Voröld


Voröld - 13.08.1918, Qupperneq 7

Voröld - 13.08.1918, Qupperneq 7
Winnipeg, 13.ágúst, 1918 VOEÖLD. Bls. 7. í júlí hættl ólafur Bríem forstöðu félagsins “Kol og Salt,” en í hans stað tók yið Böðvar Kristjánsson. Var hann kennari við mentaskólann en sagði því lausu. XJm mánaðarmótin júní og jú!í var ágæt tíð yfir land ait og hlaðafli víða. Botnvörpungar seldu afla sinn á Eng- landi og fengu gott verð fyrir. Svo hátt kaup er nú borgað hjá fél- ögum og einstöku mönnum á íslandi, eftir þvi sem Lögrétta segir, að em- bættis- eða starfsmenn stjórnarinnar, segja af sér hver um annan þveran vegna lágra launa. Gefið er út blað í Reykjavík sem “próttur” lieitir. Fjallar það aðal- lega um líkamsæfingar, aflraunir og hraustleika. 17. júní var opnuð loftskeytastöðin í Reykjavík til skeytaviðskifta við skip úti á hafi. O. Forberg heitir símastjórinn. Á Akureyri er mikið um framfarir. Paðan ganga nú tveir strandferða- bátar, annar til Seyðisfjarðar en hinn til Sauðárkróks. Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir þar eru að byggja stórt véla frysti hús á Oddeyri; og verið er að stofna þar sútara verk- smiðju. 5. ára gömul stúlka datt ofan í þvottalaugamar hjá Reykjavík nýiega og beið bana af. Barnið hét Pálína Konráðsiióttir og átti heima að Bar- ónsstígi 5. 6. júní lézt Sólveig Thorarinsen á Móeiðarhvoli, 57 ára gömul. 188. júní andaðist i Reykjavik Jón Hafliðason, steinsmiður. Stefán Guðjohnsen, sem lengi hefir veitt forstöðu verzlun örun & Wulffs, á Húsavík, hefir nú keypt verzlanina með öllum húsum, útibúum og öllu tilheyrandi. Guðmundi skáld Friðjónssyni var haldið samsæti 21. júní í Iðnaðar- mannahúsinu i Reykjavík; voru þar viðstaddir ýmsir helztu bókmenta- menn bæjaiins. Jakob Smári, rit- stjóri stýrði samsætinu en aðal ræð- una til heiðursgestins flutti Dr. Guð- mundur Finnbogason og Jakob Thorarinsen flutti frumsamið kvæði. Klem. Jónsson er orðinn formaður fossa félagsins “Títan,” sem er eig- andi þjórsárfossanna og hefir hann 12,000 kr. íaun um árið fyrir þennan starfa. Á Landákotssjúkrahúsinu er látin ungfrú Jóhanna Gísladóttir ísleifsson- ar lögfræðings. Hún dó úr berkla- veiki. 18. júní andaðist í Reykjavík Guð- rún Helga Jónsdóttir, móðir Magnús- ar Einarssonar dýralæknis. Jóns Sigurðssonar dag, 17 júní, | héídu Reykvikingar hátíðlegan í ár með miklum fagnaði. 19. júní er afmælisdagur kvenr^tt-1 indanna á íslandi og var hann einnig haldinn hátíðlegur. Par flutti Bríet J Bjarnhééðinsdóttir snjalla ræðu, sem Lögrétta birtir. Guðrún Stefánsdóttir, Stefánssonar skólastjóra, hefir nýlega tekið ágætis próf í verzlunarfræði og matreiðslu í Svíþjóð og er nú komin heim aftur. Magnús Árnason, málari frá Rvík fór vestum um haf með Lagarfossi ný- lega, og dvelur þar um óákveðinn tíma. Gift eru nýlega í Reykjavík þau Jón Síverzen, skólastóri og Hildur Zoega, dóttir Helga kaupmanns Zoega 1. marz í vor féll maður niður um sjávarís hjá Skógarströnd og drukn- aði. Hann hét Jósep J. Kristjánsson og átti heima í Stykkishólmi. 5. júlí flutti Vísir þá frétt að land- stjórnin hafi tekið í sínar hendur öll yfirráð yfir farmrými Eimskipafélags- skipanna, og má ekki ferma þau öðr- um vörum en þeim er innflutnings- nefndin og landsverzlunin samþykkja. 