Voröld - 16.07.1918, Blaðsíða 4
Bls. 4
YORÖLD.
Winnipeg 16. júlí, 1918.
kemur út á hverjum þriðjudegi.
Ctgeíendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd.
Voröld og Sólöld kosta $2.00 um árið í Canada, Bandaríkjunum
og á Islandi. (Borgist fyrirfram.)
Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson
Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín.
Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Farmers Advocate
Bldg. (gengið inn frá Langside Street)
Talsími Garry 42 52,
-
Eitt sporið enn
Voröld er ekki nema fimm mánaða gömul, en þess væntum vér
að hún þýki fremur efnilegur unglingúr að stærðinni til. í förum
n eð henni var Sólöld litla fyrsta kastið, en með því að henni var
Oiiki talin heimil gatan við hlið mömmu sinnir kipti hún henni upp
og bara hana eins og góðri móður sæmdi.
Upp úr kafinu kom það þó að hún mátli ekki laganna vegna
nalda á telpu hnokkanum nema á vissan hátt—varð að ala hani
þannig upp að sú litla gæti ekki orðið sjálfstæð eða gengið ein.
þetta féll þeim báðum miður, og varð niðurstaðan sú að þær
hafa komið sér saman um að skilja og búa hver út af fyrir sig-
Utgáfufélag Voraldar hefir því ákveðið að gefa út séi’stakt ungl-
ingablað, allstórt, með mörgum og vönduðum myndum og vel úr
«;arði gert, á góðum pappír.
Blaðið á að heita “Sólöld,” og byrjar sem alveg nýtt blað að
cllu leyti. pað kemur fyrst út næsta föstudag og eftir það aðra
hvora viku. Fjöldi fólks hefir þegar skrifað sig fyrir Sólöld og
verður þeim öllum sent blaðið, auk margra annara.
Sólöld kostar $1.00 um árið; hún verður S blaðsíður, í stóru broti,
fyrir utan fallega kápu, og verður mjög eiguleg og skemtileg bók,
hver árgangur innbundinn. það ætti að verða kappsmá; fyrir sem
flest börn og unglinga að eiga Sólöld, og ekki síður fyrir foreldra að
stuðla að því að börn eignist hana.
þótt það sé betra en ekki neitt að hafa eina blaðsíðu helgaða
hörnunum eins og vér höfum gjört að undanförnu, þá kemur það ekki
að fullum notum. Börnin vilja eiga sitt eigið blað; þeim þykir það
rceira virði og það nær betur þeim tilgangi sem blaðið er stofnað í
Áríðandi að lokka börnin til þess að lea íslenzku, og það verður
ckki með öðru betur gert en sérstöku blaði handa þeim, er þau geti
Kallað með réttu blaðið sitt. Og það er ekki aðeins áríðandi að
J.afa efnið gott og vandað heldur verða því að fylgja góðar myndir;
börnum þykir ekki eins mikið til neins koma og góðra mynda. En
þær ern dýrar, og það er dýrt að fá sérstakt leyfi til útgáfu slíks
blaðs; dýrt að prenta það á vandaðan pappír eins og nú hefir alt
hækkað í verði; þess vegna er óhjákvæmilegt að selja Sólöld sén
staklega þegar hún er gefin út sér. Enda stækkar þá Voröld í raun
réttri um þá blaðsíðu sem áður fór til þess að prenta á barnabálkinn.
þetta verður fyrsta almenna barnablaðið gefið út sjálfstætt
meðal Vestur-lslendinga; þótt þess beri að minnast með þakklæti að
kirkjufélagsprestarnir hafa áður sýnt viðleitni í þá átt. Ritstjóri
Sólaldár stofnaði fyrsta bamablaðið heima á ættjörðu vorri: ”Æsk-
una,” sem nú héfir verið gefin út nálega um fjórðung aldar, og ávalt
r.btið mikilla vinsælda. Mætti hann flytja ferða bæn þegar Sólöld litla
leggur af stað, þá veit hann enga aðra betri en þá að henni mætti
íarnast eins vel og Æskunni farnaðist undir hans hendi, og ávalt
síðan.
