Voröld


Voröld - 03.12.1918, Page 1

Voröld - 03.12.1918, Page 1
VOLTAIC ELECTRIC INSOLES pægilegir og heilnæmir, varna kulda og kvefi; lækna gigtarþrautir, halda fótunum mátulega heitum, bæði sumar og vetur og örfa blóðrásina. Allir ættu að hafa þá. Verð fyrir beztu tegund 50 cent parið Skýrið frá því hvaða stærð þér þurfið. PEOPLE’S SPECIALTIES CO., LTD. P.O. Box 1836 Dept. 23 Winnipeg HEY! HEY! Sendið heyið ykkar til íslenzta k*y- kaupmannanna, og fáið hæðsta ver®, einnig fljóta afgreiðslu. Peningar lán- aðir á “kör“ send beint til okkar. Vér ábyrgjumst að gera yður &- nægða. THE NORTHERN HAY CO. 408 Chambers of Commerce Talsími G. 2209. Nætur taisími S. 3247 Winnipeg, - Man. 1. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOUA, 3. DESEMBER, 1918. NÚMER 43. FYRSTA KULAN HITTIR MARKID Nœsta skot fer í gegnum hjarta skrímslisins. Eftir þriðju hríðina liggur það dautt. Bœjarstjórnar kosningar eru íyrirboði stórra tíðinda og góðra. Lauriermenn koma saman fyrir kosningarnar og ákváðu í einu hljóði að vera á móti David- son vegna þess að hann neitaði að fylgja frjálslyndu stefnunni í fyrra; og á móti Vopna vegna þess að blað hans brást frjáisíynda flokknum. VERKAMANNAFLOKKURINN GERÐI J)AÐ SAMA. AFLEIÐ- INGARFNAR URÐU pÆR SEM ATKVÆÐIN SÝNA. SAMA AÐFERÐ VERÐUR HÖFÐ VIÐ NÆSTU SAMBANDS- KOSNINGAR OG NÆSTU FYLKISKOSNINGAR, OG ÓEFAÐ MEÐ SAMA ÁRANGRI. ALMENNAR FRETTIR. FYRSTA KÚLAN HITTI MARKIÐ, HVERT SKOTIÐ FYLGIR SVO ÖÐRU AF BYSSU HINS ÓHINDRAÐA pJóÐVILJA. DAGAR HINS UNDIROKANDA OFBELDISSKRÍMSLIS ERU TALDIR. HINIR FÁU—póTT STERKIR SEU—VERÐA AÐ GEFAST UPP FYRIR RETTMÆTUM KRÖFUM FÓLKSINS. pEIR SEM SVIKU ANDA BEINNAR LÖGGJAFAR HAFA pEGAR DRUKKIÐ EINN SOPA AF BIKAR RÉTTLÁTRA HEFNDA OG EKKI VERDUR FYR HÆTT EN SA BIKAR ER TÆMDUR í GRUNN. HER EFTIR SKAL GUÐ HNEFA- RÉTTARINS VÍKJA EN DROTTINN RETTLÆTISINS RfKJA. ÖM V “If you can keep your head when all about you” (Pýðing) • .'i. Ef þú ert sá sem geng-ur ekki af göflum 1 geipi múgs, sem kennir þér um slys— Ef þér er vantreyst, veizt af þínum öflum Og vegna hvers þau hafast fyrir gis — Ef langreynd von þín velli kann að halda— Ef varast fals, þó liggir undir róg— Ert stórmennskari en hatri hatur gjalda— En hygst ei snjall né alt of góður þó— Ef gengur ei í draum’ með draum þinn háan— Við djúpskygnt rýn ef sezt’ ei verklaus heim— Ef tekur sigri og sviftir vona á hann Með sömu staðlund—bragðarefum þeim! Átt þol, að heyra sannleik þeim er sagðir f snöru á flón af níðingunum beitt— Sjá starfi hnekt, sem líf þitt í þú lagðir— pví lyfta á ný, með sérhvert tækið eytt— Ef vogar æfi-vinningTmum þínum Að varpa í hlut á góðs máls tenings-kast, Og tapa þeim—En byrja á sömu brýnum Á bili næsta, og forsmá tjón og last— Ef átt það vald á hjarta, trú og taugum, Að týna ei móð hjá óska þinna val, En stendur djarfur, fyrir allra augum, Með eina liðið, viljann þinn: Eg skal! Með einurð fulla úr kjassi lýðs ef kemstu, Úr konungs-boði sveitunginn, sem fyr— Slapst heill frá vin, sem féndum þínum fremstu, Né fyrirleist, ne sigldir allra byr— Ef út þú telur arðsæl, nota-geymin, öll augnablik sín hverri stund er rann: pá fær þú sigrað bæði “hold og heiminn”— öll heill sé með þér! pú ert efni í