15,020 manns voru í Reykjavík sam- kvæmt síðasta manntali. 14. bifreiðar kom Gullfoss með ný- lega frá Ameríku í einni ferð. Guðmundur Guðmundsson, skáld, er ritstjóri dagblaðsins “Fréttir.” Farið er að baka brauð fyrir ai- menning á gasstöðinni í Reykjavík; hefir það hepnast vel og er mikill sparnaður. Fulltrúi bæjarfógetans er orðinn Kristján Linnet, sýslumaður (sá er skopkvæðin yrkir og kymni sögur rit- ar undir nafninu Ingimundur). En fulltrúi lögreglustjóra er Jón Ás- björnsson, lögfræðingur. Nýlega er komin út heima bók um mjólkurfræði eftir Gísla Guðmunds- son. Fvrir skömmu kviknaði í klæða- verkfemiðjunni á Álafossi og varð skað inn 10()0 kr. áður en tókst að slökkva. Tíminn segir að orð leiki á svikum í sambandi við brunann og muni málið verða rannsakað. Háskóla rektor næsta ár hefir verið kosinn Einar Arnórsson, fyrverandi ráðherra. Business and Professional Cards Allir sem í þessum dálkum auglýsa eru velþektir og áreiðanlegir menn—peir bestu sem völ er á hver I sinni grein. LÆKNAR. Sendinefnd kom til íslands frá Fær- eyjum í marzmánuði til þess að biðja stjórnina um aðstoð. Færeyingar geta engum flutningi náð og eru því í voða með salt, olíu og fleira. ís- lenzka stjórnin hét sei/.imönnum því að láta þá hafa nokkurn hluta þess er flutt væri til íslands vestan um haf og fá leyfi til að l'ara með það til Færeyja á Botníu. petta þótti nefnd- inni glæsilegt loforð og eru Færeyj- ingar mjög þakklátir íslendingum fyr- ir. í nefndinni voru meðal annara Mortensen, fyrverandi þingmaður á Færeyjum. Formaður pjóðvinafélagsins í ,stað Tryggva Gunnarssonar, er Benedikt Sveinsson, alþyngismaður. Bókaútgáfa og blaða hefir hækkað svo í verði á íslandi síðan ófriðurinn hófst að tæplega er kleift að sinna bókaútgáfu, verðið hlýtur að vera svo hátt að menn geta ekki keypt. Nýlega druknaði í Kúðafljóti Einar Bergsson, bóndi á Mýrum í Álftaveri. * Látinn er einnig Friðgeir Guð- mundsson, skipstjóri á fsafirði. 30. júní lézt í Reykjavík Guðrífn ög- mundsdóttr, móðir Jóns Sigurðssonar járnsmiðs. Hún var hálfuíræð að aldri. 27. júní andaðist á Eyrarbakka Guð- jón ólafsson, sparisjóðs gjaldkeri, hálfsjotugur. 25. júní andaðist á Landakotssjúk- rahúsinu, Einar Einarsson, trésmið- ur; hann var um sextugt og dó úr krabbameini. 100 ára afmæli Siglufjarðar var haldið hátíðlegt með mikilli viðhöfn 20. maí. Fasteignamenn í Reykjavík hafa myndað félag til þess að vernda rétt- indi sín. Heitir það “Fasteignafélag Reykjavíkur,” og vill fá stjórnina til þess að afnema lögin sem halda í skefjum hárri húsaleigu. J. A. Lifolii, stórkaupmaður, hefir gefið 10,000 kr. til Eyrarbakka í minn- ingu þess að verzlun hans var 50 ára gömul 3. apríl þ.