Vér höfum stofnað prentfélagið Hecla og Voröld í því skyni að
vinna að viðhaldi íslenzks þjóðernis gegn h'/aða hindmnum sem í
vinna að viðhaldi íslenzks þjóðemis gegn hvaða hindrunum sem á
veginn verða lagðir, og þessi stofnun er bygð á þeim hornsteini sem
ekki á að kasta burt þegar mest á ríður; vér væntum þess að Sólöld
Voraldardóttir megi verða til þess að gróðursetja eitthvað það meðal
æsku lýðsins sem þess verði virði að rækta og hlynna að.
Þjóðminningardagur Frakka
Flestar þjóðir eiga sérstakan afmælisdag—fæðingardag. Is-
iand 2. ágúst; Bandaríkjin 4. júlí, Canada 1. júlí, Norðmenn 17. maí,
o.s.fv. Afmælisdagur Frakka var í gær—14. júlí. 129 ár eru liðin
síðan Frakkland fyrst varð þjóðstjórnarland að nafninu til; þótt oft
gæfi á stjómarbátinn áður en lent væri í friðsama þjóðstjórnar-
höfn. það var 14. júlí, árið 1789, að Frakkar vöknuðu til fullra
"meðvitundar um þá kúgun sem þeir áttu við að búa undir valdi keis-
mra og klerka, aðals og auðvalds. það var 14. júlí, 1789, sem þeir
fandu til nægilegra krafta til þess að hrynda af sér okinu og gerðu
J að svo.að segja á svipstundu- það voru hinir frægu og ódauðlegu
ithöfundar, Rousseau og Voltaire sem vakii höfðu þjóðina; það eru
i^ijulega rithöfundarnir sem rótina eiga að öllum trjám umbóta og
íramfara.
Frakkar vora ekki lengi að hugsa sig um þegar þeir loksins
" öknuðu; þeir hófust hanSa í Parísarborg, fóru í hópi að ríkisfang-
elsinu, brutu það og hleyptu út föngum sem þar vorm. Um tugi ára
liafði þjóðin lifað við hina hörmulegustu harðstjóm. Fólkið varð
að rogast undir þyngsla'byrðum óstjórnlegra skatta sem stækkuðu
ár frá ári vegna eyðslu og óhófs stjórnendamia. Aðallinn átti einn-
fimta af öllum jörðum en galt enga skatta; hinir hwrri stéttar klerkar
áttu einn-þriðja af öllum jörðum en greiddu er ga skatta. Alþýðan
varð að þola herskyldu; hún uarð að gjalda skatt aðlinum, klerkunum
og konginum. þegar Parísarbúar 14. júlí, 1789, risu upp vora að-
farimar svo miklar, að innan fárra klukkusrunda var ríkis fangelsið
í þeirra höndum og innan skamms rifið til granna. þeir líflétu
fangelsisstjórann og aðstoðarmenn hans; þe<r hjuggu af þeim höf-
uðin, festu þau á stöng og gengu með þau um götur borgarinnar.
Lcksins hóf fólkið óstjórnlegan gleðidans á rústum fangelsisins.
Lafayette, upp<reistarforingi sendi fangelsis ývkilinn til Washington,
átti það að vera til minningar um herfang harðstjórnarinnar. þessi
orð era í bréfi sem Lafayette skrifaði með sendingunni: “Á því
leika engin tvímæli að andi Vesturheims opnaði ríkisfangelsið á
Frakklandi; þessvegna er lykillinn sendur þangað sem hann á að
vera.”
Uppreistin á Frakklandi og stjórnarbyltingin var álíka óvænt og
skyndileg og hún var á Rússlandi í fyrra. En áttatíu ár hörmunga,
blóðsúthellinga og vanstjórnar áttu fyrir Frakklandi að liggja áður
en friður og full þjóðstjórn kæmist þar á.
