Voröld


Voröld - 19.11.1918, Blaðsíða 2

Voröld - 19.11.1918, Blaðsíða 2
Wjl 2 VORÖLD Winnipeg, 19. nóvember, 1918 í---------------------------- SUBBER STAMPS, STENO- ILS, SEALS, OATTLE EAR BXJTTONS, Etc. pegar þíð þurfið stimpla insigli, elgnet o.s.frv. skrifið til hins undir- ritaða. Sendið eftir ókeypis sýnishomi af Gripa Eyma Hnöppum. Canadian Stamp Co. S. O. BJERRINO Sími, Garry 2176. S30 Donald St. Winnipeg BÚJÖRD TIL SÖLU Einn landsfjórðungur til sölu nálœgt Lundar í Manitoba. Land- ið er inngirt. Uppsprettulind ná- lægt einu liominu. Verð $2,400. Landið er S. W. qr. 10, 20, 4 W. principal meridian. Héraðið umhverfis Lundar er ágætt gripaland, og einnig til yrk- ingar. Gott vatn. Landið yfir höfuð slétt með miklu af góðum sldiviðarskógi (poplar). Skilmálar: $500 út í hönd. Sanngjam tími á það sem eftir stendur. Snúið yður til auglýsendans að 902 Confederation Life Building, Winnipeg. f > Stofnað 18663. Talsíml G. 1671 pegar þér œtllð að kaupa árelð- anlegt úr þá komlð og flnnið oss. Vér gefum skrifaða ábyrgð með Bllu sem keypt er af oss. Mitcheli & Co., Ltd. Glmstelnakaupmenn f Stórum eg Smáum Stíl. 486 Main Str. Wlnnlpeg. V_______________________________J HEYRID GÖDU FR6TTIRNAR. Enginn heymarlaus þarf að örvænta hver- su margt sem þú hefir reynt og hversu marg- ra sem þú hefir leitað árangurslaust, þá er snginn ástæða fyrir þig tll Irvæntingar. The Megga-Ear-Phons hefir oft gert krafta* verk þegar þeir hafa &tt I hlut sem heyrn- arlansir voru og allir k-IEGA-E/MÍ- töldu ólseknandi. PHOHB Hveraig sem heymarleysl þitt er; á hvaða alöri sem þú ert og hversu oft sem lsekning hefir misteklst á þér, H verður hann þér að liði. Semdu taf- arlaust eftlr bekllngi með myndum. Umboðssalar f Canada: ALVIN SALES CO., DEPT. 24 P. O. Box 66, VVinnipeg, Man. Verð f Canada $12.50; póstgjald borg- að af oss. f.---------------------------N WheatCityTanneryLtd BRANDON, MAN. ELTISKINNS IÐNAOUR. Láttu elta nauta og hrossahúð- imar yðar fyrir Feldi “Rawhide” eða "Lace Leather” hjá “WHEAT CITY TANNERY” félaginu. Elsta og stærsta eltiskinns iðnað- ar framleiðslu félag í Vestur- Canada. Kaupa húðir og loðskinn með hæðsta verðo. Góð skil. Spyrjið eftir verðlista Utaná- skrift vor er Brandon, Man. k____________________________/ BIGN MED MATJURTA-" GÖRDUM TIL SÖLU Vlð Por+age Avenue, nálægt Murray skemtigarðinum. Jarð- vegurinn er annélaður í hin- am fræga Rauðárdal. Hátt land og þurt. Lækur rennur í gegn um cignina. Gömul kona & þessa eign og getur hún ekki stundað hana eins og vera ber. Skrifið oss eða talsímið. Áritan vor er: 902 Confederaticn Building ; Sími Main 2391. Winnipeg k______________________________j Business Course ■«r heróp nútímans—Aliir keppast vlð að hafa melri eða minnl þekklngu á verzlunarmálum. TÆKIFÆRIN VIDA Alstaðar skortir menn og stúlkur með reynslu og þekkingu, þó hvergi elns og f verzlunarhúsum og á skrlfstofum GÖDAR STÖDUR BIDA þess sem aðeins undirbýr slg. Marga langar