Voröld - 11.03.1919, Side 4

Voröld - 11.03.1919, Side 4
Bls. 4 VORÖLD. Winnipeg, 11. marz, 1919 kemur út & hverjum þrlðjudegl. Otgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd. Voröld kosta $2.00 um árið 1 Canada, Bandarikjunum og á Islandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín. Bkrifstofur: Rialto Block, 482 V4 Main Street—Farmers Advocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, ■---------■ Móðir, Kona, Meyja. ATKVÆÐI OG ATKVÆDAGREIÐSLA. “Ekki er minna vert að gæta fengins fjár en afla þess,’’ segir gamall málsháttur, óg er það satt, né heldur ábyrgðarlaust með að fara. Nú, þegar hið langþráða jafnrétti er loks fengið—þar sem það er að lögum orðið—fylgir því ný ábyrgð. pað er ekki nóg að hafa atkvæði, heldur verða þeir sem það hafa öðlast, að læra með það að fara sjálfum sér og öðrum til blessunar og þrifa. það útheimtir nýja þekkingu og nýja starfsemi. Nýja þekkingu fyrir flesta, sem nýlega hafa öðlast þessi réttindi, því mörgum var svo farið að þeir álitu ó- þarft að kynna sér þau mál—sem eðlilega voru stjórnmálin—meðan þeir áttu enga þátttöku í þeim, aðra en hlýða kröfum og lögum þess lands er þeir lifðu í. Atkvæðið er einstaklingsins dýrasta eign. pað er sverð hans og skjöldur. Með því-skal hann hjálpa til að vernda rétt sinn og ann- ara samborgara sinna—rétt, líf, eignir og frelsi. pað er betra að greiða ekki atkvæði en gjöra það illa, sé um þetta tvent að. velja. Setjum svo að um tvo menn sé að ræða fyrir sömu stöðu, og þú veizt að hvorugur er hæfur, hví skyldir þú hjálpa til að koma öðrum hvorum að, með atkvæði þínu? Eða annar er all- góður—jafnvel mikill maður, en tilheyrir flokki hvers stefnu þú á- lítur landi og þjóð óholla. Hinn tilheyrir flokki þeim er þú álítur hafa rétta og holla stefnu, en er sjálfur óhlutvandur eða ónýtur eða hvorttveggja—gangandi út frá því að þú sjálfur hafir ákveðna skoð- un í stjórnmálum lands og þjóðar og fylgir henni samvizkusamlega hvað sem það kostar. Hví skyldir þú þá hjálpa öðrum hvorum slíkra manna til embættis? Með samvizkusamlega á eg við að þú sért ekki bundinn á flokks-klafa og fylgir einungis samvizkusamlega þeim sem í klafann toga, því þesskonar samvizkusemi er einnig til. En þegar einungis er um tvent eða fleira ílt að velja, er dýrgripurinn betur geymdur í pássi þínum, þó eigi sjáist hann þar, en kasta honum í slíka ruslakistu. En sé nú svo ástatt eins og hér hefir verið bent á, er það þitt lilutverk að sjá svo um, að um fleira sé að velja við allar kosningar. pað er einn og ekki minst varðandi hluti af skylduvetki þínu sem jafnrétti hefir öðlast. Einn stóri þátturinn í skylduverki þínu, sem öðlast hefir þerina dýrgrip, er að sjá svo um, að hann sé ekki frá þér tekinn undir neinu yfirskyni eða með neinum brögðum. Ekkert og enginn ætti að svifta mann eða konu atkvæðisrétti, eftir að hann er einu sinni fenginn, nema glæpsamleg breytni þess hins sama, gagnvart þjóðfél- agi því er hann eða hún lifir í, eða einstaklingum þess. Árlegar skrá- setningar eða endurskrásetningar ættu ekki að eiga sér stað, nema á margra ára fresti.