Konungur og drotning voru myrt; og fjöldi aðalsmanna var
hálshöggvinn. Árid 1792 var eiginlega fyrsta verulega þjóðstjórn
tett ástofn. En það var harðstjórn og óstjórn í nýrri mynd. 1804
kom Napoleon til valda og gerðist keisari á Frakklandi, og fór í
lierferð gegn öllum heiminum að heita mátti; 1814 beið hann ósig-
ur, en næst kom til valda Lúðvík XVIII. Ekki hafði hann látið sér
fyrri viðburði að kenningu verða og fólkið sagði burt með hann-
þá kom Napoleon aftur og stjórnaði með mikilli dýrð í 100 daga
aðeins, og svo kom orustan við Waterloo; kjmst þá Lúðvík aftur að
valdastóli, en ásetti sér nú að fara eftir vilja fólksins. Karl bróðir
nans kom næst til ríkis og sat að völdum þangað til júlí bylting skall
á 1830- þegar Lúðvík Filuppus var kjörinn sem konungar fólksim.
Árið 1848 varð en uppreist í febrúarmánuði, og vat þá stofnað þjóo-
ríki í annað skifti með Lúðvík Napoleon sem forseta; var hann bróð-
ursonur Napoleons mikla. þetta þjóðstjórnarríki stóð yfir í 4 ár,
en þá braust Lúðvík Napoleon t.il valda og tók sér keisaranafn.
þetta keisararíld stóð til ársins 1870; en eftír stríðið milli Frak ca
og Prússa var stofnað þjóðríki í þriðja skifti; var þá svo vel til þess
stofnað að ekki eru neinar líkur til að Frakkland komist nokkru
smni héðan í frá í hendur keisara eða konunga. Með réttu mætti
því aðeins telja þjóðstjórnarríkið Frakkland 48 ára gamait.
þegar talað er um allar þær hörmungar sem yfir Rússland dynja,
er sumum hætt við að minnast þess með fyrirlitningu og lítilsvirðing
til þeirra manna sem þar standa fyrir málum. En þeir góðu herrar
gæta þess ekki að fyrir margar hörmungar ber mönnum inn að
ganga í ríki friðarins. þeir gæta þeSfi ekki að þar hafa risið upp
nokkrir menn og hrundið af stóli á svipstundu einum voldugasta
stjómanda heimsins, og starf þeirra nú er að leggja framtíðargruu 1-
völlinn undir stærsta og voldugasta þjóðríki veraldarinnar—þeir
vinna þar að því að ryðja greiða götu gyðju frelsisins um þá eyði-
mörk sem öldum saman hefir enga vökvun haft nema tár hinna
þjáðu.
Merkilegur sigur
•
Nýlega fóru fram undirbúningskosningar í ríkinu Minnesota.
þar kom fram nýr flokkur sem nefndist “Hið óháða samband”
(Non-partisan League). þessi flokknr var ekki til fyrir næstu kosn-
ingar á undan og átti því ekki einn einasta mann á þingi fyrír þessar
kosningar. þegar tillit er tekið til þess, og hins um leið að auð-
valdið og gömlu pólitísku klaka-ldárarnir börðust á móti þessum
óháða flokki með öllum meðulum, ærlegum og óærlegum; kölluðu
álla sem henni fylgdu landráðamenn, o.s.frv., þá er það víst eins
dæmi í sögunni hversu mikinn sigur flokkurinn vann. Að vísu var
ríkistsjórinn kosinn af öðrum flokki og sömuleiðis flestir hinna
æðstu embættismanna, en óháði flokkurinn fékk meira en helming
allra sæta bæði í efri og neðri deild, eða 68 í fulltrúa neðri deildira
og 37 í öldungaráðið. Til þess að hafa meiri 'i'uta í fulltrfiadeildinni
þarf 66, en í öldunga ráðinu þarf 34. þegar þess er gwtt að þetta er
í fyrsta skifti sem flokkurinn hefir komið fram, og þegar þess er enn-
fremur gætt að það er bænda flokkur þá veilir það sérstaklega góða
bendingu um stefnu breytingu, þá sem alment er að komast á.
þessi sami flokkur náði algjörlega yfirhönd við kosningar þær
sem nýlega era afstaðnar í Norður Dakota. Fólkið er að vakna, og
auðvaldshnefinn að linast.
