Vínland - 01.04.1906, Page 7
V í N L A N D.
15
f>au. Hann tók fyrst eftir bróflnu, sem skrifað var j
til „Markúsar Burns-‘.
Hann reif óðar uppbróflð og las með atliygli: j
,,Herra Markús Burns, Lennox:
Háttvirti herra. — Mór er ánægja að skýra yð- j
■ur frá því í nafni útgáfuhússins, að handrit yðar
með fyrirsögninni Kristim Sósíalisti, heflr verið j
,þegið og vér skulum með ánægju gefa bókina út j
upp á vanalega skilmála, nfl. að pér fáið 10 prósent
a ritlaun. Oss þætti gott að þér vilduð skrifa oss
við fyrstu hentugleika málinu viðvíkjandi, og ef j
ipór takið boði voru, að þér þá skýrið oss frá hvern-
ág þór óskið að kápan sé og myndirnar.
Vinsamlegast
Fyrir hönd félagsins-----
C. M. B.“
Sóra Friðrik svaraði bróflnu og gekk að kost-
um útgáfuhússins. Ilann iagði innan í bróf sitt
uppdrátt af mynd, sem hann lagði til að prentuð
■væri á kápuna, en fól útgefendunuin algerlega að
.annast aðrar myndir,sem þeim kynni að sýnast við
-eiga í bókinni. Honum var það til meir en litillar
gleði að bókin hefði verið þegin. Hið eina, er
honum fanst vera að, var það, að útgefendurnir
skyldu ekki láta álit sitt á lienni i ljós til lofs
eða lasts.
Nokkrar vikur þar á eftir gekk ekki á öðru
en að veitá*móttöku próförkum af bókinni og ieið-
rótta þær, og svo var það snemma um haustið að
prestinum veittist sú gleði að sjá bókina fullprent-
aða og fá af henni nokkur eiutök í fögru bandi frá
útgefendunum.
Næstu mánuðina þaráeftir meðtók sóra Frið-
rik ekki all-fá dagblöð írá New York, sem fluttu
lýsingar á bókinni oghöfðu bókútgefeudurnir sent
honum blöðin. Ilonum fundust greinar þessar vera
einkennilega líkar auglýsingum og dutt honum í
hug, að útgefendurnir sjálfir hefðu samið þær, og
þó hann ekki bæri mikið skyn á þá lituti reyndist
tilgáta hans rétt. Það sýndist því sem bókin inyndi
enga eftirtekt ætla að vekja og enginn ætla að lcsa
hana. Þrátt fyrir auglýsingar útgefendanna sann-
færðist séra Friðrilt um það þegar fór að líöa und-
ir jólin, að fjTir þessum frumburði sínum lægi
ekkert annað en gröf gleymskunnar án allar von-
ar um upprisu.
Mikil var því undrun hans þegar liann viku
fyrir jól féík svohljóðandi bréf frá útgefendunuin:
„Oss til mestu ánægju getum vér nú tilkynt
yður að eft.irspurnin ei'tir Kristna Sósíalistanum
heflr verið svo mikil, að nvi er bvrjað á þriðju út-
gáfunni, og eftirspurnin fer dagvaxandi. Yérsam-
gleðjnmst yður yfir þessari miklu alþýðubylli, sem
bókin virðist muni hljóta“.
Þetta bar við, eins og áður varsagt, viku fyrir
jóJ. Eftir þetta tóku blöðin að geta um hiua und-
arlegu bók, sem nefndist Kristinn Sósíalisti.
Tímaritin fluttu langa ritdóma um hana. Kirkju-
blöðin fordæmdu hana nær einróma. Menntöluðu
um bókina í samkvæmum, á trúmálafundum, á
vögnunum. Mjög voru skoðanir manna á henni
skiftaren alla fýsti mjög að vita hver höfundurinu
væri. Jafnvel dómkirkjusöfnuðurinn í Lennox,
sem þó var eígi vanur að iáta nýmælin sig nokkru
varða, gat eígi stilt sig um að taka þátt i umræð-
unum um bókina. Næstum á hverju stofuborði í
húsuin sinna ríku sóknarbarna varð Kristni Sósial-
istinn fyrir augum séra Friðriks Stantons. Það
var að eins einn og sami dómur kveðinn upp yflr
bókinni af sóknarbörnum hans. Þann dóm birti
frú Rodney einn dag, er séra Friðrik var staddur á
heimili hennar.
„Skaðlegasta bókin, sem nokkurn tíma heflr
verið rituð“, mælti frú Rodney og sló með gull-
skreyttum fingrunum óþyrmilega á bókina. „Hún
verður vafalaust til þess að æsa svo hugi aimenn-
ings að það leiðir til uppreistar Það mundi ekki
koma mér á óvart þó bók þessi leiddi til blóðsút-
hellinga. Með mínum eigin augum sá eg þessa
bók í höndunum á einum veikfallsfyrirliðanum í
dag þar sem eg sat í sporvagninum á leiðiuni frá
suðurbænuin. Hann varað ræða innihald hennar
við aunan mann og var í mikilli geðshræringu.
Höfundurinn er augsýnllega —“
Rétt x þessu kom Rodney dómari innístofuna.
Hann heilsaði presti mjög vingjarnlega og liorfði
fast á konu sína.
„Eg var að segja“, mælti frú líodney, „að þessi
bók væri skaðlegasta bókin, sem út hsfði verið
gefin á prent og að lnín mundi leiða til upphlaups
og blóðsiithellinga“.
„O, já! Kristni Sósíalistinn, svo er það“, tók
Rodney dómari undir. „Merkileg bók, Dr. Stanton.