—Aðeins trygging sett fyrir því að atkvæða- magnið sé ekki vatnað,-með nöfnum dauðra eða farinna kjósenda. Ein af mótbárum andstæðinga jafnréttis málsins, var sú, “að heimurinn batnaði ekki, þó atkvæða magnið tvöfaldaðist, ” Og er það satt. pað út af fyrir sig bætir ekki ástandið í heiminum, þó það ekki heldur væri gildandi ástæða fyrir því, að neita konum um þau réttindi af þeirri ástæðu. pungamiðja þessa máls er og verður æfin- lega sú, að þeir sem hafa atkvæðis og kjörgengisrétt, kunni með að fara, hvort sem um konur eða karla er að ræða. Atkvæði í höndum þeirra, sem ekki kunna með að fara, verður jafnan eins og voði í ávita höndum. pað gerir ilt eða gott af tilviljun einni. En það má ekki svo til ganga. I höndum óhlutvandra er það þó hálfu verra; þar gjörir það mönnum og málefnum ilt af yfirlögðu ráði þess er með það fer. En einmitt þar er mestur vandi við að eiga, og sleppi eg þeirri hliðinni í bráð, eða eftirlæt hana vitrari og reyndari mönn- um með að fara. , Úr þekkinguskorti má æfinlega bæta, með því að læra. En í hvaða skóla, eða skólum? Um það gætu orðið deildar skoðanir. Conservatívar segja í sínum skóla, Liberalar segja í sínum skóla, eðlilega; en úr hvorugum þessum skóla myndi nemandinn koma með óháðar skoðanir. Til þess að læra og verða þó óháður ættu að vera einhverjir vegir fyrir hina nýju kjósendur. Mundi ei gjörlegt fyrir konur að mynda félög, (klúbba(—gömlu jafnréttisfélögin héldu áfram að starfa—þar sem þær kæmu saman eins oft og kringumstæð- ur þeirra leyfðu til að tala sig saman og kynna sér, fyrst og fremst stjórnarfyrirkomulagið í sínu eigin landi, ríki, sveit og bæjum. Kynna sér hvað orðið “Democracy” þýðir í fylstu og instu merkingu þess. Og að hvað miklu liyti stjórn þessa lands í smáu eða stóru er “Dem- ocracy”. petta er ekki ósigrandi þraut. En það útheimtir töluverða aukavinnu og sjálfsafneitun og einlægni; án hvers atkvæðagreiðsla getur ekki náð til gangi sínum. En þegar þar er komið, og kjósend- umir vita, að með því eina móti, að útnefna sjálfir fulltrúaefni sín, og gefa þeim svo óskift fylgi til kosninga geta þeir sjálfir haft full- trúa á þingi þjóðar sinnar. Hér er auðvitað átt við fjöldann, og hags- munir f jöldans eru ávalt sameiginlegir. Nú munu margir—já flestir segja, að einmitt þetta sé gjört við hverjar kosningar, og mætti svara því játandi og neitandi. Fulltrúa- þing hefir þjóðin óneitanlega og þér sendið þá á þing með yðar at- kvæðum, því verður ekki neitað. En útnefnið þér þá—þér, fólkið— fjöldinn? Eru þeir virkilega yðar fulltrúar? Hvað margir bændur eða verkamenn skipa sæti á héraðs eða sambandsþingum yðar? öetið þér búist við að menn, sem útnefndir eru af verzlunar- stéttinni, embættismannastétt eða auðkýfinga stéttínni séu yðar menn þegar á þing er komið—yðar f jölmennustu stéttar landsins—bænda og verkamanna? Er ekki eðlilegt—Meira að segja mannlegt, að hver maður hlynni fyrst að sinni stétt, þegar hagsmunir hennar koma í bága við hagsmuni hinna? Til þess eru þeir auðvitað útnefndir, og þér hafið hjálpað að koma þeim á þing með atkvæðum yðar. En ef þér nú með því að líta í kringum yður skylduð