Vínland - 01.01.1905, Page 2

Vínland - 01.01.1905, Page 2
Frelsishreyfingar Rússa. Þess verður líklega ekki langt að bíðaað ein- hver breyting verði á sbjórnarfari Ktíssa. Þjóðin er að valtna og er ntí farin að láta til sín heyra og krefjast rtíttar síns. Það lítur tít fyrir að mikil umskifti hafi áorðíð par í landi síðan harðstjórinn Plehve féll frá, því síðan hafa opinberlega komið fram kröfur um stjórnarbót frá þjóðinni, en áður þorði htín aldrei að láta til sín heyra, og bar alla ktígun og réttleysu með þögn og þolinmæði. Áð- ur þorði enginn að láta sjást neitteftirsig á prenti annað en það, sem harðstjórarnir vildu heyra, en ntí eru blöð Ktíssa og tímarit farin að ræða stjórn- armálefni þjóðarinnar frá frjálf.lyndu sjónarmiði, og gefa daglega ýmsar bendingar um stjórnarbæt- ur, og engir eru barðir né sendir til Síberiu fyrir það að vera svo djarfir að segja eitthvað um stjórn'na annað en eintómt hól. Blöðin á Rtíss- landi ræða ntí djartiega um stjórnbreytingu,en fyr- ir þrem mánuðum siðan mundi það hafa verið iandráðasök. Útlagar hafa margir komið heim aftnr frá Siberiu og margir, sem setið hafa í fang- elsi fyrir pólitisk afbrot, hafa verið náðaðir. Mörg dj blöð hafa alt i einu risið upp til þess að tala máii frelsisins, og sum gömlu blöðin fara liörðum orðum um forna harðstjórn og spá öllu fögru um nýja frelsisöld, sem ntí fari í liönd. Ktíssneska þjóðin, sem er aðalkjarni eins mesta stórveldis jarðarinnar, hefir aldrei ráðið neinu um sinn eiginn hag. Tveir þriðjungar þjóð- arinnar eru b*ndur, og bændalýðurinn á Rtíss- landi hefir ávalt átt við ánauð að btía. Þeir hafa ekki haft meiri rétt á sér en skynlausar skepnur, og þeir hafa orðið að vinna baki brotnu til þess að geta borgað skatta og skyldur, þvi stjórnin og lánadrotnar þeirra talra af þeim flest, sem þeir geta við sig losað, og til þess að halda þeim sem fastast í þessu þrældómshafti hefir stjórnin lagt bann fyrir að láta þá njóta neinnar mentunar, og törn þeirra hafa ekki mátt ganga á skóla, því það er alkunnugt að fáfræði viðheldur bezt öllum þrældómsanda. Alt vald hefir veriðí fárra manna höndum, sem breyta lögum og haga framkvæmd- um eftir eigin geðþótta, en fara ekkert að vilja eða ráðum þjóðarinnar, enda mun það sannleikur að stí þjóð, sem um margar aldir hefir verið þann- ig lxaldin í fáfræði og ánauð, hafi reyndar engan vilja eða löngun til að sjá um sig sjálf. Það er vanalegt að þær þjóðir sem eiga við þess konar kjör að btía rumska ekki fyr en einhver ytri áhrif verða til þess að vekja þær. Og ntí þykjast menn sjáað ófriðursá.er Rtíss- ar eiga ntí í við Japana, muni verða til þess að vekja þjóðina svo htín finni til þeirra ranginda er htín hefir alt til þessa dags þolað kúgunarvaldi harðstjóranna. Það er i raun og veru ekki keisarinn sjálfur, sem öllu ræður á Rússlandi, þó hann sé einvald- ur kallaður, heldur eru það hirðmenn hans og ráðgjafar, sem hafa hann að miklu leyti í hendi sér, og sjá svo um, að hann fái ekki annað að vita um hagi þjóðarinnar, en þeim beztlikar, og horfa ekki í að rangherma þær fregnir er þeir færa hon- um, ef þeim svo sýnist, til þess að hann skeri tír málum eins og þeim þykir bezt við eiga. Iílerk- arnir