Vínland - 01.04.1906, Qupperneq 1

Vínland - 01.04.1906, Qupperneq 1
VINLoAND Y. árg. MlNNEOTA, MINN., APKÍL 1906. Nr. 2. Til Nýrra Kaupenda. Kaupendum Vínlands hefir fjölgað svo stórkostlega síðastliðinn mánuð, að upplagið af fyrsta blaði fimta árgangs er þrotið, og get- um vér p>ví eigi sent J>að öllum, sem um J>að hafa beðið. Árgangur Vínlands til nýrra kaupenda byrjar pví meðþessu blaðiogheld- ur áfram til samsvarandi blaðs næsta ár. Jarðskjálftinn í Californíu. í>að er alvanalegt að vart verði við jarð- .skjálfta í Californíu, en aldrei hefir J>ar tjón af hlotist fyr en nú, og mælt er að síðastliðin ár hafi minna borið þar á jarðskjálftakippum en áður. tín miðvikudagsmorguninn 18. þ. m. kom þar jarðskjálfti einn hinn mesti, sem sögur fara af, og að líkindum liefir enginn jarð- skjálfti í manna minnum unnið eins mikið tjón og þessi. E>að var fyrsti kippurinn, sem var langmestur og gerði mest tjón. Harín kom skömmu eftir kl.5 um morguninn ogstóð yfir í þrjár mínútur, og var harðastur f>ar sem borgin San Francisco stendur— eða stóð pá, J>vS nú er hún að mestu leyti hrunin til grunna eða brunnin til ösku. Við fyrsta kippinn lirundu flest hús i miðhluta borgar- innar og mörg smærri hús í útjöðrum hennar; hvað rnargir menn J>ar liafa látið líf sitt á svipstnndu veit enginn enn. Allir, sem flúið gátu, hlupu út á stræti til að forða sur; nokkr- ir minni kippir komu eftir J>að, en ekki svo miklir að fleiri hús hryndu. tín brátt gaus upp eldur víðsvegar um horgina úr rústum J>eirra húsa er hrunin voru. Alt slökvilið borgarinnar kom á svipstundu til að slökva eldana, en J>á kom J>að í Ijós að í vatnsrenn- um öllum liöfðu pípurnar brotnað af jarð- skjálftanum, svo hvergi náðist til vatns, og slökviliðið var alveg varnarlaust gegn eldin- um. Þá voru engin önnur úrræði fyrir bæj- arbúa en reyna að fl/ja eldinn og forða svo lífi sínu. Hermönnum var stax boðið út til að gæta borgarinnar, J>ví auðsætt var að lög- regluliðið myndi ekki verða til J>ess einhlítt að gæta neinnar roglu undir J>essum kringum- stæðum. Hermenn voru J>ví allsstaðar á verði og J>eim var boðið að skjóta orðalaust livern J>ann, er J>eir sæju stelandi, eða rænandi lík og lemstraða menn, og það gerðu J>eir. £>á komst á brátt svo góð regla að furðu gengdi og ótti sá og æði, er fyrst greip menn, sefað- ist innan skams. Eldhafið æddi yfir borgina og brendi fyrsta daginn allan miðhluta henn- ar, par sem mestu stórhfsin áður stóðu; næsta dag geysaði hann mest um suðurhlutann, J>ar sem land er lágt og allur J>orri hinna fátæk- ari borgarbúa bjó í timburhúsum. Á J>riðja degi komst eldurinn upp á hæð f>á hina nafn- faægu (Nob Hill) í norðvesturhluta borgar- innar, J>ar sem stóðu hinar miklu skrautliallir námakónganna og annara auðkyfinga í San Francisco, og J>ær brunnu allar til grunna. Nú hefir eldurinn geysað um borgina í J>rjá sólarhringa, og hún er næstum öll brunnin nema nokkrir hlutar af útjöðrum hennar, og óvíst enn hvort af J>ví verður nokkuð eftir er líkur. Herinn og slökviliðið sprengdu upp heilar húsaraðir með dynamite, f>ví önnur ráð voru engin til að stöðva eldinn; en svo lítur út, sem það hafi að litlu haldi komið. Omögulegt er enn neitt á það að gizka, hvað mikið er eða verði eignatjónið í borg- inni, Á föstudagskveldið var talið að það væri orðið meir en sem svaraði 300 miljón dollara. Enginn veit heldur neitt um mann- tjónið. En talið er víst að það muni fremur skifta þúsundum en liundruðum. Óvíst er einnig hvort eldsábyrgð komi þar að miklu haldi, J>ví talið er víst, að flest þau félög, er þá ábyrgð liöfðu mesta þar í borginni, muni verða gjaldþrota. Um 300,000 manns eru liúsviltar