sannfær- ast, um að fjölmennustu stéttir þjóðarinnar hafa fæsta menn úr sínum clokki á þingi—fæsta fulltrúa, er þá að furða þó eitthvað sé öðruvísi en þær vildu vera láta? Meðan þjóðirnar skiftast í stéttir, sem hafa ólíka hagsmuni, Ikarar hver stétt eld að sinni köku, alt svo lengi sem eina tryggingin fyrir því að svelta ekki fyr eða síðar, er komin undir því, hvað mikið hún getur skarað að sér. í þessu er fólgin ástæðan til allrar þeirmr baráttu, sundurlyndis og óánægju sem einatt á sér stað meðal fólksins pér, fólkið, megið ekki gjöra yður ánægða með þá menn sem til- nefndir eru af öðrum stéttum; auðvitað til að vernda hagsmuni þeirra stétta fyrst og seinast. pað hefir verið, og verður æfinlega gjört á vðar kosnað. Bændur fyrir bændur, útnefndir af bændunum sjálfum. Verkamenn fyrir verkamenn, útnefndir af verkamönnum sjálfum; fylgja þeim með óskiftum atkvæðum. pá, og þá fyrst hafið þér— fólkið—sem berið hita og þunga dagsins í hverju landi, fulltrúaþing— “Democracy” Munu eigi hagsmunir bóndans og bóndakonunnar, verkamannsins og konu hans sameiginlegir? Og sé svo þá hafa fjölmennustu stétt- irnar grætt mest við jafnréttið.—Atkvæði og kjörgengi, þegar þessar stéttir kunna með þetta að fara. M. J. B. Aths.—pessa ágætu grein hefir skrifað hin nafnkunna kvenrétt- inda kona, frú Margrét J. Benediktsson. Á það mál henni mikið að þakka, eins og Voröld hefir oft minnst á.—Ritstj. Þorsteinn Erlingsson 1858 — 27. sept. — 1918. pað er sextugsafmæli porsteins Erlingssonar í dag. Eg veit, að Reykvíkingar mundu hafa haldið það hátíðlegt, ef hann hefði lifað, og þá sæmir ekki að láta það líða hjá,án þess að minnast þess, þó að hann sé dáinn. pessár línur eru aðeins ritaðar til þess að minna menn á daginn. Hér er ekki rúm til þess að lýsa manninum og skáldinu enda skortir mig gögn og þekkingu til þess. Mörg af kvæðum por- steins eru enn óprentuð, en munu verða gefin út innan fárra mánaða, og er í ráði að síðar komi úrval úr bréfum hans og öðrum ritum í sundurlausu máli. Eins væri óskandi, að þeir menn sem þektu por- stein bezt, létu þær endurminningar ekki fara með sér í gröfina. pað veitir ekki af að safna saman sem mestu um porstein handa komandi kynslóðum, því hann mun lengi verða Islendingum að umhugsunar- efni, og hann var margþættur og ríkar andstæður í eðli hans. porsteinn Erlingsson varð kunnastur fyrir ádeilixkvæði sín, en vinsælastur fyi-ir ferhendur sínar, Hann var í einu skyldastur hag- yrðingum alþýðunnar af skáldum vorum, og sá, sem mest barðist fyrir nýjum hugsumim handan um haf, í einu þjóðlegastur og alþjóðlegast- ur, mýkstur og hvassastur. Rósir hans spruttu í skjóli þyma, eins og hann sjálfur kvað að orði. En hvar á að byrja til þess að skilja hann? Var hann að eðlisfari vígreifur og sóknfús, og mjúku lögin hvíld eftir vígin? Eða voru þyrnarnir ekki annað en neyðarúrræði; sjálfsvörn, eins og hjá rósinni? Eða var hið blíða og stríða frá upphafi jafn rikt í eðli hans,svo að ýmist varð ofan á? pað verða svona spurningar, sem framtíðin mun bera upp*um porstein, og ætti að bixa í hendur henni ’að fá svarið. Eg held að porsteinn