Voröld - 11.02.1919, Qupperneq 5
'Winnipeg, 11. febrúar, 1919
VORÖLD.
Bls. 5
Og bændur og verkamenn studdu nýja blaðið sitt og styðja, og
það má með sanni segja að aldrei hafa bændur fyr átt íslenzkt blað
hér vestra, aldrei hefir nokkurt íslcnzkt blað talað djarflegar fyrir
frelsi og áhugamálum okkar bændanna og aldrei hafa eins heilbrigðar
bendingar birst í Vestan blöðum áður; t.d. má benda á þá uppástungu
í Voröld að bændur, verkamenn og hermenn taki saman höndum 'og
sameini sig gegn auðvaldi og okurstjórnum og taki sjálfir stjórn-
taumana í eigin hendur. þctta finnast mér vera orð í tíma töluð og
þau svo kjarngóð og yfirgripsmikil að þau verðskuldi alment fylgi til
framkvæmda. Eigi þeim vandræðum að verða afstýrt sem útlit er fyr-
ir þá er þessi uppástunga Voraldar bráðnauðsynleg. Flestir bændur
kunna að plægja og slá og raka og gefa kúm og kálfum; blöðin geta
auðvitað kent þeim ýmislegt í því tilliti, en taki bændur sér ekki
fram um það að láta til sín heyra og til sín finna á svæðum stjórn-
málanna, þá er htett við að alt strjðið og stai’fið verði til lítils. Á
meðan allur arður bóndans fer í “hundana” eins og greindur>óndi
komst að orði nýlega; meðan tollarnir halda verkfærunum í okur-
verði og milliliðirnir éet upp allan gróða af skepnum þeirra og mylnu-
félögin gleypa ágóðann af korni þeirra, á meðan er og verður alt
stritið og slitið ekkert annað en fórnfærsla þrælsins á altari auðvalds
og kúgunar.
Voröld skilur þetta auðsjáanlega og þess vegna leggur liún aðal-
áherzluna á það að bændur láti til sín taka í stjórn lands og þjóðar.
(Framhald)
Samningur
milli kirkjufélagsins og TjaldbúðarsafnaSar
Hinar alvarlegu athugasemdir Ný-Islendingsins
Hann vakir yfir heiðri vorum, sjálfstœði voru og dómgreind vorri
sem þjóðarbrots hér í Canada þessi samvizkusami!! Ný-íslendingur??
Tökum ofan hattinn í þakklætisskyni.— —Svo endar hann grein sína,
hálf kjökrandi að mér virðist, með því að grátbæna menn
um að kaupa Lögberg og Sameininguna.—þá mun oss borgið.—Óvart
detta mér í hug syndalausnar bréf páfans í gamla daga.
En um það hvort áætlanir hans ná tilætluðum tilgangi, geta
verið skiftar skoðanir.
Samvizkusemi höfundarins kemur einna glögglegast í ljós í einum
smáparti hinna mörgu dálka af endalausum vífillengjum, þar sem
hver ósannindin reka önnur. Og segir þar meðal annars að eg Itafi
svarið að fimm menn væru eigendur $10,000 fyrirtækisitis hans Sig.
Júl. Jóhannessonar, einhvern veginn þannig kemst úlfurinn undir
gæruskinninu að orði. Má eg spyrja hann hvar sá eiður hafi verið
tekinn. ?
Einnig er gefið í skyn að fólk hafi verið blekt með fögrum lof-
orðum um arðvænlegan árangur, og há iðgjöld af því fé sem í fyrir-
tækið yrði lagt. Ef maðurinn sem ekki þolir dagsbh’tuna getur bent
oss á einhvern af þeim 700 manna sem styrkt hafa félagið Hecla Press
Ltd. er þannig hefir verið svikið fé af, munum vér honum þakklatir.