til að fara á verzlunar skóla, sem eiga við erfiðlelka að stríða. peim býður “Voröld” FYRST—10 prósent afslátt af sex mánaða námsgjaldl á einhverjum af þremur beztu verzlunarskólunum hér f Winnipeg. ANNAD—paegilega borgunar skll- mála. pRIDJA—Tækifæri til að vinna af sér námsgjaldið. SXRÍFID TIL V0RALDAR petta er aðeins fyrir áskrifendur. FRIDUR pær fréttir sem nú berast daglega frá orustuvöllunum gefa manni vonir um að stríðinu muni nú bráðum lokið. pessi dýrðlega friðarvon skín nú í gegn um dagblöðin sem svo margar sorgar fregnir hafa flutt okkur á þessum hörmunga árum. Blöðin sem við höf- um svo oft tekið upp með kvíða og lagt frá okkur með viðbjóði, eftir að hafa lesið um hryðju verkin og hörmung- arnar. pessi síðast liðnu ár munu vera ein- hver skugglegustu árin í sögu mann- kynsins. pessi hildarleikur stórbrotn- ari og víðtækari en nokkur annar. pó ekki hafi verið barist hér í landi hefir hingað borist bergmál skelfing- anna. pað hefir þrengt sér inn í sálirn'ar og skyggt á fegurð fífsins. pegar maður hefir vaknað við sól- skin og yl að morni hefir gleðin verið skammvinn; sorti og blóðlitur hefir gægst upp úr djúpi meðvitundarinnar. pegar maður hefir litið daggvota blómknappa hafa þeir mint á tárvot syrgjandi augu og blæðandi hjörtu. Sumarblærinn hefir borið að eyi'um manns fjarlspg andvörp, stunur og dauða vein. Prumu brakið og stormgnýrinn hefir bergmálað illverk og heiftaræði afvega leiddrar menningar. Helst hefir það verið kveldkyrðin, sem fært hefir sálunni frið. Nóttin þögul og alvörugefin hefir leitt fram úr djúpi sínu blikandi stjörn- ur; þessir sklnandi ijósheimar í fjar- lægðinni sem skærast blika þegar dimmast er í kring, hafa þá haldið vörð um framtíðar vonirnar og bægt á burt illum draumum. En þó friðar vonin færi sálunni gleði og sælu þá eru þó stríðsúrslitin mörg- um áhyggjuefni. Margur liggur nú yk spurning fyrir sjálfan sig: Verður þe3si friður varanlegur? Eða verður þetta aðeins vopnahlé um nokkurra ára skeið, meðan þjóðirnar safna kröft um fyrir aðra rtlögu, sem verður að því skapi hryllilegri sem hyggjuvit mannanna verður þroskaðra? Verða friðarskilmálar nú byggðir á hinum sanna friðar grundvelli: frelsi, rétt- læti og kærleika? Menn tala nú um ýmsar leiðir til að afstýra stríði í framtíðinni. Svo sem takmörkun herútbúnaðar, stofnun al- þjóða gerðardóms, eða réttara sagt nokkurskonar alþjóða samhandsstjórn sem varveiti réttindi þjóðanna á líkan hátt og hvert þjóðfélag nú gætir rétt- inda sinna borgara. Aðrir tala um af- nám allr'a tollgarða og hindrana, sem nú eru á viðskifta lífinu. En framtíðin ein fær úr því skorið hvað heppilegast reynist. Eitt er þó víst. pessi friður sem nú er í nánd, er orðin mannkyninu dýrkeypt- ur. Og það verður einnig vandi að varðveita hann. Éf alþýða manna fellur í sama hugs- unarleysis mókið aftur eins og hún var í fyrir stríðið. Ef fjármálamenn og stjórnfræðngar * verða látnip afskifta- lausir meðan þeir leggja sína leyni- þræði