hafi ekki verið bardagamaður að eðlisfari, heldur allra manna mýkstur og viðkvæmastur. og það var lífið, er á allan hátt misbauð viðkvæmni hans, sem knúði fram andstæðu hennar Viðkvæmir menn gerast oft harðir og óþjálir með aldrinum, af því að þeir verða að brynja sig með skel, til þess að haldast við í heiminum. En viðkvæmni þessara manna er bundin við sjálfa þá; hún er eigin- gjörn, og þeir una svo lífinu í friði, eftir að hætt er að bíta á þá sjálfa. Viðkvæmni porsteins náði víðar til. þó að lífið hefði veitt honum meiri þægindi en það gerði, “varma dyngju og vöttu dúns fulla ’ ’, þá hefði það ekki verið honum nóg. Og eins gat hann ekki ver- ið ánægður með neina brynju, sem hlífði honum einum. Hann átti svo marga snöggva bletti, af því hann unni svo mörgu, og fann til með svo mörgum. Hann varð að verja það líka, eða'heína þess, ef ekki vildi betur til, og þá varð hann að senda skeytin víða. pyrnar hans voru ekki altaf heima til varnar, eins og á rósinni, heldur flugu þeir um eins og örvar, gegn hverjum þeim, sem þjakaði lítilmagnanum, mönnum eða dýrum. auðvitað réðu erlend og aðkomandi áhrif nokk- ru um bardaga aðferðina og að hverju var vegið. en porsteinn var ekki bergmál; hann kvað öll kvæði sín, þau sem blíðust eru og stríð- ust, af innri þörf, Viðkvæmnin kémur líka fram í bardagaaðferð- inni, hann er þar svo mjúkur og sárbeittur um leið, leggur með ör- mjóum brandi, en beint á hól, í stað þess að vaða fram í blindni eins og berserkjum er títt, af þvi þeir halda að ekkert bíti nema kylfur og öxarhamrar. pað er til saga af svönum tveim, sem ár eftir ár, höfðu orpið í sama hólmanum, og altaf verið rændir eggjum sínum. Á endanum varð sorgin þeim ekki nóg, og þeir lögðust á fé bónda, í blindri við- ieitni að verjast og hefna sín. Samt voru þeir fæddir söngfuglar. og ekki ránfuglar. pegar eg las þessa sögu, datt mér porste-inn í hug. Hann var fæddur svanur. En vonska og rangindi heimsins neyddu hann stund- um til þess að bregðast í hami hauks og amar. Sigurður Nordal. (ísafold) Um minnisvarðamálið Frá byrjun hefir mér fundist að ekkert málefni að undanteknu sjálfu þjóðræknismálefninu mundi fá jafngóðar og almennar undir- tektir eins og minnisvarðamálið. pað er svo fátt því viðvíkjandi sem okkur getur verulega greint á um, og ekkert sem nokkur ástæða er til að gera að kappsmáli. Um eitt atriði hafa samt þegar komið fram skiftar skoðanir, en það er hvernig minnismerkinu skuli vera háftað. pað hafa nefnilega komið fram nokkrar skoðanir í þá átt að betur ætti við að verja öllum peningunum sem svo yrði safnað til einhverrar líknarstofnunar, en að eyða þeim bara í kalda grjóthrúgu eða eitthvað líkt því. Eg er eindregið á móti líknarstofnunar hugmyndinni af þeirri einföldu ástæðu að þeir tímar eru nú þegar í hönd gengnir að “ríkið” gæti svo skyldu sinnar að ekki liðist lengur að til séu nokkur oln- bogaböm í mannfélaginu. pað þarf til dæmis aðeins að rýmka dálítið Manitoba fylkislögin um eftirlaun mæðra til þess að ekki verði lengur til nein munaðarlaus börn. pví þegar einu sinni er búið að kannast við nauðsynina á að gera ekkjum