Voröld


Voröld - 18.06.1918, Blaðsíða 5

Voröld - 18.06.1918, Blaðsíða 5
Winnipeg, 18. júní, 1918. VOKÖLD Bls. 5 FYR OG NU (J. P. ISDAL pÝDDI). Hver er það sem ekki þekkir, eða ætti að minnsta kosti að þekkja hinn litla vinalega danska bæ M, og hinar fallegu grænu brekkur, fagra tignarlega skóginn og umfram alt hið unaðslega tæra vatn, sem hefir verið svo mörg- um þreyttum og taugaveikluðum baðgestum endurnýjun á lífi og kröftum. pað er fljótfarið í gegnum cjálfan bæinn, og hann inniheldur ekki mikið af mannlegum verkuiA, til að verða hugfanginn af. En farðu svo lengra meðfram ströndinni; þar er ekki aðe’ins líf og hressing heldur sér maður líka meðfram breklrunum, margar fagrar nýj- ar byggingan,—þó ein sé aðdáunarverðust. Að sjá hversu unaðslega hún gægist iit á milli hins græna laufs, hinna velhirtu kjarrrunna og hinna sjaldsénu planta í hinum fagra garði, sem hallast með jöfnum líðanda niður að ströndinni. Og ef lánið er með manni, þá getur maður stundum séð óvanalega falllegan og ánægjulegan hóp samansafnaðan á hinum opnu og rumgóðu svölum, nefnilega hinn háa og tigulega eiganda og hans óvenjulega unaðslegu konu, sem annaðhvort eru að lesa eða tala saman, eða leika sér við sín tvö fall- egu og fjörugu börn. pannig er það nú. En ef þú kæri lesari hefðir staðið á þessum sama stað fyrir fimm- tán árum þá hefði þér fundist það mikið öðru- vísi; ekki nærri eins margir að sjá, ekki líkt því eins margt af velklæddum mönnum og konum á skemtigöngu, ekki nærri eins marg- ar laglegar byggingar. pessi fagri staður eða heimili í brekkunni var þá ekki til; en samt á sama stað, var þá eitt ofurlitið hús, sem var að vísu íöluvert aðlaðandi, því að vafningsrósir og viltur vínviður. klifruðu sig upp með veggjunum og þakinu, og huldu hinar mörgu sprungur og rifur, sem vóru í veggjunum. Faileg og vel hvít gluggatjöld vóru fyrir hinum. litlu gluggum, og angandi ilmur af rósum og jurtum, streymdi á móti manni frá hinum litla garði fyrir framan húsið. 1 því bjó þá Madama Brand, ekkja eftir skóla- kennara, sem var fyrir löngu dáinn, og hafði hann skilið hana eftir með ofurlitlu stúlku- barni og 80 ríksdala styrkeyri. Af því gat hún auðvitað ekki framfleytt sér og veitt barni sínu gott uppeldi. pessvegna höfðu ættingjar hennar, keypt þetta litla heimili handa henni og haldið þá, að hún gæti nokk- urnveginn komist áfram með það, eins spar- söm og fjölhæf og hún var. Og það blessað- ist líka. En hinar djúpu hrukkur í hinu þó all-unglega andliti Mad. Brands, og hinn sí- stöðugi áhyggju blær sem hvíldi yfir henni, skýrðu greinilega frá, hvað það hafði kostað og hvaða kröftum hafði verið eitt til þess. pó gátu nú enn þá svifið eins og sólargeislar yfir hið magra andlit, þegar hún horfði á sína yndislegu seytján ára dóttur, sem María hét. Nú stendur hún einmitt við garðshliðið og skygnir með höndinni fyrir ofan hin skæru brúnu augu, og horfir rannsóknaraugum eftir veginum, um leið og hin hressandi hafræna, leikur með hina þykku ljósbrúnu lokka, svo að hún þarf næstum á hverju augnabliki, að kasta þeim frá hinu bjarta og breiða enni. Eftir hverju ætli hún sé að skygnast svona ákaft. Jú, eitthvað óvanalegt er það; það er stór breyting og viðburður mikill, fyrir hið kyrláta og tilbreytingarlitla líf; koma eins baðsgests. Ókunnur ungur málari, sem ný- lega