og byggja sínar svikamyllur, þá verður þetta ekki síðasta sinni sem þeir láta herlúðrana gjalla, með ein- hvern hugstórann harðsljóra í broddi fylkingar sem hyggst að leggja undir sig heiminn. pá verður- þetta ekki síðasta sinn, sem peðum, hi'ókum, ridd- urum og hiskupum verður leikið fram á borðið, til varnar sinum kóngum og drottningum. Framtíðar friðurinn stendur eða fell- ur, eftir því hvernig sálarástand fólks- ins verður, eftir því hve glöggan skiln- ing menn öðlast á þeim grurydvallar at- riðum, spm friðurinn hvílir á, frelsinu, réttlætinu og kærleikanum. Fáfræðin verður ætíð leiðitöm. peg- ar taumarnir eru í höndum slúnginna foringja má teyma hvert sem vill. Hugsunarlausar sálir má leiða' á handi æstra og öfugra tilfinninga út í hinar ömurlegustu ógöngu^. Menn hafa á umliðnum Öldum verið látnir fremja hin viðbjóðslegustu ill- virki til dýrðar guðum sínum, sem þó hafa átt að vera algóðir. Vonandi ber nú framtíðin friðsæla og betri daga í skauti sínu. pessi grein var skrifuð áður en vopnahlé samningar voru samþyktir. Átti að birtast í síðasta blaði. Ágrip af stíðinu 28. júni 1914 voru hortoginn af Aust- urríki Francis Joseph og kona hans myrt í Saraje- e í Bosníu 23. |ú!i sendi Austurríki skeyti til Serbíu og setti henni níu kosti. Tók Serbía átfa af þeim en neiíaði þeim níunda, er var sá að Serbía seldi Austurriki í hendur rannsókn á málinu. Serbía kvaðst skyldi rannsaka málið sjálf I viðurvist Austurrískra fulltrúa eða skýrskota málinu til Hague. pessu neitaði Austurríki 25. júlí og sagði þeim stríð á hendur þann 28. júlí 1 friðarsamningi er gjörður var niilli pjóðverja, Frakka, Breta, Austurrikis- manna og Rússa var samþykt að hvert þessara stórvelda verndaði Belgíu ef strið yrði háð. 2. ágúst krafðist pý?ksland að fá að fara gegnum Belgíu; bauðst til að borga kostnað og bæta upp allan skaða Belgía neitaði að leyfa þeim að fara gegnum land sitt. 3. ágúst sögðu pjóðverjar Frökkum stríð á hendur, kváðu þá hafa sent loftbáta inn á pýzkaland. 4. ágúst, 1914, sendu pjóðverjar her inn á Belgíu og tóku Liege. 4. ágúst, 1914, sögðu Bretar og pjóð- verjar hvor öðrum stríð á hendur, og Bretar og Austurríki sömuleiðis. ítalía og Roumania fóru í lið með Banda- mönnum, og Bulgaría og Tyrkir með Miðveldunum. Síðan stríðið byrjaði hafa í alt 25 þjóðir tekið þátt í því á hlið banda- manna. Sjö þjóðir hafa verið hlutlaus- ar. Rússar og Rvimenar hafa gefist upp. Cezcho-Slovaks hafa verið viðurkendir sem sjálfstæð þjóð í liði Bandamanna mót Austurríki og Ungverjalandi. Bulgarar gáfust upp 30. sept. 1918, skilmálalaust. Tyrkir gáfust upp mánuði seinna, 31. okt. Austurríki 4. nóv. Yfirgefnir álgerlega af sambandl- mönnum sínum urðu pjóðverja að gefast upp 11. nóv. Á aðra hlið voru pjóðverjar, Austur- ríki, Bulgaria, og Tyrkir; á hina Belgía Serbía, Frakkland, Bretland, ftálía, Svartfellingar, Grykkland, Brazilíá Japan, Kína, Cuba, Portugal, Síam, Rúmenía, Rússland, Bandaríkin, Nicar- agua, Uruguay, Guatamala, Costa