hafa altaf verið í verki með og oft hafa þeir ráðið mestu í löggjöf og framkvæmdum. Þessir menn hafa altaf staðið sem steinveggur milli keis- arans og þjóðarinnar, svo hannhefir aldrei náð að kynnast þjóðinni nógu vel til þess að þekkja og skilja hagi hennar og þarfir. Þetta sá Alexander II., er hann kom til ríkis á Rtísslandi, því hann var vitur maður og hinn bezti keisari, er Rtíssar hafa átt. Þá var hart í ári á Rússlandi og þjóðin var hart leikin eftir Krím- stríðið. Hið fyrsta, sem hann gerði, var að reisa við herinn og koma á hann nýju og betra skipu- lagi, því næst reyndi hann að leysa bændur tírá- nauð, og aðskyldi dómsvaldið frá öðrum stjórnar- störfum og bætti dómstólana að mörgu leyti. Hann sá það einnig að það mundi verða miklu happasælla fyrir þjóðina, að hvert hérað eða sýsla hefði sína eigin fulltrtía til þess, að bera nauð- synjamál sín fyrir stjórnina, heldur en láta em- bættismanna klíkuna i Pétursborg gera það, sem lítið eða ekkert vissi um það, hvers við mundi þurfa í fjarlægum landshlutum, og var auk þess samvizkulítil og ábyrgðarlaus um fiest sín störf. Þá var það að hann leyfði þjóðinni að kjósaraenn í hverri sýslu, til þess að stjórna vissum sveitamál uin, og gefa stjcrninni árlega skýrslur liver frá sínu héraði. Þessir sýslunefndarmenn voru nefnd- ir zemstvo, og var þeirra fyrst getið í boðskap keisarans árið 1859, en fimm árum síðar (1864) var með lögum ákveðið starf þeirra og embættisvald. Þeir voru í fyrstu kosrir af þrem kjörflokkum: landeigendum, bæjarbtíum ogalþýðu í sveitum,og þeim var falið á hendur að sjá um vegagerð, út- vega læknishjálp fyrir fátæklinga, stofna alþýðu skóla, safua ýmsum skýrslum og sjá um það, að verkamenn liðu ekki liungur og sjtíkdóma hjálp- arlausir. Þessir zemstvos urðu bráttnokkurs kon- ar vísir til þjóðræðis, þó í smáum stíl væri. En það leið ekki á löagu áður stjórnarklikunni í Péturs borg þótti nóg um aðgerðir þeirra, og bar þeim það á brýn, að þeir tækju sér meira vald en þeim væri veitt og skiftu sér af málum, sem þeim kæmi ekkert við. Einkum varð skólamálið að miklu ágreiningsefni, og mentamála ráðgjafi keisarans neitaði algerlega að viðurkenna það, aö zemstvos hefðu vald eða rétttil að stofna skóla eða nokkrar aðrar mentastofnanir. Margir æðstu embættis- menn srjórnsrinnar fengu ntí einnig grun um að þetta alþýðu ráðaneyti væri farið að hugsa meira en góðu hófi gengdi um frelsi og þjóðræði,og um 1880 var svo komið að stjórnin gaf zemstvos það að sök, að þeir væru oddvitar byltingamanna á Rtísslandi,og þáfór að koma hver boðskapurinn ó fætur öðrum frá ráðgjöfunumog enda keisaranum sjálfum, er allir miðuðu að því að takmarka vald alþýðu fulltrúanna. Loks var kosningu þeirra breytt svo að auðugir aðalsmenn og borgarar í stórbæjum voru hinir einu er má'tu kjósa þá, en bændur höfðu engan kosningarrétt. Þetta varleitt í lög í júní 1890 og næsta ár var þeirn bannað að gefa tít bækur eftir ýmsa helztu ritliöfunda Rtíssa, en það höfðu zemstvosáðurgert til þess að alþýða ætti kost á að kynnast því er bezt var í bókment- um þjóðarinnar. Leiddi þetta til þess að síðan hefir mest verið prentað af lélegu sögurusli og öðrum iánýtum bókum fyrir