þar í borginni. Flestar fjölskyldur auðmanna hafa flúið til fjarlægra staða, en allur fjöldi borg- arbúa he.fír leitað hælis í skemtigörðura bæj- arins, og búið um sig í tjöldum á óbygðu landi J>ar umhverfis. E>ar ætlar fólkið að halda kyrru fyrir þangað til eldurinn kulnar út og það getur vitjað rústanna. Vistaforði bæjarins hefir að mestu leytifaristí eldinum, svo hungursneyð vofir yfir, ef ekki koma nægar aðsendar vistir í tíma til að afstyra því. Vatn fæst hvergi til drykkjar og þorst- inn þjáir menn nú mest, eftir langvarandi áreynzlu og hitann frá eldhafinu. Hætt er einnig við að pest komi upp í borginniaf lík- um þeirra manna er fóiust í jarðskjálftanum, sem nú rotna þar ofanjarðar í heitu lofti. Haldið er að allir peningar og fémæt skjöl, sem geymt var á bönkum sé óskaddað í hirzlum, sem eldurinn hafi ekki á unnið, og herinn hefir varið það alt gegn ránsmönnum; mun það verða að mikiu liði ef bæjarbúar fá J>aðan peninga sína, því afar mikið fé er geymtábönkum þar í borginni. Mint Banda- rlkjanna, sú sem er þar í borginni, varð fyrir stórskemdum. E>ar eru geymdar 39 miljón dollara, mest í gulli. Af því féfórst ekkert. En ránsmenn gerðu áhlaupá mintina,og vildu ræna þar, er brennan stóð sem hæst. Herinn var þar til varnar og drap 14 af ránsmönnum og stökti hinum á flótta, og alt það gull sem þar var geymt liggur J>ar enn óskert. Um alt land var þegar byrjað að safna samskotum til styrktar hinum nauðstöddu borgarbúum. Roosevelt forsetisendi áskorun til þjóðarinnar um almenna hjálp þegar I stað, °g öll ]>jóðin vill fúslega rétta hjálparhönd, og allar lestir, sem til San Franeisco fara,flytja nú þangað öll þau matvæli og aðrar nauð- synjar, er þær geta borið. Sambandsþingið veitti eina miljón dollara sama daginn og jarðskjálftinn varð. New York og Chicago hafa hvor um sig gefið miljón dollara, og í hverri stórborg í landinu er miklu gjafafé safnað. Frá útlöndum hafa komið tilboð um hjálp, en stjórnin liefir afþakkað þau öll, með því að þjöðin sé einfær um að bæta þaðtjón, sem bætt verður, þó ógurlegt sé. Um alt land er áhuginn svo mikill að safna samskotum að óhætt má fullyrða, að varla sé nokkur smábær hér í landi, sem ekki tekur þátt I því, og svo er mikið þrek og hug- rekki Bandamanna að þeirtala nú meðáhuga um að reisa San Francisco úr rústum, marg- falt veglegri en áður, meðan enn rykur þar úr rústunum. En jarðskjálfti þessi hefir einnig gert stórtjón í mörgum smærri bæjum þar vestra. — í Palo Alto—-yndisfögrum smábæ um 30 mílur suðuj frá San Francisco — er hinn nafn- frægi háskóli, heitinn eftir Leland Stanford, Jr. Öll stórhysi þess skóla kostuðu um 20 milj. dollara og voru hin veglegustu skóla- hús í öllum Bandarikjum. E>au hrundu flest til grunna og tveir stúdentar létu þar lif sitt,—í Santa Rosa gaus upp eldur eftir jarðskjálftann, svo sá bær brann næst- um allur og margir menn dóu.— í Oakland, sem stendur vestanvert fjarðarins andspænis San Francisco, hrundu mörg hús og eigna- tjón varð J>ar mikið, en bærinn brann ekki og að eins tíu menn dóu þar, og í Berkeley, sem stendur samhliða Oakland varð eigna- tjón svipað, en sagt er að ríkisháskólinn hafi ekki orðið fyrir skemdum að mun. — í Sacra- minto hrundi pósthúsið og mörg önnur stór- hysi, en þinghús ríkisins stóð að mestu leyti óskemt. — í San Jose varð eignatjóaið stór. kostlegt ng um 65 manns dóu. — í Santa Clara hrundi vitfirringahæli, og um 250 vit- firringar biðu bana af. — í LosAngeles varð jarðskjálftans vart, en ekkert tjón hlaust af honum þar eða í nokkrum öðrum bæ í suður- hluta ríkisins, sem enn hefir af frézt.

x

Vínland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.