Rica Honduras og Haiti! Belgía, Serbía, ’og Svartfjallaland töpuðu nærri öllum sínum landeignum. Peru, Ecuador, Bolivia og Argentina slitu samband sitt við Miðveldin, en tóku engan þátt í stríðinu. Aðal óháðir þjóðir voru Noregur, Svíþjóð, Spán og Mexico, og fáein smá ríki í Asíu og Suður Ameríku. pjóðverjar gefa nú upp Alsace-Lorr- aine til Frakka. Tóku þeir það fra Frökkiyn árið 1871. Pólland verður sjálfstætt ríki. Austurríki gefur upp Trcntino til ítalíu. Sczechs og Slovalt og Slavar, er Austurríki'áður ríkti yfir ráða framvegis sinu eigin stjórnar fyr- irkomulagi. Palestine, ‘ er tekið var frá Tyrkjuui verður líklegast undir umráði Gyðinga. Arabia, er fyrrum var, undir Tyrkjum, verður sjálfstætt ríki. Rússar eru enn ekki komnir undir fasta stjórn. Belgíumenn héldu Pjóðverjum til baka á vígvöllunum við Liege í næst- uin tvær vikur. A meðan komst her Breta til Belgíu þeim til hjálpar. pjóðverjar höfðu þá eyðilagt Namur, tekið Brusseis, Mons, Maubeuge, Ost- end og Zeebrugge. Pann 26. ágúst byrjaði undanha Id Bandamanna, og endaði við Marne- fljótið 6. sept. 1914. • Frá ágúst 1914 til marz, 1915, tóku Rússar mest alla Galicíu. Japanir tóku Tsing-Tao í Kína, er pjóðverjar höfðu tekið 1897. Bretar tóku Egyptaland til umráða. Tyrkir fóru í lið með Pjóðverjum í feb. 1914. Höfðu þeir þá umráð yfir Hellusundi. Paðan gátu þeir farið yfir Miðjarðarhafið til Dauðahafsins, og þar með stöðvað flutning frá Rússlandi Tyrkir héldu Sýrlandi, Palestine, Mesopotamíu, Arabíu og Armeníu. Krafðist Tyrkja Soldánin þess að allir Múhameðstrúarmonn dræpu alla þá kAstnu menn er þeir gætu. f maí 1915 foru ítalir í lið með Bandamönnum. Árið 1911-12 höfðu þeir tekið Tripoli frá Tyrkjum, vantaði þá einnig land það er Austurríki réði yfir þar sem latneskir þjóðflakkar bjuggu. Fyrsti stór bardagi það árið var við Ypres. par notuðu þjóðverjar fyrst eiturgas sitt. Sliipinu Luaitania með 1,154 farþeg- um sökt. Rússar gjörðu áhlaup á Austur Prúss land, en voru hraktir tii baka„ tóku Pjóðverjar þá Warsaw og Rússneska Pólland. Töpuðu Rússar einnig allri Galicíu. Höfðu þeir ónógar vistir og skotfæri. Okt. 1915 sagði Bulgaría Serbum stríð á hendur. Var Serbía yfirf unnín á tvcimur mánuðum. 1916 Bardaginn við Verdun stóð yfir í fimm mánuði. Frá júlí til nóv. stóð yfir annar stór bardagi við Somme- fljótið. 9. marz, sagði Portugal þjóðverjum stríð á hendur og 27. ágúst sagði Rúm- enía Austurríki stríð á hendur. Tapaði Rúmenía miklum komforða og öllum öíiu brunnum sinum. Bretar unnu stóran sigur við strend- ur Jótlands. Herforingin Townsend beið algjöran ósigur við Kut-el-Amara nálægt Bag- dad á Tyrklandi. yarð hann að gef- ast upp með allan her sinn. frar gjöra uppreist. Sir Roger Casement, aðajieiðtogi þeirra líflátinn. pjóðverjar bjóða frið. 1917. pann 15. marz lagði Nikúlás, Rússa- keisari niður völdin, og Alexander Kerensky gjörðist stjórnarformaður lýðveldisins. Var honum steypt af Bolsheviki flokknum. Voru formenn hans Nikolai Leniné og Leon Trotzky. 