Voröld - 16.04.1918, Side 2
Bls. 2
VORÖLD
Winnipeg, 16. apríl, 1918.
□ □
Ritstjóri:
Sig. Júl. Jóhannesson
Ráðsmaður: Jón G. Hjaltalín
Skrifstofa: 4821/2 Main St., Rialto Block, Winnipeg
Blátt áfram.
Til eru þau málefni sem ekki þykir s;ema aö ræða blátt á-
fram: málefni sem ekki er talið vogandi að snerta meö penna
né tungu nema laust og hikandi.
Eitt slíkra málefna er sambúð manns og konu að því er
afkvæmi þeirra snertir.
Nú er það vitanlegt að ekkert málefni er til sem dýpra
snertir við rótum mannfélagsins en einmitt þetta; ekkert sem
meiri þátt á í örlögum komandi kynslóðar en það hvernig nú-
lifandi kynslóð hegði sér í þessu efni.
Stjórnir landa, bæja og sveitahéraða verja ógrynni fjár
til þess að bæta kyn allra skepna og alls jarðargróða.
Off jár er t.d. varið hér í landi til að bæta kyn svína og full-
komna þau.
Kynbætur hesta, nauta og sauðfjár eru fyrir löngu við-
urkendar sem ein aðalstoð máttar og tryggingar góðs land-
búnaðar.
Kartöflur, kál, epli, hveiti; yfir höfuð allur jarðargróði er
kynbættur og fullkomnaður.
En un mannkynið sjálft, sem er áendanlega æðra og mikils-
verðara en alt þetta er lítið hugsað.
Það er talið stórvægilegt atriði að undirbúa svo foreldri
svínshvolpanna, kálfanna—jafnvel hvolpanna og ketlinganna
að heilsa þeirra og þroski geti náð sem mestri fullkomnun.
En það er svo að segja látið slampast og reka á reiðanum
hvernig búið sé í hag fyrir börnin að þessu leyti.
Læknir var einu sinni hér í Winnipeg sem Ferguson hét—
frægur skurðlæknir, síðar í Chicago. Hann kom einhverju
sinni fram á Jæknaþingi með fyrirlestur um kynbætur á fólki
og talaði þar blátt áfram. En einmitt sökum þess að hann
talaði blátt áfram var komið í veg fyrir það að ræða hans
birtist almenningi.
f sumum TÍlrinTYl T-»Q'nrlQ YÍ O-nno VíQ-f O 1'nl/nai* lxoxiaxíí fx-o,x ix
sem fyrir kynbótum fólks hafa barist, og svo óvinsælt sem
það starf hefir verið hefir þeim þó orðið allmikið ágengt.
Aðalatriðið í þessu tilliti er það að ríkið banni hjónaband
nema eftir læknisskoðun beggja brúðhjónaefnanna.
Það hefir þráfaldlega komið í Ijós hér í álfu að börn hafa
fæðst af sjúkum foreldrum og veikin verið þess eðlis að heilsu
barnsins var óhjákvæmilega stofnað í voða.
Stundum er þessari veiki þannig háttað að hvorugt foreldr-
anna veit af henni en oftast er það þó svo að hún er öðru þeirra
kunn en hulin hinu.
Kynferðis sjúkdómar sem aðallega eru tvennskonar eru
afar algengir hér í landi. Eðli þeirra sjúkdóma er slíkt að lífi
og heilsu afkvæmis hinna veiku er stórkostleg hætta búin.
Veikin er aðallega tvennskonar; orsakast hvortveggja af sótt-
kveikjum og er afar næm og hættuleg.
Nú á þessum tímum er þúsund sinnum meiri þörf á að
tala blátt áfram um svona mál en nokkru sinni fyr.
Það er algengt hér í landi að siðferðishrein og saklaus
stúlka giftist manni, sem hefir kynferðissjúkdóm, og veit
ekkert um það fyr en það er orðið of seint. Hún grunaði ekki
elskhuga sinn um neitt é>hreint og síst af öllu þetta.
Eftir nokkurn tíma verður hún veik sjálf, og læirri veiki
er margt samfara. Líkamlegar þjáningar, sálar angist og
sorg.
Þessari sýktu saklausu konu fæðist barn og veikin hefir
innsiglað það með dauðamerki sínu.
Það er satt að konur geta einnig átt og eiga oft sams-
konar ásökun skylda og menn í þessum efnum, en þó sýna það
dæmi og órækar skýrslur að hitt er oftar.