Harðorður kennari
Maður heiti'r W. D. Bayley; hann er, eða hefir verið um langan
tíma, skólakennari í Winnipeg; auk þess hefir hann verið um langan
legnr ^tarfsmaður í ríðbótafélagi Manitoba og fékk mikið lof í riti
þess félags—The Statesman—núna fyrir fáum dögum. Bayley þessi
befir verið einn hinna allra fremstu bindindisforingja pessa lands,
eins og sést á því að hann var valinn til þess að fara alla leið til
Englands og vera þar málsvarí bindindimanna frá Britih Columbia
í fyrra þegar atkvæði voru greidd um vínsölubannið; gek’; hann þá
vo vel fram gegn brennivínsvaldinu að kraftaverkum þótti næst það
sem hann kom til leiðar- þessi sami maður fékk skeyti frá bindindis
og siðbóta fólki í Nýja Sjálandi að koma þangað og veita lið við
brennivínsbaráttu sem þar fer í hönd. Hanti lagði nýlega af stað í
bá ferð.
Á leiðinni flutti hann ræðu í Yancouver, sem flestum þykir all-
svæsin og margir telja fara lengra en góðu hóíi gegna. Hér birtast
aðalatriði ræðunnar og svar R. W. Craigs við henni, eins cf það birt-
ist hvorttveggja í Tribune 9. þ.m.
“I skólanum, þar sem eg kenni—Isaac rírock skólanum—í Win-
nipeg, er börnum kent að syngja ‘Rule Britamáa’ (Ráð þú Bretland)
og er sá söngur versta eigingirnisrugl sem nokkur þjóð getur kent,
og hefir það haft þær afleiðingar að brezkir menn ryksa með stæri-
læti um allan heim og verða að viðbjóði hvar sem þeir fara. Dag
eftir dag era börnum í Winnipeg sagt frá h:num dýrðlegu orustum
sem Bretar hafi unnið á liðnum öldum, en búm er ekkert kent um
félagslegar reglur allsherjar bræðralags.
“Skflarnir ættu að vera miðstöðvar uppfræðslu í þjcðstjórnar-
hugmyndum, en Winnipeg hefir skýrt skólana sína eftir ( (cil Rhod-
es, Aberdeen lávarði og Grey jarli, mönnum n eð skoðanir þveröfug-
e.r við þjóðstjórnarstefnuna. það er svívirðilegt að börnum vorra
tíma skuli vera kent það að orustur og stríð séu dýrðlegast merki
ættjarðarástar. Canadiski klúbbinum er leyft að útbreiða í skólum
flugrit sín með auðvaldshugmyndum. Gaman væri að vita hvað
sagt væri ef verkamannaflokkurinn útbreiddi flugrit sín í skólunum
þegar eg kom að Isaac Brock, skólanum var mér sagt að eg hefði al-
veg frjálsar hendur, og hendur mínar voru frjálsar þangað til skóla-
ráðið frétti hvað eg væri að kenna. þá var xnér skipað að hætta að
kenna þetta. það þótti hættulegt að vekja sjálfsmeð viíund fjöld'
ans. Eg treysti alþýðuskólunum til þess að útbreiða þjóðstjórnarhug-
rcyridir ef andi sá sem þar ríkir er heilbrigður- Vér getum ekki
treyst á prestana, blöðin né stjórnmálamennina til aðstoðar. Vér
’ erðum fyrst að hætta að láta kenna börnum vorum auðvaldskenn-
ingu og einstakJingsddýrðar. ”
þessu svaraði R. W. Craig þannig:—-
“Kærur W. D. Bayleys gegn skólaráðinu í ræðu hans á verka-
mannafundi í Vancouver á Sunnudaginn eru á alls engum rökum
1 ygðar, og skólaráðið hefir enga hugmynd um hve<rs vegna hann bar
þær fram. Eg álít ekki að nokkur maður, sem stjórnast af heilbrigð-
im þjóðræknishvötum hefði flutt ræðu þá sem Bayley er eignuð.
i’að hryggir mig að sú ræða skyldi koma frá manni sem nýlega hefir
\ erið í þjónustu skólaráðsins í Winnipeg.
