Vínland - 01.04.1906, Qupperneq 6
14
V í N L A N D .
Kristinn Sósíalisti.
Saga eftir CJiarles M. Slieldon.
Séra Friðrik Stanton, guðfræðia doktor og
dómkirkju prestur, tók penna sinn og skrifaði
„endir“ á síðustu blaðsíðu handritsins. Svo færði
hann stólinn burt frá skrifborðinu og sat hljóður
litla stund.
Klukkan í kirkjuturninum sló tólf. Prestur
Btóð á fætur, gekk út að glugganum á skrifstof-
unni, stóð þar um stund og horfði ut á túnblettinn
fram undan kirkjunni.
Svo gekk hann aftur að skrifborðinu, féll á
kné fyrir framan það og beygði höfuð sitt niður á
handritið. Þegar liann loksins leit upp aftur flóðu
tár um kinnar hans og varir hans bærðust í þög-
ulli bæn.
Séra Priðrik Stanton var maður’tæplega hálf
flmtugur að aldri og ókvæntur. Hann var fríður
maður, gáfulegur og góðmannlegur. Enginnmað-
ur í Lennox vissi hvernig á því stóð, að hinn glæsi-
legi pre3tur dómkirkjusafnaðarins ekki hafði
kvænst einhverri ríku og ættgöfgu ungfrúnni í
söfnuðinum. Hvernig svo sem á því stóð, þá hafði
hann ckki gert það, og eDginn maður áræddi að
spyrja hann út í það.
Tvent var það annað, sem jók á hylli og vin-
sældir séra Friðriks Stantons: honum þótti inni-
lega vænt um litil börn, og hann bar það með sér
að hjarta hans bjó yfir sorg, þó svipur hans væri
bjartur og glaðlegur.
Bókin, sem nú hafði hann lokið við, var fyrsta
ti'raun hans í þá átt. Hvort sem það er bezta bók-
in hans eða ekki, þá flnnur sérhver rithöfundur
sérstakar og einKennilegar tilfinningarfylla hjarta
sitt þegar fyrsta bókin lians er fullger. Honum
flnst aldrei eins mikið koma til síðari afkvæma
sinna. Presturinn horfði á siðustu blaðsíðuna með
ástaraugum. Þetta var honum nýtt og áður ókunn-
ugt ástand. En þessi stund var líka hátíðieg af
öðrum ástæðum.
Hann var staðráðinn í að senda handritið til
bókútgáfuhússins undir lánsnafni. Beztu tíu árum
af æfi sinni hafði hann varið til að semja þessa
bók. í benni birti hann trú hjarta síns, sannfær-
ingu, sem á þessnm tíu árum hafði gagntekið sálu
hans eins og sterkasta ástríða, og enginn maður í
sókninni vissi af. Að senda nú bókina frá sér, án
þess að iáta sitt rétta nafn fylgja henni, var hon-
um sárt eins og krossfesting. Ilann gekk um gólf,
kvaiinn af þeim eársauka, en sá þó engin önnur
ráð. Ilann hafði gert sér það fyllilega Ijóst, hvað
um var að tefla, og var staðráðinní að halda fyrir-
ætlan sinni áfram.
Enn þá hafði hann ekki geflð sögunni nafn.
Hægt en þó hiklaust fletti hann nú upp á fyrsta
kapitulanum, sem lá á borðinu, og skrifaði efstá
blaðið:
Kristinn Sósíalisti.
Hann sat hugsi nokkra stund og starði á hand-
ritið, tók svo penna og blað og ritaði eftirfylgj-
andi bréf til stærsta bókútgáfuhússins í Banda-
ríkjunum:
“Háttvirtu herrar! Með hraðlestinni í dag
sendi eg yður bókar-handrit með fyrirsögninni
Kristinn Sósíalisti.
Yirðingarfylst
Markús Burns.
Lennox, t. júní 1896“.
Svo leit hann yfir síðasta kapitulann á ný og
gerði smá breytingar. Kithönd hans var skýr og
fögur og sjálfur gat hann ekki annað en dáðst að
útliti handrilsins. Loks raðaði liann blöðunum,
braut þau saman, sló utan um þau og skrifaði utan
á til móttakenda. Þegar hannvar búinnsló klnkk
an í kirkjuturninum eitt. Nóttin var sérlega þögul.
Séra Friðrið Stanton gekk aftur út að glugganum
og leit úi; svo kom hann aftur að skrifborðinu,
slökti Ijósið og kraup á kné við stólinn langa lengi.
Hefði nokkur maður verið þar nærstaddur mundi
hann hafa rekið í stanz við að heyra af vörum hins
mælska, lærða og háttprúða dómkirkjuprests grát-
ekka og bænaróp, kvein um fyrirgefningu og lof-
orð um bót og betrun. Og ekki hefði það valdið
minni undrun að sjá svo prestinn eftir bænagerð-
ina standaá fætur og skiögra að skrifborðinu með
angistarsvip á ásjónu sinni, setjast þar, stiðja hönd
undir kinn og sitja þar í sömu skorðum þangað til
dagur ljómaði. Svipurinnvarþáorðinn enn þreytu-
legri en áður og sorgin bersýnilegri.
Þann sama dag var handritið sent áleiðis til
útgefendanna. Þremur dögum síðar kom frá þeim
prentaður miði, sem skýrði frá þvi, að handritið
hefði verið meðtekið og skyldi verða íhugað á
sínum tíma. Svo liðu tveir mánuðir. Séra Frið-
rik hafði oft í þjónustu sinni tvo eða fleiri menn,
er hirtu túnið kring um þrestssetrið. Einliver
þeirra gat hæglega verið „Markús Burns“.
