Voröld - 18.06.1918, Blaðsíða 6
Bls. 6
VÖBÖLD
Winnipeg, 18. júní, 1918.
HENDURNAR HENNAR
MÖMMU.
(Framhald)
Konu hans var dillað! Hún hafði strax
orðið skelfd, þegar þessi forkunnar fríða
frændkona settist að í húsinu. Hin íburðar-
mikla sýningarviðhöfn hersisins á henni varð
brátt umfangsmeiri en hann hafði grunað.
Flokkurinn varð sífelt þéttari og stærri, og um
tíma eftir konungskomuna líktist þáttakan æði.
-—Hraðinn óx með tölunni, og hersirinn streitt-
ist við að fylgja eftir eins og lafmóður hestur.
Hann örfaði sjálfan sig með gengdarlausri
kæti og fádæma áhuga, en aftur úr varð hann;
varð ofaukið;—já, beinlínis öðrum í vegi. —
Kona hans hló að honum opinberlega. — Hann,
sem í útlöndum, og hvenær, sem hann kom því
við, stakk giftingarhringnum í vasann — hon-
um var nú sjálfum stungið í vasann eins of
tómu vindlahylki. —
--------Lestin blés öðru sinni til burtferðar.
—Hreyfing í hópnum; kliður af sverðum og
sporum, háværar kveðjur og handabönd.
Ljúflingurinn þeirra kvaddi í þúsundasta sinni,
örfáum, fjörlegum orðum var skifzt á, og mið-
lað var brosi og háttprúðum beygingum. Hún
hafði algert vald yfir hópnum! Ferðafötin
stórmöskvóttu, ljósi hatturinn með slæðunni
yfir, sem ýmist féil niður eða var kastað upp
yfir aftur, hnakkasvipurinn tígulegur og per-
sónan öll sköruleg.-----þetta alt r tíbránni
.... var það ekki gullvagn með hvítum dúfum
fyrir, sem hún var að stíga upp í? — í bráðina
ekki hærra en upp í dymar, þar sem móðir
hennar stóð. þaðan brosti hún niður til
hershöfðinjans öðru megin og hersisins hinum
megin og stúlknanna í kringum þá.------Að
baki þeirra blöstu við öll hnarreistu efrivarar-
skeggin; öll þau ljósu og jörpu, öll þau svörtu
og svertu. Með augnatilliti sínu hleypti hún
lífi í þau öll, þétt og gisin, þau slapandi og
þunglyndislegu, ekki síður en í þau hring-
snúnu og langteygðu. Inni í þessum loðskógi
mintu þeir skegglausu á sænskar milliraddir.
“—Eg óska unfrúnni góðrar ferðar,” sagði
gamb' hershöfðinginn. þessi hreinskilni hesta-
temjari var of látlaus til þess að fá sig til að
segja nokkuð markvert. — “þakka þér fyrir
veturinn, telpa mín! ’ ’ það sagði hersirinn með
hárri raust. — Viðbótin átti að gefa til kynna,
hve föðurlega kumpánalegur hann mætti vera.
•----“ Já, ég hefi oft kent í brjósti um þig í
vetur, frændi,” var svarað, “en nú getur þú
hvílt þið í sumar, svo þú náir þér—! ’ ’
Hersisfrúin hló, og það var merki þess, að
allir mættu hlæja.
Öll andlitin sneru upp til hennar — flest
hreinleg og góðlyndisleg—; næstum öll höfðu
að geyma endurminningu um skemtilegar
stundir; öll í sameiningu vöktu endurminning
um haust og vetur, með skíða- og skautahlaup-
um, ökuferðum, dansleikum, heimboðum og
söngleikum—um hringdans yfir spegilglæran ís
eða hjarn, ellegar inn í hljómgeislahafi, -—
glasaglaumi, hlátri og samtölum. Ekki ein
•einasta minning með bletti eða skugga;—alt
írjálst og ötullegt eins og riddarafylking.—
Nokkrara tilraunir—meðal annars af frænda
hennar virðulegum—höfðu þyrlast burt eins og
fis. — Hún fann til þakklætisánægju yfir því„
Eg sem hér rita nafn mitt óska að gerast
áskrifandi aS blaðinu Sólöld sem verði sérstakt
blað fyrir bom laust við Voröld.
Eg lofa að senda borgunina þegar fyrsta
blaðið kemur út, ef mér þá líkar það og álít
verðið sanngjamt. Ef mér líkar blaðið ekki
eða álít verðið of hátt þá skal þetta loforð vera
ógilt.