“Að því er það snertir að skólarnir séu skýrðir eftir þeim
mönnum sem hafi gagngöfugar skoðanir við þjóðstjórnarhugmyndir
þarf ekkert annað svar en að sýna nafnaskrá skólanna. Eftir minni
koðun eru alþýðuskólarnir í Canada ein be?:a miðstöð sem til er til
útbreiðslu þjóðræknishugmynda. Mig furðar á því að nokkur mað-
ur skuli álíta að heilbrigð ættjarðarást samrýmist ekki sönnum þjóð-
st jórnarhu gmyndum.
“Nú á dögum þegar það er viðurkent að það séé brezka flotanum
að þakka að mögulegt er að vernda frelsi mannkynsins,er það sannar-
lega ósæmandi nokkrum manni að setja út á sönginn ‘Rule Britan-
rna.’ Eítir því sem eg veit bezt er börnum kendur þessi söngur og
pað verður haldíð áfram að kenna þeim hann. ”
(Tribune, 2. bls., 4. dálk, 9. Júlí)
Osanngirni
Tvær konur voru reknar frá kenslu við alþýðuslcóla a í Winni-
peg nýlega- þær heita Mrs. F. Kirk og Mts. E. M. Belton. Kon-
urnar báðu um ástæðu fyrir þessu tiltæki, en R. W. Craig. formaður
skólaráðsins, neitaði því. Frá voru sjónarmiði á hver ein&sta mann-
eskja sem er í þjónustu, hvort heldur einstak.'inga, félaga, eða þjóð-
í.innnar, fulla og sanngjarna heimting á því að ástæða sé gefin þegar
atvinnu er sagt upp. Sérstaklega ætti það að vera lögsk’pað þegar
v.m opinbera stöðu er að ræða eins og hér á sér stað. þetta þarf
að muna við kosningarnar í haust.
Á hundavaði.
(Framhald.—Copps kærurnar).
Hér hefi eg þá talið þær kærur, sem eg ieyfi mér að bera fram
cg ræða á þinginu, og skal eg koma fram með skil og skilríki kær-
unum til sönnunar. Auðvitað hljóta hinir heiðvirðu þingmenn að
skilja, hversu litlar og takmarkaðar eru þær upplýsingar, sem and-
stæðingar stjórnarinnar hafa aðgang að, en ég hefi lagt míg fram til
þess að afla mér þeirra upplýsinga, sem mögulegar eru, og sem eg
vona að nægi til þess að sanna fyrir þinginu þá staðhæfing mína,
að samsæri hafi átt sér stað milli manna til þess að kjósa, ólöglega
og með óviðrigandi ráðum, menn á þing í vissum kjördæmum-
Eg leyfi mér nú að vísa til 31. kæru, sem um það f jallar að þessi
kosninga'svik hafi verið framin af embættismönnum í hinam koung-
loga her, mönnum sem mikla ábyrgð höfðu í félagi við undir-skrá-
setningamenn og skrifara, sem útnefndir voru af krúnunni.
Eg hefi undir hendi stranga af nafnaskrá kjósenda í her-
stöðvunum nr. 51 C. F. C- í Inverness.' Nafn aðstoðar kjör-
stjóra þar er talið að vera Lieutenant-Colonel J. Glenn, frá Indian
Head í Saskatchewan; Lieutenant-Colonel Glenn greiddi sjálfur at-
kvæði í Prince Edward héraði í Ontario, þrátt fyrir það, þótt áritan
hans væri talin sú, sem að ofan er greind.
Eg les hér einnig skrá yfir nöfn manna, ásamt helmilisfangi
þeirra, sem atkvæði greiddu í Prince Edward héraði. (Síðan eru
taldir upp 67 manns er allir greiddu ranglega atkvæði annarstaðar
en þeir höfðu rétt til). Eg reyni að skýra þinginu frá þessu og
fanna sögu mína, sökum þess, að ég tel það beina skyldu mína, og
skal það gert heiðarlega og ákveðið. Lieutenant-Colonel Glenn
nafði fyrir framan sig nafnaskrána þegar atkvæðin voru greidd og ^
rann hlýtur að hafa vitað að atkvæði þau, sem eg hefi skýrt frá, vora
talin í kjördæmi þar sem þau alls ekki át u að teljast samkvæmt
tögum.