Þegar svo aftur kom bréf til „Markúsar
Burns“, sat prestur einn á skrifstofu sinni, ný-
kominn heim úr húsvitjunarferð meðai sóknar-
barnasinna. Seinast hafði hann komið á hið rík-
mannlega heimili Rodney dómara. Frú Rodney
og dóttir hennar, ungfrú Mildred, höfðu verið
heima, og þau höfðu síðast verið aðræða um stór-
kostlegt verkfall, sem vofði yfir á verkstæðunum
miklu í suðurparti borgarinnar.
„Verkamennimir kunna ekkigottað þýðast“,
hafði frú Rodney sagt með mikilli gremju. Frú
Rodney var stórvaxin kona, ávalt skrautklædd, bar
marga demantshringa á flngrum sér og hafði tak-
markalausa trví á eigin vitsmunum sínum, og skoð-
unum liennar á stjórnmálum, iðnaðarmálum og
kirkjumálum mátti aldrei mótmæla. Mildreddótt
ir hennar var ekki hreint eins ákveðin í skoðunum
sínum eins og móðir hennar, en hún hafði sterkt
sannfæringarafl og hneigðist að sjálfsögðu að
skoðunum þeim, sem ríkjandi eru meðal lieldra
fólks og sérstaklega meðal þeirra stétta er félags-
líflnu réðu í dómkirkjusöfnuðinum vandláta og
varkára.
Haldið hafði frú Rodney ræðunni áfram og
sagt: „Auðvitað amast eg ekki við því, að verka-
lýðnum sé borguð sæmileg laun, en það er blátt
áfram óforskammað að gera slíkarkröfursem þess-
ir verkamenn gera. Okyrleiki sá, er nú á sér stað
í hópi verkamanna, er sprottinn af tómri öfund
þeirraáæðri stéttunum. Verkamennirnir eru að
verða óþolandi. Þeir gera sig nú ekki lengur
ánægða með þægileg heimili, heldur eru þeir farn-
ir að heimta alls konar lifsþægindi11.
„Finst þér, mamma, að verkamennirnir ættrn
alls engra lífsþæginda að fá að njóta?“ hafði ung-
frú.Mildred spurt og horft fyrst til móður sinnar
en svo til séra Friðriks. Þegar ungfrú Mildred-
talaði svona var prestur ávalt vanur að líta til lienn-
ar spyrjandi augum, eins og va)ri hann í vafa uim
eitthvað, sem honum þótti miklu varða.
Frú Rodney rétti upp gullskreytta höndina
og mælti:
„Auðvitað eiga þeir skilið að fá nauðsynjar
sínar; en hvar mun kröfum þeirra linna? Veitið
þeim það, sem þeir biðja nú um,og að ári, eða eft-
ir tvö ár, koma þeir aftur eftir meiru. Eg kalla
þetta óforskammað. Verkafólkið er farið að
heimta eins mikið og — eins mikið og —“
„Eins mikið og við“, bætti séra Friðrik við og
brosti lítið eitt. Hann talaði við móðurina en
horfði á dótturina.
„Auðvitað hlýtur mannfélagið að skiftast í
stéttir“, liélt frú Rodney áfram. ,,Þær stéttirnar,.
sem hinurn eiga að stjórna, þarfnast sérstakra
hlunninda svo þær geti tekið framförum. Lægri
stéttirnar ættu að gera sig ánægðar með minna.
Eg hefl t. d. ávalt tekið eftir því, að þegar einhver
vinnustúlkan mín fer að sækjast eftirskraut.legum
klæðum eðabiðja umDýjanveggpappíriherberg-
ið sitt, þá fer hún að slá slöku við vinnu sína, og
eg neyðist til að segja henni upp vistinni. Verka-
lýðnum þarf að kenna að halda sér innan sinna
takmarka. Svona stendur nú á þessu verkfaili og
eg er Rodney dómara sammála um það, að verka-
mennirnir séu sjálfum sér verstir, þegar þeir leitast
við að höndla það, sem þeir kunna ekkert með
að fara“.
„Mamma keypti Heimilisblaö kvenna handa
seinustu eldabuskunni okkar“, sagði ungfiú Mild-
red, og blíndi gráu augunum sínum á prestinn.
„Og hvað haldið þér að af því hafl leitt?“
„Um það get eg mér enga liugmynd gert“r
svaraði séra Friðrik með gætni.
„Eldabuskan kom til mömmu nokkrum dög-
um seinna og spyr hana hver búi til kjólana
hennar“.
„Það finst mér móðir yðar ætti að taka sér til'
æru“, svaraði séra Friðrik, og lét ekki á því bera
þó hann brosti í kamp.
„Það var svívirðilegt móðgunarefni“, mæltii
frú Kodney með nokkrum þykkjusvip. „Það var
enn þá ein sönnun fyrir því hve heimskulegt það
sé að reyna að uppörva verkafólkið eða hjálpa því
til menningar. Það verður einungis til að gera
það óánægt og öfundsjúkt. Látum það lialda sér
innan sinna takmarka“.
Samtalið um þetla efni hafði verið nokkrui
lengra. Presturinn liafði lagt lítið til málsins en
hlýtt með athygli á mál mæðgnanna. Eins og
ávalt þegar hann hitti ungfrú Mildred Rodney var
nú í huga hans stór ráðgáta um það, hvernig hún L
raun og veru liti á líflð yfir höfuð og sérstaklega
á hans eigið líf.
Þegar hann var nú heim kominn biðu bréfin'
hans á skrifborðinu, þar sem ráðskonan liafði lagt