mann. Stephan G. - ! * KO Uin 45,154 hermenn, sem nú eru í skotgröfunum munu verða atvinnu- lausir þegar þeir koma til balta, eftir skýrslum stjórnarinnar. Tvö vagnhlöss af smjöri voru send frá Saskatchewan handa hermönnum þeim er eiga að fara til Síberíu. Er það fyrsta smjör er sent hefir verið úr því fylki til Rússlands. Dáið hafa úr spönsku veikinni í Al- berta 1,550 manns. Ellevu dögum áður en vopnahlé komst á voru fallnir 34,877 Canada- menn; dánir úr sárum eða veikindum, 15,457; særðir, 152,779; álitnir fallnir, týndir eða fangaðir 8,2(45; alls, 211,- 358. í Hamilton, Ont., voru skólar kirkj- ur og leikhús opnuð, varð þá spanska veikin svo skæð að það varð að setja bannið á aftur. Fle.iri slík tilfelli hafa komið fyrir. Menn voru sendir þann 27. nóvemb- er, frá Dawson til Indíána og Eski- móa. Fóru þeir með meðöl, andlits- hlífar og aðrar nauðsynjar til varnar spönsku veikinni. peir ferðast á hund- um; ferðinni er heitið til Fort. Mac- ipherson. pýsk vopnaforðalest sprakk í loft upp í Belgíu í fyrri viku, meiddust 1,500 og 150 dóu. Sagt er að börn hafi verið að leika sér að kveikja upp eld og eldurinn hafi komist að lestinni Ástandið þar kvað vera voðalegt. Fjogur þúsund Canada hermenn komu til Canada þann 28. nóvember með skipinu Aquitania. peir sem eiga að sjá hermönnum fyrir atvinnu, vilja léta dragast sem lengst að uppleysa herinn því ómögu- legt muni vera að útvega öllum vinnu þegar í stað. Um 10,000,000 manns, Belgiskra og Frakkneskir þurfa að fá mat frá öðrum löndum. Næsta ár verður að senda yfir Atlanshafið til þeirra: Bushels. Hveiti, bygg, rúg og korn, fyrir brauð ............. 42,500,000 Baunir ..................... 2,200,000 Grjón....................... 3,300,000 Pund. Niðursoðið kjöt ........... 26,400,000 Svfnakjöt ............ ....277,200,000 Sápu...................... 66,000,000 Kaffi...................... 26,000,000 Kókó.................;..... 18,000,008 Niðursoðnamjólk............ 55,000,000 Sykur ..................... 40,000,000 Kostnaður mun verða í það minsta $280,000,000. Rauða Kross félagið heldur áfram að starfa í það minsta eitt ár enn þá. Svo lengi sem til eru veikir eða særð- ir hermenn sem ekki eru komnir úr hernum og heim til sín, kveðst það muni halda áfram að hlúa að þeim. Herskyldaðir menn sem ekki gengdu kallinu munu verða gerðir út lægir í tuttugu ár ef þeim verður náð, bæði í Canada og Bandarikjunum. En það er hætt að leita að þeim, hefir mönnum þeim er þann starfa böfðu á liendi verið veitt lausn frá embætti. Ákveðið hefir verið að halda friðar- þingið í París í stað Versailles. Menn þeir er tilheyra Síberíu her- deildinni munu fara til Rússlands. Ef einhver æskir eftir lausn úr henni mun honum veitt hún eitt ár frá þeim tíma er vopnahlés skilmálamir komust á. Nánari ráðstafanir munu' verða gjörðar síðar eftir því hvernig alt. gengur. BM M)4—»()-W»-()-—K>-—»<)•—►()•—►» — O-—><)■ Georg Fjölner Lindal pegar Canada fór í stríðið 4. ágúst, 1914 þá haíði hún 3,000 hermenn óg 6600 )nenn i sjóliðinu. pegar stríðið endaði 11. nóvember, 1918, þá hafði Canada sent yfir 418,980 hermenn. Bardagar er Canada menn tóku þátt í: 1915, Ypres, apríl og mgí. 1916, St. Eloi, 3., og 19. april; Sanctuary Wood, 2. og(3. júní; Hooge, 5., 6., 13. og 14. jní; bardagann við Somme sept., okt. og nóvember. 