítið meii'a, ef þess er gætt hve mjög peningar hafa fallið i vei'ði frá 1849—1905. Fólkstalan 1850 var 50000 manns. Norskur blaðaniaður, P. Lykke-Læst að nafni, var hér á ferð nýlega. Ferðaðist hann fyrir ýms hlöð í Noregi og skrifar hann um ferð sína þegar hann kemur heim. Sömuleiðis átti hann að kynna sér verzluuarhætti hér. Af andvirði aðfluttrar og útfluttrar vöru kom 1905 á kaupstaðina fjóra: Aðflutt í Útflutt í Að-ogútll.í 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. Reykjavík . . . 4.742 2.806 7.548 ísafjörður . . . 931 1.274 2.205 Akureyi'i . . 1.096 787 1.883 Seyðisfjörður . . 531 604 1.135 Alls 7.300 5.471 12.771 Viðskifti þessara fjögi'a kaupstaða við önnur löntl er 44 af hundraði af viðskiftum alls lands- ns við önnur lönd, og viðskifti Rvíkur einnar- við önnur lönd er 7* hluti allra viðskifta vorra VÍð þau. (Verzlunarskýrslur 1905). Verzlixnarblað Islands kemur út minst einu sinni í mánuði, minst 12 síður. Verð innanlands 3 kr., er borgist fyrir lok október- mánaðar. Erlendis 5 sh. Borgist fyrirfram. Uppsögn skrifleg, sé komin til útgefenda fyrir 1. maí. Afgr. Kirkjustræti 8. Talsími 180. Eigendur og ábyrgðarmenn: GRIMÚLFUR ÓLAFSS0N og ÓLAFUR ÓLAFSS0N Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Verslunarblað Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verslunarblað Íslands
https://timarit.is/publication/217

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.