Voröld - 18.06.1918, Blaðsíða 4
Bls. 4
YORÖLD.
Winnipeg, 111. júní, 1918.
kemur út á hverjum þriðjudegi.
Útgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd.
Voröld og Sólöld kosta $2.00 um árið í Canada, Bandaríkjunum
og á Islandi. (Borgist fyrirfram.)
Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson
Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín.
Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Parmers Advocate
Bldg. (gengið inn frá Langside Street)
Talsími Garry 42 52,
>
“ KEYPTUR OG BORGADUR”
1 blaðinu “The London Advertiser,” einu elzta, merkasta og
stærsta dagblaði sem út er gefið í Ontario birtist grein 8. þ. m.
með þessary fyrirsögn.
Er þar frá skýrt að einu bladi í London hafi verið borgaðir
$1,033.33 fyrir ritstjórnar greinar í sambandi við eitt einasta
þingmans efni Bordenstjórnarinnar fyrir kosningarnar 17. dee.
1917. Greinin byrjar þánnigá “Margt hefjr obinberast eln-
kennilegt sem sýnir áhrif samsteypustjórnarinnar við síðustu kosn-
ingar sællar minningar, en tæplega mun viða vera hægt aö benda
á margt er lengra gangi en það sem í ljós hefir komið í sambandi
við blaðið London Free Press og kosningu Hume Cronvn sem
kosinn var undir merkjum stjórnarinnar.
Blaðið hefir sent honum venjulegan reikning fyrir prentun og
auglýsingar og auk þess $1,033.33 reikning fyrir rítstjórnar
greinar.
Hingað till höfum vér álitið að ritstjórar blaðanna vu:ru ekki
beinlínis til sölu eða greinir þeirra, en hér höfum vér dæmi degin-
um ljósara sem sanna það að oss skjátlaðist. Blaðið sendi reikn-
inginn til þingmannsins, þingmaðurinn viðurkendi hann réttan að
vera og sendi hann stjórninni til samþyktar og borgunar, og
stjómin blátt áfram samþykti hann og borgaði.
Hér er um enga trölllasögu að ræða. þetta stendur svart á
hvítu í eið festum reikningi stjórnarinnar í sambandi við kost,-
naðinn við síðustu kosningu.”
Blaðið London Free Press flutti hverja óhróður greinina á
fætur annari um stefnu frjálslyndra manna og kröfur fólksins
fyrir kosningamar, og lét sem allar þær greinar væru sprotnar áf
einskærri þjóðrækni og konghollustu. En þegar eiðsvarinn skýrsla
birtist ískjölum sjálfrar stjórnarinnar sem sannar að tekið var fé
úr vasa fólksins til þess að borga með háu verði þessar ritstjómar
greinar þá fer að færast skörin upp í bekkinn.
En í sambandi við þetta rís óhjákvæmilega í huga manns
önnur spurning, og hún er þessi: Er það líklegt að London Free
Press hafi verið eina blaðið sem þannig var borgað úr ríkiss fjár-
hirzlunni fyrir það að flytja ritstjómar greinar? Og ef þetta
var ekki eina blaðið hversu mörgum blöðum voru þá borgaðar
ritstjómar greinamar? pað þótti einkennilegt hversu svo að
segja öll auðmannablöð landsins—og sum önnur—snerust skyndi-
lega í haust sem leið. Hver var ástæðan? Var þeim öllum
borgað fyrir ritstjómar greinarnar? eða ef það var ekki hversu
mörgum og hverjum þeirra var þá borgað fyrir þær ?
Eru nokkrar sennilegri ástæður, nokkrar skiljanlegar líkur til
þess að einu blaði aðeins hafi verið greitt stórfé fyrir ritstjómar
greinar en hinum öllum ekkert?
Og svo annað: ef einn maður sem sótti til þings undir merkj-
um stjórnarinnar lét stjórnina borga frá fólkinu á annað þúsund
dali fyrir ritstjómar greinar í einu blaði, er það þá ekki líklegt
að hinir þingmennirnir hafi gjört það sama? Hvaða sönnun er
til fyrir því að svo hafi ekki verið? Er blaðið London Free
Press ráðvandara en hin blöðin? eða er Cronyn óráðvandari en
hinir þingmennimir? Er þetta blað og þessi þingmaður sérstakt
brjóstbarn stjórnarinnar?