1917, Vimy Ridge 9. til 13 ápríl; Arleux og Fresnoy, 28. til 29 apríl og 3. maí; Lens, júní; Hill 70, 15. ágúst; Passchendaele, 25 október og 10. nóvembei-. 1918, annar bar, dagi við Somme, april og maí; Amiens, 12. ágúst; Monche-le.Preux tekið 26., 27. og 28. ágúst; Queant Drocourt lin- an rofin 3. og 4. september. Bandamenn fóru yfir Canal Du Nord og Bourbon Wood, 27. til 29. septem- ber; Douai tekin 19. október; Denan tekin 20 október; Valenciennes, 25. október til 2. nóvember; Mons tekin 7. til .11 nóvember. *' ■>; .. .. ... _ Bandarikin gjöra sex sinnum meiri verslun við fsland nú en að undan- förnu og hefir það vakið talsverða eft- irtekt. Meir en $2,400,000 virði af vörum hafa verið fluttar frá Ameríku til íslands og Færeyja árið 1917, nemur það um $2,000,000 meira en árið þar áður. Um tíu þúsund dollara virði af bifreiðum hefir verið sent þangað, um $25,000 virði af álnavöru. Einnig mikið af silfurborðbúnaði, gim- steinum, ilmefni, loðskinnum, hreifi- myndum, gleri liljóðritum og skóm. Meir en 1,000 ton af frosnum hval hefir verið sent frá Kyrrahafströnd- inni til Boston í sumar. Victoria Whaling Co. í Victoria, B.C., býst við að hafa milli 30,000 til 50,000 kassa af niðursoðnum hvölum í haust í niður- suðu húsi sínu í Kyuquot. Hvaiír veiddir í Kyrrahafinu gefa af sér frá þremur til tólf ton af ágætis kjöti. Er það soðið niður eða látið frjósa. Ekkert af því er notað til matar fyr en eftir 24 klukkutíma frá því þeir eru veiddir. Hvala kjöt hefir ekki ver- iðfnotað mikið enn þá £ þessu landi. Mest hefir verið sent til Samoa og Fiji. Nýlega hefir fundist £ Afriku . ný tegund af fílum og hefir verið farið með þá til Englands til sýnis þar. peir verða um 5% til 6 fet á hæð. Víg- tannir þeirra eru mjög dökkar ög bera merki um að hafa verið notaðar mjög mikið og að þeir hafi verið í blautum plássum. Tennurnar í kvendýrinu eru mjög litlar og vikta um pund hver og í karldýrínu um 3% pund hver. í vanalegum fullvöxnum fíl vikta þær um 110 pund. Wilson forseti, leggur af stað á frið- arfundinn eftir annan desember. Hann mun verða kominn til Parisar um tólfta desember. Verið er að gjöra ráðstafanir til undirbúnings undir móttöku hans og þeirra sem munu heimsækja Parísar- borg í desember. Georg og Mary konungshjónin frá Englandi, Albert og Elízabet frá Belgíu munu koma þangað um 5. desember. Búist er við að Wilson forseti muni halda kröftugar ræður á móti Bolshe- víkum. Hefir hann ráðgjört að halda ræður bæði á Englandi og Frakklandi. Rússar vilja senda fulltrúa á þingið, kveðast þeir hafa fasta stjórn. prjú hundruð þúsund konur munu greiða atkvæði í Chicago við kosning- arnar í vor. Búist er við að þær muni útnefna konu sem umsækjenda fyrir bæjarstjórastöðu í Chicago. Fæddur í Winnipeg, Man., 6. marz, 1889. Sex mánaða ganiall fluttist hann með foreldruni sínum til Grrunnavatns- bygðar; ólst hann þar upp og stundaði nám við Markland skóla. Lögaldra tók hann sér heimilisréttarland skamt frá Markland P.O., og vann ötullega að jarðyrkju, þangað til hann leigði landið bróðir sínum, L. M. Líndal, og byrjaði sjálfur