Ég ætla mér að skýra frá því, hversu Iangt aðstoðar-kjörstjórar
á Englandi fóru í því að brjóta kosninga lögin, og hversu langt þeir
fóru í því að leyfa að umslög með atkvæðum hermanna væru látin í
kassa án þess að þeim spumingum væri svarað, sem Iögin krefjast að
svarað sé.
Lientenant R. P. K. Beaton, aðstoðar kjörstjóri í Sunningdale í
Ontario, lét það viðgangast að 133 atkvæði, þar sem ekki var svarað
G, 7 og 8, spurningu, væru talin til Prince Edward héraðs í Ontario.
I.ieutenant-Colonel G. G. Corbett, aðstoðar-kjörstjóri, lét 274 at-
kvæði talin gild og úthlutuð kjördæmi í Ontario, þótt ekki væri
svarað 6. 7. og 8 spurningum. pannig var þúsundum atkvæða út'
býtt í lagaleysi þar sem hlutaðeigendur áttu ekki atkvæði. þessir
e. u taldir hér sem gerðu sig seka í slíku auk þeirra, sem áður hafa
verið nefndir: Major Cecil G. Roberts, aðstoðar kjörstjóri í Bram-
slvott herbúðum á Englandi. 609 atkvæði, sem öll voru ólögleg
nema 36; Liautenant J. T. Allen, aðstoðar kjorstjóri, 160; Capt. V. J.
Dennis, aðstoðar kjörstjóri, 513; Major A. P. Gillis, aðstoðar kjör-
stjóri, 275; Liautenant-Colonel Malone, aðstoðar kjörstjóri við 208
deildina, 541. Undir umsjón Lieutenants J- R. Haydens voru þannig
ólöglega greidd 1,200 atkvæði, eða alls um 3,500 atkvæði.
Auk þess voru kosningasvik framin af ásettu ráði í kjörstöðum
beim er hér segir: (Hér telur Copp upp 63 kjörstaði þar sem svikum
var beitt, og gefur nafnið á kjörstjórunum).
þessu næst fylgja eiðsvarin vottorð margra manna, sem sverja
það, að þdir hafi ýmist með svikum eða blátt áfram með ofbeldi verið
hindraðir frá því að sjá um reglu og líta eftir að kosningar færu rétt
f am, þrátt fyrir það þótt þeir væra löglega skipaðir til umsjónar
með skriflegum staðfestingum.
Louís Guillet, kapteinn í 150 deild fótgönguliðsins, sver að hann
hafi h*ft löglegt og skriflegt umboð sem eftiriitsmaður við kosn-
ingar fyrir hönd William Thomas Rochester Prestons. Klukkan 11.30
á mánudaginn 3. desember, 1917 kom hann að atkvæðastöð í Witley
oerbúðum, þar sem 125 herdeildin greiddi kvæði; hann vísað!
fram lögmætum skjölum. þegar hermennirnir komu þangað inn til
pess að greiða atkvæði hafði einhver fengið þeim atkvæða-umslögin
áður en þeir komu, og hafði svo að segja i hverju einasta tilfelli
si urningunum verið svarað fyrir þá áður en þeir komu irn. Her-
mennirnir fengu síðan kjörstjóranum þessi umslög, sem þeir höfðu
þannig tekið á móti frá einhverjum öðrum einhversstaðar annars-
staðar. Kjörstjóri lét þá sverja og tók þetta sem góð og gild at-
kvæði. “Eg benti kjörstjóranum á þetta, ” segir Capt. Guillet, “og
rpurði liann hvar mennirnir hefðu fengið alkvæða umslögin með
þessum svörum við spurningarnar; hvar svörin hefðu verið rituð og
undirskrifuð. ”
“1 slcrifstofu deildarinnar, ” svaraði hann.
“Hann sagði einnig við mig að eftir að hann hefði lesið kosn-
ingalögin teldi liann þetta rétta aðferð við atl;væðagreið/Iuna. ”
I
(Framhald).
►