Nafn -----------------------------------
Pósthús __________________________
Fylki _______________________
petta er aðeins gert til þess að það muni
ráðlegt að gefa út Sólöld sérstaka og við vænt-
um eftár að fá þessi eyðublöð klipt úr _og fylt
inn og send sem allra fyrst.
ÚTGAFUNEFND VOBALDAB.
sem fram við hana hafði komið frá allra hendi,
fyrst og seinast. þessi tilfinning gagntók
haija, brann í augum hennar og viðmóti og
kom fram við alla, sem fyrir neðan hana stóðu,
—og blómin, sem hún hélt á. — En meðvitund
um of mikið — alt of stórkostlegt, læddist ein-
att með. í sambandi við það tómleikahræðsla,
sem olli óþolandi sársauka. Ó, að það væri alt
umliðið!
-----það var litið eftir farseðlunum;
dyrunum lokað, og hún kom aftur í ljós í
glugganum, sem hleypt var niður. Hún hélt
á blómum í annari hendinni; vasaklútnum í
hinni; hún grét. — Gluggagættin var eins og
rammi um hina skýru bróstmynd hennar; höf-
uðið með ljósa hattinum og slæðunni yfir stóð
fram úr henni.
Hvers vegna í ósköpunum málar enginn
slíkt?
Heraginn bannaði, að nokkur træði sér
fram, á meðan yfirmennirnir og konurnar stóðu
í kring; hver stóð þar sem hann var niður
kominn. þar eð þeir, sem næstir stóðu, sögðu
ekkert, þá þögðu allir. Menn heyrðu grát
hennar; sáu brjóstið bifast. — Hún sá alt í
þoku og það varð henni alt saman að kvöl. —
Gat alt verið með feldu? — Gráturinn hvarf
brátt. Einhver miskunnsöm persóna, sem
neðan við stóð, og sjálf fann til sársauka,
spurði hvort þær næðu heim til sín í kvöld,
og játaði hún því með miklum ákafa. Við það
mintist hún móður sinnar og rýmdi til fyrir
henni, en hún hafði enga löngun til að sýna sig.
—það var jafnvel eitthvað í augnaráði móður
hennar sem olli ótta og óþægindum—, hugurinn
leiddist frá þessu, því hringing kom hópnum til
að hörfa nokkur skref frá lestinni. Kveðjurn-
ar voru endurteknar og auknar; hún veifaði
vasaklútnum og ylurinn í augum hennar kom
fram á ný;—nú funuðu þeir upp. Alt, sem
sýnilegt var af henni, kallaði á þá og þeir á
hana; þeir fylgdu eftir. því nú voru allir ungu
liðsforingjarnir orðnir forsprakkar! — Nú
komu annarskonar tilfinningar í ljós: þeir
kvöddu og hrópuðu; kvöddu aftur og fylgdu
lestinni,—Kliðurinn af lestum og sporum, lita-
skiftin, handatilburðirnir og gangþysinn gerði
hana eins og ölvaða. Hún .hallaði sér út yfir
gluggakistuna og veifaði til þeirra og þeir til
hennar — en hraðinn óx brátt um of; nokkrir
gálausir unglingar hlupu á eftir, hinir stóðu
kyrrir—stóðu eftir inni í reykjarmekkinum og
stundu.—Vasaklúturinn hennar sást eins og
dúfa á dimmu skýi.
þegar hún sneri sér við aftur þurfti hún
að eiga einhvern að, en mundi^ eftir augum
móður sinnar; voru þau óbreytt enn þá?—Já.
þá lét hún sem hún væri hvorki í hita né
æsingi. Hún tók af sér hattinn og lagði hann
frá sér. En augnaráð móður hennar hafði
vakið það afturkast, sem bjó um sig í henni
sjálfri. Andstæðar tilfinningar blossuðu upp;
hún vildi dyljast þess; vildi reyna að ná jafn-
vægi sínu aftur, og lét því fallast á bekkinn,
andspænis móður sinni, og litlu seinna lagði
hún sig alveg út af. Rétt á eftir heyrði móð-
irin, ag hún grét, sá það líka á því, hvernig
bakið hreyfðist.
Að lítilli stundu liðinni varð dóttirin vör
við, að móðirinn kom við h'öfuð hennar með
berri hendinni; hún var a láta kodda undir
það. þetta hafði góð áhrif a finna að móðirín
vildi að hún svæfi — það eitt sefaði hugann. —
Já, hún þurfti nauðsynlega að sofa. — Og fám
mínútum seinna var hún í fasta svefni.
II.