Þessi orð eru blátt áfram stíluð til íslenzkra manna og
kvenna. Það er heilög skylda blaðanna að vera á verði og
gæta heillar þjóðarinnar, og þessi hætta sem hér er gerð að
umtalsefni liggur eins á vegum vor íslendinga—manna og
kvenna—eins og annara þjóðbrota.
Til þess eru íslenzk blöð gefin út hér í landi að þau mættu
í sem flestu benda þjóðbroti voru á réttar brautir og hreinar, og
vara það við öllu því er saurgað gæti og seinkað fullkomnun.
Og hvernig stendur á því að meiri þörf er nú en ella á að-
vörum í þessa átt?
Þegar aðrar eins byltingar eiga sér stað og nú gerast;
þegar öll þjóðfélagsskipun virðist vera gengin úr öllum liðum;
þegar djúp og óvenjuleg trylling gagntekur þjóðina; þegar hún
verður drukkin af einhverju æsandi, þá er hættan mest í þessu
efni.
Nú sem stendur og framvegis um alllangan tíma verður
plága kynferðis sjúkdómanna eins og svört hönd við hverjar
dyr—leynileg en ægileg og eyðileggjandi.
Á því er þörf að blátt áfram sé talað, og fólk varað við
áhrifum þessarar kolsvörtu handar. Og það ekki einu sinni,
heldur oft—hvað eftir annað.
Undirstöður.
Hvers vegna skammar “Voröld” ekki stjórnina? Hvers
vegan flettir “Voröld” ekki ofan af svívirðingunum ? Hvers
vegna stíngur “Voröld” ekki á kaununum?
Þannig lagaðar spurningar höfum vér fengið frá fáeinum
mönnum—já, örfáum. Svo að segja allir skilja kringumstæð-
urnar betur en svo að þeim komi til hugar að spyrja á þessa
leið.
Flestir vita að vér lifum á tímum hervalds, þegar ekki er
hverjum leyfilegt að segja hvað sem honum kann að detta í
hug, jafnvel þótt honum finnist hann hafa á réttu að standa,
og að hann gæti gefið ráð til þjóðþrifa.
Ritstjóri “Voraldar” lýsir því yfir óhikað og í einlægni að
hann þorir ekki nú sem stendur að segja ýmislegt er hann á-
lítur nauðsynlegt, og mundi segja á öðrum tímum.
“Voröld” er aöallega til þess stofnuð að vera reiðubúin
til öruggrar baráttu þegar ritfrelsi kemst aftur á hér í landi og
stríðið er um garð gengið.
Vér vitum að hvorugt hinna blaðanna er líklegt til þess að
tala þá máli fólksins, heldur auðfélaganna og hinna háu, vold-
ugu og fáu.
Nú sem stendur er það stefna “Voraldar” að festa rætur
í þjóðlífi íslendinga; komast inn á sem flest heimili; ná þar
hylli og verða við þeirri félagsmála baráttu og þeim pólitísku
orustum búin sem þá hljóta að verða uppi.
Frjálslyndi flokkurinn hefir fagra stefnuskrá, þótt inn í
hann hafi komist menn með miklum völdum sem ekki reyndust
trúir köllun sinni heldur sviku fólkið í trygðum.
Málefni verkamanna og bænda fer svo að segja nákvæm-
lega saman við stefnu frjálslynda flokksins, og það verður hlut-
verk “Voraldar” að vinna á móti öllu afturhaldi og fletta gær-
unni af öllum úlfum sem svikist hafa inn í hjörð hinna frjáls-
lyndu manna.
Stefnuskrá—hvctsu góö og fögur sem hún er—veröur að
litlum noturn ef hun > r sl.ekt og snúin. fyrirlitin og fótuni lro‘.-
in af þeim sjálfum er hana smíðuðu þegar hagur fólksins
þykir koma í bága við þeirra eiginn hag.
“Voröld” mun þvi—þegar hún þorir að tala—verða frjáls-
Iynt blað, ekki einungis í orði, heldur einnig á borði; ekki ein-
ungis þegar það er hagkvæmt eða ábatasamt, heldur einnig þá
þegar til þess kemur að leggja eitthvað i sölurnar.
Lesendur “Voraldar” eru því vinsamlega beðnir að hafa
það i huga að nú sem stendur leyfist ekki að segja ýmislegt
það sem þörf verður að ræða síðar.
Enn, á það eru menn einnig mintir, að þessi tími er til þess
hentugur að búast svo um að hægt verði síðar með góðum
árangri og krafti að taka þátt í hinum sönnu velferðar málum
þjóðarinnar. Þess vegna er almennur stuðningur nauðsyn-
legur á meðan blaðið er að ná sér tryggri fótfestu.
yi i|i yi
Andróður.