hefir komist í gegnum þung veikindi, og nú ætlar að reyna, að ná aftur fullri heilsu og kröftum í þessu fagra umhverfi Gústav Stein var, þó ekki væri hann nema 23. ára, farinn að vekja á sér töluverða eftir- tekt, sem nýtur og efnilegur listamaður. Ilann var foreldralaus, en var fóstraður upp af mjög ríkri frændkonu sinni, ekkju eftir Waller hertoga. Frá henni var komin þarna til þorpsins M, beiðni til hins gamla héraðslæknis þar, að útvega frænda sínum þægilegan og við- kunnanlegan verustað og nákvæma hjúkrun, meðan honum væri að batna. Lækninum datt undi r eins Mad. Brand í hug, sem hafði ágæta hæfileika, sem hjúkrunarkona og hafði hann oft átt kost á að taka eftir því. Og þar eð hin ríkmannlega borgun mundi í mesta máta koma sér vel, aðhyltist hún það strax, að uppbiia ag laga bezta herbergið í húsinu sínu, eins vel og hún mögulega gæti, handa þessum ókunna gesti. Nú var alt til reiðu og maður gat á hverri stundu vonast eftir komu hans. pað var einn fagran dag í júní, og málar- inn naut hinnar fögru sýnar hins djúpa blá- tæra vatns og hins nýja, græna laufskrúða á hinni stuttu ökuleið frá jámbrautarstöðinni. Nú snöri vagninn upp að hinu litla húsi og Mad. Brand kom út, til að bjóða hann vel- kominn. María var á bak við hana og lét ekki sjá sig; en þegar hún sá hversu veiklu- ^ega hann leit út, og að hann þrátt fyrir hækju Þá, er hann hafði, naumast gat komist hin fáu skref frá vagninum, gaf hún sig m jög rösklega í ljós og bauð undur kurteislega og un- aðslega, sína sterklegu öxl til hjálpar. Hann starði af aðdáun, stórum, bláum augum, á þessa fögru ungu veru, og rödd hans, sem ann- ars var ætíð viðkunnanleg, hljómaði nú enn þá viðkvæmar, um leið og hann þakkaði og bað forláts á veikluskap sínum og þáði hina framboðnu hjálp. pað kom fljótt í ljós, að læknirinn, sem hafði ráðið til dvalarinnar í M. hafði ráðlagt hið rétta, því með undra hraða batnaði Gustav til heilsunnar. Eftir að tvær vikur voru liðnár, þurfti ekki að tala um, að nota hækjuna; en þar á móti gat hann hreint ekki verið án handleggsins á Maríu,til að styðja sig við, á hinum stöðugu lengri og lengri göngu- túrum, sem þau tóku sér. Fyrst framan af varð hún að lesa upphátt fyrir liann. En þegar Madama Brand, skaut að þeim athugasemdum, um hinn mikla tíma sem færi til ónýtis, tók hann að sér lestrar- starfið, og María varð nú kunnug hverju skáldverkinu eftir annað, og það gladdi hann, að lilusta á hina heilbrigðu og skarplegu dóma um þau. pað er nú hætt við því, að menn vefengi það, að barnung stúlka, uppalin undir slíkum kringumstæðum, og sjálfsagt við fátækt hafi getað verið fullnægjandi félagi fyrir svo gáf- áðan og vel mentaðan mann, eins og Gústav Stein var að sjálfsögðu. En í því tilliti hafði Mad. Brand orðið aðnjótandi óvanalegs láns, þar sem María var ekki einungis óvenjulegum gáfum gædd, heldur eignaðist hún einuig marga vini fyrir sína kvenlegu framkomu og fegurð. Og af þessum vinum hennar vóru þaj’ á meðal séra Johnsen fjölskyldan. Hún varð vinstúlka Elínar einkadóttur þeirra, og naut hinnar sömu kenzlu og hún, hjá hinum allra færustu kennurum, sem hægt var að fá í M., um leið og presturinn á sama tíma lagði grundvöllinn til hinna djúpu guðræknistil- finninga, sem í framtíðinni varð hennar veiga- mesti og traustasti styrlcur. Af allri fjölskyldu prestsins, var