Hefði nú t. d. mikill meiri hlutinn af þingmansefnum stjóm-
arinnar—jafnvel ekki nema t. d. 100—haft sömu aðferðina og
fengið eins og tvö blöð hver til þess að flytja ritstjómar greinar
fyrir peninga úr fjárhirzlu fólksins og borgað hverju blaði álíka
mikið að meðaltali eins og sannað er að London Free Press fékk,
þá hefði það verið á þriðja hundrað þúsund dollars. Stjórnin
verður sóma síns vegna, að gera grein fyrir þessari fjárgreiðslu
til London Free Press. Hún verður sóma síns vegna að skíra
fólkinu frá því hvernig og hver og hvenær hún fékk heimild til
þess að taka stórfé úr ríkis fjárhirzlunni í þessu skyni. Ilún
verður annaðhvort að sýna það og sanna að hér sé farið með
rangt mál—að eiðfestir reikningar og staðfestir af henni sjálfri
—séu rangir og sýna í hverj'u það sé fólgið eða að öðrum
kosti verður hún grunuð um að hafa leikið þennan sama leik við
önnur blöð landsins og aðra blaðamenn.
Á þessum neyðarinnar tímum þegar allir hinir fátækari verða
að skera alt við neglur sér er það glæpsamlegt í fylsta máta og
landráðum næst ef það er satt sem hér er fullyrt í London
Advertiser og sönnun boðin.
Yér vonum staðfastlega að stjómin geti hreinsað sig af þess-
um alvarlega áburði og að hún geri það tafarlalust, ekki einu sinni
sjálfrar sín vegna heldur einnig fyrir sakir lands vors og þjóðar.
Kóróna.
“þetta kórónar nú allan þjófabálk,” var Ólafur gamli á
Laugum vanur að segja; og þetta datt oss í þug þegar vér heyrð-
um afreksverk bæjarstjórnarinnar okkar, fyrra mánudagskveld.
, Yoröld hafði lýst því fyrir lesendum sínum hversu mikla van-
virðu bæjarstjórnin hefði gjört sjálfri sér og borgarbúum í sam-
bandi við verkfallið, og hvernig hún hafði þar látið einn mann
toga sig og teyma á eyrunum. Yér höfðum sýnt fram á hvernig
sá eini maður með aðstoð fylgifiska sinna setti hverja hendina í
Dænum upp á móti annari, og steypti bænum í þá hættu og þau
óþgindi sem alvarlegt verkfall hlýtur a hafa í för með sér.
Hefði það ekki verið fyrir framkomu Fowlers og fylgispekt ein-
stakra manna við hann, þá hefði bæði bæjarstjórnin og verkfalls-
menn farið í upphafi eftir tillögum hinnar sameiginlegu nefndar.
En nú er kóróna sett á höfuð forsmáninni á mánudags-
kveldið þá varð Fowler að viðurkenna það á opinberum. bæjar-
ráðsfundi að sér hefði skjátlast, en í stað þess að iðrast og bæta
ráð sitt þegar hann hafði gjört játninguna kórónar hann gjörðir
sínar með tiliögu um það að veitt sé stórfé úr bæjarsjóði til þess
að verðlauna þá, sérstaklega, er ekki vildu taka þátt í verkfallinu
og urniu þannig á móti stéttarbræðrum sínum og hindruðu það
að þeim yrði það ágengt sem til var ætlast.
þessa menn kallar Fowler hina trúu þjóna bæjarins. Sann-
leikurinn er sá að hér er stígið stórhættulegt spor, hér er gr’öf
sú grafin sem orðið gæti til þess að verkfallsmönnum yrði að
falli. þegar sérstök verðlaun eru veitt þeim er ekki vilja taka
saman höndum við stritbræður sína í baráttu fyrir frelsi og
lífvænlegu kaupi, og þegar þau verðlaun eru peningar, teknir úr
vasa fólksins án þess að fá til þess leyfi hjá eiganda peninganna
—fólkinu—þá.er langt komið á vegi hættunnar og gjörráðsins.
þessi verðlaun ,voru samþykt af öllum nema alþýðu fulltrúum
í bæjarstjórninni.
Sú kóróna sem hér hefir verið sett á höfuð þeirrar hættu sem
verkfallið á að mæta þarf að molast í sundur við næstu bæjar-
stjórnar kösningar.
Herskylda.
Lög hafa verið afgreidd af þinginu eins og kunnugt er, sem
herskylda menn í stríðið og í vinnu því til stuðnings. þessi lög
eru eins og flest önnur lög að því leyti að þau eiga sér bæði fytgj-
endur og andstæðinga. þótt mismunandi séu margir á hvora
hlið eftir því hveersu-vinsæl lög reynast. Herskyldulögin eru
í gildi og á móti þeim sjálfum má nú enginn mæla, þótt sá kynni
að vera einhver sem til þess hefði freistingu.