“Voröld” hefir átt meiri vinsældum að fagna en við var
búist í upphafi. Þó hefir ýmislegt verið gert til þess að setja
fyrir hana fótinn, af einstöku manni; helzt á bak við tjöldin.
Þannig var reynt að koma ritstjóranum i fangelsi með
því að smíða þá sögu að hann hefði fengið peninga frá Þýzka-
landi til þess að gefa út blaðið.
Sú saga er með alvarlegustu skálkapörum sem unnin hafa
verið vor á meðal, en þó svo hlægileg á aðra röndina að fátt
jafnast við. ,
Sumstaðar hefir verið unnið á móti því að blaðið fengi aug-
lýsingar og reynt að telja auglýsendum trú um að ,‘Voröld”
væri landráðablað.
Aðal erfiðleikinn eða það eina sem nokkuð hefir hamlað
blaðinu er þó það að póstréttindi hafa ekki fengist fyllilega.
Eru ýmsar reglur sem fylgja verður til þess að fá þau rétt-
indi og útheimta þær langan tíma.
J. A. Adamsson, lögmaður, hefir tekið að sér málefni
blaðsins að því er lögfræðis hjálp snertir, og sér hann því um
póstréttindin eða útvegun þeirra og hefir hann fulla vissu
fyrir að þau fáist óskert um mánaðarmótin.
Á meðan póstréttindi fást ekki, verður að senda blaðið í
slumpum til einstrakra manna og biðja þá að útbýta því meðal
kaupenda. Væri blaðið sent póstréttindalaust til hvers og
eins mundi aukakostnaður við það nema um $100 á mánuðí, en
slíkt væri að fleygja út fé fyrir alls ekki neitt..
Aðal óþægindin eru þó í því fólgin að ekki má skrifa nöfn
kaupenda á blöðin sjálf innan i pökkunum; póstlögin banna það
fyr en póstleyfi er fengið.
Af þessu hefir allvíði leitt það að vanskil hafa orðið á
blaðinu. Sumir póstmeistararnir—þótt fáir séu—hafa notað
sér þetta og hindrað útbýting blaðsins, eða að minsta kosti
gætt þess vandlega að greiða ekki götu þess.
Einn þeirra fór svo langt að hann bannaði útsölumannin-
um að standa í pósthúsinu á meðan hann útbýtti “Voröld”.
Færði hánn sig þá út á stéttina, en póstmeistari fyrirbauð
honum einnig að standa þar; varð hann þá að fara út á götu
meðan hann útbýtti blaðinu.
Þetta ofstæki póstmeistarans ávann “Voröld” þrjá nýja
kaupendur; erum vér honum því þakklátir fyrir, þótt ekki
væri tilgangur hans sá að auka vinsældir blaðs vors.
Af þessu og ýmsu öðru geta menn séð hvílíkum brögðum
hefir verið beitt og hversu erfitt Voraldarmönnum hefir verið
gert með átsendinguna.
Þessir erfiöleika tímar eru þó svo að segja liðnir og mun
auðveldara hér eftir að yfirstíga hvern þann stein er í götu
blaðsins verður lagður.
yi yt yi
Enginn Meðalvegur.
Oft hefir verið deilt um það meðal vor fslendinga hvort
vér ættum að halda við þjóðerni voru og tungu eða hvort vér
ættum að hverfa eins og dropi í sjóinn.
í þessu efni sem öðru einkennir það stefnu margra að þeir
fara út í öfgar og lenda í ógöngum.
Hvort sem menn fylgja gjöreyðingar stefnunni eða viðhalds-
stefnunni—hvort sem menn vildu að vér hirfum sem fyrst eða
lifðum sem lengst, þá ættu þeir í einu tilliti að geta mæzt á
einum sameiginlegum grundvelli og hann er sá að ræða í ró
og stillingu möguleika þess að haldast við og erfjðleikana sem
því fylgja, og jafnframt ómöguleika þess að hverfa tafarlaust
og þær afleiðingar sem það hlyti að hafa í för með sér að flýta
því of mikið.
Vér trúum á framtíð íslands og Islendinga heima á ætt-
jörðu vorri; vér trúum því að íslendingar séu einhver merki-
legasta og lífseigasta þjóðin sem konungur lífsins hafi gefið
fjör og tilveru. Vér trúum því að jafnvel engin önnur þjóð
hefði lifað af allar þær hörmungar sem þjóð vor hefir brotist
í gegn um og vér trúum því að erfiðleikarnir hafi styrkt hana
og stælt svo að hún sé nú orðin með öllu ódrepandi.