Áin rann í stórum bugðum. Frá syðri
bogaglugganum á gestgjafahúsinu horfðu
mæðgurnar á farveg hennar gegnum hrísið og
birkiskóginn. Sumstaðar hvarf hún sjónum,
en kom svo í ljós á ný, og að síðustu var hún
óslitin eins langt og augað eygði.
Yfir á stöðinni drógu menn vöruvagnana.
Að baki gistihúsinu var mylnan, verksmiðjan
og sögunarvélamar; þung högg og dynkir
heyrðust og fosshljóðið sjálft í fjarska. Upp
úr því öllu tóku hin skerandi hljóð í borðviðn-
um, í hvert skifti sem sögin gekk í gegnum
hann. þetta var ein af beztu skógasveitun-
um; hálsamir voru dökkir af greniskóg, eins
langt og þær gátu séð, og það var óraleið, því
dalurinn var beinn og breiður.
—‘rGóða, klukkan er orðin 7.—Hvað er
orðið af hestunum?”
—“Eg hefi gert ráð fyrir, að við gistum
hér í nótt, og færum svo snemma í fyrramálið.”
“Gistum hér, mamma—?” hún sneri sér
tmdrandi að móður sinni.—“Eg vildi helzt
tala við þig í kvöld.”—Dóttirin varð vör hins
sama í augnaráðinu sem við burtförina úr
Kristjaníu—, hún roðnaði. Svo sneri hún sér
inn að stofudyrunum.
“—Já, eigum við ekki heldur að ganga
út,”— móðirin lagði höndina á öxl hennar.
Skömmu seinna vora þær komnar niður að
ánni. Veðrið var dálítið tvísýnt, og við það
var litblærinn á ökrum og hlíðum þyngri og
dekkri, og ekki laust við beyg í meðvitund-
itini. það bar ilm af trjám og engjum og
ámiðurinn smaug inn í sál þeirra.
—“það, sem ég ætlaði að tala um við þig,
var faðir þinn.”
(Framhald).
Smah og Flekkur.
þegar ég átti heima á Islaíidi átti ég tvo
hunda samtímis; annar hét Smali en hinn
Flekkur. Smali var eldri, og átti ég hann
fyrst um fimm ár áður ég eignaðist Flekk;
fékk ég til að venja hann við féð með Smala
áður hann yrði of gamall. Smali var hundur
ágætur, og hinn lærði flestar listir Smala.
Eg ætla svo að segja ykkur fáeinar smá-
sögur af þessum hundum, ef Sólöld leyfir rúm
fyrir þær.
I.—Smali.
það er einkennilegt hve nákvæmur skiln-
' ingur hundsins getur orðið fyrir hugsun
raannsins ,einkanlega ef sami maður stjórnar
hundinum um langan tíma; það lítur svo út,
sem samveru tími manns og hunds, sé náms
tími fyrir hundinn, því hundurinn lærir ávalt
að skilja manninn betur og betur.
Ég eignaðist Smala, þegar hann var oftur-
lítill hvolpur; hann gat ekki fylgt mér; þó var
íe>ð;"n stutt. þetta var í apríl mánuði. Bg
hafði hann við lambær um vorið. það er
talinn bezti tími að venja hunda á Islandi.
Um haustið hafði ég hann með mér til kaup-
staðar við fjárrekstur. Á Islandi er fé rekið
tiL kaupstaðanna á haustin til slátrunar.—Jæ-
ja, ferðin gekk þolandi, og hrepti ég þó hið
versta illviðri; regn og rok. Seppi var hinn
ötulasti við reksturinn og fyrir hans aðstoð
kom ég fénu áfram. Ég hafði um dagsdvöl í
kaupstaðnum (bænum, sem hér er kallað).
þegar ég svo að morgni lagði af stað til heim-
ferðar, varð ég þess var að seppi var horfinn.
Eyddi ég dálitlum tíma að leita að hundinum,
en fann ekki. þótti mér ver farið en heima set-
ið fyrir seppa minn, og varð svo búið að
standa. Ég lýsti eftir honum en fékk enga
vitneskju. þannig leið fram um útmánuði,
og hundurinn, sem ég hafði verið að lýsa um
haustið og veturinn var geymdur hjá bónda
í annari sveit. Við vorum aðskíldir með há-
um fjöllum og illum yfirferðar, jöklum og
snjó, svo ekki var tiltækilegt að nálgast seppa
minn að svo stöddu. En svo stóð á að for-
eldrar mínir ætluðu að flytja búferlum það
vor í sveit þessa, og afréði ég því að láta
Smala eiga sig til þess ég kæmi þar.