En það er eitt mál sem kemur upp í sambandi við herskyld-
una og það mál er ekki einungis frjálst að ræða heldur er það
heilög skylda hvers manns er á annað borð lætur sig almenn mál
varða. þegar stríðinu er lokið—og jafnvel fyr—verður það
eitt mesta vandamál þjóðarinnar að líta eftir hag og velferð heim-
kominna og særðra hermanna.
Vér segjum vandamál þjóðarinnar en ekki stjórnarinnar, og
gjörum það af ásettu ráði. Vér teljum það víst að þannig verði
höfð endaskifti á fyrirkomulagi í hinum mentaða heimi að eftir
stríðið ráði fólkið, í stað þess að nú ráði hinir fáu.
Vandamálið er þannig vaxið að samvizkusemi, samfara
einurð og stefnufestu, verða að ráða. Um það tala flest blöð
landsins að sjálfsagt sé að veita heimkomnum hermönnum land til
ábúðar. þetta er rétt. þeir hermannanna sem til þess verða
færir ættu einmitt að setjast að úti á landi sem allra flestir. Enn
er eins að gæta, og það er nátengt atriði sem rækilega liefir verið
rætt í Voröld. Alt bezta landið í Vestur Canada hefir þegar
verið látið af hendi eða gefið til auðfélaga, og þau halda því í háu
verði án þess að það komi að nokkrum framleiðslu notum. Hér
kemur að herskyldunni: hví ekki að taka þetta land frá þeim
sem ekki þurfa þess og ekki nota það til framleiðslu og láta her-
mennina hafa það til ræktunar og ábúðar?
það sýnist sem öll sanngirni mæli með því að þegar bláfátæk-
ur verkamaðurinn leggur fram samkvæmt herskyldulögum það
eina sem hann á til—líkama sinn og líf—að hinir sem heima fyrir
njóta allsnægta og öryggis væru skyldaðir til þess að leggja fram
í þarfir þjóðarinnar þær eignir sem þeir hafa haldið en nota ekki
til framleiðslu eða ábúðar.
það er ekki nóg og það má ekki líðast að þetta land verði
keypt af auðfélögum fyrir uppsprengt verð til þess að láta frer-
mennina hafa það. Hvaða stjórn sem léti slíkt koma fyrir væri
óvinur þjóðarinnar, óvinur réttlætisins, óvinur hermannanna—
óvinur allls og allra nema auðvaldlsins.
Alt land sem auðfélögin halda óræktuðu og óbygðu ætti þjóðin
að taka—herskylda—og skifta því upp á milli hinna heimkomnu
manna þar sem þeir gætu bygt sér friðsamt framtíðar heimili og
orðið dugandi og sjálfstæðir borgarar efnalega. Margir þessara
manna hafa yfírgefið góða stöðu og tapað henni með öllu, og er
það skylda stjórnarinnar að bæta þeim að svo miklu leyti sem
mögulegt er alt sem þeir hafa tapað.
þetta ráð sem hér er bent á er öruggasta ráðið og það sannast
að ef þjóðin verður svo lánsöm að geta stjórnað sér sjálf eftir
stríðið en vera ekki í fárra manna höndum þá verður þetta ráð
tekið.
Hugar áhrif.
Nýlega var verið að tala um það hvort ráðlegt væri að segja
nákvæmlega frá öllu í stríðinu, jafnt á báðar hliðar. Sumir
héldu því fram að heppilegast væri að draga engar dulur á neitt;
aðrir álitu hagkvæmt að gera sem mest úr ölllum vinningum
bandamanna en sem minst úr öllu tapi.
Á þessu eru auðvitað tvær hliðar eins og öllu öðru. En þegar
skygnst er inn í sálardjúp og hugsanir mannanna þá verður því
ekki neitað með rökum að dugnaður, kjarkur og framsókn stend-
ur að miklu leyti í réttu hlutfalli við sígur-vissuna og hugar-
ástandið.
Sá sem er sannfærður um að hann hljóti að sigra og fær
stöðugt viðhald þeirrar sannfæringar með hagstæðum fréttum fin
ur sér aukast þrek og hugrekki.
Hinn, aftur á móti sem mætir andstæðum fréttum sem mikið
er gert , hann tapar smám saman sigur-vissunni—jafnvel sigur-
voninni—og linast í sókninni. Ilonum er með öðrum orðum hætt-
ara við að bíða ósigur.