—En þess skal getið, og það er satt, að félagið hefir ekki vatnað höf-
uðstól sinn um 1,000 prósent til að koma yfirráðum þess í nokkurra
manna hendur, eins og tilfellið er með sum félög, án þess að langt
þurfi að leyta.
Eins er það satt að félagið hefir enn ekki géfið styrktarmönnum
þess, hlutabréf—en vill greinarhöfundur kenna það óráðvendni stjórn-
arpefndar manna félagsins,—ef til vill var það þeim að kenna að
þjónar fylkisstjórnarinnar settu þar óbifanlegan stein í veg þeirra,
þó önnur félög undir sömu kringumstæðum hafi fengið það hindruna-
laust.
Má eg spyrja, hvað miklum örðugleikum það hafí verið bundið
fvrir Lögberg hér á árunum? Ef til vill geta einhverjir af þeim scm
hann í hávegum hefir, varpað ljósi á þann—manna—nei, félagamun.
pessar athugasemdir eru gerðar til að sýna þeim er málunum eru
ókunnir, og þessi blekkinga árás blekkingamannsins kann að hafa
blekt, að þar er farið með mál, eins og ef að 10 ára gamall smali,
heima á íslandi, færi að lýsa þreskingu í Manitoba. Hvort það heldur
er af vanþekkingu eða löngun til að halda fram röngu máli ei oss ekki
ljóst.
# * *
Eg vil nota þetta tækifæri til að þakka opinberlega öllum og
sérstaklega Ný-íslóndingum fyrir þeirra drengilegu og miklu fjár-
hagslegu aðstoíí og ekki síður vinarþel það er þeir hafa sýnt fyiirtæk-
inu á síðastliðnu ári.
Eg beini þessum orðum mínum aðallega til Ný-íslendinga af þrem
ástæðum:
1. —Af því eg tel mig þar til heimilis, og af því að þar kyrtist eg
fyrst drenglyndi Vestur-lslendinga og þjóðlífi þeirra.
2. —Af því að blaðinu og fýrirtækinu hefir ef til vill hvergi vcrið
tekið betur eða almennara en einmitt í Nýjaúslandi.
3. —Af því að þessi óhreini óvinur fyrirtækisins er svo djarfur að
fela sig undir hinu hreina nafni “Ný-íslendingur!” Nafni sem eg
og aðrir er þar hafa verið miklumst af.
J. G. Hjaltalín.
Vér, Björn B. Jónsson, Kristinn K. Ólafsson og Friðrik Hallgríms-
scn, fyi’ir hönd Ilins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í
Vesturheimi, og vér, Hjálmar A. Bergman, Lindal J. Hallgrímsson og
Jóhanncs Gottskálkson fyrir hönd Tjaldbúðarsafnaðar í Winnipeg,
teljum það mjög æskilegt, að af sameining þeirri geti orðið milli Fyrs-
ta lúterska safnaðar í Winnipeg og Tjaldbúðársafnaðar, sem skýrt
var frá í lok síðasta kirkj jþmgs að til tals hafi komiðj og í tileíni af
ágreiningi þeim, er olli því í ð Tjaldbúðarsöfnuður sagði skilið við
kirkjuféíagið árið 1909, og til þess að greiða fyrir því, að samkomulag
og samvinna geti aftur tekist með Tjaldbúðarsöfnuði og kirkjufélag-
inu, og í þeirri von, að þetta samkomulag geti orðið til þess að útrýma
öllu því, er hingað til hefir verið því til fyrirstöðu, að allir lúterskir
menn meðal þjóðarbrotsins íslenzka hérna megin hafsins geti starfað
saman að efling Guðs heilaga ríkis, þrátt fyrir þann skoðanamun, sem
átt hefir sér stað, hefir oss komið saman um þenna skilning á ágrein-
ingsatriðunum, er komi í stað allra þeirra kirkjuþingssamþykta, er
gjörðar hafa verið þar að lútandi:
1. —Játningarrit kirkjunnar ber að skoða sem mikilvæga vitnis-
burði um trú hennar á liðnum öldum, og ber þeim viðurkenning sam-
kvæmt sögulegum uppruna þeirra, anda og tilgangi.