mögulegt að ala upp sín eigin börn, þá liggur í augum uppi að þjóðheillin útheimtir að öllum börnum sé séð fyrir lífs viður- væri og móður umönnun sem þess missa við. En nú mælir ekkert af þessu með grjóthrúgu hugmyndinni. pað vill nú svo heppilega til að vér íslendingar eigum nú uppi á meðal vor einn allra frumlegasta og hugsjónaríkasta myndhöggvara sem nú er uppi, og hann gefur kost á sér til að hugsa út og gera verkið; og það sem sá maður setur upp mun ekki verða neinn kaldur grjótstöpull, heldur verður þar klappað úr bergi göfug og lærdóms- rík hugsjón sem verður indæl á að líta fyrir alla er meta kunna. Má vel vera að enn finnist meðal íslendinga sú hugsun sem lítils- virðir alt sem ekki verður “látið í askana” og sem aðeins sér kaldan grjótsopul í listaverki. En eg vo'na þess hnekkis gæti ekki mikið sem af því leiðir. pað hefir vel mentaður hérlendur maður sagt við mig að hann ætti von á að sjá íslendinga fremsta í röð þeirra manna er bygðu upp listir og bókmentir í þessu nýja landi, af þeirri ástæðu að þeir væru af betra kynstofni komnir en nokkur annar þjóðflokkur í þessu landi. Hver veit nema sá spádómur byrji nú að rætast. Vinur minn Stephan G. Stephansson hefir bent á að vel væri þess gætandi að afturkoínnir hermenn af okkar þjóðflokki liði ekki nauð, áður en peningum væri eytt í minnisvarða yfir þá sem fallið hafa. pað er bæði vel hugsað og í tíma talað eins og þaðan var von. . En réttur afturkominna hermanna til lífsviðurværis í þessu landi sem þeir hafa svo vel berist fyrir, er nú svo alment viðurkendur, og þeir hafa nú þegar sýnt að þeir ætla sjálfir sleitulaust að heimta þann “Tieilaga rétt’ út úr heiminum, að eg get ekki ímyndað mér að þeir þurfi nokkurn tíma að líða neinn skort. i pví hefir verið hreift að hætt væri við að minnisvarða málið yrði að klíkumáli. Við því má bezt gera með því að hver hugsi málið fyrir sig sjálfur með hliðsjón af og virðingu fyrir skoðunum annara, og sætti sig svo við úrskurð meirihlutans. Arngrímur Johnson Aths.—pessi hógværa og góða grein hreyfir við mikilsvarðandi máli, telur líknarstofnanir EIGA að vera óþarfar. pað er satt. En “fátæka hafið þér jafnan hjá yður” Svo verður það æfinlega. Og minnisvarða málið er þegar orðið klíkumál, þó ilt sé.—Ritstj. CONVENTION HALL (Industrial Bureau) MERKISVIDBURDUR Fimtudagskveldid 13. Marz, kl. 8.30 talar hinn frægi Canadiski heiskautafari VILHJÁLMUR STEFANSSON Fimm ára dvöl mín í norðurheimskauts- löndunum verður ræðuefni hans og mun tæpast mannsbarn í Winni- peg sem ekki vilji heyra ef koslur gefst. Fyrirlesturirm ' u t ur skýrður með hinum undraverðustu kyrðmyndiun sem sýndar hafa verfð PANTIÐ AÐGÖNGUMIÐA MEÐ PÓSTI STRAX Pantanir ætti að senda til C. P. Walker, Walker Theatre Winnipeg og verður borgun að fylgja ásamt árituðu og frí- merktu umslagi til þess að senda í miðann. Verð:—(að meðtöldum skemtunartolli) Á fyrsta gólfi ð- $1.65; $1.10 og 80c. Uppi á svölum $1.10; 80c og 55c. Sérstök sæti $2.20. Regluleg sala á aðgöngumiðum byrjar á Walker leikhús- inu, mánudaginn, 10. marz.

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.