á. Helmingnum á að verja til sjóðmyndunar er styrki verzlunar nemendur í Kaupmanna- höfn og hafa Árnesingar og Rangæ- ingar þar forgangsrétt; hinn helming- urinn á að ganga til sjúkrahúss í Ár- nessýslu. Enn fremur sendi hann Eyrarbakka kirkju vandaða turn- stundaklukku. ( Formaður bókmentafélagsins er kosinn Dr. Jón porkelsson í stað Dr. Guðm. Finnbogasonar. Dagtals St.J. 474. Næturt. St. J. 866 Kalli sint á nótt og degi. DR. B. GERZABEK, M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá Ixtndon, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Fyrverandi aðsteðarlæknir við hospital í Vínarborg, Prag, og Berlin og fleiri hospitöl. Skrifstofutimi í eigin hospitali, 415 —417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutími frá 9—12 f.h.; 3—4 og 7—9 e.h. Dr. B. Gerzabeks eigið hospítal 415—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjóstveiki, hjart- veiki, magasjúkdómum, innýflaveiki, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. DR. M. B. HALLDORSSON ^ 401 BOYD BUILDVMG Talsími M. 3088 Cor. Portage &Edm Stundar sérstaklega berklaveiki og aðra lungnasjúkdóma. Er að finna á skrifstofu sinni kl. 11 til 12 f.m. og kl. 2 til 4 e.m.—Heimili að 46 Alloway Ave. Talsími Sh. 3158. HEILBRIGDIS STOFNANIR Keep in Perfect Health Phone G. 86S Turner’s Turkish Baths. Turkish Baths with sleeping ac- commodation. Plain Baths. Massage and Chiropody. Cor. King and Bannatyne Travellers Building Wi*nipeg DR. J. STEFÁNSSON 401 BOYD BUILDING Homi Portage Ave og Edmonton St Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 e.h. Talsíml Main 3088 Heimili 105 Olivia St. Tals. G. 2315 Talsími Main 5302 J. G. SNIDAL, L.D.S. Tannlæknir 614 Somerset Block, Winnipeg Sími, Main 649. H. W. HOGUE Sérfræðingtir í öllu sem röddinni tilheyrir bæði í ræðu og söng. Alt læknað sem að röddinni gengur. Stam, mál- helti, raddleysi læknað með öllu. Ófullkomleikar raddarinnar til ræðuhalda lagfærðir. H. W, HOGUE. A. O. U. W. Hall, 328 Smith St. Winnipeg. BLÓMSTURSALAR LÖGFRÆDIN GAR. ADAMSON & LINDSAY Lögfræðingar. 806 McArthur Building Winnipeg. 17= Phone M. 3013 ALFRED U. LEBEL Lögfræðingur 10 Banque d’Hochelaga 431 Main Street, - Winnipeg Talsimi M. 3142 G. A. AXFORD Lögfræðingur 503 Paris Bldg. Winnipeg DR. Ó. STEPHENSEN Stundar alls konar lækningar. Talsími G. 798, 615 Bannatyne avenue. MYNDASTOFUR. Talsími Garry 3286 RELIANCE ART STUDIO 616 Main Street Vandvirkir MyndasmiSir. Skrautleg mynd gefin ókeypis hverjum eim er kemur me® þessa auglýsingu. KomiS og finniS oss sem fyrst. Winnipeg, Manitoba 3 T3 Trl aS fá góSar myndir, s komiS til okkar. <e 3 N v> « BURNS PHOTO STUDIO G Q: * G at 576 Main Street CO 0r bygðum íslendinga Á Mánudagskvöldið 15. júlí gerðu ýfir hundrað manns óvænta heimsókn á Grund, heimili Mr. Wm. Christopher- sonar til þess að kveðja þar Mr. og Mrs.Sigurjón Christopherson og Gerðu dóttur þeirra, sem vóru að flytja burt úr bygðinni. Margt af fólki þessu var frá Baldur. Svo vóru frændur og vinir úr Argyle og Cypress bygðunum, og hefðu þó orðið margir fleiri ef kringumstæður hefðu leyft. Veður var indælt, og skemti fólkið sér nokkra gþund við gamanleiki undir beru loffi. Síðan var farið inn í hús og þar fór fram skemtun, stjórnaði Mrs. G. Davidson því mjög myndarlega og talaði mörg hlý og góð orð til heið- urgestanna. TJnga fólkið skemti með nokkrum fallegum söngvum, og eldra fólkið með ræðum. Mrs. J. Helgason talaði nokkur orð til heiðursgestanna fyrir hönd fólks- ins, og þakkaði þeim alt það góða sem þau hefðu æfinlega unnið þess á með- al og bar þeim