2. —1 heilagri ritningu hefir Guð opinberað vilja sinn og ráðstaf-
anir mönnunum til sáluhjálpar í Jesú Kristi, og ber að viðurkenna
hana sem óyggjandi leiðarvísi í trúarefnum.
Winnipeg, Man., 21. ágúst,, 1918.
Björn B. Jónsson H. A. Bergman
Kristinn K. Olafson L. J. Ilallgrímsson
Friðrik Hallgrímsson J. Gottskálksson
Athugasemd:—Kirkjuþing síðasta veitti embættismönnum sínum
sem skrifað hafa undir ofangreindan samning fullkomið vald í þessu
máli og skuldbatt kirkjufélagið til þess að viðurkenna gjörðir þeirra
sem bindandi fyrir kirkjufélagið. Eftir að þessi samningur var und-
irritaður var hann lesinn upp á fjölmennum safnaðarfundi Tjaldbúð-
arsafnaðar og samþyktur af söfnuðinum með öllum greiddum atkvæð-
um gegn einu.
Björn B. Jónsson. H. A. Bergman
nefndinni og umboðsmönnum hennar óyggjandi lagarétt til fjársöfn-
unnar til minnisvarðans og tryggir jafnframt gefendum fjárins rétt
til þess að ganga eftir fullri skilagrein fjárins frá nefndinni eins og
ef liún væri eingöngu einstaklingur. Kostnaður við löggilding þessa
verður lítill eða alls enginn.
Nefndin hefir þegar fengið vitneskju um áhuga ýmsra manna í
bygðum Islendinga á framgangi þessa máls og gerir sér beztu vonir
um almennan áhuga þeim fylgjandi. En jafnframt virðist rétt að
taka fram að hún ætlast ekki til að gefendur í minnisvarðasjóðinn
sendi peninga frá sér fyr en hún hefir kosið sér féhirði og að öll
tillög séu þá send beint til hans, en ekki til blaðanna.
Nefndin vonar og óskar að íslenzku blöðin hér, öll, styrki mál
þetta eftir megni.
Meira í næstu viku.
B. L. Baldwinson.
Neðansjávar
Minnisvarðamálið
Þegar ritstjórinn talar grízku
Nú höfum við fáfróðir Vestui’-íslendingar fengið loksins að vita
hvað orðið “Anarkismus” þýðir á voru máli. Ritstjórinn á Bergi
hefir leitt okkur í allan sannleika. Hann fullyrðir að orðið sé komið
af grízka orðinu “Apxu” sem hann segir að þýði “litlagt” á móti
valdinu, til dæmis á móti Borden eða honum sjálfum.
Eitt er þó víst við þessa speki, orðið “Apxu” fyrir finst ekki lijá
þeim gamla Hómer, sem var þó fremur góður í grísku; hefir víst ekki
Þekt það og Páll frá Tarsos, sem var þó aftast á móti valdinu, notaði
can’M^re^ ^ki hef eg heldur getað fundið það í “Theyers Lexi-
can ullkomnustu grísk-ensku orðabókinni sem til er. Annars væri
Q a<? Vlta hvemig æt,ti að bera þetta fram, því herra minn trúr,
svona gnsku hefi eg aldrei fyrri sé8.
i en ritstjórinn—hafa nú lialdið því fram að
. , ‘ 1 . ^archism” væri komið frá gríska nafnorðinu “arkiP
*?01*e ^ V? ,.x/'Sagn orðið er “arkó” að stjórna) og forsetningunni
a" ^ð,r.fkort o«a vöntun. OrSiS “AnarcMsm” lictir því
venð latið þyða vontnn 4 stjórn, eða blátt áfram óstjörn.
tr þvt eg o> nu aði tala um þetta vildi eg bcnda mínum lœrða
broður, ntstoranum, afáeinar svip.Sar grískar orðmyndamr, til
dæmis sogmna an-aideia” að skovtn • * , , , .