Og vér trúum því að hún hafi'flutt með sér hingaö vestur
stóran skerf af þessari meðfæddu og áunnu lífseigju og þess
vegna sé það meira en meðal mannsverk að ganga henni á
milli bols og höfuðs jafnvel hér.
En vér getum ekki lokað augum vorum fyrir því hinsvegar
aðenginn má við margnum og að hið stærra gleipir venjulega
hið minna þegar tímar líða fram ef það blandast saman.
Vér getum ekki lokað augum vorum fyrir því að íslend-
ingar hljóti að hverfa hér í landi í framtíðinni sem sérstök
þjóð.
Vér höfum þá skoðun að hér sé að myndast og her hljóti
að myndast ein allsherjar þjóð — canadisk þjóð — þar sem
enginn sé talinn útlendingur og enginn hafi hærri rétt sökum
þess að hann sé borinn og barnfæddur í einu landi fremur en
öðru.
Svo faramarlega sem ekki verður þröngvað svo kosti hinna
svokölluðu útlendinga í þessu landi að þeir verði neyddir til
varnarsambands gegn hinum sem hér búa, þá er það rétt og
heillavænlegt að hér renni allir saman í eina heild.
En vér teljum það ekki æskilegt að þessu sé flýtt meira en
góðu hófi gegni.
Þetta verk; þessi þjóöbrotasamsuða hlýtur að fara fram
og á móti því verður ekki unnið, og starf í gagnstæða átt væri
óholt hinu Canadiska þjóðlífi.
En sá sem vill afklæðast öllum íslenzkum flíkum í einni
svipan fer jafn villur vegar og hinn sem alls ekki vill semja
sig að siðum þessa lands.
Einangrunarstefnan hefir verið ríkjandi vor á meðal; nú
eru að rísa upp menn sem fylgja gjöreyðingarstefnunni að því
er þjóð vora snertir.
Hvemig stendur á einangrunarstefnunni ? Hvers vegna
fylgja menn henni? Hvað hefir hún ilt í för með sér? f
hverju er hún fólgin? Til hvers leiðir hún?
Hvernig stendur hins vegar á gjöreýðingarstefnunni ?
Hvaða afleiðingar hlyti hún að hafa ? Hvers vegna hafa menn
risið upp er henni fylgja?
f þriðja lagi mætti spyrja: Er ekki hugsanleg þriðja
stefnan ? Er ekki meðalhóf til í þessu efni ? Förum vér ekki
of langt í báðar áttirnar? Hafa ekki báðir flokkar mikið til
síns máls ? Geta þeir ekki mæst á miöri leið ? Eru ekki ein-
mitt nú tímamót hentug til þess að ræða þetta mál—þjóðernis-
málið— og taka í því ákveðna stefnu ?
4|i m m
BITAR
Gróa á Leiti: “Osköp er hún
Sigríður nágrannakona mín vit-
laus í fjármálum; svei mér ef
hún eyddi ekki tíu dölum til
læknisins bara til þess að láta
hann ná einu centi sem krakkinn
hennar gleypti.”
Ritstjóri Lögbergs segir að
heill skóli í sambandi við kirkju-
félagið hafi orðið að hætta vegna
þess að hann varð að taka við
ritstjórn blaðsins—og samt var
það tilvinnandi að reka ritstjór-
ann sem áður var.
“Laurier er óeigingjarnasti
stjórnmálamaðurinn sem Canada
hefir átt og fer eftir samvizku
sinni og sannfæringu hvað sem
á móti blæs”—Free Press 1911.
“Laurier hefir ávalt verið
maður sem hagaði seglum eftir
vindi i eigin hagsmuna skyni”—
Free Press 1918.
Eftir því sem eitthvert mál-
efni er meira virði, eftir því er
sjálfsagðara að fólkið skeri úr
því með atkvæðum sínum”—Tri-
bune, 1914.
“Þetta mál er svo mikilsvert
að það væri heimska að láta fólk-
ið greiða atkvæði um það.—Tri-
bune 1917.
Ekki vantar samkvæmina hjá
þeim blessuðum.
í öllum stríðslöndunum nema
Canada hafa járnbrautarflögin
afhent brautir sínar þjóðunum
til að nota meðan stríðið stendur
yfir. En hér hefur þjóðin verið
afhent járnbrautarfélögunum.
Hvenær verður henni skilað
aftur?