En eg er á sama máli*og frú Rodney. Þetta er
skaðræðis bók. Þér haflð náttúrlega lesið bókina.
Hvaða álit haflð þér á henni?“
„Við höfum verið að vonast eftir prédiluin út
af bókinni", bætti ungfrú Mildred við. „Nærri
allir hinir prestarnir í Lennóx hafa minst á hana í
ræðum 6Ínum“.
„Þér vitið það, að ræður mínar eru sjaldan rit-
dómar“, svaraði prestur brosandi. Rodney dómari
varð að ganga út til að sinna sendimanni, er gerði
boð fyrir hann, svo séra Friðrik slapp við að svara
spurningu hans. Frú Rodney endurtók hana samt.
„Uvert er yðar álit á bókinni, Dr. Stanton?“
„Eg er ekki vel fær um að dæma slíkar bæk-
ur, frú Rodney, og held varla að eg sé þvi vaxinn
að láta nokkurt álit í ljós“.
„Þér eruð alt og auðmjúkur11, svaraði frú Rod-
ney dálitið byrst. I hennar augum var til að eins
ein ófyrirgefanleg synd, og hún varí því fólgin, að
hafa ekki ákveðna skoðun. „Að sjálfsögðu eruð
þér okkurRodney dómara sammála um það, að bók-
in sé stórkostiega hættuleg11. Þögn prestsins skoð-
aði hún sem samþykki og héltáfram: ,,Ef eg hefði
stjórnarvöldin hér í landi skildi eg b a n n a út-
breiðslu bókarinnar með lögum“,
„Og þannig verða til þess að enn þáfleirilæsu
hana, móðir góð“, mælti ungfrú Mildred.
„Nei, þar er eg á öðru máli. Að mínu áliti er
að eins ein aðferð rétt við slíkar villukenningar,
sem þessi bók inniheldur, og það er að uppræta
þær miskunarlaust“.
Frú liodney var ekki vön að fara mjúkum orð-
um um það, sem henni var í nöp við. En nú varð
hún að afsaka sig og fara burt úr stofunni með
þjónustu stúlku, sem komin var að sækja hana.
Þau urðu því ein eftir, prestur og ungfrú Mildred,
og var ekki að sjá að presti þækti fyrir því.
„Hvaða álit hafið þér á Kristna Sósíalistanum,
Dr. 8tanton?“spurði ungfiú Mildred þegar móð-
ir hennar var gengin burt.
„Er álit mitt nokkurs virði?“
„I þessu tilfelli, já“.
„Sagan vekur athygli“.
„Það er ekkert álit“.
„Hvað er það þá?“
„Að eins staðhæflng".
„Hvað viljið þér að eg segi?“
„Álit yðar, auðvitað“.
„Gerir það nokkuð til eða frá hvort eg svara
eða ekki?“
„Um það getið þér sjálflr dæmt“, svaraði ung-
frú Mildred og glampi skein í augum hennar, sem
séra Friðrik gat tileinkað jafnt mörgum orsökum.
„Jæja þá, ungfrú Rodney, eg er ekki viðbúinn
að láta í ljós álit á bókinni“.
„Eigið þér við, að þér getið það ekki?“
Presturinn svaraði engu.
„Eða að þér viljið það ekki?“
Séra Friðrik svaraði enn engu.
„Eða að þérþorið það ekki?“
Lngfrú Mildred skaut nú seinustu örinni úr
örvamæli sínum, og hún hæfði markið.
„Þér verðið að dæma uin það sjálfar11, svaraði
liann loks, og leit á hana alvarlega.
„Eg krefst þess ekki að hafa siðasta orðið,
Dr. Stanton“.
Hún tók upp bókina af borðinu, par sem móð-
ir hennar hafði lagt hana, og fletti blöðunum eins
og prestur væri hvergi nálægur. Hann rauf held-
ur ekki þögnina, en beið þess að hún yrti á hann.
Loksins tók hún til að lesa upphátt á bls. 127:
„Janet tók hann sem elskhuga sinn og eigin-
mann orðalaust. Þó liún vissi að liann hefði lifað
eins og raggeit, þá gleymdi hún því og fyrirgaf
það af öllu hjarta nú á þessari stóru stundu lífs
lians, og hann þáði pessa sjálfsafneitun hennar án
nokkurar mótsþyrnu“.
Ungfrú Mildred Rodney tók augu sín af bök-
inni og horfði fast á prestinn.
„Engin kona lík Janet Arnold gæti elskað
raggeit“.
„Hvernig vitið þér það?“ spurði hann.
Henni varð orðfall við spurninguna. Séra
Friðrik hafði aldrei fyr vitað til þess að ungfrú
Mildred tapaði sér.
„Stúlka lík Janet Arnold gæti aldrei fengið sig
til þess“, svaraði hiín vandræðalega.
„En eftir þvi sem mér skilst bezt“, sagði séra
Friðrik hægt og gætilega, „þá er lýsingin á Janet
Arnold í bókinni eius og mynd af yður sjálfri“.
„Finst yður það?“ spurði ungfrú Mildred of-
ur lágt.
„Já, eg tók eftir því hvernigykkur sviparsam-
an frá upphafi til enda í sögunni“.
„En eg mundi ekki breyta þannig; eg gæti ó-
mögulega elskað raggeit11. >
„En var nxí maðurinn raggeit að lokum?“
„8á sem einu sinni er gauð, erávalt gauð“.
„Yiljið þér að eg kappræði það mál við yður?“
„Nei. Sagan hefir marga galla; en samt verð
eg að kannast við það, að hún hefir komið út á
mér tárunum“.