Vínland - 01.01.1905, Síða 3

Vínland - 01.01.1905, Síða 3
það. En það sagði hann næði engri átt, að þeir færu að tala um þingræði. — Þegar stiórnarmenu frðttu þetta urðu þeir óðir og uppvægir, og sögðu þegar að zemstvos hefðu gert samsæri gegn stjórn- inni og keisaranmn og ætluðu að koma af stað stjórnarbyltingu með þessum fundi sínum. Svo sögðu þeir keisaranum alla söguna á sína vísu, og hann reyndist ekki liygnari en svo, að hann lót að orðum þeirra og skipaði Mirski ráðgjafa að aftur- kalla leyfl sitt og banna zemstvos að halda fund þennan. Þegar zemstvos heyrðu þetta afróðu þeir þeg- ar að liirða ekkert um leyfi stjórnarinnar eða lög- mæti fundarins,en halda hann eftir semáður þánn dag, sem ákveðinn var; og það gerðu þeir. 19.nóv. þykir nú merkisdagur í sögu Rússa, því þann dag hóldu zemstvos, fuiltrúar alþýðunnar, alsherjar fund og ræddu þar ýms nýmæli, sem aldrei fyr hafa verið rædd af rússneskum þjóðfulltrúum. Þeir lióldu fund sinn fyrir loknðum dyrum, ogsátu á því þingi í þrjá daga. Er.gum öðrum var leyft að komaí þingsalinn, og bannað var að birta neitt af því á prenti, sem þar gerðist, en að öðru leyti hlutaðist stjórnin ekkert til um gerðir þeirra, og um það var áður sami 1 við Mirski ráðgjafa. Með miklum meirihluta gerði allur þingheimur þá á- lyktun, að hið núverandi stjórnarfyrirkomulag á Kússlandi stæði í engu samræmi við þarfir og stefnu þjóðarinnar, því hún þyrfti að fáfulla hlut- deild í sínum eigin stjórnarstörfum framvegis. Stjórn liennar, hverju nafni sem hún nefndist, ætti að vera lögbundin, og bera fulla ábyrgð verka sinna, og öll löggjóf ætti að miða að því að vernda og viðhalda jafnrétti allra rússneskra borgara, og veita fullkomið málfrelsi og prentfrelsi, og þjóðin ætti að eignast fulltrúaþing um aldur og æfi, sem hefði vald til aS semja lög, hafa eítirlit með fjár- hag ríkisins og gæta þess að etnbættismenn van- ræktu ekki skyldur sínar gagnvart þjóðinni. Þessa þingsáliktun fékk forseti zemstvos-þingsins ráð- gjafanum í hendur, og hann hét að afhenda hana keisaranuin. Ilver álirif þetta muni liafa veit enginn enn. Hinn mentaði hluti þjóðarinnar ger- ir sér góðar vonir, sósíalistar og verkamenn segja það skuii hafa framgang, en stúdentar og annar æskulýður lætur öllum illum látum og getur ekki beðið. En keisarinn er einvaldur og hefir allan herinn í liendi sér, og það hagnýtir hann sér að líkindum eftir því, sem hann hefir vit til. Ilússakeisari þekkir sögulegan viðburð, sem hann gæti tekið sér til fyrirmyndar ef hann hefði vit og þrek til að ráða fram úr þeim vandræðum, sem nú vofa yfir þjóð hans og stjórn. En sá við- burður gerðist einmitt í Japan þegar keisarinn þar gaf þjóð sinni fulltrúaþing ótilkvaddur, og af- salaði sór þeim einveldisrétti, sem ættmenu hans liöfða haft lengur en nokkur önnur konungaættí heimi; en tign hans og vald var samkvæmt þjóð- trúnni guðlegt að uppruna eins og ætt hans, og þjóðinni kom ekki til hugar að fara fram á það að liann slepti tilkalii til neins af því. En það Htur ekki út fyrir að Kússakeisari só það mikilmenni, að hann geti veitt þjóð sinni það sjálfræði, sem hún heimtar nú af honum hvað þá heldur nokk- uð meira. Viðureign Japana og Rússa á Sjó. Nú er lokið öllum ófriði & sjó við aust- 'urstrendur Asíu, að minsta kosti um stundar sakir. Floti Rússa þar eystra er alveg úr sögunni, og .fapanar hafa pví við ekkert að berjast á sjó fyr en Eystrasalts-floti Rússa kemur austur pangað, ef þaðverður nokkurn tíma. Viðureign pjóða pessara á sjó pykir mjög merkileg. Enginn mikil sjóorusta hef- ir verið háð, en pó hefir mikill herskipa floti verið gjöreyddur og annar beðið stórtjón, pví Rússar eiga nú ekkert sjófært skip eftir af Port Arthur flotanum og ekki nema tvö eða prjú í Vladiwostock, en Japanar hafa misttvö I af mestu herskipum sínum og mörg smærri. í pessu stríði voru nútíðar herskip fyrst reynd svo teljandi sé. í stríðinu milli Japana og Kínverja voru að vísu nútíðar herskip 1 sjó- orustunni við mynni Yalu-elfar, en par voru skip Kínverja bæði fá og illa útbúin, svo að ekki var liægt að sjá af peirri viðureign hvern- ig vel búin nútíðar herskip mundu reynast í sjóorustu. En af pessu stríði iiafa menn lært 'miklu meira, og allar stórpjóðir heimsins hafa sent ýmsa beztu menn úr sjóliði sinu austur pangað sem flotar Japana og Rússa hafa hald- ið til, og peir menn hafa gefið nákvæmar gæt- ur að allri viðureign pessara pjóða á sjó, og peir hafa nú gert grein fyrir pví, er peir sáu par og lærðu, og dregið af pví ýmsar álykt- anir.