1917 Constantinus, Grykkja konungi vikið frá völdum og sonur hans tók við. Bágdad tekin af Bandamönnum. Undir stjórn Edmund Allenby’s tóku Bandamenn hálfa Palestínu og Jerusal- em. 1 Höfðu þeir bygt járnbraut frá Cairo til Jerusalem. pjóðverjar létu undan á svæðinu milli Arras og Soissons. Tóku Banda- menn Arras, Vimy Ridge, Messines Ridge, Cambrai og Passchendaele. Bandaríkin fara í lið með Banda- mönnum; einnig Brazilia, Cuba, Pana- ma, Liberia og Kína. Rússar semja frið í Brest-Litovsk. 1918 f byrjún ársins virtust Bandamenn ætla að tapa. í hræðilegum bardaga er byrjað 21. marz. Brutust pjóðverj- ar gegnum Brezka herinn og komust 40 mílur á leið til Amiens. Voru þeir nærri búnir að taka Parísarborg. Foch gjörður aðalforingi Banda- manna. 15. júli gjörðu Bandamenn atrennu, er nú, á fjórum mánuðum hefir rekið pjóðverjar úr öllu Frakklandi. Strið þetta hefir kostað miljónir mannslifa og biljónir dollara—þó ekki séu talin tárin og hvalirnar, því hver mun geta talið eða mælt það? Heil lönd hafa verið lögð í eyði. En ef þettað strið hefir verið til þess að breyta fyrirkomulaginu í heiminum, þá er máské bætt fyrir fórnirnar. Sólarlitlir dagar Mig minnir að eg hafi lesið í gömlu íslenzku þjóðsögunum um mann(Arna) í Botni held eg það hafi verlð) sem sá ekki sólina þó hún skyni í lieiðríki, og sagði því: “petta eru sólarlitlir dag- ar.” Ef eg man rétt, þá var aumingja maðurinn svo sokkinn niður í synd og spillinguu að það var þess vegna að hann sá ekki hina tflessuðu sólargeisla og fann ekki hinn vermandi og hress- andi yl frá þcim mikla líf^jafa—sól- inni. pað hefir verið eitthvað líkt ástatt fyrir heiminum um undanfarin fjögur ár og var fyrir þessum manni.—pað hafa verið sólaríitlir dagar. Sólarlitlir dagar hljóta síðastliðiu fjögur ár að hafa verið fyrir mæðumar sem hafa mænt með tárvotum augum yfir hafið í áttina þangað sem drengir- nir þeirra voru augliti til auglitis við dauðann 7 Sólarlitlir dagar hljóta það að hal’a verið /yrir heimilin, og hafa þau verið mörg, sem skeyti hafa fengið um það að drengurinn þeirra kæmi aldrei aftur Sólarlitlir dagar hafa það verið fyrir skyldmennin er vissu af drengjunum sínum liggjai-di flakandi í sárum á sjúkrahúsum langt frá öllum vinum og vandamönnum. Sólarlitlir dagar hafa það verið fyrir fólkið í Beláíu og hinum öðrum stríðs- löndunum. Og sólarlitlir dagar hafa það víst verið fyrir drengina í skotgröfunum, langt frá öllum vinum sínum, vinnandi það verk er hlýtur að vera ógeðfelt hverjum sönnum manni; en sem skyld- an og föðurlands- og frelsis ástin knúði þá til að vinna. Sólarlitlir dagar eru þessir síðustu dagar hér í þessu landi, þegar, ofan á allar aðrar hörmungar sem þjáð hafa land og lýð, kemur landfarssótt sem með ótrúlega miklum lnaða kippir burt vinum og vandamönnum. Já, vér getum öll tekið undir með mann aumingjanum forðum og sagt: “petta eru sólarlitlir dagar.” En