almenning. Zemstvos urðu nú lítið annað en nafnið eitt, og þegar ófrið- urinn milli Rtíssa og Japana liafði staðið nokkra inánuði báðu þeir stjórnina að leyfa sér að halda opinberan fund, þar sem þeir allir gætu mætt til þess að koma á samtökum í þv! skyni að hjálpa særðum hermönnum; en stjórnin kvaðstekki leyfa þeim það, en sagði þó jafnframt að þeir mættu halda fundi til þess að ræða þetta málefni hver í sinni sýslu eða umdæmi, og svo mættu þeir veita alla þá hjálp, er þeir gætu hver í síuu lagi: en að koma á almennum samtökum til þess um alt Rvíss- land, þótti stjórninni ísjárvert, ogþað var ekki nærri þvíkomándi. Þannig voru zemstvos á Rtísslandi þegar Plehve féll frá: valdalausir, og sviftir öllum þeim rétti er þeir áður höfðu i héraðsmálum. En þeir voru öllum öðrum fróðari um hagi og þarfir al- þýðunnar á Rússlandi, og skildu tilfullnustu hugs- unarháttinn og vissu vel um allar andlegar hreyf- ingar og vi'ja bændalýðsins, sem stjórninni var öldungis ókunnugt um og hafði alt t.il þessa ekk- ert hirt um. En ntí var svo komið, að stjórnin sjálf var í vanda stödd og þurfti að leytaánáðir þjóðar- innar og fá hjá henni l'é og mannafla til þess að rétta hlut sinn eftir ófarirnar í viðureign sinni við Japana, og þá lá það næst að koma sér vel við zemstvos, sein lengi liöfðu verið fulltrúar alþýð- unnar, og reyna að fá þá til að títvega stjórninni fulltingi þjóðarinnar. Þess vegna var það, að hinn nýi ráðgjatí Rtíssa keisara, Mirski, var liinn blíð- asti við alla zemstvos og hét þeim því skömmu eft- ir er hann kom tll valda, að þeir skyldu fá að halda alsherjar fund til þess að ræða um það hveraðferð væri heppilegust til að hjálpa særðum hermönn- um og bauð þeim til þess fundarhalds einn sam- komusal ráðaneytis síns í Pétursborg, og bætti því við að hann skyldi sjá urn að stjórnin viðurkendi, að fundargerð þeirra væri lögmætt embættisstarf. Það hafði aldrei áður borið við á Rtísslandi að stjórnin leyfði alþýðu að senda fulltrúa á alsherj- ar fund, og þótti það því miklum tíðindum sæta. Fundardagur var ákveðinn 19. nóvember 1904. Allir sýslunefndarmenn eða zemstvos um alt Rússland fögnuðu mjög þessu fundarleyfi,og þeim óx hugur og áræði við þessi vinahót stjórnarinnar, og vildu ntí láta henni í ljós ánægju sína með því að bjóðast til að gera meira en þeir Ifyrstu höfðu ætlað á fundi þessum. Þeir gerðu þá menn á fund ráðgjafans með þá orðsendingu, að þeir mundu á fundi þessum ræða það hvernig bezt yrði hjálpað særðum hermönnum eins og ráð var fyrir gert, en auk þess mundi verða tekið til umræðu ástand al- þýðunnar á Rtísslandi, því htín ætti yfir höfuð við skort og bág kjör að btía siðan stríðið hófst, og tír því mætti hæglega bæta, eða að minsta kosti væri auðvelt að afstýra meiri vandræðum, ef hyggilega væri að farið, og þeir kváðust mundu ræða um það hver ráð væru heppilegust til að ráða bót á þessu; ennfremur gáfu þeir í skyu að þeir mundu segja eitthvað um það, að þjóðin fengi þingræði. Mirski ráðgjafi tók þessu fremur fálega. Kvaðst ekki vilja banna þeim að ræða hagfræðismál þjóð- arinnar, og ekki heldur hafa vald til að leyfaþeim

x

Vínland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.