—Einn helzti sjóliðsforingi Bandamanna, sem var par eystra og veitti pví nákvæmaeft- irtekt hverju fram fór á sjó, hefir látið í ljós skoðanir sínar á pessa leið: „Hið helzta, sem eg hef lært af pví, að veita stríði pessu eftirtekt, er pað, að ekkert er meira vert en að vera vel við öllu búinn í byrjun. Japanar höfðu búið sig undir ófrið pennan í tíu ár. Þeir liafa allan pann tíma látið sjólið sitt æfa sig næstum hvíldarlaust, og sent sjóliðsforingja sína og vélafræðinga um heim allan, til pess að sjá með eigin aug- um hvað bezt væri og fullkomnast í herskipa- útrrerð hverrar pjóðar. Þeir létu smíða hvert herskipið á fætur öðru, eins fullkomin og beztu herskipasmiðir gátu gert pau á Eng- landi, Þyzkalandi og ú B.indaríkjunum, og ekki var til neins sparað, sem purfa pótti, en þess varlíka gætt, aðlego-ja ekkert í kostnað til óparfa. ,,En pegar Japanar liófu stríðið með at- lögu sinni að herflota Rússa á höfninni í Port Arthur 8. febrúar, um kveldið, voru Rússar öldungis óviðbúnir. Það kveld var blæja- logn og niðamyrkur, og mælt er að einn for- inginn í liði Rússa hafi sagtj hálfgerðu spaugi, að petta væri ákjósanleg nótt til að gera á- hlaup með tundurvélum, og flestir hinir foringjarnir hlógu að pví, en pó var afráðið að nokkrar fallbyssur skyldi hlaða einhvern- tíma seinna um nóttina, eins og búist væri við tundurbátuin til málamynda. Stark, sem pá var flotaforingi, hafði boðið mörgum undirforingjum til veizlu, pví það varafmæli konu hans, og þeir sátu allir við drykkju í landi, og þeir undirforingjar, sem ekki voru boðnir, voru flestir að skemta sér einhvernstað- ar upp í bæ, það kveld. Engum peirra datt í hug að nein hætta væri á ferðum. Þeir pótt- ust sannfærðir um að Japanar mundu aldrei hefja ófrið við hið voðalega Rússaveldi, og höfðu pví um marga undanfarna mánuði lít- inn eða engan viðbúnað haft á herskipum §ín- um. Og víst er það, að ef Japanar l.efðu vit- að, hversu óviðbúinn og varnarlaus floti Rússa var, hefðu peir hæglega getað sökt hverju einasta skipi Iiússa á höfninni í Poit Arthur pá nótt, en pað varð líússum pú til bjargar, að Japaner vissu pað ekki, en bjuggust við hörðum viðtökum og lögðu því frá til að forða sér er þeir höfðu skemt að eins þrjú herskip Rússa. Japanar gerðu enga atlögu með flota sínum en sendu að eins H) tundur- báta inn á höfnina, og frú peim bátum hleyptu peir að minsta kosti 30 tundurvól- um á skip Rússa, en að eins þrjár at peim hittu skipin, hiuar fóru allar til einskis. Eftir pa.ð beittu Japanar ávalt mest uindurbátum sínum pegar þeir áttu við Rússa á sjó, en hittu sjaldan neitt með peim. í sjóorustunni 10. ágúst 1,1 eyplu peir ekki færri en 50 tund- urvélum að skipum Rússa, en engin peirra hitti,og aldrei gátu Rússar heidur komið tund- urbátuui sínum svo í færi við heri-kip Jap- ana að neitt sakaði pau. Fyrir áræcis sakir og hugrekkis eru Japanar taldir beztir tund- urvél tmenn í heimi,og pað að peim tókst ekki betur en petta með þær, pykiísyna til full- nustu, að tundurvélar geti í raun og veru unn- ið herskipum lítið tjón, ef nokkur vörn erfyrir. TogOjflotaferingi Japana,hefirfengið orðá sigumheim allan fjrirhreysti og lierkænsku. Hann á það að mörgu leyti skilið, pvi hann er gætinn og hugmikill herforingi. En eng- inn áhlaupamaður ör har.n í neinu. Hann fer svo varlega að öllu að flestir, sem eftirtekt veita herstjörn hans, álíta hann of varkáran með köfluin. Það er líklegt að Japanar hafi frá byrjun ófriðarins ásett sér að hlífa sem mest beztu herskipum sínum, pví peir sáu að alt hermagn þeirra bæði á sjó og lardi var undir pví komið, að herskipiun yrðu sjálf fyr- ir engum peim áföllum, er yrðu flotanum svo^ til hnekkis að liar.n héldi ekki fullum yfináð- um á sjó milli Japan og Aslustranda. En víst er pað að Togo lagði aldrei fram hinum miklu bryndrekuin flota síns til orustu ef liann gat hjá því komist, en beitti jafnan hinum smærri herskipum og tundurbátummest, peir- ar hann gat pví við komið. En það má telja víst að hann hefði fyrir löngu síðan getað gjöreytt flota Rússa ef hann hefði lagt að honum með öll herskipsín, og með því móti hefði hann getað afstfrt miklu manntjóni og líklega mist færri skip en raun varð á“. í>eir, sem enn eru ekki búnir að berga fyrir pennan yfirstandandi árgamr Vínlands eru vinsamlega beðnir um að borga liann nú þegar til „Vínland Publishing Company“.

x

Vínland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.