þó víst enginn, sem þótti eins vænt um hana og yngsta syninum, sem hét Aage, og sem var þegar orð- inn ágætur sjómaður, en enn þá var það skoð- að sem barna vinátta, enda þótt að inst í sálu Mad. Brand, væri geymd innileg ósk um, að það gæti orðið að alvöru, þar sem hún vissi, hversu vandaður og trúvreðugur hann var. En svo skulum við aftur koma með vorn unga málara til sögunnar. Hann var nú dag eftir dag að öðlast meiri og meiri endurnýj- aða krafta. Hans hái og spengilegi líkami hóf sig nú til fullkominnar hæðar og roði var farinn að færast í hans fölu vanga. pað var auðsjáanlega sál innifyrir í hinum skæru bláu augum; en eftirtektasamur mannþekkjari mundi auðveldlega hafa tekið eftir dráttum nokkrum í kringum munninn, sem báru vitni um kvikulleik og vöntun á viljakrafti. En hvað sem öðru líður, þá sá nú María að eins, það sem var fallegt við þennan mann og göfugt og upphefjandi, og án þess að hún hefði hugmynd um það, hertók það alla henn- ar sál og hugsun. En á sama tíma var móðir hennar farin að verða óróleg, og fann einatt upp á einhverju til þess að fjarlægja Maríu frá þessum ísjárverða félagsskap. En hún ávann ekki mikið, því Gústav Stein hafði eitt- hvert ósegjanlegt lag á því að biðja, svo að ómögulegt var að standast það, svo að hann kæmi eigi af hólmi með sigri. Nú varð þessi bók skylirðislaust að verða lesin til enda, hann gat ekki sofið ef María hafði ekki um kvöldið, sungið eitthvað af sínum stuttu, ein- földu söngvum fyrir hann; og þegar hann byrjaði að vinna, taka frumdrætti að mynd- um, þá var það ekki mögulegt að geta gjört það, svo að í lagi væri nema að María hjálp- aði honum. petta friðsama og ánægjulega líf, hafði varað, þar til í byrjun ágúst mánaðar. Einusinni eftir miðjan dag í mjög fögru veðri, hittum við þessar ungu manneskjur, eins og venjulegt var, saman. pau sitja í laufskálanum og hann les hátt í “Flótti Hjartarins,” og hin fögru klingjandi vers Christians Winthers, fengu einhvern, næstum því ginnandi hljóm, með því lagi, sem hann las þau. Fyrir Maríu vóru þau að minsta kosti ginnandi; já, meir að segja töfrandi. Hún sat með blóðrjóða vanga og saumadótið liggj- andi í kjöltunni og hin geislandi augu hennar hvíldu á lesaranum, og um leið gleymdi hún kannske sinni venjulegu óframfærni, já, og jafnvel öllum heiminum í kring um sig. pess- vegna heyrði hún heldur ekki hinn hraða fóta- burð úti á stignum í garðinum. og leit fyrst upp, þegar skuggi nokkur gjörði dimman innganginn í laufskálann. “Ó, Aage, ert þú iiér ? Vertu velkominn!” hljómaði frá vörum hennar, um leið og hún spratt upp og rétti báðar hendur á móti hon- um, þessum sterklega en skolbruna unga manni, sem yfirvegaði þau bæði, með d^immu, rannsakandi tilliti. “Hvenær komstu Aage?” “Snemma í morgun; og eg gat ekki látið daginn svo líða, að eg kæmi ekki að sjá þig og móður þína. En eg vissi ekki að hér væru ó- kunnugir. ” “Herra Stein málari, og Aage Johnsen, stýrimaður, ungdómsvinur minn. ” pannig gjörði María þessa mehn kunnuga og var nokkuð vandræðaleg. FRAMHALD SVÆSINN RITSTJÓRI Blað sem út er gefið í Toronto og er málgagn jafnaðarmanna flokksins, heitir Canadian For- vt ard. Ritstjóri þess er í tukt- húsinu öðru hvoru—alt af hálfu verri en fyr þegar hann kemur út í hvért skifti. Tildæmis um ó- svífni hans birtist þetta í blaðinu þegar Bordenstjórnin ákvað að ekki mætti finna að gerðum hennar í blöðunum: 32x4 FISK rp| ■»—l p Non- Skid | fKllib BREEN MOTOR CO., LTD. 704 Broadway Sími Sherbr. 