óskir allra um bjarta og ^óíja framtíð. Svo afhenti hún þeim $110 gjöf frá gestunum sem lítinn vott um þann hlýja hug og virðingu sem gestirnir báru til þeirra. Næst töluðu Halldór Magnússon, Josef Davíðson, G. J. Olesón, H. Jósefsson, Mrs. B. E. Johnson, Einar Sigvalda- son, Sigurður Antoníusson og Hernit Christopherson. Að lokum töluðu Miss Gerða Christopherson og Sigur- jón faðir hennar, og þökkuðu öllum hlutaðeigendum fyrir gjöfina og heimsóknina með velvöldum og við- kvæmum orðum. Síðan voru bornar fram miklar og góðar veitingar og jafnhliða því skemti fólkið sér með samræðum. Langt er siðan að eg hefi séð nokk- ra frétta pistla héðan vestan úr Vatnabygðunum, enda munu nú flest- ir hafa ærið annað að starfa en að skrifa fréttir í blöðin. Hér er líka alt heldur tiðinda lítið. Veðráttan hefir verið hér fremur ó- hagstæð, eins og víða annarstaðar; sí- feldir þurkar framan af sumrinu, en nú hefir þó brugðið nokkuð til batn- aðar, því síðastliðin hálfan mánuð hef- ir rignt við og við. Engjar eru þó víðast lélegar en akrar munu meiga kallast í meðallagi, að minsta kosti í austurhluta bygðarinnar. Alstaðar eða víðast munu akrar vera farnir að “headda” og litur út fyrir tímanlega uppskeru á lomandi hausti, Vinnu- ekla verður hér víst mikil, því nálega alla unga menn er nú búið að taka í herinn, og standa sumstaðar örvasa foreldrar þeirra ráðalaus uppi án minstu vonar um að geta slegið eða hirt akra sína. Heilsufar mun all gott. Jón, kaup- maður ólafsson hefir legið hættulega veikur i meir en mánuð og hefir Dr. Brandson, frá Winnipeg, vitjað hans tvisvar, og er hann nú sagður á bata- vegi. Nokkrir ungir menn úr þessari bygð hafa fallið í þessu voða stríði, en aðrir særst og limlest. Fyrir rúmum mán- uði var minningar guðsþjónusta hald- in að Holar í þessari bygð, til minn- ingar um tvo sonu Jakobs Líndals á Wynyard, að viðstöddu mörgu fólki. Séra H. Jónsson prédikaði, en auk hans flutti W. H. Paulson, frá Leslie, |þar tölu. Bræður þessir voru hinir mestu efnis menn og er þeirra sárt saknað af vinum og vandamönnum. Hér er nú verið að halda búnaðar sýningar í ýmsum stöðum. Ein var að Foam Lake 24. þ.m., og önnur að Elfros degi síðar. Nýlega var Bjarni Bjarnason, frá Reykjavík hqr á ferð til að skemta mönnum með eftir hermum og skop- leikum. Hann getur látið hlægja að sér maðurinn sá, en fádæma smekk- laust er valið á rybbalda og daðurs kvæðunum hans Reykvísku, og firni að nokkur skuli bjóða almenningi slíkt. Kannske eg sendi þér línu seinna. Vatnabygðarkarl. i KENNARA VANTAR til Laufáss skóla (No. 1211) fyrir 10 mánuði; oyrjar 2. september næstk. Annað eða þriðja stigs próf normal verður kennarinn að hafa. Tilboð sendist til undirritaðs fyrir 30 júlí, og þau að tiltaka kaup óskað og æfingu. Geysir, Man., júlí 6, 19188. B. Jóhannrson. KENNARA VANTAR fyrir Reykjavíkur skóla, No. 1489,, frá 1. september til 31. desember, 1918, og frá 15. marz til 15. júlí, 1919. Um- sækjendur tiltaki mentastig og kaup. Sveinbjörn Kjartanson, Sec.Treas. 