að stunda vélafræði hjá C.N.R. félaginu, og var hann farinn að vinna á brautuin félagsins þeg'ar hann var kallaður í herinn 7. februar, 1918, og fór til Quebee og heíir hann verið þar síðan. Oeorg er hár maður vexti, yfir 6 fet á hæð, og minnir mann á víkingana gömlu. Foreldrar haus eru þau Björn Lindal, póstmeistari að Markland og Svava kona lians. Utaná skrift hans er: Pte. G. F. Lindal, No. 2380475 Ð. C.O. 5, C. G. R., Quebec. O-MB-O-aBft ()^M)»»()'a»0«»()*Bft'()*»ft()'M»O«»ll*V()*i i ELDGOSIN HEIMA Voröld flytur fyrst greinilegar fréttir af þeim úr bréfi frá húsfrú Tr. Athelston héðan úr bœnum sem nú er stödd á œttjörð vorri. Gosið byrjaði 12. okt. Frá Reykja- vík bar gossúlan hátt við loft, ofan til gufa og aska, en neðan stanslausar eldingar. Sagt er að gassúlan hafi verið 12. þúsund metrar á hæð. f byrjun voru töluverðir landskjálftar, einkum í nærliggjandi sveitum, en fanst litið í Reykjavík. Meðan gosið var sem ákafast, gerði það mikla trufl- un á símasambandi, svo að loftskeyti heyrðust ekki. öskufall mikið, eink- um í nærliggjandi sveitum. Á Rang- árvöllum og í Landeyjum, varð alveg haglaust vegna ösku. Og i Vestur Skaptafellssýslu var aska og vikur- sandur í skóvarp. Til Reykjavíkur barst einnig all mikið af ösku og var áætlað, að frá byrjun og til 18 okt, eða á 6 til 7 dögum, hafi fallið 56 smá- lestir niður í borgina. Hinn 13 okt., þegar gosið var sem ákafast, var tæp- lega lesbjart á Rangarvöllum og skammdegisbirta í Reykjavík. Að líkindum hefir aska borist um mest alt landið, þó ekki séu fengnar fregnir um það enn þá. Tvisvar hefir fallið aska í Seyðisfirði, 13. og 20. okt. Vatnsflóðið og jökulhlaupið var feyki- lega mikið. Jakarnir bárust út á sjó. pað er áætlað, að skarðið sem kom í jökulinn hafi verið 2,000 metra langt, 600 metra breitt og 150 metra djúpt. Vatsflóð og jökulhlaup ólgaði fram Mýrdalssand og austur um Alpta- ver og Meðalland. Og þegar vátns- flóðið rénaði vóru íshrannir eftir. í Álftaveri og Meðallandi gerði hlaupið afar mikið tjón. Fólk flýði úr bæjunum og bjargaðist alt. En töluvert fórst af sauðfé og hrossum, Á Meðallandi eyddust þessir bæir: Sandar, Sandasel, Rofabær Og Mel- hóll. Bæjarhúsin standa þó eftir, nema á Söndum, þar er bærinn gjör- eyðilagður. f þessum sveitum áttu flestir eftir að fara kaupstaðarferðir, og er mikill skortur á nauðsynjavörum, en það á að reyna að koma flutnings bát með vörur upp að söndunum. Eftir fyrstu 2. til 3. dagana fór gos- ið smá þverrandi, þangað til 21. okt., þá byrjaði nýtt gos, miklu ákafara en áður. pá bárust mörg himdruð feta háir jakar út á Mýrdalssand. 24. okt. var myrkur í Vík í Mýrdal vegna ösku. Sagt að gassúlan hafi verið 30 þúsund metra á hæð í þessu seinna gosi. Katla hefir áður gosið 12 sinnum sem sögur fara af, en talið líklegt a? það sé miklu oftar. Siðast gaus hún 1860, vægt gos og stóð aðeins 3 vikur. SÍÐUSTU FRÉTTIR FRA ÍSLANDI. STJÓRNIN SENDI SKIPIÐ GEIR TIL BJARGAR Á JARÐ- SK J ÁLFT AS VÆÐINU, EN pAÐ KOMST HVERGI AÐ STRÖNDINNI VEGNA JARÐSKJÁLFTA OG GOSA. OKTÓBER VAR ÖSKUFALLIÐ OG ELDGOSIÐ AFSKAP3LEGT —BJART A NÓTTUM AF ELDI EN DIMT UM DAGA AF ÖSKUFALLI. 26

x

Voröld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.