„ n 6 . , ,, . ,KOrTa somatilfmmngu, að kunna ekki
framZiT °g an‘a,re° að tat“ ! b»>'tu M öðrum og svo
Miklir fantar erum við nú annars, ritstjórinn og eg-í grtzkunni.
Simplissimus.
pegar, á almennum fundi íslendinga í Winnipeg, dags 14. janúar
1919 svo látandi tillaga frá Dr. B. J. Brandssyni var samþykt í einu
hljóði:
“pessi fundur skoðar það sem sjálfsagða skyldu allra Islendinga
í þessari heimsálfu, að leggja sitt fram til þess, að viðeigandi minnis-
varði sé reistur, til handa þeim mönnum af íslenzku bergi brotnu, sem
létu lífið í þjónustu þess dýrmæta og réttláta málefnis, sem Banda-
þjóðirnar börðust fyrir í hinu mikla stríði sem nú hefir verið leitt til
sigursælla lykta.”
pá var með þeirri samþykt stigicT álcveðið spor miðandi til þess,
ekki eingöngu að heiðra minningu hinna föllnu hetja, heldur og einn-
ig að halda vakandi í huga komandi kynslóða í þessari heimsálfu,
þeirri staðreynd að menn og konur frá íslandi hafi verið í tölu þeirra
þjóflokka sem varið hafi héræfi og kröftum til þess að byggja upp
og auðga og þroska þessa heimsálfu og að afkomendur þeirra hafi
með þátttöku sinni í nýafstöðnu stríði, lagt líf sitt í sölurnar, ásamt
öðrum sonum þessa lands, til þess að tryggja eftirlifandi kynslóðum
þann mæli þjóðlegs frelsis sem þeim er nauðsynlegur til eflingar þeirr
ar menningar sem ein er lykill að fullnaðar þroskun og hagsæld
hverrar þjóðar,
Fundurinn fann til þess að hér var að ræða um skyldu sem hverj-
um góðum borgara bæri að rækja og að nauðsynlegt væri að koma
þessu skyldustarfi í framkvæmd svo fljótt sem unt yrði að ná saman
fé til þess.
pessvegna kaus fundurinn níu manna nefnd til þess að annast
um framkvæmdir í þessu þjóðrækilega nauðsynjamáli, og með því
ákvæði að bætt skyldi við nefndina mönnum úr sem flestum héruðum
þeim sem Islendingar byggja hér vestra.
Níu manna nefndin hefir nú haft sinn fyrsta fund þann 8. þ. m.
í húsi Dr. B. J. Brandsonar og kosið Dr. B. J. Brandson forset sinn
og B. L. Baldwinson skrifara. Féhirðir var ekld kosinn að svo stöddu.
Ákvæði voru tekin til þess að leita styrktar einstarkra manna í
liinum ýmsu bygðum íslendinga í Canada og Bandaríkjunum í þessu
máli með því augnamiði að þeir vildu takast á hendur að boða til
fundar hver í sínu bygðarlagi, og fá þar valda menn sem verði með-
limir nefndarinnar liér í Winnipeg og í samvinnu við hana. Jafn-
framt var það ósk og von nefndarmanna að hver ísl'enzk bygð vildi
stofnsetja hjá sér varanlega framkvæmdarnefnd til þess að annast
um fjársöfnun, hver í sinni bygð, og að leggja þar að alla alúð að
tillögin geti orðið sem ríflegust, því það vakir fyrir nefndinni að
sæmd íslenzka þjóðflokksins í þessari heimsálfu krefjist þess að
minnisvarðinn yfir fallna hermenn af vorum þjóðbálki sé svo sæmi-
legur að hann samsvari drottinhollustu þeirra föllnu, sem með frjáls-
um vilja dóu til þess að vér sem eftir erum megum unna við óskerð
borgararéttindi í þeim ríkjum sem vér erum eining af.