vinur—- Einhversstaðar hefi eg einnig lesið vísu, eg veit ekki eftir hvern, og er hún svona: “pó í dag sé voðrið vott,— veikist manna hugur; á morgun kann að gefa gott- guð. minn almáttugur.” Petta er hugsunin sem ætti að vera í hverju sönnu hjarta nú á dögum. pó að oss nú virðist dimt, og þó að skýin séu svört, og þó dagarnir séu sólarlitlir, þá verðum við ætíð að hafa það hugfast, að það er ekki til svo svart ský að sólin finnist ekki á bak við það, og þó að sólin sjáist ekki nú sem stendur, þá á hún eftir að skína— að guð almáttugur kann—já, mun— gefa gott á morgun. Móðirin sem mænt hefir yfir h'afið eftir drengnum sínum, hlýtur að sjá Ijós fyrir aftan skýin í þeiríi hugsun að drengurinn hennar er að vinna hið göfugásta verk sem nokkur maður get- ur unnið, reiðubúinn að leggja heilsu og líf í sölurnar fyrir frelsi og einstak- lings réttindi. Huggun er það, og sólargeisli, mitt í sorginni, fyrir þau heímili sem mist hafa drengina sína í þessari voða styr- jöld, að þeir hafa fallið með heiðíi og sóma í bardaga fyrir því, sem þeir á- litu háleitt og göfugt mál. Hughreysting er það fyrir þá, sem eiga skyldmenni, særða og sjúka, á einhverju sjúkrahúsi, langt í burtu hinu megin við hafið, að þeir eru enn þá lifandi, og að hann, sem öll sár græðir, mun á sínum tíma leiða þá heim aftur, ef það er hans vilji. Stríðslöndin sjá sólargeislan í þeirri hugsun að, eftir lok stríðsins, muni bæjir þeirra og bygðir rísa upp, seiu fuglinn, Phænix, af ösku sinni, sterkari og blómlegri enn áður fyrir hörmung- arnar sem íbúar þeirra hafa gengið í gegn. Og í gegn um allar hörmungarnar í skotgröfunum hafa drengirnir okkar séð sólína—í gegnum þá vissu að fólk- ið sem heima sat, stóð sem einn maður í þéttri fylkingu að baki þeim, reiðu- búið að leggja alt í sölurnar þeim til vellýðanar og máli þeirra til stuðnings Og þótt nú þjái oss drepsótt sem læknar vorir sýnast lítt ráða við, þá fekín oss sólin í gegn um myrkrið i þeirri hugsun að hann, sem frelsar oss frá “drepsóttinni er reikar í dimmunni og sýkinni er geisar um hádegið'’ ef vér aðeins treystum honum, mun láta sólina skína aftur, og mun birta henn- ar verða enn þá skýrari vegna dimm- unnar sem á undan er gengin. pví allir örðugleikar eru aðeins til að gera oss sterkari ef vér erum sannir menn og konur. * Kvíðum því ekki dimmunni sem nú vofar yfir, heldur segjum með höfundi vísunnar: “Pó í dag sé veðrið vott veikist manna hugur, á morgun kann að gefa gott guð minn almáttugur.” G. J. Stríðskostnaður Canada t flugriti nokkru er útbýtt hefir ver- ið nýlega er rætt um hvert Pjóðverjar ættu að borga stríðskostnað Canada. Stríðið mun kosta Canada $1,500,000- 000; hermenn þeir er hafa fallið, særst og orðið ófærir til vinnu munu verða um 250,000. Eftirlaun þeirra eða á- hangendum þcirra mun nema um $50,- 000,000. Bandamenn skiljá eliki fyllilega hvað Canada hefir lagt i sölurnar. Frá 200,000 til 500,000 manns hafa árlega flutt úr gömlu löndunum í sein- ustu