657 32x4 FISK Mon -Skld | | K r..n BREEN MOTOR CO., LTD. 704 Broadway Sími Sherbr. 657 KENNARA VANTAR fyrir LoAvland skóla, No. 1684, frá 20. ágúst til 20. desember, 1918, umsækjendur verða að'hafa annars eða þriðja stigs kennara leyfi og tiltaka kaup sem óskað er eftir.. B. Olafson, Sec.-Trea. 21— Vidir P.O., Man. G. J. GOODMUNDSON Selur fasteignir, leigir hús og lönd, útvegar peninga lán, veit- ir peninga lán, veitir eldsá- byrgðir. Garry 2205. 696 Simcoe Str. v___________________________J AUGLÝSING 1 haldi að S. 32 T. 19 R. 4 vestur af principal meridian 22. maí 1918, einn rauðflekkóttur graðungur, hér um bil 18. mánaða gamall, ómarkaður. pessi skepna verður seld 22 júní kl. 2 e.h. á ofan- greindum stað,hafi eigandinn ekki áður gefið sig fram og borgað á- fallinn kostnað. Peter Amason, gæslustjóri, Lundar. RUBBER STAMPS, STENC- ILS, SEALS, CATTLE EAR BUTTONS, Etc. pegar þið þurfið stimpla insigli, signet o.s.frv. skrifið til hins undir- ritaða. Sendið eftir ókeypis sýnishorni af Gripa Eyrna Hnöppum. Canadian Stamp Co. S. O. BJERRING Sími, Garry 2176. 380 Donald St. Winnipeg BÚJÖRD TIL SÖLU Einn landsfjórðungur til sölu nálægt Luudar í Manitoba. Land- ið er inngirt. Uppsprettulind ná- lægt einu horninu. Verð $2,400. Landið er S. W. qr. 10, 20, 4 W. principal meridian. Héraðið umhverfis Lundar er ágætt gripaland, og einnig til yrk- ingar. Gott vatn. Landið yfir höfuð slétt með miklu af góðum S eldiviðarskógi (poplar). Skilmálar: $500 út í höud. jSanngjarn timi á það sem eftir | stendur. Snúið ySur til auglýsendans að 902 Confederation Life Building, Winnipeg. | -------------------------—----- (------------------------------- LANDAR GÓDIR Skiftið við fyrtu íslelnsku rakarabúðina sem stjórnað er samkvæmt fullkomnum heil- brigðisreglum. Hún er alveg nýbyrjuð í Iroquois hótelinu, beint á móti bæjarráðsstof- unni. Talsími M. 1044. Ingimar Einarson. ” ! i lO)" CAKAJQA ÞER VERDID AD SKRÁ SETJA YDUR 22. JÚNÍ EF pER LÁTID pAD BREGDAST VERDID pÉR SEKTADIR, SETTIR f FANGELSI OG TAPID pVf KAUPI SEM pÉR EIGID INNI. 22. JÚNÍ—á skrásetningar deginum—verðið þér að fara á skrásetningar- staðinn sem settur verður í yðar umdæmi og svara þar samvizkulega spum- ingum þeim sem á skrásetninga spjaldinu verða. Hver einasti maður og kona í Canada, hvert sem hann eða hún er brezkur borgari eða ekki og er sex- tán ára að aldri verður að skrásetjast. RANGAR STADHÆFINGAR —Ef þér svarið rangt eða á huldu spum- ingum þeim sem fyrir yður verða lagðar verðið þér sektaðir um $500.00 og látnir sæta sex mánaða fangelsi. SEKTIR SEM VID pVÍ LIGGJA AD SKRASETJAST EKKI—Ef þér vanrækið að skrásetjast sætið þér $100 sekt og mánaðar fangelsi og auk þess $10 sekt um hvern dag sem líður eftir skrásetningar dag þangað til þér skrásetjið yður. VOTTORD UM SKRÁSETNINGU — pegar þér skrásetjist verður yður afhent vottorð sem þér verðið að hafa með yður hvert sem þér farið og á öllum timum. Skrásetningardagurinn er 22. júní Skrásetningarstaðir verða opnaðir kl. 7 f. h. og þeim lokað kl. 10 e. h. Birt samkvæmt heimild frá SKRÁSETNINGAR NEFNDINNI f CANADA. ►Q-—B-Q BO-B1 I !

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.