Af þessum ástæðum er það hyggilegt að láta skýra hátt og
snjalt frá öllum sigurvinningum en tala minna um hið gagnstæða.
Mannssálin er eins og nokkurs konar loftþyngdarmælir; vonir
hennar og jafnvel trú hækkar og lækkar eftir viðburðum og hin-
um utan að komandi áhrifum.
það er áríðandi að halda sigur-voninni—sigur-vissunni sem
bezt vakandi í hvaða stríði sem er. Aðeins verður þess að gæta
að sigurinn sé ekki talinn svo auðveldur að lítið þurfi fyrir honum
að hafa.
það er þetta atriði sem stjórnendur stríðsins vita; það er
þetta atriði sem kemur blöðunum til þess að birta sigurvinningar
sinna manna með stóru letri, en tap með smærra. það er þetta
sem heldur kjarkinum óbrotnum; vonunum lifandi og þrekinu
ólömuðu; það er þetta sem á einn stærsta þáttinn í sigri allra
stríða.
Skattaðir fyrir að lifa, sektaðir fyrir
framleiðslu.
Með þessari einkennilegu fyrirsögn barst oss ritgérð e'ftir
bónda í Kandahar, sem kallar sig “Grím Ægi. ”
Aðalatriði ritgerðarinnar eru þessi:
“það sem hér fer á eftir mundu þykja ótrúlegar fréttir ef
þær kæmu frá Rússlandi eða Tyrklandi, en þær gjörast blátt
áfram hér í Canada: Bændur eru eggjaðír á það af stjórninni aS
framleiða sem mest og fátæka fólkinu sem ekki kemst af í bæj-
um vegna dýrtíðar er ráðlagt að fara út á land. þetta er alt
gott og blessað; en hvernig ferst stjórninni það að aðstoða þetta
fólk ?
þegar fátækur maður leggur upp í það að taka sér land þá
verður hann að byrja með því að byggja kofa yfir höfuðið á sér
og skylduliði sínu. þegar hann fer að kaupa til lþess er hann
skattsektaður um 30 pró cent af tigulsteinum, 32y2 pró cent af
viðnum, 3714. pró cent af vírneti fyrir glugga og hurðir 47þó pró
cent af gluggagleri, og 67% pró cent af nöglum. Svo kemur til
þess að kaupa klæðnað og þá batnar lítið: Hann verður að borga
í skattsekt 32% pró cent af baðmullar fötum, skóm og stígvélum
37]/2 pró cent, nærfötum og flanneli 42y> pró cent.
Til þess að geta matreitt verður hann að haæa áhöld og harna
sleppur ekki sektalaust með þau; hann er skattsektaður um 42%.
pró cent fyrir eldavél, potta, pönnur og kaffikönnur, 90 cents af
eplatunnunni, 75c. af 100 pundum haframjöls og 30c. af 98 punda
hveitisekk. „ Vilji hann plægja land sitt til framleiðslu er hánn
skattsektaður um 27% pró cent af plógverðinu, en ef hann þarf
að nota herfi,, sáðvél, eða áburðardreifi á akur sinn er sektin að
sama skapi. Af aktýjaverði er hann sektaður um 37% pró cent;
geti hann keypt léttivagn er hann skattsektaður um 42 pró cent af
verði hans.
Fái hann nú nokkra uppskeru og þurfi að halda á heyhlaðs-
vél, kartöfluplógi, hreinsunarmylnum eða þreskivél er sektin 33
pró eent. Og samt er honum ögrað að fram leiða meira og meira,
en fyrir hverja tilraun sem hann gerir til þess að hlýða fram-
leiðsluskipaninni er hann skattsektaður frá 12% pró cent upp i
42% pró cent af virðingar verði hveers nauðsynlegs áhalds er til
framleiðslunnar útheimtist.
En ef allar þessar skattsektir færu í ríkissjóð og þarfir fólks-
ins eins og oss er oft sagt þá væri nokkurn veginn vel viðunandi,
jafnvel þótt sá sjóður virðist stundum nokkuð lekur. þegar þaS
aftur á móti er athugað að ekki nema 20 cent af hverjum dollar
fer í ríkissjóð, þá er það ekki láandi þótt oss bændum sígi brún og
komi ljótt í hug, einkum ef það er satt að hinar stríðsþjóðirnar
telji óhindraða verzlun eitt aðal atriðið til sigurs.”
Leggjum grundvöllinn.