Fundurinn fann til þess að sökum veikinda þeirra Iion. Thos. II.
Johnsonar dómsmálastjóra Manitobafylkis, og séra B. B. Johnsonar,
forseta kirkjufélagsins, nú um undanfarnar vikur, hefir framkvæmd-
um í þessu máli verið frestað lengur en annars hefði orðið.
En nú eru báðir þessir herrar á góðum batavegi. Ilon. Thos. H.
Johnson hefir farið vestur að Kyrrahafi sér til hvíldar, hressingar og
heilsubótar þar um tíma,og verður væntanlega komin þangað á undan
þessu blaði. Hann hefir í hyggju að lcoma við í þeim bæjum þar sem
íslendingar hafa aðsetur og hefir góðfúslega lofað nefndinni að leggja
lið sitt til þess að landar vorir í þeim bæjum taki minnisvarðamálið
að sér og annjst, að sumu leyti um æskileg afdrif þess. Eg vil mega
benda “Ströndúngum” á að hafa gætur á ferðum herra Johnsonar og
ná tali af honum, helzt að þeir vildu stofna til fundar hjá sér og fá
hann til að flytja þar erindi minnisvarða málinu til skýringar.
Séra B. B. Jónsson er ennþá of lasburða til þess að þann megi
fara að heiman, en allan vilja hefir hann á að verða máli þessu að liði
strax og hann hefir náð svo fullri heilsu að hann megi sér hættulaust
ferðast.
pað var ákveðið á nefndarfundi þessum að fá stjórnarnefnd
minnisvarðamálsins löggilta nú á þessu þingi. Slík löggilding veitir
Mannlífinu er oft líkt við ólgandi haf; öldurnar eru hinar mis-
munandi skoðanir og stefnur.
Eins er því varið með þetta liaf og önnur liöf; það ókyrrist eftir
því afli sem það verður fyrirí ýmsum myndum úr ýmsum áttum.
Straumar myndast og endurköst strauma, rastir, hringiður og
öfugstreymi. Á þessu hafi er verksvið allra manna; góðra og illra,
liollra og óhollra, einlægra og óeinlægra; góðir menn og hollir menn
einlægir og trúir menn renna þar skeiðum sínum opinskátt og hiklaust
ofansjávar; allir vita hvar þejr eru og hvernig þeir eru. Ulir menn
og óhollir, óeinlægir og ótrúir hafa aðra aðferð; þeir byggja sér and-
lega neðansjávarbáta og reyna að koma þannig fram áformum sínum
og áhrifum þar sem þeir sjást ekki nema stöku sinnum og heyrast
sjaldan.
Heimsstríðið er nýafstaðið; þar var margt sem mönnum blöskr-
aði, en ekkert var þar þó talið eins hættulegt og illkynjað og neðan-
sjávarbátarnir. Herskipin ofansjávar sáust, og á þeim mátti vara
sig, en neðansjávarbátarnir með morðvopn sín komu að mönnum óvör"
um.
Síðustu kosningar í Canada leiddu það í ljós hverjir leiðtoga
vorra voru trúir og hverjir ekki; t.d. lærðu það margir sér til djúprar
sorgar að Norrisstjórnin sem þeir höfðu komið til valda í fullu trausti
brást þegar mest á lá. Allir trúir menn hafa því fengið andstygð á
henni og munu gera sitt bezta til þess að losa þjóðina við hana eins
og þeir gerðu sitt bezta til þess að styrkja hana áður en hún brást.