27 Reykjavík P.O., Man. CHICAGO ART CO. 543 Main Street, Cor. James St Myndir teknar af vönduöustu tegund. Films og Plates framkallaftar og myndir prentaóar. Eigandi: FINNUR JONSSON SéRFRÆDINGUR VID PHONOGRAPHS, ALLAR MAL- VÉLAR Eg geri ekkert annað en að gera við hverslags málvélar sem er. Brotnar fjaðrir, málberann og plöt- urnar, eg geri við það alt. Eg sendi aðeins færa menn þeg- ar viðgerðirnar eru gerðar heima i húsinu. Alt verk ábyrgst. W. E. GORDON Elevator to 4th Floor, 168 Market E 4 dyr frá Pantages. Phone M. 93 Einkaleyfi, Vörumerki Útgáfuréttindi FETHERSTONHAUGH & Co 36-37 Canada Life Bldg. Phone M. 4439 Winnipeg W. D. HARDING BLÓMSALA Giftinga-blómvendir of sorgar- sveigir sérstaklega. 374'/2 Portage Ave. Símar: M. 4737 Heimill G. 1054 Minnist á VoröTd þegaar þéi fárið eftir þessum auglýsingum. Sími: M. 4963 Heimili S. 3328 A. C. JOHNSON Legir hús, selur fasteignir, útvegar eldsábyrgöir. 528 Union Bank Bldg. Talsími Main 3775 Dag og nótt og sunnudaga. . THE “KING” FLORIST Gullfiskar, Fuglar Notiö hraöskeyta samband vii5 oss; blóm send hvert sem er. Vandaðasta blómgerð er sérfræði vor. 270 Hargrave St., Winnipeg. J. J SWANSON & CO. . Verela með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 504 The Kensington, Cor. Portage & Smith Phone Main 2597 New Tires and Tubes CENTRAL VULCANIZING H. A. Fraser, Prop. Expert Tire Repairing Fljót afgreiðsla óbyrgst. 543 Portage Avenue Winnipeg Phone Sh. 2151 Heimili S. 2765 AUTO SUPPLY & ELECTRIC CO., Ltd. Starting & Lighting Batteries Charged, Stored and Repaired Speedometers of all makes Tested and Repaired. Tire Vuncalizing. W. N. MacNeil, Ráðsmaður 469 Portage Ave., Winnipeg G. J. GOODMUNDSON Selur fasteignir. Leigir hús og lönd. Otvegar peninga lán. Veitir áreiðanlegar eldsábyrgðlr billega. Garry 2205. 696 Simcoe Str. A. S. BARDAL 843 Sherbroeke Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbunaður hinn bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og leg- steina. Heimilis Tals - Garry 2151 Skrifstofu Tals. G. 300, 375 ELGIN MOTOR SALES CO., Ltd. Elgin and Brisco Cars Komið og talið við oss eða skrifið oss og biðjis um verð- skrár með myndum. Talsimi Main 1320 417 Portage Ave., Winnipeg. Vér getum hiklaust mælt með Feth- erstonhaug & Co. pekkjum fsleend- inga sem hafa treeyst þeim fyrir hug- myndum sinum og hafa þeir f alla staði reynst þeim vel og áreiðanlegir. IROQUOIS HOTEL 511 Main St. Ingimundur Einarson, Eigandi. pegar þú kemur til bæjarins getur þú ávalt fengið hrein og þægileg herbergi til leigu hjá okkur. Eina íslenzka Hotelið í Winnipeg. Reynið og Sannfærist. Lloyd’s Auto Express (áður Central Auto Express) Fluttir böglar og flutningur. Srstakt verð fyrir heildsolu flutning. Talsimi Garry 3676 H. Lloyd, eigandi Skrifstofa: 44 Adelaide, Str. Winnipeg Sími G. 1626 Heimili S. 4211 McLEAN & CO. Electrícal and Mechanical Engineers We repair: Elevators, Motors, Engines, Pumps and all other kinds of Machinery and all kinds of Machine Work Acytelene Welding 54 Princess Street, Winnipeg IDEAL PLUMBING CO. Cor. Notre Dame & Maryland Plumbing, Gasfitting, Steam and Hot Water Heating Viðgerðir fljótlega af hendi leystar; sanngjarnt verð. G. K. Stephenson, Garry 3493 J. G. Hinriksson, í hernum.

x

Voröld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.