hundrað árin án þess að löndin liðu neinn baga af, en Canada má ekki við að missa 25,000 af fólkstölu sinni án þess að hafa alvarleg áhrif á vel- megun og framtíð landsins. f þessu stríði höfum vér mist um 250,000, og er ekkert útlit fyrir að það verði bætt upp með innflutningi frá öðrum löndum, þó svo hafi oft verið sagt, þar sem hin löndin þurfa á öllum sinum vinnukrafti að lialda. Sextíu þúsundir Canadískra drengja i hafa látið lífið í stríðinu. Canada I sækist ekki eftir löndum. En hún er of fátæk og fámenn til að borga slíkan kostnað er stríð þetta hefir í för ineð sér. England fær Egyptaland. Frakkiand fær Alsace-Lorraine. ítalía fær þann part af Austurríki er ftalir byggja. England, Frakkland og ftalia fær Landið Helga til umráða; landamæx-i Grykklands verða færð í Macedóníu og Sýrlandi; Indland fær dómsvald í Mesopotamíu; Japanir munu halda Kaichow; Ástralía og Nýja ! Sjáland munu halda eyjum þeim er þeir jfii'i'unnu í Kyrrahafinu; Suður J Afríka hefir þýzka hlutann af vestur ] Afríku; landamæri Rúmeníu verða j færð út; Belgíu og Serbíu vei'öa bcrg- aðar skaðabætui'. pjóðirnar yfir höfuð fá siglingafrelsi' í Hellusundinu,. Bosphorus og Svarta hafinu. “Ætla fulltrúar þjóðar vorrar að sjá um að Canada fái eitthvað meira cn eintóman kostnaðinn?” spyr W.T.R. Preston, höfundur ritsins að endingu. í ONE GAR-SCOTT 25 H. P. Samsett dráttvél og sjálffermari og blástursvél, fyrir ! $3,500. Skilmálar $500 út í hönd og sanngjrn tími fyrir það É sem eftir er. SnúiS yður til auglýsendans að 902 CONFEDERATION LIFE BUIT.DING, WINNIPEG C. S. MACDONELL LUMBER CO. j Bæði Stranda og Fjallaviður 3 pakspónn úr Kauðum sítrus-viði. Sívalir og kantaðir staurar. Eldiviður SKRIFID EFTIR UPPLÝSINGUM UM VERD 346 SOMERSET BLOCK WINNIPEG 3 É ►<o j RJOMI SÆTUR OG SÚR Keyptur Vér borgum undantekningar- laust hæsta verð. Flutninga- brúsar lagðir til fyrir heildsölu verð. Fljót afgreiðsla, góð skil og kurteis framkoma er trygð með I því að verzla við DOMINION CREAMERIES j | ASHERN, MAN. og WINNIPEG, MAN. j KOL! KOL! Vér getum afgreitt fljótt og vel bæði HÖRÐ og LIN kol. y Beztu tegundir. Ef þér hafið ekki byrgt yður upp nú þegar, þá komið og sjáið oss. Vér getum gert yður ánægða. Talsími Garry 2620 D.D.Wood & Sons Ltd. Office og Yards: Ross Ave., homi Árlington Str. II Vér mótmælum allir —Jón Sigurðsson. Afl í Jiijóðlífi Vestur-íslendinga, er Voröld óneitanlega orðin—heilnæmt afl, sem reynir að beita sér fyrir öllu því bezta og drengilegasta sem til er í þjóðlífinu. Undiröldur sálarlífsins, hinn forni, horræni hugsunarháttur (blossar þar upp. Tilfinningin sem knúði forsetann til að segja “Vér mótmælum allir.’’—Sem knýr oss til að endurtaka það hárri raustu, “Vér mótmælum allir!” þegar reynt er að s^vifta Vestur-íslendinga rétti þeirra og frelsi. Skrifa þig fyrir Voröld,—ger svo í dag. Kostar aðeins $2.00 um árið. Fæst enn þá frá byrjun. llilllllllil!

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.