;í einu íslenzku héraði hefir dalítið verið til þess gert að tor-
tryggja þá menn sem trúir vilja reynast og einnig til þess að breiða
yfir og hylja stefnubreytingu Norrisstjórnarinnar og fráhvarf hennar
frá frjálslyndu stefnunni. petta er ekki gert með almennum auglýst-
um fundarhöldum, heldur í laumi—“neðansjávar”
Sá sem þetta starf vinnur aðallega er Magnús Markússon, þjónn
Norrisstjórnarinnar. Fjórir menn sem vér vitum af haldast áð þess-
ari afturhvarfsstefnu þar úti. peir vilja láta fyrirgefa Norris og
kumpánum hans þó þeir hafi svikið. Voröld hefir vissa og ákveðna
stefnu í þessu máli eins og flestum öðrum málum og fer með hana
ofansjávar—kann engar neðansjávar siglingar og æskir ekki að læra
þær. Hún segir því hér hvernig málið horfir við.
1915 var Norrisstjómin kosin með hátíðlegu loforði um það að
hún skyldi halda fram beinni löggjöf, ekki í lögum og letri einungis,
heldur í anda og efni og í öllum skilningi. Hún kvað beina löggjöf
vera hjarta, sál og uppistöðu frjálslyndu stefnunnar og eftir því sem
málefnið væri meira virði, eftir því væri það sjálfsagðara að fólkið
réði, en ekki fáir menn, eða vissir flokkar.
Svo líður og bíður; málefni sem snerti líf og dauða, hold og blóð
fólksins í heild sinni og hvers einstaklings, kemur til úrslita og þá
taka þessir nýkosnu frelsispostular liöndum saman við erkióvini þjóð-
frelsis og lýðstjórnar og gera gys að þjóðaratkvæðinu—beinu lög-
gjöfinni—sinni eigin stefnuskrá.
Skúli Sigfússon var einn þeirra fáu þingmanna sem ekki brást;
sem ærlegur og samvizkusamur maður gat hann ekki snúið bakinu
v’ð fólkinu sem hafði kosið hann. Hann snérist því á móti stefnu
Ncrris ráðherranna og hélt fast við stefnu sína. Nú veit Nomsstjórn-
in það að Skúli er vinsæll maður og velltinn; er henni því ant um að
fá hann aftur í flokk sinn og af þeim ástæðum mun það vera að Magn-
ús Markússon starfsmaður stjórnarinnar hefir einnig snúist. Eftir
að hafa fordæmt Norrisstjórnina eins og hann gerði í haust, hefir
hann nú snúið við blaðinu og þvær hana upp úr allskonar samsetn-
ingi.
Yoröld er vinur Skúla Sigfússonar, hins ærlega manns sem trúr
reyndist þegar í þrautir kom; og vér munum ljá honum eindregið
fylgi vort ef hann sækir við næstu kosningar sem óháður maður undir
merkjum frjálslyudu stefnunnar, sem hann var kosinn á, en ekki
undir blekkingarfána þeirra sem halda stefnu sína aðeins þegar ekk-
ert reynir á, en hlaupa frá þegar þeim býður svo við að horfa. petta
er stefna Voraldar; hún var til þess stofnuð að vinna á móti öllurn
]>» im er brugðust þjóð sinni 1917 og þeirri stefnu mun hún halda
hvaða neðansjávaraðferðir sem reyndar verða. Voröld var stofnað
scm fólksins blað, en liagur fólksins er einkum í því fólginn að halda
þeim frá opinberum trúnaðarstörfum sem slík embætti hafa notað
fólkinu til tjóns og auðvaldi og hnefarétti til hagsmuna. peir sem
sviku 1917 eru eins líklegir til þess að svíkja aftur hvenær sem fæi’i
gefst—EF pAÐ BORGAR SIG.
EFTIR SANDFOK OG OFpURK í ARGYLE
Klökknar hugur—tregatár
titra á hvarmi mínum
þegar bruna sé eg sár
svíða á brjóstum þínum.
Okkar, bræður, hagleiks hönd
hennar sárin græði,
svo að þessi opna sund
aldrei framar blæði.
B. Walterson