Fyrir nokkrum vikum birtum vér ritstjórnargrein í Voröld
með þeirri uppástungu að bændar í sveitum og verkamenn í
bæjum sameinuðu sig og mynduðu allsherjar flokk til verndar
heill og framförum landsins.
Vér endurtókum þetta í síðasta blaði og gáfum það í skyn að
slíkur flokkur gæti bókstaflega tekið stjórn landsins í sínar hend-
ur og þannig myndað í sögunni nýtt og merkilegt tímabil; gæti
breytt stjórnarfarinu þannig að þáð yrði þjóðinni til blessunar og
frelsaði hana úr helgreipum auðvaldsins, sem nú virðist halda
föstum tökum um háls hennar þegar hún á sem allra örðugast með
vörn.
Bændur og verkamenn eru hinir einu sönnu framleiðendur í
þessu framleiðslunnar landi og ber þeim með réttu að stjórná og
ráða lögum og lofum.
Vér höfum fengið allmörg bréf síðan Voröld stakk upp á
þessari samvinnu rnyndun og eru þau öll einhljóða; öll eindregið
í þá átt að þetta þyrfti að verða að framkvæmd. Bréfin eru
bæði frá bændum og verkamönnum og lýsa því glögt og greini-
lelga að meðvitund þessara heiðvirðu flokka er að vakna og augu
þeirra að opnast. 1
Nokkrir þeirra sem hafa skrifað oss stinga upp á því að ís-
lendingar í öllum bygðum Canada haldi fundi og myndi öflugfc
samband sín á meðal þar sem þeir einir séu teknir í sem annað-
hvort eru bændur eða verkamenn eða sem eindregið fylgja
og hafa fylgt málum þeirra.
“þegar blöð landsins brugðust fólkinu,” segir einn bréfrit-
arinn (A. E. Johnson), “þá voru það íslendingar sem fyrstir
komu fram með þá mannlund að stofna nýtt framsóknarblað.
pað verður einkennilegt talið síðar meir í sögu Manitoba fylkis,
og í fótspor þeirra manna sem til þess höfðu hugrekki og fram-
kvæmdarþrek, þrátt fyrir allar hindranirnar, eru nú hérlendir
menn að feta, þótt hægt fari. Væri það ekki sómi þjóðflokki
vorum þegar stundir líða fram ef hægt væri með sanni að segja að
þeir hefðu fyristir allra dirfst að halda uppi sjálfstæðis íána gegn
kirking okurveldis auðstétta og auðblaða og yrði einnig fyrstir
til þess að leggja grundvöll að nýjum framtíðarflokki, skiþuðu
tveimur fjölmennustu og heiðarlegustu stéttum þessa lands—
verkamannanna í bæjum og bændanna í sveitum? Voröld hreyfði
einmitt þessu máli fyrir hálfum öðrum mánuði og síðan hafa radd-
ir heyrst í sömu átt frá ýmsum stöðum meðal hérlendra bænda.
Sýnir þetta hversu opin augu Voröld hefir fyrir því hvað í loftinu
liggur og skilur tákn tímanna. Viljið þér ekki, Voraldarmenn,
gangast fyrir því að koma á þingum eða fundum till þess að
stofna þennan flokk? Að voru áliti ætti fyrst að kalla till fundar
í hverjum bæ og hverju héraði; stofna deildir og kjósa fulltrúa
er síðan mættu á einu allsherjarþingi í Winnipeg. Vér verka-
menn og bændur verðum að taka höndum saman til varnar gegn
því auðvaldi sem liggur sligandi á herðum vorum.”
pannig farast þessum manni orð. Vér þekkjum hann ekki,
en orð hans eru sannarlega orð í tíma töluð og á framsýni bygð.
Auðvaldið hefir aldrei neytt eins margvíslegra bragða hér í
landi og einmitt nú; það beitir öllum hugsanlegum ráðum og
óhugsanlegum. Ársgróði félaganna er hærri en nokkru sinni fyr
í stað þess að hann ætti að vera minni ef þjóðrækni og hollusta
hefði setið í fyrirrúmi. Landráðin verstu nú á dögum eru þau
að hrúga saman fé í eiginn vasa á kostnað hins líðandi og stríðandi
fjölda; hrúga saman fé með því að skrúfa upp til skýja verð á
öllum nauðsynjum. þessi alþýðu flokkur verður stofnaður áður
en langt líður og óneitanlega væri það skemtilegt að vér Islend-
ingar gætum lagt grundvöllinn eins og bréfritarinn stingur upp á