Eigi leið svo dagur að ég hlakkaði ekki til
samfundanna, og þó einkum að reyna minnis-
gáfu Smala, þar sem hálft ár var umliðið frá
síðustu samvera. Gat það verið að hann
myndi eftir mér? Var ekki hundurinn aðeins
skynlaust dýr, eftirvæntingarlaust? Tíminn
varð að leysa úr því.
Eg var sá fyrs'ti sem fór til nýja bústaðar-
ins; rak eg 120 f jár, og átti að gæta þess þar til
hitt fólkið kæmi.
Mitt fyrsta verk var að heimsækja Smala
minn, og var hann úti þegar ég kom þar.
Snöggvast horfði hann á mig án þess að haf-
ast að. Um leið og ég kallaði “Smali!” var
hann kominn upp mn herðar mér, og voru
fagnaðarlætin svo mikil að um frið var ekki
að ræða fyr en ég sagði honum að hætta. Eg
gerði það til reynzlu að kalla ekki á hann
þegar ég fór, en þess þurfti ekki heldur, því
Smali kom, og skildi hann ekki við mig eins
lengi og möguleikar leyfðu okkur að vera
saman.
Litlu vinir! Munið, að hundurinn ykkar
man eftir ykkur, jafnvel þó ár líði svo hann
sjái ykkur ekki. Sá tími getur því ver lang-
ur kvalatími fyrir hundinn ykkar ef þið
hafið verið góð við hann. Margar sannar
sögur eru fyrir hendi, sem sanna það.
II.
það var um sumarið á engjaslætti, sem
kalíað er Jieima, að ærnar voru hafðar í hlíð-
um, á einstöku fjalli, þar sem ég átti heima.
Fjallið er aðskilið frá öðrum fjöllum (1,500
fet á hæð) og eru klettabelti umhverfis það,
sem vel tekur í miðjar hlíðar á hæðina, og
ná þau all leið upp á topp fjallsins. Kletta-
beili þessi eru vafin grasi mjög ljúffengu öllu
sauðfé, og sækir fé því ákaft í grasið. Um
morgun einn, þegar við fórum á engjar, höfð-
um við Smala með okkur, til að láta hann reka
ærnar heim. þegar við komum á móts við
æraar, sendum við Smala af scað. Svo vildi
til, að ærnar urðu varar hundsins, áður en
heppilegt var, og stukku því sumar af þeim
inn á einn klettastallinn, í öfuga átt við heim-
leiðina, en gátu ykki komist af stallinum nema
fara sömu leið til baka. Seppi skildi þetta
og gerði því hverja tilraunina á fætur annari
að ná ánum af stallinum, með því að hlaupa
fyrir neðan hann og á öðrum stalli fyrir ofan,
en alt var árangurslaust; ærnar hreyfðu sig
ekki. Yið gerðum ítrekaðar tilraunir að
koma hundinum á eftir ánum, enda þótt þær
stefndu með því í öfuga átt, en hann lét sig
ekki. Varð ég svo að fara að ná þeim út af
stallinum, og sendi svo Smala minn með þær
heim.
(Framhald).
TVENSKONAR BLÓM.
Drottinn skreytir skóg og völl,
skapar fuglahljóminn;
börnin hans um eilífð öll
eru fögru blómin.
%
Góðu börnin úti öll
elska fuglahljóminn,
skoppa létt up skóg og völl,
skoða fögru blómin.
Blænum loftsms bláa höll
blandar fuglahljóminn;
vermir sól, og vorið öll
vekur fögru blómin.
Sorg og lífsins fanna fjöll
flýja barna róminn.
Góðu börnin eitt og öll
eru mannlífs blómin.
Ljóssins guð í lífsins höll
lánar barna róminn,
góðu börnin á hann öll
eins og fögru blómin.
SKRÍTID
Ila, ha, ha, ha, ha,
Hlær hún litla Vala,
ha, ha, ha!
Fyrir fáuin árum
fanst hér engin Vala,
svo kom hún í heiminn,
hún er farin að tala,
hún 'Vala,
ha, ha, ha.
Hna, hna, hna, hna, hna!
hneggjar litli Gráni,
hna, hna hna!
Fyrir fáum árum
folald var hann lítið,
hann er nú orðinn hestur,
hvað þetta er skrítið
já, skrítið,
hna, hna hna!
Vaff, vaff, vaff, vaff, vaff!
Vöggur litli geltir,
vaff, vaff, vaff!
Fyrir einu ári
alveg var hann blindur,
er nú orðinn hundur,
alsjáandi og syndur,
já, syndur,
vaff, vaff, vaff!